Gullkastið – Vont 1-1 tap

Liverpool vann ekki deildarleik, það gerðist síðast 3.mars þannig að auðvitað var þörf á krísufundi og áfallahjálp áður en hægt að spá í næstu leikjum gegn Genk og Tottenham.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur:SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 258

Kop.is á Facebook og Twitter – Endilega fylgið okkur þar líka.

4 Comments

  1. Takk fyrir gullkastið, félagar alltaf gaman að hlusta. Ynwa.

  2. Takk fyrir flottan þátt að vanda! Þó svo Napoli hafi gert jafntefli í Belgíu, þá tel ég að Napoli hafi verið með töluvert vanmat á Genk. það eina sem okkar menn verða að gera, er að gera ekkert slíkt.

    YNWA

  3. Sælir félagar

    Takk fyrir skemmtilegan þátt að venju. Leitt að heyra að Brewster skuli ekki vera inni í myndinni sem aðalliðsmaður. Merkilegt fyrst Klopp lagði svona gífurlega áherslu á að halda honum. Ég var að vona að hann gæti komið inn fyrir slakan Origi sem enn og aftur sannaði það fyrir mér að hann er ekki nógu góður í fótbolta. Hann stóð engan veginn undir því að sýna að henn eigi erindi í liðið.

    Þá er það sem ég hefi komið inná í öðrum þræði hér og Maggi minntist á að það verður – bókstaflega verður að fá staðgengil fyrir Salah og Mané. Heyrst hefur að Liverpool vilji fá Jadon Sancho í sumar en það er alltof lítið og alltof seint. Þetta verður að gerast í janúarglugganum hvað sem tautar og raular ef ekki á illa að fara. Lélegur Origi sem eina “bakköppið” fyrir þá fremstu er ekki í lagi.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
  4. Eru menn ekkert að hugsa um hverjir það eru sem vilja koma til okkar einungis til að vera backup fyrir þrjá fremstu. Líklega er ekkert almennilegt í boði þar. Hann þarf að vera betri en Origi og Shaqiri og sætta sig við 5-10 mín í leik yfir tímabilið. Menn vildu Pepe í sumar. Hann hefði aldrei sætt sig við þessa stöðu ef við hefðum sóst eftir honum. Klopp hefði aldrei boðið Origi langtíma samning nema vita hve þolinmóður hann er og sættir sig við þetta hlutverk. Það er drulluerfitt að finna afburðaleikmann sem sættir sig við aukahlutverk. Kannski er Origi með betri mönnum sem koma til greina í þessa stöðu hjá okkur.

    2

Genk annað kvöld

Byrjunarliðið vs. Genk á Luminus Arena