Upphitun: Úlfarnir á Anfield

Úlfarnir gerðu okkur gríðarlegan greiða í gær þegar þeir unnu Manchester City og tryggðu það að Liverpool er með þrettán stiga forskot í deildinni með leik inni. Erum því þegar komnir með allavega nokkra putta á titilinn en nú er mikilvægt að halda einbeitingu og halda áfram að vinna leiki til að tryggja að þetta verði niðurstaðan í vor.

Wolves er með sigrinum í gær komið í fimmta sæti deildarinnar með þrjátíu stig og er að stimla sig inn í Meistaradeildarbaráttuna. Þeir eru hinsvegar í þeirri óaðdáunnarverðu stöðu að fá minnstu hvíldina í jólatörninni og mæta tveimur bestu liðum deildarinnar á innann við 48 klukkustundum og því líklegt að við sjáum mjög breytt lið frá leiknum í gær. Úlfarnir hafa hinsvegar staðið sig ágætlega í ár þegar þeir hafa verið að spila í Evrópudeildinni svo þeir eru klárlega sýnd veiði en ekki gefinn.

Willy Boly einn þeirra besti varnarmaður verður enn frá vegna meiðsla en það hefur ekki haft jafn mikil áhrif á liðið og maður bjóst við en Liverpool strákurinn Conor David Coady stýrir vörninni eins og herforingi þrátt fyrir að spila þar mikið með Saiss og Dendonker sem eru vanari því að spila á miðsvæðinu. Coady var fyrirliði unglingaliða Liverpool í mörg ár og náði meira að segja að spila úrvalsdeildarleik með liðinu gegn Fulham árið 2013 áður en hann fór, þá til Sheffield United. Honum verður líkelga vel tekið á morgun.

Okkar menn

Eftir að hafa unnið Heimsmeistaratitil félagsliða kom liðið tilbaka til Englands og gjörsamlega gekk frá Leicester sem er í öðru sæti deildarinnar. Við höfum lengi talað um að liðið líti út eins og það eigi eitthvað inni og það sýndi okkur það gegn Leicester. Við fáum degi lengri hvíld en Wolves fyrir þennan leik en býst nú samt við að Klopp reyni að nýta hópinn í þessum leik til að fá einhverjar ferskar fætur.

Það er lítið nýtt að frétta af meiðslum hjá Liverpool þar sem Matip, Lovren, Clyne, Chamberlain, Fabinho og Brewster eru allir en Henderson fór meiddur af velli gegn Leicester. Klopp sagði hinsvegar eftir leik að meiðslin hefðu ekki verið slæm og Hendo hefði jafnvel getað klárað leikinn en það hafi verið ákveðið að taka engar áhættur.

Er í raun mjög óviss um hvað hann muni gera í liðsvalinu á morgun, nema að ég tel að hann muni hvíla einn af fremstu þremur. Salah kom snemma útaf gegn Leicester svo ég tel líklegra að annar af Mané eða Firmino hvíli og skaut á Mane í þetta skiptið. Miðjan álíka spurningamerki Wijnaldum að snúa aftur úr meiðslum og tók 90 mínútur gegn Leicester og Henderson fékk högg og gæti verið hvíldur og þá er þetta eiginlega eini kosturinn sem eftir er og með meiðslin sem eru á Lovren og Matip þá velur vörnin sig sjálf.

Mín spá

Ég ætla að spá því að Wolves mæti flottir til leiks og verði mjög grimmir til að byrja með en dragi mjög af þeim þegar fer að líða á leikinn og Liverpool gangi burt með 3-0 sigur þar sem öll mörkin eru skoruð í seinni hálfleik. Salah setur tvö og fer að detta í gang og Firmino heldur áfram að setja mörk og setur þriðja.

Leikurinn hefst klukkan 16:30 á morgun og minnum við að sjálfsögðu á heimavöll okkar, Sport & Grill í Smáralind. Boltatilboð yfir leikjum og um að gera að hafa samband uppá að panta borð.

13 Comments

  1. Sælir félagar

    Takk fyrir upphitun dagsins Hannes og ég held, eins og þú bendir á, að erfiður leikur Úlfanna í gær verði lykilatriði leiksins á morgun. Ég spái samt að þeir nái inn einu marki og tel að leikurinn fari 3 – 1

    Það er nú þannig

    YNWA

    1
  2. Las þetta rétt áðan á Guardian og er algjörlega sammála. Það verður að hætta þessu millimetranuði í VAR. Hér er stungið upp á 6 tommu bili og sjálfvirkri vélrænni skoðun eins og marklínutækninni, sem er send beint í úr dómarans.

    Stephen Bazen joins the debate: “I have not been following the whole debate, but on offsides VAR should function automatically in the same way as goal line judgements which are sent directly to the referee’s watch.

    “This could be achieved by having a six-inch interval behind the last defender which would serve as reference. If the forward is beyond that point it is offside and it would be detected by machine not by a referee.

    “The game need only stop for a period when VAR investigates penalty appeals.”

    3
    • Ef þetta væri bara svona einfalt. En er það þá í raun þannig að þínu mati að ef sóknarmaður er 10 sentimetrum fyrir innam varnarmanninn að þá er hann ekki rangstæður?

