Crystal Palace 1-2 Liverpool

Liverpool vann ansi mikilvægan sigur á útivelli gegn Crystal Palace og kom sér í 37 stig á toppi deildarinnar. Leikurinn var ekki fagur af hálfu Liverpool sem gerði þó nóg til að sækja stigin þrjú og setja enn meiri pressu á Chelsea og Man City sem mætast seinna í dag.

Mo Salah var á bekknum í dag en ekki var víst hvort hann myndi ná sér í tæka tíð vegna ökklameiðsla sem hafa hrjáð hann í nokkrar vikur. Það var flott að sjá að hann var á bekknum og þar sem stigin þrjú komu í hús bara fínt að hann fékk hvíld í dag. Chamberlain fékk sæti í byrjunarliðinu í dag og var frammi með Mane og Firmino.

Leikurinn spilaðist rosalega illa af hálfu Liverpool, leikmenn voru að klikka á sendingum og taka rangar ákvarðanir sem gerði það að verkum að sóknarleikurinn varð frekar bitlaus en varnarleikurinn var heilt yfir fínn. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þá ýtti Trent óþarflega í bakið á Zaha og fékk dæmda á sig aukaspyrnu. Spyrnan var tekin og leikmaður Palace skoraði en við nánari athugun í VAR kom í ljós að sóknarmaður Palace hafi á mjög óþarfan og heimskulegan hátt ýtt í bak Lovren og dómarinn vinur okkar dæmdi markið af. Ákveðinn léttir það og liðin héldu markalaus inn í hálfleikinn.

Fljótlega eftir að seinni hálfleikurinn hófst kom Sadio Mane Liverpool yfir með ansi skrautlegu… nei, segjum satt hérna, ansi ljótu marki! Skot hans hafði viðkomu í varnarmann og þaðan í höndina á markverðinum, í báðar stangirnar og drullaðist loks yfir línuna. Fínt mark sem kom Liverpool í bílstjórasætið í leiknum. Vörn Liverpool var sterk en helstu ógnir Palace voru einhver langskot og hálf færi en á 82.mínútu jafnaði Zaha metin eftir fína sókn Palace en ansi klaufalegan varnarleik Liverpool. Fúlt en við vitum nú alveg að Liverpool er líklegt til að klára leiki þrátt fyrir svona stöðu og það var aftur raunin í dag. Þremur mínútum seinna var atgangur í vítateig Palace eftir fast leikatriði og Bobby Firmino náði að troða boltanum yfir línuna, Palace fékk svo ágætis færi í restina en skotið úr því fór svo langt yfir markið.

Því er Liverpool komið með 37 af 39 stigum og á enn átta stiga forskot á Leicester sem sitja sem stendur í 2.sætinu og eins og áður segir mætast Chelsea og City í dag svo staða Liverpool gæti orðið ansi vænleg í kvöld falli úrslitin þeim í hag.

Það er erfitt að ætla að finna einhvern einn ákveðinn sem mér finnst hafa staðið upp úr hjá Liverpool í dag. Mane var fínn og mér fannst Fabinho öflugur á miðjunni, en hann nældi sér í gult spjald og missir af næsta deildarleik gegn Brighton. Lovren og Van Dijk fannst mér mjög öflugir en sá fyrr nefndi seldi sig þó reyndar nokkuð illa í marki Palace. Bakverðirnir fínir en átt betri daga, Firmino fínn og Wijnaldum og Henderson þokkalegir. Alisson gerði sitt í markinu þegar á reyndi og erfitt að ætla að klína marki Palace á hann.

Áfram á toppnum og þetta lið bara ætlar ekki að tapa stigum eða leikjum þó spilamennskan líti nú stundum út eins og þeir séu að reyna sér að gera það! Þetta lið er bara alltof gott og alltof sterkir karakterar í þessum hópi svo þeir bara neita að tapa stigum, þeir vilja svo sannarlega klára verkefnið sem þeir settu sér fyrir leiktíðina!

17 Comments

  1. Erfitt i dag. Byrjuðum vel fyrstu 8 mínúturnar en skelfilegir eftir það ut fyrri hálfleikinn og heppnir að vera ekki undir, Arnold sló i gegn i liði palace fyrstu 20 mínúturnar, eitt horn a fyrsta varnarmann, svo sending til baka i horn og toppaði það með sendingu a leikmann palace og ur varð frabær fyrirgjöf palace og dauða færi rett framhja stönginni okkar.

    Maður vissi að okkar menn fengju ræðuna i hálfleik sem varð raunin, mane klikkar dauðafæri en skorar minutu seinna geggjað mark, Firmino klikkar eftir það betra dauðafæri. Rétt eftir að það gerist segi eg a mínu snappi að palace muni alltaf skora og við vinnum 1-2. Þetta rættist.

