Upphitun fyrir Crystal Palace – Núna byrjar ballið!

Landsleikjahléinu er lokið, Fowler sé lof! Núna hefst alvara lífsins. Á morgun fara Liverpoolmenn til Suður-London og mætti kalla það formlegt upphaf jólabrjálæðisins. Frá morgundeginum, 23. nóvember, og fram til annar janúar munu leikmenn liðsins okkar heittelskaða spila fjórtán keppnisleiki (ég geng út frá að við komumst í úrslit HM félagsliða). Önnur leið til að orða þetta er að lið mun spila að meðaltali á innan við þriggja daga fresti. Þar að auki verður klikkunin að spila leiki á sitthvoru meginlandinu með sólahring á milli. Liðið mun ferðast á þessum tíma til Qatar, Salzburg, London, Birmingham, Leicester og Bournemouth. Klopp getur væntanlega huggað sig við að okkar helstu andstæðingar sleppa lítið betur, til dæmis þurfa Manchester City að spila tvisvar leiki með innan við 48 tíma millibili. Já enski boltinn er klikk.

Myndaniðurstaða fyrir roy hodgson
Óvinur númer eitt á morgun

Eina leiðin til að komast í gegnum svona rugl er að nota hópinn til hins ítrasta og einbeita sér að einum leik í einu. Fyrsta verkefni á dagskrá er að skemma laugardaginn fyrir Roy Hodgson og stuðningmönnum Crystal Palace.

Andstæðingurinn – Palace.

Fyrir fyrstu heimsýninguna í Lundúndum, árið 1851, var reist í Hyde Park tröllvaxið stáll og glervirki, sem var skírt The Crystal Palace. Eftir sýninguna var byggingin færð suður til Sydenham í Suður-London, og var hverfið í kring endurskírt í höfuðið á höllinni. Þar stóð meðal annars fótboltavöllur þar sem úrslitaleikur FA bikarsins var haldinn á hverju ári.

Myndaniðurstaða fyrir the Crystal Palace

Eigendurnir vildu að völlurinn hýsti lið og stofnuðu því Crystal Palace F.C. árið 1905. 1915 bað herinn fótboltaliðið vinsamlegast að koma sér í burtu vegna Fyrri Heimstyrjaldarinnar og árin eftir stríð spiluðu þeir í Croydon. Árið 1924 flutti klúbburinn sig svo til Selhurst Park, heimili liðsins fram til dagsins í dag. (Höllin sem liðið er óbeint nefnt eftir brann 1930).

Af Lundúnaliðunum í Úrvalsdeildinni (Arsenal, Tottenham, Chelsea, West Ham, Palace) er Palace klárlega mesti „working-class“ klúbburinn. Selhurst Park tekur ekki nema 28.000 manns í sæti, lang næst minnsti völlurinn í deildinni. Hverfið í kringum Selhurst er með þeim fátækari í London, eina svæðið í borginni sem kaus með Brexit á sínum tíma (þetta kom engum sem hefur búið þarna á óvart). Stemninginn á vellinum er líka sú lang besta af Lundúnaliðunum, gífurlegur hávaði er á vellinum og þeir hafa reglulega náð í góð úrslit gegn stóru liðunum á síðustu árum. Voru til dæmis í fyrra eina liðið til að vinna City á Etihad, þeir unnu United nýlega, Chelsea í hitt í fyrra. Engan hlakkar til að fara á Selhurst Park.

Annars er Crystal Palace í ár nokkuð dæmigert miðjudeildar lið. Enda er Roy Hodgon að stýra þeim. Þeir lang besti maður er Wilfried Zaha, sem hefur aðeins dalað eftir að hann fékk risasamning í fyrra. Hann glímir líka við það vandamál að öll lið vita að hann er þeirra besti maður og taka á honum eftir því. Því losnar um menn eins Jordan Aywe sem hefur skorað 4 í 11 leikjum í vetur. Samkvæmt Roy er allt liðið heilt heilsu, sem hann kallaði kraftaverk.

