Kvennaliðið mætir Brighton, U23 mætir City

Það er nóg að gera hjá liðunum okkar í dag, við bíðum jú öll eftir því að sjá aðalliðið mæta Everton á Anfield, en í millitíðinni eru bæði U23 og kvennaliðið í eldlínunni.

U23 liðið mætir jafnöldrum sínum hjá City núna kl. 13, og uppstillingin þar gefur ágæta vísbendingu um það hvernig hópurinn verður samsettur hjá aðalliðinu á eftir. Svona stillir Critchley upp:

Winterbottom

Gallacher – van den Berg – Norris – Boyes

Clarkson – Christie-Davis – Dixon-Bonner

Hill – Cain – Bearne

Bekkur: Atherton, Hardy, Walls, Varesanovic

Semsagt, enginn Kelleher, Williams, Hoever, Phillips, Larouci, Jones, Brewster eða Elliott, sem bendir til að þeir verði a.m.k. á bekk á eftir. Sá eini sem var hugsanlega til umræðu með að spila á móti Everton en spilar núna á eftir með U23 er Sepp van den Berg.

Glöggir lesendur taka eftir að Herbie Kane er líka hvergi sjáanlegur, en hann gekk til liðs við Hull að láni núna um helgina og átti stoðsendingu í fyrsta leik sínum með liðinu í gær.

U18 liðið var líka í eldlínunni í gær, og vann góðan 3-0 sigur á Blackburn Rovers, þar sem Layton Stewart skoraði 2 mörk.

Núna kl. 14 hefja svo stelpurnar okkar leik gegn Brighton, en þetta verður fyrsti leikurinn í seinni hluta tímabilsins. Eins og kom fram síðast náðu stelpurnar að skríða upp úr neðsta sætinu með jafntefli gegn Chelsea í síðasta leik, og nú er að vona að þær nái að sýna hvað í þeim býr. Þeim barst liðsauki núna rétt fyrir áramótin, en þá gekk til liðs við hópinn Rachel Furness en hún kemur frá Reading. Rachel hefur unnið sér það til frægðar að hafa spilað með Grindavík árið 2010. Hún er 31 árs og spilar fyrst og fremst á miðjunni, en hefur átt spretti bæði á kantinum og sem framherji. Þá hefur hún spilað 60 landsleiki með Norður-Írlandi.

Liðinu verður stillt upp svona:

Kitching

Jane – Bradley-Auckland – Fahey – Robe

Bailey – Furness

Lawley – Linnett – Charles
Babajide

Bekkur: Preuss, Roberts, Rodgers, Murray, Kearns, Hodgson, Sweetman-Kirk

Furness kemur semsagt beint inn í byrjunarliðið, á kostnað Rhiannon Roberts sem fer á bekkinn. Reikna annars með að það sé áfram verið að spila 4-2-3-1 með Kirsty Linnett í holunni, enda virtist liðið vera farið að kunna ágætlega við þá uppstillingu í síðustu leikjunum fyrir jól.

Við minnum á að leikurinn verður sýndur beint á The FA Player eins og venjulega, og við uppfærum þessa færslu með úrslitum og stöðunni í deildinni að leik loknum.

Bikarslagur á morgun

Liðið gegn Everton