Liverpool – Watford 2-0

1-0 – 38.min, Salah.

2-0 – 90.min, Salah.

Leikurinn byrjaði rólega, bæði lið að þreyfa fyrir sér og svo sem lítið um færi fyrstu 35 mínúturnar eða svo. Gestirnir fengu jú fínt færi þegar Deeney var millimetrum frá því að ná til boltans. Stuttu síðar átti Liverpool fína sókn þar sem að Firmino náði ekki að taka boltann með sér eftir hælspyrnu Salah, en hann hefði verið kominn einn í gegn en boltinn flæktist eitthvað fyrir honum.

Á 36 mínútu kom besta færi leiksins, held að það hafi verið Sarr í liði gestanna sem var með allt heimsins pláss úti hægra megin, sendi boltann út í teig á óvaldaðann Capoue sem hitti ekki boltann aleinn úr miðjum vítateignum og Gomez náði að lokum að kasta sér fyrir frákastið þegar Deulofeu gerði sig líklegan, hornspyrna. Það hefur nú oft verið sagt að Liverpool er hvað hættulegast þegar andstæðingurinn á hornspyrnu, það reyndist svo vera því örfáum sekúndum eftir að gestirnir höfðu tekið hornið var Salah að fagna marki! Firmino hreinsaði með bakfallsspyrnu á Mané sem gaf frábæra sendingu innfyrir á Salah sem lék á varnarmann gestanna og skoraði örugglega með hægri í hornið fjær, 1-0!

Watford fékk annað mjög gott færi á 41 mínútu þegar Deulofeu lagði boltann fyrir markið, Alisson sló fyrirgjöfina út í teig en Sarr átti hrikalega slakt skot úr dauðafæri. Eftir þetta sendi Alisson langan bolta á Salah sem lagði hann í annarri snertingu, með varnarmann í bakinu, á Mané sem var í góðu færi en Foster kom vel á móti og bjargaði (eða truflaði Mané nægilega svo varnarmenn gestanna gátu stöðvað hann).

Það gerðist meira síðustu 9 mínútu leiksins en 36 mínútur þar á undan! Liverpool mátti alveg prísa sig sæla að fara með forystu inn í hálfleik, Watford átti alls ekki síðari færi.

Síðari hálfleikur

Síðari hálfleikur byrjaði í raun eins og þeim fyrri lauk. Watford fékk fínt færi á 48 mínútu þegar Alisson varði vel úr þröngu færi. Í næstu sókn fékk Shaqiri boltann frá Milner á vintri kannti, sendi frábæra sendingu (í líkingu við sendingu hans á Gini gegn Barcelona) á Mané sem skallaði í markið – sem var þó dæmt af sökum millimetra rangstöðu, enn 1-0.

Troy Deeney átti sendingu innfyrir á Deulofeu stuttu síðar sem var allt í einu kominn aleinn innfyrir gegn Alisson sem varði frábærlega einn gegn einum.

Liverpool varð að gera skiptingu á 57 mínútu þegar Gini fór af velli sökum meiðsla, virðist fá eitthvað aftan í lærið, og Robertson kom inn og færði Milner sig þar með inn á miðju.

Salah fékk tvö góð færi í kringum 62 mínútu eða svo. Það fyrra þegar Milner sendi frábæra sendingu innfyrir á Mo en mér fannst vera togað í hann svo hann missti af boltanum einn gegn Foster! Mínútu síðar eða svo fékk hann aftur sendingu innfyrir en í þetta skiptið var skotið hans slakt og fór framhjá. Liverpool fékk svipað færi í næstu sókn, nú var brotið á Salah í aðdragandanum en boltinn fór að lokum til Firmino sem átti lélega fyrstu snertingu úr ágætis færi og Foster komst í boltann.

Liverpool átti frábæra sókn á 73 mínútu þegar Mané sprengdi vörn Watford með frábærri sókn á milli mið- og bakvarðar á Robertson sem sendi út í teiginn á Firmino en fyrsta snertingin sveik hann og skotramminn því þröngur eftir að hafa verið aleinn í miðjum vítateignum og Foster varði auðveldlega.

Næstu mínútur voru fjörugar, eins og allur síðari hálfleikur svo sem. Watfordi átti hornspyrnu sem hafnaði í stönginni. Örfáum mínútum síðar var misskilningur á milli Virgil og Alisson en slök sending þess fyrrnefnda fór því betur fer framhjá markinu. Gestirnir fundu blóðbragð og pressuðu mikið síðustu 20 mínúturnar eða svo og sköpuðu nokkur ágætis færi án þess að ná að skora.

