Byrjunarliðið gegn Man Utd

Þá er komið að leik okkar manna í leikhúsi draumanna en við höfum ekki riðið feitum hesti þar á undanförnum árum en ferðumst nú þangað án Mo Salah sem er ekki í leikmannahópnum í dag vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í síðustu umferð gegn Leicester. Liðið okkar í dag er eftirfarandi

Bekkur: Adrian, Lovren, Gomez, Milner, Keita, Chamberlain, Lallana

Alisson kominn aftur í markið og Matip snýr aftur en enginn eiginlegur sóknarmaður á bekknum þar sem Brewster fær ekki traustið og Salah og Shaqiri í meiðslum því þurfa Keita, Wini eða Chamberlain líklega að leysa þar af ef það þarf að rótera þar í leiknum. Andstæðingarnir í dag stilla svona upp

Bekkur: Romero, Rojo, Williams, Garner, Mata, Martial, Greenwood

Meiðsli De Gea greinilega ekki jafn slæm og fyrst var óttast og hann byrjar. Lítur út fyrir að þeir séu í þriggja hafsenta kerfi en þó gæti verið að Tuanzebe sé í vinstri bakverði og Young sé að spila hærra uppi á vellinum en efast um það.

Nú er rétt rúmlega hálftími í leik og vonandi að allir séu að keyra sig í gang.

Minnum annars á umræðuna hér fyrir neðan, eða á Twitter undir #kopis myllumerkinu.

YNWA

Uppfært:

Axel Tuanzebe meiddist í upphitun hjá Rauðu djöflunum og Marcus Rojo kemur inn fyrir hann og Phil Jones kemur inn á bekkinn

55 Comments

 1. Það á að leggja rútunni miðað við þessa uppstillingu King Origi setur þá 1 í staðinn fyrir Salah

 2. sælir strákar

  eru þið til í að henda inn link. við tækifæri 🙂

  1
 3. Úff þetta verður rosalegur leikur og ég er skíthræddur um að fyrsta tapið komi í dag.
  United menn koma brjálaðir til leiks eftir alla umræðuna allsstaðar um að þeir eigi ekki séns í þennan leik.
  En ég ætla samt að hafa trú á þessu og spái okkur 2-3 sigri og það mun klárlega koma 1 rautt spjald í dag.

 4. Fyrir Liverpool menn í Hafnarfirði vil ég benda á Liverpool klúbb Hafnarfjarðar á facebook. Fjölmenni úr þeim félagsskap mættur á Ölhúsið á Reykjavíkurvegi til að fylgjast með leiknum.
  Endilega smellið like á þá síðu ef þið eruð í Firðinum.
  Svo er bara að taka utd í dag og trygjja okkur 8 stiga forustu áfram.
  YNWA

  1
 5. Sæl og blessuð.

  Er með mjööööög uggandi yfir þessum leik. Finn fnykinn af ólseigu og rennhálu bjúgaldinhýði.

  Dómadagsósvífni í þessum mu-urum að ætla að vinna þetta. Það má ekki gerast.

 6. Hættir þessi trafford dómgæsla aldrei? Vonandi jafnast það út.
  Annars bölvað klafs.

  1
 7. Þetta er algjört kjaftæði.

  100% brot á Origi. Origi með mann í bakinu sem sparkar aftan í hann(vinstri fót uppi) og kemur ekki við boltan. Þeir bruna upp og skora. VAR athugar þetta til að sjá hvort að þetta var brot eða ekki.
  Þetta er ALLTAF brot en neibb VAR dæmir mark.

  Dómarinn er búinn að vera drulla á sig það sem af er leik en við höfum varla fengið aukaspyrnu á meðan að heimamenn fá aukaspyrnur fyrir svipuð brot.

  Það er ömurlegt að lenda undir gegn þessu lélega Man utd liði en það er enþá verra þegar þetta er svona.

  P.s okkar lið hefur samt verið slakt það sem af er og söknum við Salah mikið en Origi er algjör farðþegi í þessum leik bæði í vörn og sókn.

