Liðið gegn Wolves

Þá er komið að næsta verkefni eftir frábæran leik gegn Leicester. Nýja (næst) uppáhaldsliðið mitt, Wolves, kemur í heimsókn eftir rétt tæpan klukkutíma og stillir Klopp þessu svona upp í dag, Lallana kemur inn í stað Keita en Shaqiri missir af í dag sökum meiðsla (smávægileg tognun).

Wolves gerir nokkrar breytingar – hvíla m.a Traore, Doherty og Jimenez.

29 Comments

 1. Okkar besta lið i dag nema Lallana og ég verð bara að segja að ég skil ekki hvað klopp sér við þann annars ágæta dreng. Ég vill losna við hann og hef lengi viljað það en það er bara ég og mín skoðun.

  Annars bara vinna í dag og halda áfram sigurgongunni.
  Er farið að gruna að Klopp ætli ekki bara að vinna deildina heldur sé líka með það til hliðar í hausnum að bæta met city og fara yfir 100 stigin, djofull yrði það geggjað, auka atriði já en yrði samt geggjað.

  Spai annars 5-0 í dag. Salah og mane 2 og Firmino 1.

  Wolves fékk enga hvíld og því alger skyldysigur PUNKTUR !!!

  2
 2. Sæl og blessuð.

  Traore á bekknum. Hann kemur inn í síðari hálfleik og þá getur tempóið breyst til muna. Minnir um margt á viðureignina við Southampton hér forðum daga (2016 – var það ekki?) þegar raketta að nafni Mané birtist skyndilega inni á vellinum og 1-3 staða endaði í 4-3 (eða hvernig það nú nákvæmlega var).

  Það væru reyndar bæði slæmar fréttir og góðar. Slæmt að missa af stigum en ég sé þá fyrir mér Edwards og félaga ekki linna látum þar til vígahnötturinn ógurlegi hefur skipt úr óransbrúnum í fagurrauðan.

  Það er aldrei á vísan að róa þegar Úlfarnir eru annars vegar.

 3. Feginn að nautið Adama Traore byrji á bekknum hjá Wolves. Verðum að vera búin að klára leikinn áður en hann kemur inná.

  1
 4. Núna eru okkar menn að upplifa sama og city hefur gert reglulega síðustu 2 árin sem Er að andstæðingarnir hvíla stundum nokkra af sínum bestu mönnum gegn þessum toppliðum því þau reikna með tapi og vilja frekar vinna leikinn td á eftir þessum leikjum, alger forréttindi að vera orðið besta lið englands

  1
 5. í raun væri þetta fullkomin byrjun ef tækist að skora… fullt, fullt af færum en vantar smáræði upp á að boltinn fari í netið. Yfirburðir okkar manna eru algjörir. Það hlýtur að vera mikið basl fyrir Úlfa að vera í þessum eltingarleik allan tímann.

  1
 6. Sæl og blessuð.

  Púra mark bara svo það sé sagt. Lallana er síðbúin óvænt jólagjöf að þessu sinni. Búinn að eiga besta leik sinn hingað til og er einn besti maður vallarins!!!

  2
 7. Maaaaaarrrrkkkk!!!!

  Mané og elsku lufsulappadrengurinn okkar, Lallana með sturlaða stoðsendingu með … ÖXLINNI!!!

  1
 8. VAR, VAR, VAR…

  ekki er það alsæmt … svona þegar það fellur með okkur

  😀

  1
 9. Höfum fengið mörk dæmd 2 svar sinnum af okkur með minni mun en þetta þannig ég græt þetta ekkert hjá úlfunum.

  4
 10. Jæja, fyrst Firmino var rangstæður fyrr í vetur, þá var þessi rangstæður.
  Hvoru tveggja líklega jafn vitlaust.
  En markið var gilt.

  3
 11. Já skal alveg fúslega segja það mér líkar ekki hvernig er verið að nota VAR með rangstöðuna en markið sem við skoruðum var 100% réttur dómur.

  Það má svo deila um þessa millimetra sem er verið að teikna fram og til baka ég veit að núna verða samskiptamiðlar logandi útaf þessu en mér er sama dómarar eru búinir að setja “línuna” fyrir hvernig þeir nota VAR.

