KLOPP FRAMLENGIR!!!!!!

Fullkomnar risafréttir!

Okkar maður!!!!

Mentor okkar allra, snillingurinn Jurgen Norbert Klopp hefur framlengt samning sinn við Liverpool FC út leiktímabilið 2023 – 2024. Ég ætla að viðurkenna það að þetta finnast mér bestu fréttir þessa árs satt að segja. Við sjáum öll hvað maðurinn hefur gert og hvílíka áru hann hefur.

Hans tryggustu aðstoðarmenn, Peter Krawietz og Pepijn Linders hafa einnig framlengt til sama tíma.

Það að vera viss um að hafa hann í brúnni næstu 54 mánuðina vekur mér kjánalega gleði – jólin svo sannarlega snemma í ár!!!

COME ON YOU REDSSSSSSS!

22 Comments

  1. Takk fyrir, jólagjöfin mín er komin.
    Ég verð að viðurkenna það að ég átti ekkert sérstaklega von á þessu en VÁ hvað þetta eru geggjaðar fréttir

    12
  2. Já þakka þér fyrir bestu fréttir sem maður hefur fengið í langan tíma ætla skála í öli í kvöld félagar svei mér þá ef það verður ekki bara Gullið !

    YNWA !

    9
  3. Stærsta jólagjöfin í ár ??
    Það sem ég brosti við að lesa þetta ??

    7
  4. já já já þetta félag er að blómstra sem aldrei fyrr NIKE,Japan,klopp lengir og hvað kemur næst djöflull er þetta gaman.

    YNWA.

    4
  5. Það var ekki hægt að biðja um betri fréttir, erum í öruggum höndum í 4 og hálft ár í viðbót, í það minnsta.

    7
  6. Átti nú að vera broskall en ekki spurningamerki svona er gleðin að fara með mann ..

    2
  7. Sturlað, ætli Kylian komi svo næsta sumar frá PSG. Ekki vekja mig í þessum draumi….

    4
  8. En ekki hvað!? Bestasta jólagjöfin mín. Þetta eru stórkostlegar fréttir !

    4
  9. “Mentor okkar allra, snillingurinn Jurgen Norbert Klopp” Get ekki verið meira sammála. Hef aldrei orðið jafn hughrifinn af nokkrum stjórnanda í heiminum og er það innilega lánsamur að hann sé framkvæmdarstjóri liðsins sem ég elska og hef stutt síðan ég var strákur.

    Klárlega langbesti leikmaðurinn í okkar 12 manna byrjunarliði 🙂

    7
  10. Þetta passar akkurat, Gerrard skrifaði í gær undir nýjan samning við Rangers til 2024 og þá verður hann tilbúinn að koma aftur heim til að taka við Liverpool.

    7
  11. Góða fréttin innan um allar slæmu heimsfréttirnar. Ávísun á glæsta sigra næstu ár.

    3
  12. Þetta sannar líka eitt…. jurgen klopp ÆTLAR sér að vinna allt með liverpool…. hann á eftir óklárað verk þarna og hann er svoan týpa sem labbar ekki í burtu frá hálfkláruðu verki 🙂

    4
  13. JAAAÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!

    Geggjaðar fréttir 🙂
    Tilviljun að samningurinn renni út á sama tíma og nýji samningurinn hjá Meistara Gerrard?
    EEEE nei, held ekki 🙂

    2
  14. Frábærar fréttir og gaman að vita að þessi snillingur verður lengur.

    2
  15. Frábærar fréttir, svo kemur S. Gerrard og verður með honum síðasta árið og tekur svo við ….. Góður dagur fyrir okkur stuðningsmennina.

  16. þetta er svindl, við eigum ekki að fá að opna jólapakkana núna, en svona er Liverpool, eru sífellt að gefa okkur allar gerðir af pökkum og við stuðningsfólkið tökum því fagnandi. Klopp er svo einlæglega humble í sinni yfirlýsingu, en á sama tíma svo ógnvekjandi ákveðinn eins og alvöru stjórar eiga að vera.

    YNWA

    5

Gullkastið – Gini-Mini-Mane-Mo

Upphitun: Liverpool vs. Watford á Anfield