Gullkastið – United upphitun

Rétt eins og þegar United var á toppnum þá á það sama við núna þegar þessu er öfugt farið, Liverpool – Man Utd er stærsti leikurinn í fótboltanum. Það er nóg að frétta innan sem utanvallar hjá United og því tókum við vel á þeirra sápuóperu.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur:SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 257

Kop.is á Facebook og Twitter – Endilega fylgið okkur þar líka.

12 Comments

  1. Málið með manu í dag, er að þeir eru hópur af einstaklingum. Einstaklingum sem er ómögulegt að mynda heild, getur verið vegna fortíðar sem vofir yfir öllum þeim sem fæti stíga inn sem leikmenn. Hvort sem fólki líkar betur eða verr þá fennir smátt og smátt yfir fortíðina, Ferguson er ekki lengur á vellinum, glæstu sigrarnir verða að minningu um eithvað sem einu sinni var. Leeds er ekki ósvipað dæmi, reyndar yfir styttra tímabil. Þetta verður ekkert walk in the park leikur, en málið er að við erum bara með svo margfallt betra lið, og við erum með liðsheild sem öllu máli skiptir. Spái 0-3.

    YNWA

    6
  2. Sælir félagar

    Takk fyrir skemmtilegan þátt að venju. Ég er sammála Magga mínum um það að í MU liðinu eru nokkrir góðir leikmenn en liðsheildin er einfaldlega ónýt. Það verður margra ára verk að búa til nýtt sigurlið á Gamla klósettinu og það verða erfið ár fyrir stuðningsmenn liðsins. Nú eru allar líkur á að bestu menn liðsins Pogba og de Gea verði ekki með og þá er hryggurinn farinn úr liðinu. James mun ekki geta borið þennan sundurleita hóp á bakinu svo sigur blasir við okkar mönnum.

    Dýrasti varnarmaður heims nær ekki máli og hefir ekki sýnt neitt það sem af er í leik sínum fyrir MU. Það skrifast að hluta á hvað liðið er lélegt sem hann spilar með og svo að hluta til bara skort á gæðum. Að bera saman Virgilinn og Maguire er eins og að bera saman fullorðinn mann og 5 ára gutta slíkur er gæðamunurinn. Mín spá fyrir leikinn er 0 – 5 og Sólskerjamóri mun finna kaldan andblæ örlaganna strjúka sér um vanga. Það fer um hann hrollur.

    Það er nú þannig

    YNWA

    10
  3. Takk fyrir þetta drengir. Maður er aðeins of gíraður núþegar. Þessi leikur er HUGE fyrir alla stuðningsmenn beggja liða. Ég spái erfiðari leik en margan grunar.

    2
  4. Þessi setning úr mbl.frétt….

    “Li­verpool trón­ir á toppn­um með fullt hús stiga eft­ir átta um­ferðir en Manchester United er í tólfta sæti deild­ar­inn­ar, er 15 stig­um á eft­ir Li­verpool og er aðeins tveim­ur stig­um frá fallsæti”

    Ég segi bara eins og Gummi Ben….aldrei vekja mig, aldrei vekja mig!!!

    12
  5. Minni á að Utd menn koma örugglega inní leikinn eins og sært ljón og munu ekki selja sig ódýrt það er nokkuð ljóst. Þetta verður drulluerfiður leikur held ég en LFC er mikið mun betra lið og eiga að klára þennan leik auðveldlega en ég held að þetta verði erfiðara en margir halda. Vonandi er þetta bara hefðbundin “fyrirleiks” spenna hjá mér og við siglum þessu auðveldlega heim með 3 góð stig í malnum.

    6
  6. Mér heyrist ansi margir halda að þetta verði erfiðara en margir halda?.
    Vissulega er engin leikur unnin fyrirfram og djöflarnir myndu ekkert vilja frekar en að trufla titilbaráttu LFC. Gæðamunurinn milli liðanna hefur líklega ekki verið meiri í áratugi og ég held að leikmenn beggja liða viti það. Solskjær er auk þess gersamlega clueless sem stjóri svo að ég sé fyrir mér að þetta verði Klopp masterclass fyrir hann sem hann getur tekið með sér til Molde.

    4
  7. 6.mars 2011 Liverpool – Man utd
    Staðan fyrir leikinn
    Man utd 1.sæti 28 leikir 60 stig
    Liverpool 7.sæti 28 leikir 39 stig

    Umræðan fyrir leikinn að Man utd ætti nú að klára þennan leik. Þeir voru sjóðheitir og í bullandi titilbaráttu þegar lítið var eftir á meðan að okkar strákur voru að ekki búnir að ná neinum stöðuleika.
    jájá stórleikur, jájá Liverpool munu láta finna fyrir sér en jájá Man utd eiga að klára þennan leik.
    Þetta er eiginlega sama umræðan og maður er að heyra í dag.

    Liverpool 3 Man utd 1 okkar menn slátruðu þeim og Dirk Kuyt skoraði þrennu(ekki að plata). Leikmenn Liverpool voru pirraðir á umræðuni og stöðuni á liðinu og mætu af fullum þunga í leikinn.

    Liverpool liðið 2011 var betur mannað en þetta Man utd lið í dag en ég á von á að Man utd leikmenn eru orðnir þreyttir á þessu tali um hvað þeir eru lélegir og munu láta okkar menn hafa fyrir hlutunum.
    Þetta er lélegasta Man utd lið sem ég mann eftir en spái hörkuleik þar sem eitt mark ræður úrslitum og ólíkt 2011 þá vona ég að sigurstranglegra liðið klárar verkefnið.

    Spái 0-1 sigri hjá okkar mönnum og verður það úthvíldur Salah með sigurmarkið undir lok leiksins.

    YNWA

    8
  8. þessi helgi 2011 var stórfengleg. Sir King Kenny Dalglish var 60 á föstudeginum, ég 30 á laugardeginum og á sunnudeginum var síðan þessi dásamlegi leikur þar sem ég var í KOP og mun aldrei gleyma því 🙂

    10
  9. þetta kripplaða man utd lið getur ekki rassgat á móti okkur og það er sérstaklega ánægjulegt að vita að de gea er ekki í markinu því hann á til með að verja allt steiniléttara frá okkur.

    spái því að þetta verði stærsta tap united á old trafford.

    4
    • Piff, við yfirgáfum þessa Norðmenn ekki að ástæðulausu á sínum tíma.

      1

Kvennaliðið fær Bristol í heimsókn

Matip krotar undir nýjan samning!