Gullkastið – Peaky Bastards

Það er nokkuð ljóst að Man City leikirnir eru stærstu leikir tímabilsins ef eitthvað er að marka þá spennu sem hefur verið að byggjast upp alla þessa viku. Fókus að sjálfsögðu töluverður á þeim leik en einnig þremur síðustu leikjum, endurkomunni í Birmingham, bullinu gegn Arsenal og þessum Genk leik sem enginn nennti að spá enda hugurinn á helginni.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur:SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 261

Kop.is á Facebook og Twitter – Endilega fylgið okkur þar líka.

18 Comments

  1. Sælir félagar

    Takk fyrir gott spjall. Einhvern veginn er ég ekkert stressaður (amk ennþá) fyrir þennan M City leik. Það á ef til vil eftir að hæpa hann svo upp að maður fari á taugum. Ég veit það ekki. Það er þó gott að Oliver dæmir leikinn og vonandi dæmir hann leik en ekki lið eins og Atkinson greyið gerir alltaf þegar hann dæmir LFC leiki.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
    • Er búið að gefa út hver situr vaktina í VAR-klefanum? Það gæti takmarkað ávinningin af Oliver ef þrotamennið hann Atkinson verður í teikni-leikni.

      5
      • Þarf ekki að fara stoppa Atkinson upp og skella honum á eitthvað safn bara.

        Það er gott að vita að góður dómari eins og Oliver dæmir maður hefur ekkert útá hann setja enda einn besti dómari englands um þessar mundir.

        Annars nenni ég ekki að vera stressaður fyrir þennan leik það er tilgangslaust en það er tilhlökkun fyrir stærsta leik Liverpool á tímabilinu og þann mikilvægasta þó að næsti leikur sé ávalt sá mikilvægasti þá þarf engan snilling til að átta sig á því að það lið sem vinnur í þessari viðureign er að setja ansi þungan bagga á titilbaráttuna.

        6
  2. Það eru til lið á Englandi sem ég er ekkert á móti, manc var lengi vel eitt af þeim liðum. en eftir að olíu auðurinn kom þar við sögu þá féll á mig gríma. Ég hef ekkert á móti Tottenham, Arsenal, Cristal Palace ofl. liðum, en eðli málsins vegna þá er everton og manu svarnir óvinir allra hluta vegna. Andúð mín á manu er á vissan hátt rómantískari, meðan andúð mín á manc er róttækari. það helgast af því að mér finnst það slæm stefna, íþróttalega séð, að lið séu borin uppi af ekki bara mannréttindabroturum, heldur algerri mismunun kynja, og í krafti sjálfskipaðs auðs sökum stjórnarfars þ.e. trúarlegs. Ég veit ekki hversu manu á eftir að gjalda fyrir það ef saudar verði eigendur þess, en ef aðdáendur þess liðs hafa snefil af réttlætiskend, þá munu þeir snúa baki við sitt lið. Við vinnum manc 3-1.

    YNWA

    9
    • Alveg sammála þér Jonas hvað varðar lið sem maður er á móti og svo á móti. Stór munur á að þola ekki ManU og að þola ekki ManCity!!

      Við klárum þá, 3-2

      3
  3. Takk fyrir þetta félagar nú sem endranær. Eins og þið bendið á er MC gríðarlega öflugt og varla neinn veikleika að sjá í augnablikinu nema þá helst í vörninni. Ég velti fyrir mér nokkrum hlutum…
    … í augnablikinu liggur líka veikleiki Liverpool í vörninni amk gengur illa að halda hreinu
    … hef smá áhyggjur að Allison sé ekki kominn alveg til baka
    … það veikir okkar lið að Matip er meiddur enda búinn að vera frábær fram að meiðslum og heilt yfir sennilega einn á þremur bestu hjá liðinu
    … Comez virðist eiga langt í land
    … jákvæð endurkoma Ox
    … mörk upp á síðkastið frá miðjumönnum
    … nokkrir verulega sprækir ungliðar
    Freistandi að spá þessum leik við MC 2-1 því þau úrslit eru svolítið í tísku hjá okkar liði þessa stundina. Einnig er freistandi að spá því að sigurmarkið verði skorað í uppótartíma.

    5
  4. Ég vill Fabinho, Gini og Henderson á miðjuna.
    Menn eru alltaf að benda á að það vantar sóknarþungan frá miðjumönnum okkar en sumir átta sig ekki á því að þeir eru grunnurinn á að Andy og Trent fá að taka þátt í okkar sóknarleik af svona miklum krafti.
    Sóknarlínan okkar eru oftar en ekki Salah, Firmino, Mane með Trent/Andy sér við hlið. Með köppum eins og OX það sem gerist er að við lendum í vandræðum varnarlega þegar við töpum bolta með bakverðina hátt uppí því að hann er ekki eins góður varnarlega að baka þátt upp.

    4
    • Ég vill að Ox og Keita skipti með sér annarri stöðunni sem tveir af Henderson, Wijnaldum, Milner hafa verið að spila undanfarið. Það er ekkert bara með sóknarleik í huga. Naby Keita held ég að sé betri varnarlega en allir miðjumenn Liverpool nema Fabinho og töluvert meira spennandi sóknarlega. Eins held ég að Ox geti vel skilað því hlutverki vel. Gefið auðvitað að þeir séu heilir og í leikformi.

