Liðið gegn Aston Villa – Fabinho á bekknum

Þá er liðið sem mætir Aston Villa á Villa Park eftir klukkutíma komið og er aðeins ein óvænt en kannski samt ekki óvænt breyting á byrjunarliðinu úr síðasta deildarleik. Fabinho sem er einu spjaldi frá leikbanni fer á bekkinn til að auka líkurnar á því hann geti mætt Man City um næstu helgi og það er Adam Lallana sem kemur inn í hans stað.

Lovren heldur sæti sínu í miðverðinum með Van Dijk og Salah, sem fór meiddur út af gegn Spurs og hefur verið að æfa einn vegna eymsla í ökklanum, byrjar. Trent Alexander-Arnold er að leika sinn 100. leik fyrir aðallið Liverpool sem er frábært afrek fyrir strákinn og má fastlega gera með að þeir eigi eftir að verða mikið, mikið fleiri.

Alisson

TAA – Lovren – VVD – Robertson

Wijnaldum – Lallana – Henderson

Salah – Firmino – Mane

Bekkur: Adrian, Gomez, Milner, Chamberlain, Keita, Fabinho, Origi

Naby Keita fór meiddur út af gegn Arsenal í miðri viku en virðist í góðu standi og er á bekknum ásamt markaskorurum þess leiks Chamberlain og Origi. Sterkt byrjunarlið og öflugur bekkur. Það helsta að frétta af liði Aston Villa er að einn þeirra helstu lykilmönnum fram á við, Jack Grealish, er ekki með en hann meiddist gegn Man City um síðustu helgi.

61 Comments

 1. Sæl og blessuð.

  Finnst svolítið djarft að hafa Lallana þarna í hlutverki DM, hann var sprunginn gegn hvítvoðungum Nallanna og mun örugglega eiga fullt í fangi í þessum leik einnig – en þá aðeins eftir hálfrar viku hvíld. Óttast að það verði nóg að gera hjá Lovren og Virgil. Þá er það tvíbent að tefla fótum Salah í tvísýnu. Chambo fer vonandi fljótt inn á fyrir hann, hann lék þó ekki allan leikinn gegn Nöllum og hefði mögulega mátt byrja.

  En Fab fær ekki gult spjald meðan hann situr á bekk og minni líkur á spjaldi ef hann spilar síðustu 20 mín.

  Er mjög hræddur við þennan leik. Held að Villa menn eigi eftir að verða okkur skeinuhættir.

  2
 2. Ef Lallana er í sexunni þá verður keyrt yfir miðjuna okkar. Koma strákar sýnið að við getum hvílt Fabinho öðru hvoru

  1
 3. Hef trú á mínum mönnum hvort sem Klopp byrjar með Lallana eða ekki gildir einu ég vill sigur í dag.

  YNWA

  3
 4. Við einfaldlega rústum þessum leik,spái 0-4 og Salah með þrennu, Mane setur eitt.

  1
 5. Koma svo LFC! Gerum þennan dag ennþá betri en hann er nú þegar orðinn.

  1
 6. Það er greinilegt að við erum ekki með hugan við einn leik í einu því að annars væri Fabinho í liðinu.

  Lallana fær að vera djúpur en hann er góður á boltan sem er gott gegn liðum sem verða lítið með boltan en það gæti verið erfit varnarlega því að hann er að upplagi sóknarsinnaður miðjumaður.

  Menn að bera saman Villa leikinn við handboltaleikinn gegn Arsenal um daginn og talað um að Lallana hafi verið sprunginn en ástæðan er líklega að þetta var 90 mín sprettur fram og tilbaka og lið voru að keyra á hvort annað stanlaust.
  í dag verður annað upp á teningum þar sem við verðum mikið með boltan og Aston Villa gera allt til að draga úr hraða en gott að menn eru samt komnir með sökudólg ef illa fer.

  Ég hef trú á Klopp og þar með hefur maður trú á að hann viti manna best hvernig eigi að stilla upp liði.