Myndaniðurstaða fyrir Zaha benteke

Þeir eru að klára hrottalegt leikjaprógramm. Í síðustu fjórum leikjum hafa þeir spilað við City, Arsenal, Leicester, Chelsea og svo eiga þeir leik við Evrópumeistarana á morgun. Maður grunar að leikmenn og þjálfara verði ansi fegnir þegar þessu líkur. Enga síður þýðir ekki að liggja bara til baka fyrir framan stuðningsmennina á Selhurst. Palace munu vera þéttir en um um leið og þeir fá boltann verður langur fram á Zaha, sem á að skapa usla. Það mun mikið mæða á hafsentunum og Fabinho að drepa þessar sóknir, svo er það bara þolinmæðisvinnan að skora…

Okkar menn – Liverpool!

Það er ekki hægt að takast á við svo mánuð án þess að nota hópinn og einbeita sér að einum leik í einu. Klopp sagði á blaðamannafundi að hann „ætti að vera búin að venjast þessu,“ eins og hann orðaði það. Hann tæklaði þetta í fyrra með því að hugsa um einn leik í einu, róteraði þegar tækifæri gefst og endaði á að vinna alla leikina í desember, sem var magnað afrek.

Það eru óþægilega margar spurningar yfir hópi Liverpool eins og er. Brassarnir Firmino, Fabinho og Alisson, ásamt Gini Wijnaldum spiluðu allir á þriðjudaginn. Robbo kom heim snemma vegna meiðsla, Virgil van Dijk af persónulegum ástæðum (sem engin veit hverjar voru), Salah er enn þá að basla við meiðslin á ökla og Gomez missti af seinni leik Englands vegna höggs á æfingu. Mané var tekin af í hálfleik í fyrri leik Senegal, en það var víst vegna þess að hann var orðin svolítið heitur í skapinu og á gulu spjaldi.

Ég held að Robbo fái að hvíla sig aðeins svo hann sé 100% næstu vikurnar. Van Dijk og Lovren taka sér stöðu í hjarta varnarinnar. Ég hefði spáð að Trent fengi pásu eftir tvo landsleiki en get ekki spáð Milner á tveim stöðum. Fabinho er fyrsti maður á blað hjá mér, held að Hendo og Oxlade-Chamberlain verði á miðjunni fyrir framan hann. Ég hef of miklar áhyggjur af Salah til að spá honum í byrjunarliðið, þannig að Firmino-Origi-Mane verða framlínan.

Spá (gg önnur mál)

Við bökkum yfir þetta lið og náum ellefu stiga forystu á toppi deildarinnar í nokkra klukkutíma. 0-3. Chamberlain heldur áfram endurkomu sinni í fótboltann með því að skora þrumufleyg, Mané bætir einu við og Lovren skorar með skalla í lok leiksins.

Annars bárust þér fréttir í gær að FSG er að fara kynna ný áform um stækkun Anfield Road stúkunnar, sem mun þýða að Anfield verður með sæti fyrir um 60.000 manns. Þessir hlutir gerast hægt og við munum fylgjast spenntir með þessu hér á Kop.is.

8 Comments

  1. Sæl og blessuð.

    Þetta er snilldarpistill og fróðlegt var að lesa um sögu þessa nafntogaða Lundúnarfélags. Hver annar en Woy, er líklegur til að gera okkur lífið eriftt einmitt núna?

    Rosalegur tími er framundan eins og fram kemur og þetta þetta eitt heljarinnar Ikea-próf fyrir hópinn. Álag á leikmenn, þjálfarann og allt starfslið verður rosalegt. Við áhorfendur skemmtum okkru vonandi vel – ekki vantar a.m.k. fóðrið fyrir okkur sem sitjum í sófanum og horfum á!

