Byrjunarliðið vs. Flamengo í úrslitaleik Club World Cup

Það er komið kvöld í Doha og senn mætast Evrópumeistarar Liverpool hinum brasilísku S-Ameríkumeisturum Flamengo í úrslitaleik heimsbikars félagsliða. Bikarinn sá er einn af örfáum sem Liverpool hefur ekki tekist að vinna í sinni glæstu sögu og markmið Rauða hersins er að bæta úr því á Khalifa International Stadium í kvöld.

Khalifa International Stadium í Doha

Byrjunarliðin eru klár og Klopp hefur stillt upp eins sterku liði og hægt er miðað við meiðsli og annað:

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, Van Dijk, Robertson, Henderson, Keita, Oxlade-Chamberlain, Mane, Salah, Firmino.

Bekkur: Adrian, Lonergan, Wijnaldum, Milner, Lallana, Shaqiri, Origi, Jones, Hoever, Elliott, Van den Berg, Williams

Jorge Fernando Pinheiro de Jesus hefur einnig stillt upp sínu liði og það er eftirfarandi:

Flamengo: Alves, Caio, Mari, Arao, Ribeiro, Gerson, Barbosa, Rafinha, De Arrascaeta, Luis, Henrique.

Klopp var flottur að vanda á blaðamannafundi fyrir leik og lagði áherslu á löngun Liverpool til að vinna þennan bikar þrátt fyrir viðhorf ensku pressunnar um keppnina.

Upphitunarlag dagsins er heimsrokkslagarinn “Rockin’ in the free world” til heiðurs heimsbikarnum og sjá rokkhundarnir Neil Young & Pearl Jam um hávaðann:

Leikurinn hefst klukkan 17:30 og minnum við að sjálfsögðu á heimavöll okkar, Sport & Grill í Smáralind. Boltatilboð yfir leikjum og um að gera að hafa samband uppá að panta borð.

Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!

YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan og á Facebook.

57 Comments

 1. Svakalegt lið hjá okkur, okkur langar að vinna þennan.

  KOMA SVO LIVERPOOL!

  8
 2. Staðan ætti að vera svona 3-0 eftir 5 mín.
  Menn að fara illa með færin

  1
  • Sturlað. Erum ekki bunir að eiga skot a markið samt. Aston villa væri komið með 4 mörk?

 3. Sýnist hárgreiðslan á þjálfaranum vera eina sem maður er smeykur við í þessum leik.

 4. Ekkert sérstök byrjun hjá okkur, er hitinn að fara illa í okkar menn eða hvað ?

 5. Hvernig ætlast FIFA til að menn taki þessa keppni alvarlega þegar alltaf eru settir einhverjir trúðar á flautuna?

  4
 6. Henderson átti að fá víti , en dæmt á hann, jesús minn. Er þetta bara fyrirfram ákveðið ?

  1
 7. Aukaspyrna líka fyrir það þegar brotið var á Keita sést greinilega að maðurinn fer fyrir hann ásettu ráði þessi dómari í ruglinu ..gefur svo Mané gult spjald þegar að Rafinha byrjar á því að rífa í hann.

  3
 8. Sæl og blessuð.

  Annað hvort er þetta Flamengo-lið eitt það besta sem við höfum mætt í vetur eða þá að okkar menn eru hálfsofandi. Ég hef aldrei séð lið stýra leik gegn okkur jafn örugglega og þeir hafa gert. Vissulega hafa þeir ekki komist í jafngóð færi og við gerðum fyrstu fimm mínúturnar. Við erum eins og stirðbusar á vellinum.

  Það sorglega er að við erum ekki með neinn leikmann á bekk sem er líklegur til að breyta gangi leiksins. Eina vonin er að þetta lið taki sig á og sýni miklu betri frammistöðu.

  2
 9. Ljóti trúðurinn þessi hellvítis dómari. Henderson rifin niður í teignum og dæmd aukaspyrna á hann. Maður hangir í Mane og hann losar sig við draslið og Mane fær gult spjald. Algjört grín.