  YNWA

  5
 7. Ánægður að hann setji Fab á bekkinn, vil sjá hann í næstu tveimur leikjum á eftir þessum. Salah hlítur að vera í góðu standi úr því Klopp spilar honum, hann færi aldrei að taka einhvern séns með hann.

  YNWA

 8. Flott lið og góður bekkur….gott að sjá Keita á bekknum…koma svo Lallana…

  1
 9. Getur einhver sagt mér afhverju lallana er í liðinu? Uxinn er þúsund sinnum betri

  3
 10. Mjög léleg byrjun og mikil vandræði í vörninni og saknar maður mikið fabinho í liðinu.

  2
 11. Bíddu! Firmo var ekki rangstæður en samt segir VAR það! Hver er inn í boxinu? Ferguson eða?

  8
 12. Svakalega eru lélegar móttökur hjá Liverpool fyrsta snertingin er alveg skelfileg í hrikalega mörgum tilfellum

  2
 13. Já, markið hjá Firmino hefði átt að standa.

  En drullast til að nýta færin. Djöfull.

  1
  • DÓMARAR NÚ TIL DAGS MEIGA FO**A SÉR. ALLT AUMINGJAR.
   ALLEZ ALLEZ ALLEZ

 14. Ætlaði að gefa Hendó séns eftir fyrirtaks tímabil á undan en fjandinn hafi það!

  3
 15. Hendó kallinn frekar óheppinn með sendingar só far. Væri ekkert á móti því að sjá Oxlade-Chamberlain inná strax í seinni hálfleik.Veit samt ekki fyrir hvern, kannski Lallana? Og Hendó þá í sexuna. Söknum Fabinho rosalega.

  1
 16. Helvítis fokking fokk

  VAR – á þennan fyrirhálfleik.
  Þeir skora mjög tæpt mark en líklega rétt en svo var Firmino ALLTAF réttstæður og meiri segja gaurinn hjá BBC fannst þetta stórskrítið að dæma markið af.

  Mane datt auðveldlega inn í teig og manni fannst þetta vara allan daginn dýfa og gult spjald en svo sér maður endursýninguna og hann stígur á ristina á honum.

  Aðeins af framistöðu leikmanna.
  Mane/Salah/Firmino eru búnir að vera mjög lélegir. Lélegar sendingar og lélegar ákvarðanir með boltan og þetta bull hjá Mane að gefa þeim tvær aukaspyrnur til að skora úr.
  Menn til í að gagnrína Lallana en hann hefur verið góður í þessum leik, unnið boltan og skilað honum frá sér ekkert flókið en það hefur ekkert reynt á hann varnarlega.

  45 mín eftir og maður er pínu fúll að það þurfti mark á okkur til að við keyrðum upp hraðan en fram að því var þetta bara allt mjög rólegt.

  Við erum betri en þeir og við eru hættulegir og VAR helvítið tók af okkur löglegt mark(hvernig í andskotanum gat línuvörðurinn verið svona viss) en það þarf að drullast til að skora og hætta að horfa á hvorn annan og bíða eftir að eitthvað gerist.
  Við höfum séð það svartara og spurning um Ox fyrir Henderson eða Gini fjótlega í síðarhálfleik.
  M

  3
 17. Rosaleg skita hjá VAR finnst mér, ég get ekki séð að Firmino hafi verið rangstæður.
  En það er nóg eftir af þessum leik, en menn verða að spila betur en þetta ef við eigum að taka eitthvað úr þessum leik.
  Það er nákvæmlega engin að spila vel í dag, sennilega er Trent minnst verstur það sem af er.

  1
 18. Eftir að hafa séð mörkin aftur.

  Villa markið var rangstæða hann er með hnéð vel fyrir innan
  Liverpool markið átti að vera gilt því að varnarmaðurinn er með hnéð vel fyrir innan Firmino

  Þetta er eiginlega gjörsamlega fáranlegt hvernig hægt er að klúðra þessu og þessi strik sem þeir eru að sýna virðast vera gerð bara til að láta bitna á Liverpool.