  6
 8. held að menn hefðu átt að vera með minni yfirlýsingar fyrir þennan leik, það var eins og sumir héldu að við myndum bara labba yfir þetta manu lið
  Nei aldeilis ekki, ef það er einhver leikur sem þeir leggja allt í þá er það gegn lfc.

  Verðum að gíra okkur almennilega gang í seinni hálfleik. Koma svo

  3
 9. Skelfilegt að lenda undir á móti þessu ömurlega liði united en það eru 45 min eftir og við eigum að sigra þetta.
  En djöfull er fúlt að hafa ekki Salah inná.

  1
 10. Dómaraskandall og ekkert annað. Hvað ætli þetta ömurlega United lið hafi borgað dómurunum mikið…

  1
 11. Allur seinnihálfleikur eftir….höfum reynt of mikið af löngum boltum fram sem hafa ekki gengið upp Keita kemur fljótt inn ef við skorum ekki snemma í seinni…

  1
 12. Þa’ er augljóst hvað við söknum Salah og hvað Origi er takmarkaður leikmaður. Einhvern inná fyrir hann sama hver það getur ekki annað en batnað

  • Tók út fyrra komment frá þér. Menn geta verið ósáttir með dómgæsluna, en við tölum ekki svona hér.

   12
 13. Ein spurning…

  Ef bolta er spilað í átt frá marki andstæðinganna eftir að brot hefur átt sér stað. Gildir þá VAR?

 14. Ekki gott mót hjá okkar mönnum og það hjálpar ekki að dómarinn sé á bandi með andstæðingnum. Sé ekki fram á að við ríðum feitum hesti frá þessari rimmu vonandi náum við að jafna samt.

 15. Sigkarl, mér finnst þú fullharðorður í garð Origi.
  Þessi strákur hefur alveg sýnt það að hann getur klárað leiki.

  3
 16. Í þessum leik gildir framlag hans til leiksins en ekki hvað hann hefur gert áður. Hann hefur verið alger farþeg. Seinn til viðbragða, drepur spilið ef hann fær boltann og verst mjög illa. þannig er það í dag og annað breytir því ekki Red.

  3
 17. Í 1stalagi er glatað hvernig Origi tók á móti boltanum, hann ætlaði bara að sækja aukaspyrnu, það er ekki fótbolti sem ég vill sjá,

  Í 2 lagi, hvernig væri þá bara að halda áfram…. afhverju leifðu Matip manninum að hlaupa afturfyrir sig, hann sá hann koma fyrir löngu !!!!!

  En 2 í seinni klára þetta hjá okkur! #égtrúi #ynwa

  3
 18. Sæl og blessuð.

  Það er sorglegt en maður verður að játa að mu hafa verið betri í leiknum. Það var einmitt þetta sem ég óttaðist – þeir æða í allar tæklingar og sýna besta leik í langan tíma. Planið er ekki nógu gott hjá okkur þótt firmino hefði mátt gera betur í góðu færi.

  Ætli það verði ekki að setja Chambo og Milner inn, helst vildi maður sjá Keita.

  Út af: Hendo og Gini.

  1
 19. Þessi dómari er algjör hálviti….. stoppar leikin áðan þegar ekki voru höfuðneyðsli, en stoppar svo ekki þegar líkur voru mun meyri, alavega fékk hann blóðnös og virtist vankaður….. og Undt menn spinhu skàlfir ekki útaf!!!

  4
 20. Af hverju i andskotanum er Fabinho ad setja boltann utaf thegar James liggur eftir. Domarinn stoppar ekki leikinn, Ashley Young sparkar boltanum ekki utaf en leikmadur Liverpool gerir thad. Wtf!!! Ekkert killer instinct. FFS

  3
 21. okkar menn eiga bara sáralítið skilið úr þessum leik utd eru grimmari í öllum aðgerðum og er þetta svolítið skrítið að sjá liverpool í þessum leik það er eins og liverpool séu að spila æfingarleik á meðan utd spilar eins og þeirra líf liggi við.

 22. Frábært, af öllum liðum þá er það Manu sem stoppar sigurgönguna.

  2
 23. Mættum með hugarfarið að vera búnir að vinna þennan leik fyrirfram það hefur ekki reynst vel á móti lélegum liðum sjáiði bara City á móti Norwich og Wolves þeir voru með sama hugarfarið þar.

