Kvennaliðið heimsækir City

Enn heldur kvennaliðið okkar áfram að leita að fyrsta sigri tímabilsins, líkurnar á því að það gerist í leik dagsins eru kannski ekkert gríðarlegar, enda City í toppbaráttunni með Chelsea og Arsenal. En sjáum til, kannski ná Vicky Jepson og lærisveinar (meyjar?) hennar að galdra eitthvað fram í dag.

Liðið sem spilar núna kl. 14 verður svona skipað:

Preuss

Jane – Bradley-Auckland – Fahey – Robe

Bailey – Roberts

Lawley – Linnett – Charles
Sweetman-Kirk

Bekkur: Kitching, Murray, Hodson, Rodgers, Babajide, Kearns

Bæði Jemma Purfield og Jesse Clarke gengust undir aðgerð á hné í vikunni og verða frá fram í janúar.

Niamh Charles leikur sinn 50. leik fyrir félagið, sem er ansi gott fyrir jafn ungan leikmann og hún er.

Leikurinn verður sýndur á The FA Player eins og venjulega, og við uppfærum færsluna með úrslitum síðar í dag.


Leik lokið með 1-0 sigri City, og auðvitað var það fyrrum fyrirliði Liverpool, Gemma Bonner, sem skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik.

Það verður nú samt ekki af stelpunum okkar tekið að þær hafa núna spilað við 2 af 3 efstu liðunum í deildinni með viku millibili, og tapað báðum leikjum með minnsta mun. Arsenal voru sem dæmi að valta yfir Bristol City 11-1 í deildinni í dag, Vivianne Miedema skoraði þar heil 6 mörk.

Næsti leikur er gegn West Ham eftir viku, en Hamrarnir unnu United í dag 3-2. West Ham eru með 9 stig í deildinni, og því gætu okkar stelpur alveg gert góða hluti á móti þeim. En þá þurfa þær líka að fara að skora!

Liverpool 2-1 Brighton

Gullkastið – Jonjo van Dijk