  4
 19. Jæja núna er bara komin tími til að spíta í lófana. Villa er ekkert að leggja rútunni þrátt fyrir forystuna eins og sum lið hafa gert með misjöfnum árangri. Við höfum alveg átt færin til að snúa þessu við en Atkinson náði á einhvern ótrúlegan hátt að redda rangstöðu. Er samt ósáttur við að Fabino hafi ekki byrjað. Að hvíla hann segir mér bara að menn eru ekki að hugsa um einn leik í einu. En koma svo drengir og klára þetta með sæmd.
  YNWA

  2
 20. Sælir félagar

  Hef ekki áhyggjur af niðurstöðunni
  Hitt er svo annað hvað Atkinson dæmir af okkur mörg mörk í VAR

  Það er nú þannig

  YNWA

  4
 21. Atkinson teiknaði og teiknaði þangað til að Firmino er rangstæður, á fyrstu teikningu er hann réttstæður í útsendingunni en hann tekur þá línu aftur út og þá er einfaldlega bara að teikna ‘betur’ og færa línuna aðeins framar á öxlina og voilá rangstæður. Þetta VAR er grín, því miður á Villa markið að standa því það var ekki fræðilegur að sjá hvort Trezeguet er rangstæður en var virkilega ekki hægt að nota betra sjónarhorn á það atvik til að teikna inn línurnar? Er þetta einna cameru leikur? Finndið líka hvernig VAR hætti snögglega við að skoða Mané atvikið gaumgæfilega, það á greinilega að taka fyrir það að hann fái fleiri víti með því að stinga sér á undan og fá snertinguna, eins hart og það er að dæma víti þar þá er það bara víti ef það er snerting og mér sýndist varnarmaður Villa traðka örlítið þarna á honum, læt það svo sem vera en Firmino VAR klárlega ekki rangstæður, nú þarf bara að nýta færin og fá endurtekningu á Tottenham leiknum.

  10
 22. Á ekki sóknarmaður að njóta vafans? Grundvallarregla í fótbolta. Dómarapungurinn gerði mistök.

  2
 23. Hvaða hörmung er þetta að hitta aldrei andskotans markið fáranlega léleg skot frá öllum okkar mönnum.

 24. afhverju í andskotanum er þetta ekki víti eftirá í þessum andskotans skítadómara atkinson

  1
 25. Villa menn verjast með höndum og ekki einu sinni skíðað af Var draslinu

  2
 26. Sýnist þetta ætlar vera einn af þessum dögum þar sem ekkert gengur upp.

 27. ef einhver af okkar mönnum er að eiga lélegan leik þá er það Mané hann er búinn að vera arfaslakur allan leikinn og salah var álíka lélegur svo nú er salah farinn útaf en ég myndi vilja mané útaf líka og setja ox framar

 28. Fyrir utan dómgæslu, lélega frammistöðu flestra, þá er Lallana bara eiginlega alltaf rangur maður á réttum stað (dauðafærið)….

 29. Erfitt að segja eitthvað, Villa búnir að berjast og verjast vel, kasta sér vel fyrir öll skot og halda samt áfram að pressa og djöflast. En Liverpool að sjálfsögðu hefur átt dauðafæri til að gera út um leikinn, allavega 3 stykki, Mane, Salah og Lallana allir búnir að “klúðra” frábærum skotfærum (skallafærum) í miðjum teignum

 30. loksins og það eru bakverðirnir sem gera markið flott nú vill ég fá meira

  1
 31. Innkoma Ox, Origi og Keita gjörbreytti flæðinu hjá okkar mönnum !
  Takk Herr Klopp

  9
 32. Robertson hafði engan tíma til að fagna og sagði mönnum að halda áfram þetta var eitt það flottasta sem maður sér að hafa bakverði eins og þá. Þeir eru einfaldlega bestir í heiminum í dag þessir 2 þeir gefast aldrei upp.

  7
 33. Jæja, trúvillingar! Trúið þið núna eða? hahahhahha…

  Hugsið ykkur, ef við vinnum shittí þá verða 9 stig en ef við töpum þá verða 3 stig. Eigum við að ræða það eitthvað?

  6

Upphitun: Aston Villa vs. Liverpool

Aston Villa 1-2 Liverpool