  3
 24. Sælir félagar

  Það skelfilegt en samt satt að okkar menn eru bara drullulélegir í leiknum. Þeir hafa engin svör við grjóthörðum leik MU manna. Niður staðan er líklega tap fyrir því liði sem við viljum síst af öllu tapa fyrir. Það er augljóst að þó dómgæslan hafi verið MU hallkvæm þá er frammistaða okkar manna ömurleg og þeir eiga lítið skilið út úr þessum leik.

  Það er nú þannig

  YNWA

  1
 25. ok nú þurfum við bestu 15 mínútur af því sem við höfum sýnt það sem af er vetri.

  2
  • proofed me wrong

   Gaman þegar það gerist! Chambo kom ferskur inn og Keita hefur gefið meiri kraft í miðjuna.

   síðasti séns núna að vinna þetta.

 26. Engin? Tap? “Eiga eitthvað skilið” hefur ekki verið okkar hugarfar í vetur. YNWA

  1
 27. nadum jafntefli og verðum við að sætta okkur við það og þetta er algjörlega ásættanlegt að ná jafntefli á old trafford og það er ekki hér sem titillinn vinnst eða tapast en það sem ég er með áhyggjur af er að menn virtust ekki vera mótiveraðir í leikinn og það er áhyggjuefni.

  1
 28. Hræðilegar 80mínútur….. seinir í boltan, reyna að sækja eithvað sem slakur dómari féll ekki fyrir……

  Hefði verið svo sætt að koma með annað í lokin, en jæja þá er bara að byrja að telja upp á nýtt í næsta og klára sesonið með meti 🙂

  1
 29. Sælir félagar

  Jæja menn ráku að lokum af sér slíðruorðið. Það var ekki seinna vænna og niðurstaðan sanngjarnt jafntefli. Ekki alveg það sem við vildum en það var augljóst hvað Mo Salah er mikilvægur fyrir sóknarleik liðösins. Ömurlegt en ekkert við þessu að segja.

  Það er nú þannig

  YNWA

  1
  • Ég er algerlega ósammála um eitthvað sanngjarnt jafntefli þessi leikur átti að fara 0-1 fyrir okkar menn og það hefði verið sanngjarnt.

   1
 30. Hálfgert spennufall eftir þennan leik en vonbrigði engu síður okkar menn voru heilt yfir slakir en sá slakasti á vellinum fannst mér Atkinsson þetta mark hjá MU átti aldrei að standa.

  Og virtist vera í öll þaug skipti sem maður frá United datt niður þá var aukaspyrna það virtist ekki gilda fyrir okkar menn við þurftum að jafna þennan leik 2 sinnum sem var aldrei auðvelt.

  Og það er búið að svara því líka að við söknum Salah þessi leikmaður er bara það sturlað góður að menn þurfa að verjast allt öðru vísi þegar hann er inná vellinum þó hann sé ekki að raða inn mörkum akkurat þessa stundina þá dregur hann menn að sér eins og segul sem verða að stoppa hann og opnar meiri möguleika fyrir aðra eins og Mané og Firmino.

  Engin heimsendir náttla drullu fúlt að skríða í burtu með 1 stig samt frá þessum velli er orðinn þreyttur á OT.

  4
 31. Enn og aftur fá MU heimadómgæslu og ég sem hélt að að VAR myndi hjálpa dómurum í þessar deild til að lagfæra mistökinn þá láta þeir Ferguson vera VAR dómara leiksins. það var brotið á Origi og ef menn sjá það ekki í endurtekningu þá er blindrastafur málið. Ég sætti mig seint við þetta jafntefli því Liverpool er ljósárum betra lið en MU.

  Næsta leik takk.

  YNWA.

  4
 32. Það var meira rætt um Watford en Liverpool í Vellinum í dag. Engin greining á neinu. Þetta eru ekki eins vel unnir þættir og hjá Sýn.

  5

Kvennaliðið heimsækir Coventry í ContiCup

Manchester United 1-1 Liverpool