      Eins bjóða þessir leikmenn upp á fjölbreyttari sóknarleik, það er ekkert sjálfgefið að það virki endalaust að sækja á bakvörðunum líkt og Liverpool hefur verið að gera og við höfum séð töluvert af dæmum um að andstæðingar Liverpool eru farnir að bregðast við varnarlega og gefa bakvörðunum mun betri gaum.

      Þetta er ekkert vandamál og alls ekki aðkallandi meðan liðið er að vinna sína leiki. Villa, Sheffield, United, Tottenham, Leicester o.fl. leikir voru mjög tæpir sigrar og í einhverjum þeirra fannst mér vanta upp á fleiri möguleika sóknarlega og maður sér svigrúm fyrir það á miðjunni. Klopp keypti bæði Keita og Ox á tæplega 100m þrátt fyrir að eiga Henderson, Wijnaldum og Milner.

      8
      • Samála þér með hlutverk Ox/Keita er bara að fara að aukast.

        Er ekki viss með að Keita sé betri en Henderson/Gini varnarlega því að hluti af varnarleik er að vera góður að staðsetja sig og það eru Henderson/Gini með 10 í því að þeir þekkja þetta hlutverk 100% enda búnir að spila í þessu kerfi undanfarinn tímabil.
        Fyrir utan að þessir tveir eru með ótrúlega vinnslu á miðsvæðinu en maður hefur ekki mikið séð af Keita/Ox í stórleikjum gegn liðum sem geta sótt á okkur og spurning um hvort að þeir hafi kraftinn og þolið til að endast í 90 mín eftir að hafa ekki spilað of mikið.

        OX/Keita eru miklu betri sóknarleikmenn en Gini og Henderson og held ég að þeir eiga eftir hægt og rólega að fá enþá stærra hlutverk í liðinu .
        Maður hefur sjaldan verið eins spenntur yfir einum leikmanni og þegar Liverpool keypti Keita og leyfði manni að fylgjast með honum í þýskalandi vitandi að hann væri að koma til okkar. Þar var hann virkilega áræðin keyrandi á varnarir og skapandi/skorandi hægri vinstri.

        Í svona stórleik þá velur Klopp nánast alltaf Henderson/Gini og reikna ég með að hann geri það líka í þessum leik en gegn minni spámönnum þá held ég að Keita/OX séu að fara að taka eina af þessum stöðum eins og þú talar um en mest gegn liðum sem eru lítið með boltan og pakka í vörn(90% af andstæðingum Liverpool) þá er betra að vera með fleiri leikmenn sem geta skapa.

        Annars treystir maður Klopp 100% að taka rétta ákvörðun og hvaða tveir af Keita/Gini/Ox/Henderson munu byrja leikinn kemur í ljós en eitt er ljóst að maður er að deyja úr spennu og vona ég að okkar menn koma sér í sterkari stöðu í deildinni með epic sigri þar sem

        3
  5. Ox er búinn að skora 4 mörk í síðustu 4 sem segir manni að hann sé sprækur um þessar mundir ég væri alveg til í að sjá hann byrja

    3
  6. Sæl og blessuð.

    Nú spá þeir að City fari að dæmi granna sinna og spili með þriggja manna vörn og tvo frammi 3-5-2. Það er viðleitnin til að koma í veg fyrir að bakverðið okkar leiki lausum hala, verður að segjast eins og er, að það kom sér illa þegar mu lék það kerfi. Ef þessar grunsemdir blunda í Klopp er allt eins víst að hann spili 4-2-1-3 með Gini og Fab fyrir framan vörnina og Chambo þá nokkuð slakan í einhvers konar 10 hlutverki fyrir framan þrenninguna góðu. Þetta gæti skilað sér í langskotum og alls kyns frumkvæði frá City-bananum góða en ,,heimavallar-Gini” og Fab ættu að passa upp á þessa baneitruðu miðju þeirra.

    Svo ef vel gengur má alltaf skipta hendó inn fyrir chambo og Keita fyrir Salah (ef hann fer ekki að blómstra þ.e.a.s.). Þá erum við komin með gömlu iðnaðarmiðjuna inn. Gætum þar með reynt að halda hreinu i fyrsta skiptið í langan tíma.

    1
  7. Sælir félagar

    Afsakið þráðránið en hvað segja menn um Kylian Mbappe sliðrið?

    YNWA

    2
    • Ég er til í að fá hann á frjálsri sölu 😉

      Og nei, aldrei að selja Salah, enda hvað í fja$%% hefur hann að gera annað? Klopp bjó hann nánast til.

  8. Er þetta slúður ekki bara hversdagslegt framhald af samningi LFC við Nike. Eftir að LFC byrjar að klæðast Nike, þá munu fullt af stórstjörnum beggja megin nafla heimsins stíga fram, koma á leiki og svo videre, sýna sig og sjá aðra á vegum Nike sem þeir geta ekki í dag. Það var reyndar sagt í sömu frétt að Salah myndi þá vera seldur til RM, hvernig líst fólki á það? Það er talað um Mbappe, að verðið á honum yrði 215 mills punda, hefur einhver hugmynd um verðið á Salah? Gæti það verið 150 mills punda?

    YNWA

Liverpool 2 – Genk 1(Uppfært)

Upphitun: Titilslagur á Anfield