Matip krotar undir nýjan samning!

Kamerúninn Joel Matip skrifaði fyrr í dag undir nýjan fimm ára samning við Liverpool. Hann er 28 ára gamall og hefur verið spilandi með Liverpool síðan 2016.

Matip kom frítt til Liverpool á sínum tíma og lék sinn fyrsta keppnisleik í deildarbikarnum 2016. Hanns skoraði sitt fyrsta mark gegn Crystal Palace í október. Í nóvember var hann svo valinn leikmaður mánaðarins. Hann virtist vera á góðri leið með að verða geirnegldur byrjunarliðsmaður en meiðsli settu mikin strik í reikninginn. Þegar hann var loksins orðin alveg heill af þeim virtist hann vera orðin fjórði kostur í miðvörðinn.

Undir lok tímabilsins 2018/19 vann hann sig aftur inn í liðið og hefur hann tekið miklum framförum. Hann náði sér í sínu einu stoðsendingu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og á þessu tímabili hefur hann verið algjör lykilmaður. Hann hefur líklega þurft að vinna meira en margir hafsentar, þar sem sóknarmenn reyna hiklaust hlaupa frekar á hann en turninn við hlið hans. Ekki segja það hátt, en hann er mögulega búin að vera betri hafsent Liverpool það sem af er tímabils.

Myndaniðurstaða fyrir joel matip champions league final

Þetta eru auðvitað frábærar fréttir. Hann er á hátindi ferilsins og geggjað að hann vilja spila sín bestu ár hjá Liverpool. Nú eru aðeins Gini, Milner og Lallana sem eru ekki á langtímasamningum hjá Liverpool.

Matip hefur þegar spilað 107 leiki með Liverpool og skorað fimm mörk.

Annars legg ég til að Matip fagni þess um með skallamarki á Old Traffort sunnudaginn!

YNWA!

PS: Stenst ekki mátið að skjóta þessu með, Matip að sýna hvað honum finnst um það þegar menn dýfa sér:

6 Comments

 1. Gleði fréttir og vonandi er þetta góður fyrirboði fyrir helgina ..

  4
 2. Frábært að hann hafi gert langtímasamning við Liverpool, hann er mjög mikilvægur í vörninni hjá okkur.

  3
 3. Góðar fréttir….einn af góðu kostum Matip eru sendingar hans framávið sem oft opna andstæðingan uppá gátt….

  2
 4. Frábær leikmaður og stundum glæpsamlega underrated og jafnvel hjá okkar ástkæru stuðningsmönnum.
  Myndi ekki treida Matip fyrir neinn annan í dag við hliðina á VVD í þessu formi sem hann hefur verið.

  3
 5. Frábærar fréttir þó ekki sé annað sagt. Með Matip í þessu formi, getu VvD ásamt Comez og Lovren sem eru nú ekki beint neinir bjálfar er miðjan í vörninni vel mönnuð. Finnst að Klopp eigi að nýta þetta og hvíla VvD leik og leik enda virkar hann þreyttur í upphafi tímabilsins sem er kannski ekkert skrýtið þar sem hann spilar rosalega mikið hvort sem hjá Liverpool eða landsliðinu.

  1

Gullkastið – United upphitun

Risa-risa-risaleikur á Old Trafford á morgun!