Það voru svo okkar menn sem áttu síðasta orðið og kláruðu leikinn endanlega á 90 mínútu. Ox átti þá frábæra sendingu innfyrir á Mané hægra megin, Salah kom með hlaupið á fjærstöng en Mané sendi þá boltann út á Origi sem átti mjög slakt skot sem endaði í fínni sendingnu á Salah sem skoraði með hælnum og klobbaði varnarmann Watford á línu í þokkabót, 2-0 Game over!

Maður leiksins

Þetta var svolítið sérstakur leikur. 2-0 sigur í leik sem Watford átti að skora a.m.k. 2 mörk og við áttum í vandræðum lengi vel. Salah var góður í dag, finnst hann í raun allt annar leikmaður í síðustu 3 leikjum og greinilega búinn að jafna sig á meiðslunum sem er virkilega jákvætt – hann er því minn maður leiksins í dag með bæði mörk liðsins! Alisson var einnig frábær í dag, varði vel í a.m.k. tvígang og þá sérstaklega þegar Deulofeu komst einn í gegn. Vörnin fannst mér frekar óörugg og miðjan virkaði þreytt – vonandi verður Gini ekki lengi frá því við megum ekki við mikið minni hóp fyrir komandi vikur.

Umræðan

 • Firmino. Ég hef svolitlar áhyggjur af Bobby. Hann virkar engan vegin í takt þessa daganna. Fyrsta snerting hans (sem oftast er gull) er oftar en ekki að stríða honum og hann nær ekki alveg að komist í takt við leik liðsins.
 • 11/17 stig. Tímabundið eða ekki, það eru 11 stig í Leicester og 17 stig í Man City. Það eru ótrúlegar tölur!
 • Hreint lak. Liverpool er að koma manni á óvart nánast vikulega núna en þessi tölfræði er stórmerkileg! Þetta var í fyrsta sinn sem liðið heldur hreinu á heimavelli þetta tímabilið!
 • Næsti leikur í deild er 26. desember. Liverpool skellir sér nú til Qatar og tekur þátt í HM félagsliða. Þegar liðið kemur til baka þá heimsækir það Leicester á öðrum degi jóla – en þremur dögum áður þá mun þetta Leicester lið heimsækja City. Næstu þrjár vikur eða svo eru því RISA stórar.

Næsta verkefni

Næstu tvö verkefni eru mjög sérstök, þ.e. sérstök að því leytinu til að það er dagur á milli þeirra og Liverpool mun nota unglingaliðið í það fyrra (Aston Villa á Villa Park í Carabao Cup, þriðjudaginn 17. desember) en aðalliðið í verkefnið í Qatar (HM Félagsliða, miðvikudaginn 18. desember).

47 Comments

 1. Salah maður leiksins þessi mörk bæði stórkostleg !
  Markið hjá Mané átti að standa bull VAR dómur.

  9
  • Sammála, skil ekki hvernig þeir gátu tekið markið af Mane, það er allt reynt.
   Flott 3 stig, skrítin leikur. Watford átti sín færi og hefið alveg getað skemmt þennan fallega kalda laugardag.
   góðar stundir. ynwa

   3
 2. Það er ótrúlegt að það sé 40 stiga munur á þessum liðum. Mér fanst Watford ekkert síðri aðilinn í þessum leik og með örlítilri heppni eða með aðeins minni óheppni, hefðu þeir hæglega getað náð jafntefli eða unnið leikinn.

  Liverpool er sigurlið sem sýnir á sér mörg andlit. Stundum sýna þeir glimrandi góðan sambabolta og þess á milli spila þeir eins og þeir gerðu núna gegn Watford. Gera það sem þeir þurfa til að sigra og vinna jafnvel þó spilamennskan hafi ekki verið upp á marga fiska. Mér finnst þeir sambland af Chelsea undir stjórn Conte og Moruni og Man city undir stjórn Gardiola. .

  Mín skoðun er sú að fyrirkomulag fótboltans á Englandi og í Evrópu er fráleidd. Það er allt of stutt á milli leikja. Reyndar er það þess valdandi að stóru liðin tapa meira af leikjum og deildin verður jafnari því oftar en ekki eru þeir uppteknir í öðrum verkefnum en út frá gæðum fótboltans þá neyðist Liverpool að spila eins og þeir gerðu í dag sem dugar til sigurs en er fjarri því að vera eitthvað augnayndi.

  4
  • Er sammála þér Brynjar, Liverpool á sér mörg andlit. En mér fannst þessi leikur hafa það mark að strákarnir væru að spara sig aðeins, þó að á köflum þyrftu þeir aðeins að taka á, svona fara upp í annan gír. En frábær 3 stig í hús, 49 stig staðreynd, ekkert sem tekur það af okkur.

