Meistaradeildardráttur í 16 liða úrslit

Liverpool dregið gegn Atletico Madrid

Drátturinn í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar fer senn að hefjast um miðevrópskt hádegisbil í höfuðstöðvum UEFA í Nyon, Sviss. Þar sem Liverpool sigraði sinn riðil þá tryggðu þér sér eftirfarandi lið sem hugsanlega mótherja:

Liðin sem Liverpool getur mætt ásamt líkum á að dragast á móti þeim:
Atlético Madrid 22,627%
Real Madrid 21,878%
Dortmund 20,779%
Atlalanta 17,682%
Lyon 17,033%

Við munum uppfæra þráðinn eftir því sem að boltarnir rúlla.

Pedro Pinto kynnti markasyrpu og síðan mætti Giorgio Marchetti keppnisstjóri yfir CL. Giorgio boðar síðan Kelly Smith fyrrum landsliðskonu Englands sér til aðstoðar með útdráttinn. Hamit Altintop bætist í hópinn sem hjálparkokkur enda er þetta margra manna og kvenna verk.

Altintop heldur stuttu tölu í tilefni af því að leikurinn fer fram í Tyrklandi og að sjálfsögðu í Istanbul en sú borg er okkur Púlurum að ansi góðu kunn. Regluvörður UEFA er mættur til að útskýra útdráttarreglurnar og þær eru álíka einfaldar og rangstöðureglan hjá VAR en vonandi betur framkvæmt.

Drátturinn í þeirri röð sem liðin komu úr kúlunum:

Dortmund – Paris SG
Real Madrid – Man City:
Atalanta – Valencia

Atletico Madrid – LIVERPOOL FC

Chelsea – Bayern Munchen
Lyon – Juventus
Tottenham – RB Leipzig
Napoli – Barcelona

Líkurnar létu ekki að sér hæða og Liverpool fengu það lið sem líklegast var að þeir myndu dragast gegn. Atletico Madrid eru hörkulið og glæsilegum heimavelli sem okkur Púlurum er vel þekktur frá sigrinum í Madrid síðasta sumar. Sér í lagi eru þeir grjótharðir og skipulagðir varnarlega en hafa ekki alveg verið upp á sitt besta á þessum vetri eins og deildarstaða þeirra í La Liga gefur til kynna.

Diego Simeone er að endurnýja lykilstöður í liðinu eftir brottför Griezmann, Rodri, Lucas Hernandez og Diego Godin í síðasta sumar og inn hafa komið yngri menn, eftirtektarverðastur af þeim er ungstirnið Joao Felix sem kom á metfé. Við fáum einnig að mæta Kieran Trippier í annað skiptið á innan við ári á Wanda Metropolitano í Madrid.

Sem sigurvegarar riðilsins þá ætti Liverpool að fá seinni leikinn á heimavelli og í raun óttumst við engan mótherja á meðan allir hræðast okkur og kraftinn í Kop og Anfield.

Come on you REDS!

YNWA

11 Comments

 1. Þetta fór bara alveg eins og spáinn ykkar var( Atlético Madrid 22,627%)

 2. Mjög erfitt og það lið sem ég vildi síst fá. Búnir með 17 leiki á Spáni og markatöluna 18 – 10, eru í 5. sæti.

  Ekki það lið sem hentar okkur vel……en við vinnum þá samt!

  4
 3. Eina liðið sem ég hefði viljað sleppa við en tökum þá.
  Það detta mörg góð lið út í þessari umferð það er á hreinu..

  2
 4. Þetta verður mjög erfitt hjá Atletico.

  Þið vitið hvernig hljóð heyrist þegar blöðrur springa. Er nokkuð viss um að svona smellur hafi heyrst í skallanum hans Pep Gardínudrjóla. Enn eitt árið sem city mun kokksa á CL.

  6
  • Blaðra er búin til fyrir sprengingu af því að sum okkar njóta hávaða. Þessi blaðra sem Station nefnir er samt líkari þeirri sem gleymdist undir sófa við síðustu áramót. Enn pínu loft, en það er erfitt að leysa hnútinn og blása í hana aftur. Okkar er rauð, gullfalleg. Í hana þarf ekki að blása. Okkar menn sjá um það sjálfir.

   2
 5. ætli guardiola verði rekinn ef hann dettur út í 16 liða?
  ég veit að zidane verður rekinn ef hann fer ekki áframm.

  kannski dugir city að vinna samfélagsskjöldinn á þessu tímabili.

  2
  • Mjög góð spurning. Eins og sumir segja, city er sálarlaus klúbbur og Peppinn er að upplifa mikið mótlæti þessa dagana. Mér finnst þessi dráttur þeirra á móti RM algjör snilld og einmitt það sem þeir þurftu (ekki).

   1
 6. AM verjast gríðalega vel hafa fengið aðeins 10 mörk á sig i 17 leikjum en hafa líkað skorað bara 18….við i sama leikjafjöld 42-14…..ef einhverjir geta brotið þá i 2 leikja rimmu þá eru það Evrópumeistaranir…

  5
  • Ef maður horfir eitthvað í þessa tölfræði aðeins 18 mörg í 17 leikjum! fær mann til að hald að þeir liggi bara í vörn og hafi enga sóknarmenn ? Held að þetta lið sê ekki meiri fyrirstaða en önnur við tökum þá 3 – 0 heima og síðan fer 1 – 1 úti.

   YNWA.

   2

New Kids on the Block mæta Villa í bikarnum

Gullkastið – #Klopp2024