Minamino til Liverpool í janúar (?)

Í dag hafa helstu blaðamenn í Liverpool keppst um að tilkynna að japanski landsliðsmaðurinn Takumi Minamino sé á leið á Melwood núna í janúar. Ef nafnið er kunnulegt þá var hann að spila við Liverpool í fyrradag í búningi RB Salzburg.

Minamino kom til Salzburg árið 2015, þá tvítugur, og hefur spilað 192 leiki fyrir félagið. Hann hefur í þeim skorað 63 mörk. Hjá Salzburg hefur hann verið með mark eða stoðsendingu á 119 mínútna fresti. Til samanburðar var Mané með mark eða stoðsendingu á 94 mínútna fresti hjá Salzburg. Japaninn er gífurlegur vinnuhestur, hleypur að meðaltalið 11,8 kílómetra í leik!

Ekki er búið að staðfesta kaupin en Melissa Reddy, Paul Joyce og James Pearce hafa öll flutt fréttir af þessu og að verðið sé rétt rúmar 7 milljónir punda. Til samanburðar seldu Liverpool Kevin Stewart á átta milljónir. Við vonum að við séum ekki að fagna of snemma, en þetta gætu verið geggjuð kaup ef af verður! Hvernig lýst ykkur á ?

27 Comments

  1. Hef ekki hugmynd um þennan leikmann eða hvap hann getur. Ef henn eykur breiddina. Þá er þetta bara flott.

    1
  2. Hreyfst mikið af honum í fyrri leiknum og fannst við vera í miklum vandræðum með hann.
    Finnst þetta mjög spennandi kaup og miðað við vinnusemina hans ætti hann líka að smellpassa í liverpool

    3
  3. Líst ótrúlega vel á þennan leikmann og mér fannst hann duglegur og kvikur í leikjunum gegn okkur.
    Ekki skemmir svo fyrir að japanskur markaður er stór hvað viðkemur sölu á treyjum og öllu öðru sem tengist liðinu okkar.

    3
  4. Virkaði mjög flottur í leiknum og ef Klopp er ánægður, þá er hann góður! 🙂

    4
  5. Var einmitt að hugsa það á þriðjudagskvöldið hvað mig langaði miklu meira í þennan leikmann heldur en Haaland. Stórfenglegur leikskilningur hjá honum í fyrri hálfleiknum og spilamennskan í fyrri leiknum var brilliant.

    Ef við fáum þennann kappa á rúmar sjö millur og skellum okkur á Sander Berge til að styrkja okkur enn frekar að þá erum við golden hvað miðjumenn varðar næstu árin.

    5
  6. Hann er í raun ókeypis—LFC og Nike geta selt 7 milljón treyjur í Japan með nafninu hans… Væntanlega samt myndi þetta þýða að einhver þarf að fara. Annað hvort í janúar eða í sumar. Shaqiri líklegur kandídat.

    1
  7. Búinn að koma að 20 mörkum í 22 leikjum (9 mörk skoruð og 11 stoðsendingar) það er ekki léleg tölfræði.
    Ekki verið að tala um háa upphæð og hann er frá Japan og gríðarlega vinsæll í asíu það myndi opna enn meiri markað fyrir Liverpool FC þetta lookar frekar solid kaup fyrir manni og já í þessum leikjum á móti Liverpool þá var hann góður.
    No brainer uppá breiddina fyrir mig.

    3
    • Já og hann er gjaldgengur með Liverpool að spila í meistaradeildini þó hann hafi spilað fyrir Salzburg það er ný búið að breyta þeim reglum ekki satt?

      4
      • Þessi leikmaður fór hrikalega í taugarnar á mér í þessum tveimur leikjum. Þannig, já, ekki spurning að kaupa hann á þessu verði.

        4
  8. Fyrir mér mætti Minamino vera hrein viðbót við hópinn. Ef hann á að fylla skarðs einhvers væri það Lallana í mínum huga. Enda finnst mér þeir ekkert ósvipaðir leikmenn.
    Leikmaðurinn er í raun ókeypis þar sem búningasala mun alltaf borga hann fljótt upp.
    Spurningin er bara hvort hann verði ekki seldur til Leipzig fyrst og klásúlunni breytt til að auka verðmæti hans.
    Hann þyrfti þá væntalega að neita að fara þangað og fara í einhverskonar fílu eins og Mane gerði á sínum tíma hjá Salzburg.