    Geggjaður sigur eina ferðina enn. Hjartað a litið eftir. Sem betur fer verð eg á anfield a næstu 2 deildarleikjum til að breyta þessu rugli. Er að fars i 11 sinn til Liverpool, recordid mitt eru 10 sigrar og eitt jafntefli sem var 0-0 í síðustu ferð gegn man utd.

    Engar ahyggjur næstu 2 deildarleikir fara þannig
    Liverpool – Brighton 5-0
    Liverpool – Everton 3-0

    Eg se um þetta engar áhyggjur.

    Ps Who is fucking Everton haha Norwich heima haha
    Annars bara afram Liverpool og ja sammala Magga, tölum bara nuna við alla þannig að við vinnum deildina, eg ætla þangað. Liðið er of gott til að klúðra þessu ?

    Kikið a snappið mitt sem heitir bara ENSKIBOLTINN.. þar sjáiði allt það helsta ur leiknum okkar i dag og mig að deyja ur stressi að reyna horfa a leikinn og snappa það helsta a sama tima ?

    Það er svo geggjað að halda með þessu liði loksins loksins. Komin timi a að vinna þessa deild og loksins geta sagt 200 United fans að grjóthalda kjafti eftir að þeir hafa lagt mig í einelti alla mina lifs tið.

    Þetta er árið okkar. HÖFUM ALLIR TRÚ A ÞESSU OG TÖLUM BARA ÞANNIG. VIÐ VINNUM ÞENNAN TITILL PUNKTUR !!!

    11
    • haha Norwich að taka stiginn af þeim sem skipta máli City og svo Everton hvað getur maður beðið um meira

      5
  2. Hræðilega erfitt að horfa á þessa leiki þegar liðið okkar virðist bjóða andstæðingunum upp á sénsa til þess eins að ögra manni sem situr heima nagandi þær litlu neglur sem hafa vaxið frá síðasta leik.
    Það er sem betur fer þannig að maður veit samt innst inni að leikurinn detti fyrir okkur.
    Frábært úrslit á erfiðum útivelli gegn Woy og félögum.
    Af hverju Saha er ennþá leikmaður Palace skil ég bara ekki.

    YNWA!

    4
  3. Þar sem ég bý virðist fólki hafa fundist Arsenal-Norwich meira spennandi leikur, nema annað komi til, veit ekki, en þessi leikur var með meisturum í fótbolta um alla Evrópu, þó víðar er leitað. Ætli Poch verði ekki næsti stjóri Arsenal, kæmi mér ekkert á óvart. Sá highligths á youtube á arabisku, sá það sem ég vildi sjá, frábær sigur og ekki orð um það meir.

    YNWA

    1
    • Arsenal vs Norwich var verið að horfa á gamlan leik ? Var ekki Arsenal að spila við Sauthampton í dag ?

      4
  4. Þetta lið okkar er sjúkt! Við bara klárum þetta allt á síðustu mínútunum og það er svo sætt og líka erfitt!

    1
  5. City að vinna Chelsea 2-1 og 27 min eftir. Chelsea verið flottir og mættu city bara all inn. Draumurinn að Chelsea nai jafntefli eða sigri en sjaum til

  6. Þetta var erfitt en sætt. Enn bíðum við eftir því að sjá heilan góðan leik en það verður þá bara því mun unaðslega að horfa upp á það þegar það smellur.

    Ég hef nú almennt ekki mikla samúð með City en að það hafi verið dæmd rangstaða á Sterling í lokin á leiknum þeirra við Chelsea er algjör bilun líkt og rangstaðan á Firmino um daginn. Ég hefði sturlast ef þetta hefði verið dæmt á hvaða lið sem er í 1-1 stöðu til dæmis. Þetta eru millimetra dómar og ermin á þeim má varla flaxa inn fyrir línuna þá eru þeir rangstæðir. Þetta á eftir að fækka mörkum heilt yfir og það er allavega ekki það sem ég vil. Það þarf að vera einhver buffer á þessum rangstöðudómum.

    3
  7. Ljótur leikur en 3 stig og það er það sem telur, þeir hafa verið nokkrir svona leiki þar sem við höfum þurft að hafa virkilega fyrir sigrum.

    Þessi leikur var lélegur hjá okkur og fáir áttu góðan leik. Dijk/Lovren/Fabinho solid en aðrir bara á pari eða undir. Trent held ég að hafi átt einn af sínu lélegustu leikjum í Liverpool búning þar sem hann var annsi duglegur að senda á Palace menn og var meiri segja kominn í jólagjafafýling og gaf Palace hornspyrnu með lélegri sendingu frá miðju.