   YNWA

   2
 3. Góð þrjú stig í hús og menn gerðu bara akkúrat það sem þurfti. Er alveg með það á hreinu að þó svo að andstæðingurinn hefði potað inn einu þá hefðum við samt unnið. Og ef menn vilja að vera eitthvað að spá í “hvað þá/hvað ef” þá áttum við klárlega að fá víti og miðað við spjaldið sem Henderson fékk þá hefði leikmaður Watford fengið sitt annað gula spjald þar…..já þau eru mörg efin 🙂 Klárlega sanngjarn sigur þó svo að ég hefði óskað að hann hefði verið öruggari. Liverpool voru bestir í leiknum, Watford næst bestir og dómarinn lélegastur.
  YNWA

  7
 4. Muniði eftir þeim dýrðartímum þegar sóknarmaðurinn var látinn njóta vafans?

  Þessar millimetra (!) mælingar í VAR eru bara fáránlegar. Þetta er eitthvað sem væri aldrei hægt að dæma af sjónvarpsupptökunni einni saman.

  AutoCAD er fínt fyrir nákvæmar húsateikningar en það á ekki heima í lifandi íþróttum.

  14
 5. Sæl og blessuð.

  Nokkur atriði:

  1. Watford spiluðu vafalaust af miklum meiri þrótti og elju en þeir hafa gert hingað til í vetur. Þeir komu sér í nokkur góð færi, þar af líkl. 2-3 dauðafæri. Gæðin í liðinu eru blessunarlega (í þessu tilviki) svo lítil að ekkert varð úr verki. Þessi Sarr eða hvað hann heitir – sá hlýtur að eiga erfitt með svefn í nótt. Þetta var ljónheppni gott fólk.

  2. Gomezinn er bara ekki að valda þessu hlutverki. Hann var óöruggur og klaufskur. Ferlegt að sjá þetta. Einnig var Shaquiri fjarri góðu gamni og nían okkar… hvað er hægt að segja? Má ekki fara að hvíla hann aðeins.

  3. Fyndið hvað Origi nær alltaf að setja leiki í uppnám – makalaus afgreiðsla hjá honum en viti menn! Mark fylgir honum! Gott vörumerki.

  4. Robertson gerði mikið og við sjáum hvað munar um þennan snilling.

  5. Svo er það dómgæslan… hörmung í alla staði. Salah átti að fá víti og spjöld áttu að fara á loft. Ekkert samræmi í þessu og þetta VARrugl – átti virkilega að dæma seinna markið af??? Þótt varnarmaður væri með annan fótinn úti þá var nú obbinn af honum inn á!

  6. Svakalega slöpp frammistaða en Salah sýndi sitt gamla form. Það er geggjað hvað hann rís alltaf upp og heldur áfram, jafnvel þótt á móti blási! Meira svona!!!

  6
  • “Gomezinn er bara ekki að valda þessu hlutverki. Hann var óöruggur og klaufskur”.

   Viltu fókusa á vandræðin sem vindurinn olli honum þarna rétt áður en VVD var nærri búinn að skora sjálfsmark?

   Gomez bjargaði meistaralega tvisvar og að mínu mati átti hann heilt yfir góðan leik, enda var þetta í fyrsta skipti á þessu tímabili sem okkar menn halda hreinu á heimavelli. Mirror eru t.d. sammála mér og fær hann þar 8 í einkunn ásamt Salah, aðrir fá lægra.

   Þetta var í fyrsta s

   35
  • Þú hefur misskilið hvers vegna var tékkaði á seinna markinu. Það sem VAR skoðaði var hvort að Salah væri fyrir innan næst síðasta leikmann Watford, þeir voru ekki að skoða leikmanninn sem sat í grasinu.

   1
 6. 3 leikurinn í röð sem liðið heldur hreinu og vonandi heldur það lengi áfram.
  Virkilega sterkt að halda þessu skriði áfram og setja meiri pressu á liðin fyrir neðan.

  3
 7. Það þarf að hafa 5-10 cm -/+ í þessu þetta er ekki hægt í núverandi mynd þarf að leyfa sóknarmönnum að njóta vafans og nota VAR einugis þegar um rauð spjöld og virkilega vafasöm atriði eins og víti eru það þarf að hætta að nota VAR svona með rangstöðuna teiknandi eitthverja millimetra línur á axlir og eh helvítis bull.

  Það hljóta allir að sjá að þetta er að drepa leikgleðina bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnum að vera hundfúll þegar liðið manns er yfir og fullkomnlega löglegt mark tekið af útaf svona bulli.