    4
    • Sammála. Hann er með Lallana-like snúninga á miðjunni til að brjótast í gegnum línur andstæðinganna. Sé hann alveg sem leikmann sem getur opnað leiki gegn rútufyrirtækjum.

      2
  9. Sæl og blessuð.

    Þessi bráðgreindi japanski hlaupagikkur er eins og sniðinn að leikkerfi Klopps. Þessi kaup standa svo ekki í veginum fyrir neinum öðrum fjárfestingum – slík eru kostakjörin!

    Verður ferlega gaman að sjá hann skeiða um völlinn í fagurrauða búningnum. Sé ekki betur en að þetta sé, einmitt, Lallana og einnig mætti bæta vinnuþjarkinum Milner inn í breytuna. Var það ekki þessi sem opnaði vörnina okkar í byrjun leiks þegar þeir náðu nokkrum skotum í röð á markið og Alisson þurfti að hafa sig allan við með lúkurnar?

    2
  10. Hann yrði flott viðbót í frábært lið. Það sem hann heillaði mann í fyrri viðureigninni sérstaklega.
    Já takk kærlega 🙂

    2
  11. Þegar ég sá hann minnti hann mig örlítið á Coutinho, Kannski ekki eins teknískur en hraðari.

    Ég man bara hvað þessi leikmaður fór í taugarnar á mér á jákvæðan hátt, þegar ég sá Salsburg spila gegn Liverpool. Mér fanst við eiga í mestu vandræðum með hann, hann var stöðugt að skapa usla og mín niðurstaða var sú að annað hvort eru Salzburg svona gríðarlega vanmetið lið því mér fannst liðið spila það vel að þeir hefðu getað staðið sig vel í ensku úrvalsdeildinni. Það hafði mjög mikið með þennan gaur að gera og mér fannst allt við hann vera þess eðlis að hann gæti spilað fyrir Liverpool. Teknískur, snöggur og rosalega vinnusamur.

    2
  12. Maður áttaði sig fljótt á því í leikjunum á móti Salzburg að þessi leikmaður væri lykillinn að stórgóðum sóknarbolta liðsins. Hitt var ekki jafn augljóst fyrir mér, sem bent er á í pistlinum, að hann hleypur á við Milner og Robertson. Fyrst svo er vil ég gjarnan fá hann í Liverpool liðið. Af því litla sem maður hefur séð af honum, þá virðist hann reyndar bestur í stöðu sem Liverpool hefur ekki notað síðustu tvö ár, framliggjandi miðjumaður. Ég hef samt trú á að hann geti bætt hópinn enn frekar og er spenntur fyrir þessu.

    2
  13. Það er verið að tala um að þetta sé frágengið í fréttum bara ef hann fer í gegnum læknana þá er allt klappað og klárt?

    1
  14. Flottur leikmaður sem gefur ekkert eftir. Fljótur, les leikinn vel og marksækinn. Ég vildi gjarnann losna við Lallana fyrir þennan leikmann.

  15. Öll þessi nöfn sem enda á ino gætu valdið ruglingi til að byrja með…
    Ég hef nokkuð lengi látið mig dreyma um að Maddison myndi verða keyptur. En þessi gaur er að spila svipaða stöðu sýnist mér, þannig að “all gut” eins og Kipp segir.

    1
  16. Held að þetta séu frábær kaup. Það voru allir uppteknir af Norðmanninum en mér fannst Minamino by far besti leikmaður Salzburg í leikjunum gegn Liverpool.

    2
  17. Vil ekki sjá þennan norska, það skín af honum að hann mun aldrei meika það í stærra liði.
    Þessi er miklu betri, eldsnöggur og virkilega lúmskur með boltann. Hann og Keita á miðjunni…

Liverpool 2 – Salzburg 0! (Uppfært)

Gullkastið – Gini-Mini-Mane-Mo