  2
 12. Ég skil að Wolves séu sárir yfir síðara VAR dómgæslunni en markið sem LIverpool skoraði var ALLTAF mark. Skil ekki hvað þeir voru að kvarta. Boltinn fór í öxl Lallana og Mane var aldrei rangstæður.

  Markið sem Wolves skoraðivar ekki mark en út af ástæðu sem er fráleidd. Leikmaður með öxl fyrir innan og þess háttar dómgæslur hafa gert Var mjög pirrandi. Í Sannleika sagt fann ég smá til með Wolves vegna þess að þeir eru ekki að fara fá mörg færi í þessum leik og áttu skilið að skora á þessu momenti.

  Annars skil ég ekki hvað er verið að tala af vanvirðingu um LALLANA eins og ég sá Skjóldal skrifa áðan. Lallana hefur alltaf verið með mikil gæði og er búinn að vera með betri leikmönnum Liverpool í þessum hálfleik.

  5
  • Mikið sammála þér. Svona VAR dómar eru að eyðileggja ánægjuna. Fullkomlega gott mark hjá Úlfunum.
   FA hljóta að breyta þessari reglu næsta sumar.

 13. Jæja elskurnar.

  Nokkrir langþráðir LS punktar svona í ,,hálfleikshléi” eins og þulurinn kallar það:

  1. Lallana, Lallana, Lallana … maður fyrri hálfleiks. Það er bara ekkert meira um það að segja. Hann er óþreytandi í vörn, sókn og miðju, fórnar sér í alla bolta og hefur ítrekað átt öflugar stoðsendingar – ein þeirra gaf okkur dýrindis mark og verður hann héðan kallaður ,,Axlar-Adam”.Takk fyrir þetta og hann fer örugglega á dágóðan pening í vor.
  2. Salah, Salah, Salah…. er alltaf í boltanum, alltaf á réttum stað og stendur alltaf eftir í lok sem sigurvegari. En þangað til … þá verður maður smá pirrípú yfir slúttunum hjá honum. Það er þó bara vanþakklæti, auðvitað.
  3. Vörnin … er almennt til mikillar fyrirmyndar, ekki bara í sínu eiginlega hlutverki heldur hefur Virgillinn átt sturlaðar sendingar inn í fremstu víglínu. ,,Markið” setur strik í reikninginn en sem betur fer þurrkast það út!
  4. VAR, VAR, VAR… ok – er óþolandi fyrirbæri – en hversu óþolandi hefði það líka verið ef frábært mark hefði verið blásið af fyrir mistök dómarans? Svo ekki sé nú talað um að rangastaðan í marki úlfanna snerist ekki um líkamshár eða stöðu slaufu á takkaskóm heldur var í þessu tilviki heill armur rangstæður!
  5. Yfirburðir – já, það er ekkert umera um það að segja að okkar menn hafa verið frábærir í fyrri hálfleik, hafa stýrt gangi mála og hefðu auðvitað (í enn eitt skiptið) átt að vera búnir að skora miklu fleiri mörk!

  6
 14. Hypia er með þetta. Mér fanst fáranlegt að dæma rangstöðu á Wolves en það er ekki eins og LIverpool hafi líka fengið svona dóm á sig. Það eina sem virkilega pirraði mig varðandi Wolves þegar þeir voru að kvarta yfir fyrra markinu sem Mane skoraði. Fanst það hræsni. Þetta var augljóslega löglegt mark. Það sást langar leiðir.

  En núna verðum við að taka þetta lið fullum tökum. Þeir eru brjálaðir inn í klefa núna og ætla að svara fyrir sig. Þetta lið er hörku gott og á þá virðingu skilið að þeim sé ekki sýnd ein einasta miskun.

  Held að leikmennirnir viti það betur en við.

  1
 15. jæja… þá er það Traore þáttur hins rosalega.

  Nú reynir á okkar menn. Orkustig leiksins færist upp um 40% við þessa skiptingu.

Upphitun: Úlfarnir á Anfield

Liverpool – Wolves 1-0