  5
 10. Það er maður á vellinum sem er gersamlega að gera hann hundleiðinlegan. Látum það vonandi ekki trufla í seinni.

 11. Ekki spurning að Martin Atkinson ætti að eyða eftirlaunaárunun sem dómari í Qatar.

  3
 12. Var þessi dómari fengin að láni úr Quatarsku utandeild inni þvílíkur jólasveinn. Hvar er svo VAR???

  3
 13. Spilamennska Liverpool veldur mér mestum áhyggjum. Verið slakir undanfarnar vikur og munum tapa fullt af stigum á næstunni ef við lögum ekki spilið. Urmull lélegra sendinga og skota.

  2
 14. Fyrri hálfleikur slakur hjá LFC. Vonandi hefur Herr Klopp tekið þá í gegn í hálfleik. Nú þarf að stíga upp í 45 mínútur, titill í boði fyrir það. Koma svo rauðir ! !

  1
 15. Aðeins um íslenska lýsandann:

  Dálítið sérkennilegur hjá honum stíllinn, eins og hann sé að diktera læknisskýrslu…

 16. Venjulega þegar við spilum svona ,,dauða leiki” þá eru andstæðingarnir í endalausum eltingarleik við okkar menn. Svo verða þeir úrvinda þegar líður nær leikslokum. Þessi rimma er talsvert ólík. Liverpool er í hlutverki þess sem hleypur eftir andstæðingum, stjórnar ekki leiknum nær engu tempói og eyða í raun meiri orku en hinir.

  Bíddu – nú er Chambo dóttinn út. Meiðsli???

  Ætli stórleikja-Origi geti komið með það sem á vantar?

 17. Þvílíka draslið þessi dómari, og þeir með leikaraskap dauðans , ojjj bara. Samt erum við ekki að spila vel, langt frá því.

 18. Já, við þurfum að tala um níuna okkar. Hvað er málið með þennan leikmann sem hreinilega nær ekki að skora nema í 17. hverjum leik???

  Þessi færi sem hann hefur fengið – hvað er hægt að segja um þetta?

  • Ertu að tala um níuna sem er búin að skora núna í báðum leikjum þessarar keppni?

   5
 19. Segi það bara aftur.

  Þetta er ekki besti dómari sem ég hef séð…

  1
 20. Hefur Lallana komi við boltann þessar 20 mín. sem hann hefur verið inni á vellinum???

  1
 21. Ótrúlegt að þessi leikur skuli þurfa framlengingu.
  Við áttum að klára þennan leik fyrir svo löngu síðan en við förum aldrei auðveldu leiðina.
  30 mín eftir og við klárum þetta fyrir vító

  2
 22. Í fyrsta lagi: Aldrei getum við drullast til að nýta bara færin okkar.
  Í öðru lagi: Þetta er MASSÍFUR dómaraskandall. Ekki víti að mínu mati. Brotið var fyrir utan. En það á að þýða aukaspyrna og rautt spjald. Algjörlega óskiljanlegt að dæma ekki á þetta! Þar með er dómarinn að halda því fram að Mané hafi bara flogið á hausinn og skotið eins og fífl út af engu. WTF?!

  2
 23. Hef aldrei slökt a Liverpool leik á ævinni en 5etta er bara orðið gott í dag. Aldrei verið eins pirraður yfir fótbolta.

 24. Ætlaði fara segja að það er svo lélegt tempo í þessum leik að Klopp gerir ekki einu sinni skiptingar. Þá skorar my man Bobby í Dallas. 1-0!!!!!!!!!!

  2
 25. Hvaða dómaragrín er í gangi augljós hendi en ekki dæmt ekki einu sinni skoðað…..jahérna

 26. Á ekki alltaf að gefa rautt fyrir svona sjötíu-takka tveggja-fóta tæklingar?

  2

Úrslit á HM! (upphitun)

Liverpool 1-0 Flamengo