Gullkastið – HM í Katar

Liverpool spilar um gullið í Heimsmeistarakeppni félagsliða en er úr leik í Framrúðubikarnum á Englandi, jöfnum okkur alveg á því. Börnin gerðu eins vel og hægt var að búast við af þeim, jafnvel betur en aðalliðið gerði í Katar. Minamino var í læknisskoðun í dag, koma fleiri leikmenn? Ancelotti og Arteta staðfestir hjá Everton og Arsenal, hvor er betri? Þetta og meira í síðasta þætti fyrir jól.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 269

Kop.is á Facebook og Twitter – Endilega fylgið okkur þar líka.

2 Comments

  1. Takk fyrir frábært podcast eins og alltaf en bara ein spurning, hvað varð um kristján atla og einar örn ?þá sem stofnuðu síðuna ? Eru þeir hættir afskiptum af síðunni eða er þetta viðkvæmt mál . Virkar allavega eitthvað vel skrýtið hvernig þeir hurfu bara án nokkurra skýringa ef ef man rétt

    3
  2. Takk fyrir þetta strákar. Sammála flestu hjá ykkur en ekki varðandi leikinn fyrir sunnan. Lið frá Mexíkó eru góð í fótbolta, Mexíkóar er algjörlega brjáluð fótboltaþjóð og því engin ástæða að ætla að A-B lið Liverpool vinni þá með vinstri. Þar fyrir utan þarf ekki peppa önnur lið til að spila gegn okkar liði eins og sást undir lok leiksins þegar þeir láu örmagna út um allan völl. Nei við Liverpool aðdáendur megum ekki gleyma okkur í hroka gagnvart öðrum liðum.
    Auðvitað deili ég áhyggjum með ykkur varðandi að liðið virkar ekki á fullu gasi í síðustu leikjum. En setjum okkur í spor Klopp með 2 hafsenta meidda, 2 miðjumenn meidda og slatta í liðinu verulega tæpa. Þetta eru líka stórkanónur sem hvert einasta lið myndi sakna. Hann verður að hugsa um heildarplanið og því hlýtur að koma upp að í einhverjum leikjum er planið einfaldlega ekki meiðast og því ekki farið í alla bolta 110 prósent. Watford leikurinn td, þar var ekki gert meira en þurfti. Auðvitað getur þetta verið tvíeggjað sverð og ekki hægt að leyfa sér neitt gegn MC, Leicester nú eða Atletico Madrid sem við neyðumst víst til að spila við í vetur.
    Kaup á nýjum hafsent. Veit ekki en örugglega var það ekki inn í plönum félagsins. Ef Matip og Lovren koma inn í janúar og Comez og VvD hanga heilir þangað til sleppur það fyrir horn. Annars þarf sjálfsagt að gera einhverjar ráðstafanir en liggja einhverjir á lausu sem eru á pari við Matip eða Lovren?

    3

Minamino kominn (staðfest!)

Úrslit á HM! (upphitun)