Sport og Grill í samstarf við Kop.is

Í hádeginu var undirritaður samningur milli Sport & Grill í Smáralindinni og Kop.is með að staðurinn verður heimavöllur okkar Kopverja í vetur.

Stefnt er að því að vera með pöbbkvisskvöld á staðnum í vetur sem við kynnum nánar og jafnvel fleiri viðburði auk þess sem við ætlum að kíkja á leiki í gegnum veturinn þar. Svo er aldrei að vita nema að við hendum inn nýjungum í samstarfið á staðinn eftir því sem á það líður, sér í lagi eftir að boltahornið þar verður opnað.

Við hjá kop.is væntum mikils af samstarfi við Sport & Grill í Smáralindinni enda eigendurnir þeir Elís Árnason (þessi huggulegi á myndinni) og Einar Bárðarson grjótharðir Púlarar í gegn. Við munum birta boltatilboð í mat og drykk á Facebook-síðunni okkar auk annarra Liverpooltengdra frétta úr þeirra starfi.

Staðurinn ætlar sér enn stærri hluti á markaði íslenskra sportbara, matseðillinn fjölbreyttur og margs konar tilboð í gangi, við skorum á lesendur okkar að kíkja við á þennan nýja heimavöll kop.is!

Gullkastið – Fallegur ljótur sigur

Liðið gegn RB Salzburg