  10
  • Hvað meinarðu með að fullkomnlega löglegt mark hafi verið tekið af honum? Hann var fyrir innan, lögin eru skýr.

   Þetta nöldur yfir VAR er orðið hlægilegt.

   11
   • Fyrir mér þá er þetta mark og nei þetta nöldur yfir VAR á fullkominn rétt á sér.

    3
   • hehe og Klopp var núna í viðtali að segja rétt í þessu að hann fagnar ekki lengur mörkunum eins og hann gerði nákvæmlega útaf þessu bulli.

    Þarna liggur minn pirringur fyrst og fremst þetta er að drepa leikinn.

    5
 8. Einn af þessum leikjum sem maður á ekkert eftir að muna eftir í næsta mánuði. Alltaf gott að vinna deildarleikinn á eftir erfiðum útileik í Meistaradeildinni, mjög langt frá því að vera sjálfgefið hjá Liverpool allar götur þar til núna.

  Watford eru með allt of gott lið til að vera í því bulli sem þeir eru núna og fínn að klára þá í fyrsta leik Pearson. Þeir verða klárir í að vinna næsta leik (Man Utd).

  Salah er kominn með þrjú mörk í tveimur leikjum, eitthvað sem hann mátti mjög vel við.

  Alltaf gaman að skoða töfluna um þessar mundir, á síðasta tímabili var City með 44 og 54 stig í fyrri og seinni umferð tímabilsins. Liverpool 51 eftir fyrri umferðina og 46 í seinni. Núna eftir 17 umerðir er Liverpool með 49 stig sem er magnað. Það þarf varla að taka fram að stigasöfnun fyrir áramót í fyrra var félagsmet.

  City getur núna mest náð 41 stig í fyrri umferðinni og þarf m.a. að vinna Arsenal og Leicester til að ná því. Leicester getur náð mest 47 stigum en þarf þá að vinna bæði Liverpool og City.

  Vonandi nær Klopp að hvíla hópinn töluvert í Katar m.v. álagið sem er í deildinni, aðalliðið spilar ekki í deildarbiknarnum og það þarf ekki sama power í undanúrslitaleikinn á HM og þarf jafnan í deildarleiki.

  11
 9. Gallinn við það að setja eitthvað svigrúm á það hvenær leikmaður er rangstæður og hvenær ekki, er að þá færist einfaldlega það til hvar við teiknum línurnar. Ef svigrúmið er 10 cm, er þá 11 cm rangstaða en 10 cm ekki?

  Ég er alveg sammála því að þessi bið eftir því að VAR ljúki sér af er til þess fallin að drepa niður stemmingu, en ég væri alveg til í að sjá tillögu að betra fyrirkomulagi. Sem ég er nokkuð viss um að er til, veit bara ekki hvert það fyrirkomulag er.

  12
  • Átti ekki við það samt ég tók þetta sem dæmi við erum að tala um millimetra og verið að teikna eh útfrá handarkrika og þessháttar það verður að scrappa þetta og láta línudómarana um það og nota VAR ef línudómari gerir augljós mistök.

   Þurfum ekki millimetra VAR dóma það bað engin um það.

   Ég tel VAR samt góða tækni sem vel er hægt að nota en það þarf að pússa þetta til.

   4
  • Mér finnst þetta bara svo einfalt að ef að þetta er tæpt að þá á einfaldlega sóknarmaður að njóta vafans alveg eins og reglurnar voru. Að teikna upp þetta bull á rangstöðu miðað við óaugljóst hvenær nákvæmlega sendingin sjálf á sér stað í millimetrum sem er aldrei skoðað er bara helv…. kjaftæði. Þetta er orðið svo ömurlegt að hálfa væri nóg.

   4
 10. Allir leikirnir í dag hálfgerð skita, kalt og rok alls staðar. Gætum séð einhver óvænt úrslit. Okkar menn ekki að fara misstíga sig og unnu 737 leikinn í röð.

  2
 11. Koma svo, enga VAR eða annað bull um leikinn, 3 stig í hús punktur Núna tekur hitinn við, menn slaka vöðva, taka úr sér þreituna og byggja upp orku með fullt af D vítamíni frá sólini. Dásamlegir tímar.

  YNWA

  9
 12. Leicester gerði jafntefli og City eru 17 stigum á eftir Liverpool þetta er ágætt.

  15
 13. 10 dagar til jóla, 10 stiga forskot á toppnum. Tilviljun…held ekki!

  7
 14. 10 stiga forysta eftir 17 umferðir! 10 stig!!! Hefur þetta gerst áður í sögu úrvalsdeildarinnar eftir aðeins 17 umferðir??