  3. Umræðan í fjölmiðlum er greinilega farin að smitast inní Liverpool miðlana. Andstæðingar keppast um að tala um að þetta sé komið hjá Liverpool og einungis spurning hve stórt bilið verður. Allt partur af sálfræði, þar sem menn eru að búa sig undir hið versta eða besta, hvernig sem á það er litið. Nú er maður farinn að lesa að liðið sé komið með nokkra fingur á titilinn og tímabilið rétt hálfnað.

    Sem betur fer er hugarfar Klopp og leikmanna ekki þarna enda rúmlega 50 stig eftir í pottinum og mikið á eftir að gerast á næstu vikum og mánuðum. Það má alveg eins færa rök fyrir því að við séum með jafnmarga ef ekki fleiri fingur á FA bikarnum eins og PL bikarnum.

    Annars er ég sammála að liðið hefur alla burði til þess að klára verkefnið á morgun, sérstaklega í ljósi þess að Wolves léku virkilega erfiðan leik í gær. Hins vegar sýndi Wolves í gær að það er gríðarlegur karakter í liðinu og leikmenn þess gefast aldrei upp.

    4
  4. Sæl og blessuð.

    Úlfar eru ólíkindatól og þeir hafa sýnt stjörnuleiki skömmu eftir löng ferðalög og átakarimmur. Það er sannarlega ekki á vísan að róa. Vígahnötturinn Traore kemur inn þegar 20 mín. eru til leiksloka og ef Lallana verður í stöðu DM þá … skulum við hafa hann í bænum okkar í kvöld.

    Það þarf að halda 100% fókus og nú er eins gott að Shaquiri og Origi standi sig í stykkinu!!!

    2
  5. Ég vil láta stilla upp svipuðu liði og gegn Everton. Næstu menn inn í byrjunarliðið hafa verið frábærir þegar þeir fengu tækifærið. Nú er tækifærið að nýta hópinn og láta fleirri leikmenn finna fyrir því hve mikilvægir þeir eru eins og t.d Shaqiri.

    Ég vil að við vinnum titilinn sem fyrst og þetta tímabil verði sögulegt á margan hátt. Ef við t.d getum bætt stigamet Man City og jafnvel komist í gegnum tímabilið án þess að tapa leik.
    Er þá ekki upplagt að stefna á það ?

    Ég hef aldrei haft neinar áhyggjur af Liverpool ef liðið mætir vel undirbúið og óþreytt til leiks með sitt besta lið. Vandinn hefur yfirleitt verið sá að liðið er ekki að spila vel þegar leikjaálagið er of mikið og fær ekki einu sinni tíma til að greina andstæðinginn almennilega.

    1
  6. Erfiðir andstæðingar, erfiður leikur. Úlfar geta hlaupið endalaust og gefast aldrei upp. Ég er hálfsmeykur við þennan leik og ekki síst þegar Úlfarnir vita hvers þeir eru megnugir eftir sigurinn gegn MC. Sammála skýrsluhöfundi um að einhverjir fái hvíld, amk hluta úr leiknum, Henderson klárlega, Gini og einhver sóknarmanna. Bobby er við suðumark svo hann hvílir ekki núna. Veit ekki með varnarmennina. Spurning hverjir leysa af, Milner sennilega, Shagiri ætti að fá einhvern tíma og síðan spurning með Lallana og Origi sem hefur verið bestur þegar hann kemur inná. Ætla ekki að spá neinu en 1-0 sigur dugar mér alveg og í guðs bænum ekki meiðsli.

    3
  7. Þetta verður gríðarlega erfitt og krefjandi verkefni fyrir úlfanna.

  8. Takk fyrir upphitunina en ein spurning, eru allir fallnir frá nema Henderson?

    “Það er lítið nýtt að frétta af meiðslum hjá Liverpool þar sem Matip, Lovren, Clyne, Chamberlain, Fabinho og Brewster eru allir en Henderson fór meiddur af velli gegn Leicester.”

    3
  9. THE BOSS:
    Premier League title race isn’t over
    ‘We don’t feel it, we don’t think about it’

  10. Svaka vending komin i Erling Haaland málinu…

    Hann langaði greinilega til liðs sem syngur YOu Will Never Walk Alone 🙂

    Svo hann gerði 4 1/2 árs samning við Dortmund !!!!

    Það virðast engir vilja fara á Old Trafford!!

  11. Gerrard að koma Rangers almennilega í toppbaráttuna í Skotlandi með sigri á Celtic í dag.

    Annars verður þetta hörkuleikur og mín spá er 3-1 og Firmino með þrennu,sem kæmi sér vel fyrir fantasy-liðið mitt.

    Enda þetta á orðum meistara Robbie Fowler…..

    Just a quick note to fans of other clubs

    You can’t take the piss out of us for not winning the league for 30 years,then simultaneously complain that you won’t hear the end of it when Liverpool win it.

    Why do you think we’ll brag so much when we do?

    2

Gullkastið – Stanslaus veisla

Liðið gegn Wolves