Gullkastið – Gini-Mini-Mane-Mo

Liverpool vann ofvirkasta lið Evrópu sæmilega sannfærandi og virðast hafa tekið þeirra besta mann með sér heim eftir leik, Takumi Minamino sem var fullkomlega allsstaðar í leiknum enda búinn að drekka 17 Red Bull fyrir leik. Skoðum hvaða lið koma til greina sem mótherjar í 16.liða úrslitum og hvað við viljum. Botnliðið svo um helgina.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur:SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 267

Kop.is á Facebook og Twitter – Endilega fylgið okkur þar líka.

8 Comments

  1. Ég stóð í þeirri meiningu að Liverpool væri “ofvirkasta lið Evrópu”. En jæja. Ef það var einhver vafi á því þá hljótum við að vera það eftir janúargluggan því við erum líklega að kaupa lang ofvirkasta manninn í liðinu sem þið tölduð vera ofvirkasta liðið. Hann hljóp á við hálft liðið. 🙂

  2. þetta virðist vera frágengið, læknisskoðun er bara formsatriði enda strákurinn fullfrískur á sál og líkama, þannig ég tek undir Fir-Mino-Mane-Mo. Mikið djö. eru þessir stjórnendur LFC klárir, 7,25 mills er jólagjöfin í ár fyrir leikmann sem er tilbúinn á okkar stig í gær.

    YNWA

  3. Hefur eitthvað heyrst af nýjum varnarmanni? eru menn ekkert stressaðir að það sama gerist í ár eins og í fyrra þegar Sammy Lee var að spekúlera að leysa af í vörninni sökum manneklu.

    Lovren, Matip og Gomez eru ekki frískustu menn í bransanum.

  4. Takk fyrir gott podkast – ég viltist reyndar og byrjaði að hlusta óvart á podkastið sem var eftir Barcelona leikinn í vor – og var mjög lengi að fatta afhverju þið voruð í svona geggjuðu skapi yfir Salzburg leiknum..

Minamino til Liverpool í janúar (?)

KLOPP FRAMLENGIR!!!!!!