Gullkastið – Tap í Napoli

Þetta var einn af þessum dögum í Napoli, VAR hefur ekki verið að vinna með okkar mönnum í þessari viku og það er stórleikur framundan. Já og heimsbyggðin er að átta sig á því sem Kop hefur verið að segja í töluverðan tíma um Bobby Firmino.

Stjórnandi: Einar
Viðmælendur:SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 253

Kop.is á Facebook og Twitter – Endilega fylgið okkur þar líka.

11 Comments

 1. Takk fyrir þetta strákar nú sem endranær. Nauðsynlegt að fara aðeins yfir hlutina á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Er aðeins hugsi eftir þennan leik…
  … okkar lið er ekki ósigrandi
  … þetta er skuggalega erfiður útivöllur. Eins gott að lenda ekki gegn í Napoli í útsláttarkeppni.
  … sjaldgæft í seinni tíð að okkar menn skori ekki
  … tvö mörk á sig er mikið fyrir okkar lið. Adrian hefur þó heilt yfir staðið sig vel.
  … sammála um bakverðina. Þeir eru ekkert rosalega góðir þegar þeir þurfa að verjast.
  … etv of mikil varfærni hjá miðjuspilurunum
  … góðir senterar þurfa líka að skora á erfiðustu útivöllum.
  …annars hef ég ekki minnstu áhyggjur af þessu tapi
  … af hverju er Shagiri ekki meira notaður
  … held að þetta tap hristi menn duglega saman fyrir næsta leik

  4
 2. Skilur nokkur í raun og veru hvað það er sem aftrar Shaqiri frá meiri þátttöku? Þetta lítur voða skringilega út, að fá kannski fimm mínútur í lok leiks. Eða bara ekki neitt.

  Missti hann hæfileikana yfir nótt eða er eitthvað bak við tjöldin sem við vitum ekki?

  1
 3. Mín kenning fyrir því afhverju Shaqiri er ekki meira notaður.

  1. Ef Mane/Salah/Firmino eru heilir þá byrja þeir og spila allir hátt í 90 mín.
  2. Klopp hefur trú á Origi og kemur hann með aðeins meiri physical leik í framlínuna og er framtíðarmaður hjá Liverpool(þótt að ég persónulega vill sjá meira af Shaqiri heldur en Origi og hefði helst ekki vilja gera langtímasamning við Origi)
  3. Við höfum verið að vinna leiki og því hefur Klopp ekki þurft mikið að bæta sóknargæðinn á sjálfu miðsvæðinu í leikjum.

  Ég er samt viss um að Shaqiri muni fá tækifæri í vetur og leiki í byrjunarliðinu bæði í meistaradeild og í enskudeildinni. Hann þarf svo bara að nýta þau tækifæri vel. Hann hefur þrátt fyrir fáar mín í leikjum að vera gera vel á sínum fáum mín, hann hefur komið inná og haldið áfram að gera auðvelda hluti í staðinn fyrir að koma inn og ætla að sigra heiminn, held að Klopp kunni að meta það.

  2
 4. Eg held ad astædan med Shaqiri se einfaldlega bara su ad Klopp finnst hann ekki verjast nógu vel. Annars vill eg persónulega sja miklu meira af honum eins og flestir adrir. Væri til i ad sja hann td fremstan a midjunni i einhverjum leikjum gegn minni spámönnum a Anfield tar sem okkar menn eru med boltann nanast allann timann og reyna brjota niður varnarmur.

  3
 5. Spila 4-2-3-1
  Með Hendo og Fabinho á miðjunni,
  Firmino í holunni og Shaqiri og Salah á köntunum og Mane frammi.
  Spila svona á heimavelli á móti flestum liðum.
  Þurfum e?ki 3 vinnuhesta á miðjunni í alla leiki.

  4
  • Ekki ætla ég að lofa því að éta hatt minn þegar Klopp stillir svoa en hann vill að varnaskyldan komi fyrst og sóknin síðan, en þetta ætti að algjör draumur. Keita síðann inn og ekki minnkar hraðinn eða sóknarþunginn við það.

   1
 6. Þetta var flott hlaðvarp og mikið var ég sammála Steina varðandi VAR-ið. Ef pointið með því er ekki að minnka (helst útrýma) dýfingum og öðrum óleikjum að þá skilur maður nú ekki alveg af hverju er verið að hafa fyrir þessu. Hvenær er tekin ákvörðun um að skoða atvik betur? Er það þegar hálft liðið mótmælir eða er það þegar fjórði dómarinn horfir á atvikið aftur á skjánum? Er ekki alveg að átta mig á þessu.

  Rétt upp hönd sem kíkja reglulega á EPL-stöðutöfluna!

  7
 7. Ég held að city séu hafa þetta gegn watford. Mikið væri það endalaust gott að ná sigri á morgun!

  1
 8. Sælir félagar

  Ertu púllarar á Spot Kópavogi á morgun? Verð í bænum og vantar stað til að horfa á leikinn.

  Það er nú þannig

  YNVA

Napoli – Liverpool 2-0

Chelsea á morgun