Leicester annað kvöld

Gleðileg jól öll sömul!

Annað kvöld mætir Liverpool lærisveinum fyrrum stjóra síns Brendan Rodgers í einhverju sem gæti kallast toppslagur í ensku deildinni.

Heims- og Evrópumeistarar Liverpool sitja fyrir umferðina með tíu stiga forskot á Leicester sem tapaði fyrir Man City í síðustu umferð og á leik til góða á bæði liðin.

Liverpool hefur aðeins gert eitt jafntefli og unnið rest í deildinni hingað til og Leicester sem hafa verið mjög sterkir í vetur hafa aðeins fatast flugið og gerðu jafntefli við Norwich áður en þeir töpuðu gegn City á sama tíma og Liverpool vann Flamengo á Heimsmeistaramótinu um síðustu helgi.

Klopp keyrði á líklega því sterkasta sem hann hafði í höndunum í þeim leik en því miður fór Oxlade-Chamberlain út af meiddur og verður frá í einhverjar vikur vegna ökklameiðsla. Wijnaldum verður þó vonandi klár í slaginn á morgun en Fabinho, Lovren og Matip eru enn frá.

Leicester eru sterkir til baka, nokkuð skipulagðir og öflugir í skyndisóknum með leikmenn eins og Vardy og Maddison þar fremsta í flokki. Þeir eru sterkir heima og gæti því verið von á erfiðum leik fyrir Liverpool sem stendur þó að mínu mati vel að vígi og alls ekki ólíklegir til að sigra gott lið á erfiðum velli.

Ég held að Milner eða Wijnaldum taki stöðu Chamberlain á miðjunni en annað verður óbreytt frá leiknum gegn Flamengo. Róteringarnar munu svo vera meira áberandi í þeim leikjum sem fylgja yfir hátíðirnar.

Sigur annað kvöld gæti orðið svo stórt skref í að hrista samkeppnina, sem er þó ansi fjarri, enn frekar frá sér og styrkja stöðuna enn frekar á toppnum en staða liðsins það góð að úrslitin þó neikvæð yrðu þurfa þó ekki að vera endalok alls. Þurfum samt ekkert að spá í það og lærisveinar Klopp sækja enn einn sigurinn.

Helgileikur Liverpool manna verður að sjálfsögðu á öllum 32 tækjunum á Sport & Grill á annan í jólum. Láttu engan eyðileggja fyrir þér hápunkt jólanna – sjáumst á Sport & grill Smáralind.

5 Comments

  1. Sælir félagar

    Ég þakka fyrir upphitunina og er sammála höfundi um að það er ekki ástæða til að ætla að Liverpool vinni ekki þennan leik. Gomes hefur alveg hraða (Virgillinn reyndar líka) til að halda Vardy niðri og miðjan okkar á alveg að ráða við miðju Leichester hvað sem Maddison líður. Sóknin getur svo skorað mörk gegn vörn andstæðinganna hverjir sem þeir eru. Svo mér sýnist ekkert mæla á móti því að okkar menn vinni þennan leik. Mín spá 1 – 3.

    4
  2. Sæl og blessuð.

    Stefnir í hörkuleik og refirnir vita að okkar menn eru hafa vaðið eld og brennistein undanfarnar vikur. Það verður því ekkert gefið eftir, hápressa frá fyrstu stundu og þeir væntanlega munu reyna að feta þá torsóttu leið að þreyta okkar menn og harka svo þremur stigum í hús.

    Því er mikilvægt að hafa skikk á liðinu, halda boltanum vel og taka þetta með skynseminni. Væri enginn heimsendir að halda jöfnu á útivelli gegn firnasterku liði sem hefur þægilegri dagskrá en við. Sjö stiga forskot – eins fallega og það nú hljómar – er fljótt að glutrast niður ef féndur okkar komast á sigurbrautina.

    Vonum bara að þetta verði kvöldið þar sem Vardy stal jólunum. Össssss

    Höldum okkur við hófsemina: þetta fer 2-2 í hörkuspennandi rimmu. Ótugtin hann Perez jafnar á 93. mínútu.

Gleðileg Rauð Jól

Liðið gegn Leicester