Pochettino rekinn frá Spurs!

Það er ekki á hverjum degi sem eitthvað að toppliðunum skipta sum stjóra og þó það komi kannski ekki svo ýkja mikið á óvart þá er það engu að síður stórfrétt að Tottenham sé búið að reka Pochettino. Hálfu ári eftir að liðið spilaði til úrslita í Meistaradeild Evrópu.

Hann er klárlega fórnarlamb eigin velgengni því undir hans stjórn hefur Tottenham ítrekað spilað töluvert “yfir getu” sé tekið mið af launakostnaði, veltu og leikmannakaupum. Hann kom Tottenham í Meistaradeild Evrópu í fjögur skipti af fimm, áður en hann kom til Spurs hafði liðið tvisvar sinnum komist í Meistaradeildina á 22 árum.

Daniel Levy hefur heilt yfir gert frábæra huti hjá Tottenham sem er vel rekið félag en hann á Pochettino líka heilmikið að þakka, ferilsskrá Levy þegar kemur að stjóraráðningum fram að Pochettino er hreint ekki merkileg. Levy tók við undir lok árs árið 2000 hefur því verið þarna í tæplega tvo áratugi.

Þetta er listinn af þjálfurum sem hann hefur ráðið til Spurs á þeim tíma.

Tottenham er auðvitað í miklu sterkari stöðu núna til að laða til sín stærstu nöfnin í bransanum en ég væri helvíti stressaður sem stuðningsmaður Tottenham.

Persónulega hefði ég frekar vilja endurnýja liðið eins og það leggur sig en að reka Pochettino.

Eins verða næstu skref hjá honum mjög áhugaverð. United og Arsenal væru t.a.m. bæði mikið til í að reka sína stóra og fá Poch. Bayern væri líka augljós kostur? Eða Real?

19 Comments

  1. 2 stór nöfn á lausu, annar eftirsóknarverður (Pochettinho) og hinn (Mourinho) eitthvað minna eftirsóttur en gríðarlega stórt nafn.
    Gæti þó trúað að Pochettinho verði komin til Bayern fyrir vikulok.
    En efast um að Mourinho fari til spurs, gæti ekki séð Levy fyrir mér gefa honum 200 miljónir punda til að kaupa í jan.
    Hvað gerir united ?
    Þeir hljóta að vera spenntir fyrir Pochettino en munu þeir kasta Ole út fyrir hann.

    2
  2. Sam Allardyce mætir og bjargar þeim frá falli enda vanur maður þar á ferð.

    6
  3. ég held satt að segja að liverpool hafi gengið frá tottenham í júni.

    6
  4. Ótrúlegt hvað menn virðast heillast af þessum Mourinho. Ég yrði gríðarlega vonsvikinn ef eg væri spurs-maður.

    5
    • Sammála þér myndi vera brjálaður sem áhangandi félagisins en ég er mjög ánægður fyrir stuðningsmenn annara liða að fá hann inn í deildina bara til að hafa gaman af þessi maðurinn er náttúrulega eitthvað annað þegar kemur að viðtölum og uppákomum hann á líka eftir að biðja um seðla til að kaupa og þegar hann fær þá ekki þá kemur fílan upp o.sfrv….

      YNWA.

      3
      • Gæti ekki verið mikið meira ósammála. Stælarnir í Mourinho voru orðnir þreyttir strax árið 2004. Hann er það fyrir fótboltann sem Trump er fyrir stjórnmálin.

        2
  5. Pottechino tekur við Barca í sumar. Þið heyrðuð það fyrst hér.

    2
    • Ólíklegt. Þótt Spurs hafi ráðið fyrrum Chelsea mann þá stórefast ég um að Barca ráði fyrrum Espanol mann

      4
      • Er einhver sérstakur rígur milli þessara liða sem útilokar menn frá því að fara á milli? Sérstaklega þegar það eru nokkur ár á milli?

  6. Sælir félagar

    ÉG hryggist vegna góðra vinna minn sem eru stuðningsmenn T´ham. Hinsvegar gleðst ég fyrir hönd okkar allra hinna sem ekki styðja Spurs. Stuðningsmanna Spurs verður skaðinn og verði þeim að góðu.

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
  7. Tengjast meiðsli Mohamed og Robertson Samherjamálinu?
    Ég stórefast um það, eigilega bara útilokað.

    2
  8. Risafrétt og margar áhugaverðar spurningar sem vakna upp. Jóse hefur skilið eftir sig sviðna jörð á síðustu vinnustöðum, en kannski er hann orðin hressari eftir tæplega árs frí. Hann hefur aldrei náð árangri án þess að eyða háum upphæðum. Samdi hann við Levy um að fá að eyða og ef svo er, hvers vegna fékk Poch ekki þann pening?

    Annars spái ég að Poch verði komin með nýtt starf fyrir jól. Vonandi verður það utan Englands, en það er rautt lið sem ég vil alls ekki sjá hann hjá…

    3
  9. Sagt að hann hafi verið búinn að missa klefann. Margar stórstjörnur vilja fara eða eru farnir hvort sem það er honum að kenna eða ekki. Móri vinnur deildarbikarinn í vor og allir sáttir.

VAR þetta góð hugmynd?

Gullkastið – Tottenham gerði hvað?