  8
 15. Sælir félagar

  Það er ekki ástæða til að ergja sig á VAR-inu ef það er notað á öll lið jafnt. Þetta er að vísu hundleiðinlegt en örugglega komið til að vera svo bezt er að fara að venjast því. Það sem skiptir máli er að það ræni okkur ekki stigum eins og í MU leiknum. Hinsvegar er liðið okkar svo gott að ég hefi engar áhyggjur af VAR-delum meðan við vinnum okkar leiki.

  Það er nú þannig

  YNWA

  8
 16. Á afmæli í dag, takk Liverpool fyrir bestu gjöfina og ekki skemmdu þessar seinni tvær í dag fyrir heldur vona að það verði annar í afmæli á morgun.

  YNWA.

  13
  • Ég man eftir því að Man Und glutraði einu sinni niður 10 stiga forskoti í ensku deildinni. Það var áður en Ferguson tók við. Ég segi því ekki að þetta sé komið en leyfi mér að vera nokkuð brattur. Þetta er væntanlega eitt mesta stigaskor í ensku deildinni eftir 17 umferðir en ófyrirséð óhöpp eins og meiðsli lykilmanna gætu sett strik í reikninginn.

   5
   • Mikið rétt Brynjar. Tímabilið 1985-86 vann MU fyrstu 10 og var með 42 stig eftir 17 leiki, 13 sigra, 3 jafntefli og 1 tap. Enduðu svo nr 4 um vorið. Þeir voru byrjaðir að glopra niður strax eftir 10 fyrstu leikina. Ansi hreint skemmtilegt lið sem dróg þá uppi eftir áramótin og endaði 12 stigum fyrir ofan um vorið. Þá grétu MU aðdáendur.

    4
   • Sælir félagar

    Já Hjalti vann Liverpool með 88 stigum og MU endaði með 76 stig að mig minnir. Hvað það varðar að safna stigum svona í fyrstu leikjum þá skiptir máli við hvaða lið þú ert búin að spila. Liverpool er búið að spila fyrri umferðina við öll sterkustu lið deildarinnar sem svo eru talin. Þ.e. MCFC, MUFC, Arsenal, T’ham, Leichester og Chelsea. Liverpool hefur unnið alla þessa leiki nema MUFC sem náði jöfnu á “dómaramistökum” eða réttara sagt Atkinson ákvað að gefa MU mark.

    Það er nú þannig

    YNWA

    1
 17. Meiðslin halda áfram að plaga liðið. Mikið áhyggjuefni. Vona að Klopp dreifi álaginu á HM. Deildin er jú númer eitt og meistaradeildin nr 2. FACup nr 3 og HM nr. 4.

  2
 18. Strákar rólegir við rétt mörðum þennan leik samkv mbl.is, verum þakklátir 🙂

  3
 19. Áfram halda okkar menn að safna stigum sem er svo dýrmætt ekki síst þar sem svakalegt prógramm er á næstunni. Umhugsunarefnin
  Jákvætt….
  …sigur
  …10 stiga forskot, 17 stig í MC
  …sigur þrátt fyrir enga flugeldasýningu
  …góð breidd í hópnum
  …Andy R fékk smáhvíld
  …frábært að hafa svona menn eins og Milner, bakvörður og miðjan. Ætli hann fari ekki í miðvörðinn næst í miðvarðahallærinu
  …engin merki um að Klopp sé að fara á taugum
  Neikvætt…
  …meiðslin hljóta að vera stóra áhyggjuefnið
  …með marga meidda og rosalegt prógramm
  …VvD fær aldrei hvíld
  …liðið getur spilað betur. Kannski er eitthvert plan að keyra sig ekki alveg út í hverjum leik

  6
 20. Hvíla bara VvD í þessari hallærislegu heimsmeistarakeppni sem engu skiptir.

  1
 21. Flott hjá manhju að ná jafntefli á heimavelli. Er að horfa á 11 jólasveina spila á móti city. Núna fýkur þjalfarinn… Nei biddu, þeir eru búnir að reka hann!

  Njótum hverrar sekúndu með Klopp-liðinu okkar, sjæse!

  3
 22. Ég held að Arsenal sé á Hodgson tímabilinu núna…jafnvel verra. Þeir eru líklegir að tapa fyrir öllum liðum í augnablikinu. 3-0 undir og hálftími eftir á heimavelli.
  Stuðullinn á 2 marka tap 2,5
  Þriggja marka tap 5
  Fjögurra marka tap 10

  Easy money sjö níu þrettán

  2

Byrjunarliðið gegn Watford

Kvennaliðið mætir Chelsea