    Því miður vann Man City áðan eftir ekki sanfærandi framistöðu en eins og Klopp og strákanir þá verður maður að setja alla einbeitinguna bara á okkar lið.

    YNWA- 8 stiga forskot( 9 stig á Man City) eftir 13 leiki er góð staða til að vera í.

    4
  8. Sæl og blessuð.

    Nokkur atriði:

    1. Ljótur sigur er sigur og sigur er fagur.

    2. Miðjan var úti á túni lengi vel í leiknum. Sóknin fékk úr litlu að moða, en fór illa með góð færi (rétt áður en þeir skoruðu svo!) og vörnin má prísa sig sæla að CP menn voru búnir að setja skotskóna út í gluggann.

    3. Erum enn með góða forystu en þegar heilladísirnar fá nóg af okkur veit ég ekki hvernig stigasöfnunin á eftir að verða.

    4. Dásamlegt að fá þessa sénsa en það er sannarlega kominn tími til að fara að stokka aðeins upp og horfa fram hjá úrslitum. Vil fara að sjá ærlegan sigur með yfirburðum. Vonandi verður það í næsta leik.

    Annars bara góður! Mjög góður.

    3
  9. Það var vitað að stór hluti af okkar leikmönnum voru að spila með sínum landsliðum, meðan leikmenn CP , alla vega stærsi hlutinn voru heima við. Mig liggur við að spyrja, ætlar Liverpool að fara í gegn um þessa deild á afturlöppunum? Þarf ekkert meira til, þurfa menn ekki að girða sig í brók og sýna að við erum raunverulega besta liðið, en OK no pain. City vélin mallar sinn snúning, Chelsea engin fyrirstaða og wow móra tókst að telja strákunum í Tottenham í hug að þeir kynnu fótbolta gegn ekki spútningliði. Núna fer að verða gaman, því þessi deild er svo klikkuð, sem gerir hana að mest spnnandi deild í fótboltanum. En auðvitað eru okkar menn atvinnumenn, spila t.d. 2 leiki á tveimur dögum verandi í heimsmeistrarakeppni félagsliða plús alla hina leikina í deildini. Maður vonar bara einlæglega að ekkert láti undan, stundum er to much.

    YNWA

    1
  10. Eg verd a anfield i næstu 2 deildarleikjum.

    Staðfest

    Liverpool 5 -0 Brighton
    Liverpool 3-0. Everton

    Eg se um þetta 🙂

    10 sinnum a anfield
    Liverpool unnið 10
    Og eitt jafntefli..
    Eg sigli næstu 6 stigum heim tad er staðfest !!

    5
  11. Robertson eða Arnold ASSIST; Check
    Mané, Bobby eða Salah GOAL; Check
    Late minute winner; Check
    Eitt mark á okkur; Check
    Virkum eins og við eigum helling inni; Check

    Þetta er nánast allt eftir bókinni… hef séð þennan leik svona 11 sinnum frá byrjun ágúst

    Eins og venjulega húrrandi góð þrjú stig í bankann, verðum líklega með sex stigum fleirri í næsta útileik í deild og vonandi stærra forskot, erum við nokkuð að fara tapa fleirri leikjum undir stjórn Klopp?

    9
  12. Þetta var ömurlegur leikur. Hvað er í gangi? Þessi stigasöfnun er rosaleg! Á meðan stigin mjatlast inn getur maður ekki kvartað en þetta er ekki fyrir hjartveika. Í dauðafærinu hjá Zaha á 90.min man ég ekki hvort ég hélt á hamar eða dóttur minni…eina sem ég veit að sjónvarpið mitt hefði eyðilagst hefði hann skorað.

    Annars er kominn tími á Keita/Chambo í stað Gini. Vanmetnasti leikmaður síðasta tímabils (mad respect á Gini) er búinn að vera slakur allt of lengi án þess að eiga hættu á vera skipt út.

    4
  13. Þetta var slakur leikur en frábær úrslit. Liverpool verður samt að spila betur því heilladísirnar verða ekki endalaust með okkur í liði. Vonandi nær Klopp að rótera liðinu vel í næstu leikjum og þeir sem koma af bekknum verða að springa út. Gini var gjörsamlega búinn á því eftir leikinn. Lykilmenn þurfa meiri hvíld.
    YNWA.

    1
  14. Alveg rétt Kaldi það var Southamton, ekki mikill munur á, biðst forláts á mistökum mínum, en var engu að síður hundfúll yfir leiknum sem boðið var upp á.

    YNWA

    2

Liðið gegn Crystal Palace

Kvennaliðið heimsækir Arsenal