    Líst vel á þessa uppstillingu. Held það sé einmitt gott að hvíla ,,heimavallar-Gini” eftir frækna frammistöðu með landsliðinu. Keita og Chambo ættu að rísa upp á komandi vikum og sýna hvað í þeim býr. Svo fá ungu mennirnir að reyna sig á stóra sviðinu. Þetta verður eitthvað.

    Jamm takk fyrir flotta upphitun. Bara smá pirrípú… væri heilræði að fjárfesta í Púka eða öðru leiðréttingaforriti. Einhverjar innsláttarvillur, orð og setningar sem mætti laga (klikkuninn, ítrasta, bygginginn, Höllinn, (liðið) nefnd eftir, Engum gesti hlakkar, öklameiðsli…). En innihaldið svíkur ekki og takk fyrir mig!

    7
  2. Takk fyrir þetta Ingimar!

    Ég reikna með erfiðum leik á morgun, Roy Hodgson virðist kunna að skipuleggja sín lið gegn sterkari liðum og mun alltaf verða ofsakátur með 1 stig úr þessum leik, sem og öllum öðrum leikjum.

    Ég er sammála með liðið, ef Salah er tæpur vill ég frekar að hann hvíli þennan leik heldur en að hann missi af næstu þremur á eftir þessum. Auðvitað er svolítið ruglað að setja ekki Gini í byrjunarliðið í þessum leik eftir að hafa skorað þrennu á þriðjudaginn, en ég held að krafturinn í Ox vegi meira en dreyfing Gini á spilinu.

    Það kæmi mér alls ekki á óvart ef við fáum enn einn leikinn þar sem neglur, naglabönd og jafnvel eitthvað fleira verður tönnunum að bráð í lok leiks, sem yrði síðan fylgt eftir með óhóflegum fagnaðarlátum í uppbótartíma – það virðist vera þemað.

    1-2, komumst yfir snemma, Ayew jafnar og Origi bjargar sigrinum í lokin.

    YNWA

    2
  3. Á síðasta tímabili lentum við í vandræðum með þá og sérstaklega þegar Zaha var að leika sér af Milner. Þetta verður mun erfiðari leikur en menn halda en umræðan er pínu eins og þegar við vorum að fara að slátra Aston Villa sem varð svo hörkuleikur.
    Það skrítna við stöðuna í deildinni er að maður finnst eins og við séum ekki búnir að vera að spila okkar besta fótbolta það sem af er, við höfum séð frábæra kafla en ekki marga heila leiki þar sem við vinnum öruggan sigur.

    Fyrsta markið á morgun á eftir að ráða gríðarlega miklu því að þeir elska að liggja þétt til baka og ef þeir komast yfir þá verður þetta mjög strempið en ef við skorum á undan þá þurfa þeir að fara að sækja á fleiri mönnum sem þeir eru ekki góðir í og þá getum við gengið á lagið.

    Spái 1-1 jafntefli á morgun þar sem þeir komast yfir með marki frá Zaha en við munum jafna með marki í síðarhálfleik(ef við skorum fyrsta markið þá verður þetta sanfærandi 0-3 sigur)

    YNWA – Ef við verðum með 7 stiga forskot á Man City (6 ef Leicester er tekið með) eftir þennan leik þá er það engin heimsendir.

    3
  4. Takk fyrir þig! Þetta leikjaálag, hvað er hægt að segja?

    Vinnum þetta 0-1. Er stressaður fyrir þennan leik en við erum bara svo hryllilega sterkir.

    Get in!

    2
  5. *annars janúar. *hitteðfyrra *engu að síður og fullt fullt í viðbót sem skar mig svo í augun að ég gat ekki lesið þetta með athygli.

    3
    • Þû meinar takk fyrir að skrifa langa upphitun um Palace leikinn og bjóða uppá þessa síðu. það má alltaf gera betur en vonandi helduru athygli yfir glæstum sigri liðsins í dag 🙂

      4

Gullkastið – Tottenham gerði hvað?

Liðið gegn Crystal Palace