Liverpool 3-1 Newcastle

Liverpool heldur áfram að vinna deildarleiki og vann sinn fjórtánda leik í röð þegar liðið vann góðan 3-1 sigur á Newcastle þar sem Sadio Mane og Mo Salah skoruðu mörkin.

Klopp gerði tvær breytingar á liði sínu frá því í 3-0 sigrinum gegn Burnley og komu þeir Divock Origi og Alex Oxlade-Chamberlain inn fyrir Roberto Firmino og Jordan Henderson sem fengu smá hvíld. Leikurinn byrjaði nú ekki eins og maður hefði viljað en Newcastle komust nokkuð óvænt yfir snemma leiks þegar Jetro Willems átti skot sem hann nær aldrei aftur á ævinni með öfugum fæti. Það virtist koma Liverpool aðeins á óvart og gekk liðinu í upphafi brösulega að brjóta almennilega niður þéttan varnarpakka Newcastle.

Um miðjan fyrri hálfleik átti Liverpool klárlega að fá vítaspyrnu þegar Joel Matip var tekinn niður en hvorki dómari leiksins né VAR sá eitthvað óeðlilegt við það að varnarmaður Newcastle hafi haldið utan um Matip og dregið hann niður. Áfram gakk og nokkrum augnablikum síðar skaust Andy Robertson upp vinstri kantinn, lagði boltann til Mane sem setti hann örugglega upp í skeytina og jafnaði metin. Þá kviknaði á Liverpool og Newcastle áttu ekki séns.

Divock Origi þurfti svo að fara út af eftir að hafa orðið fyrir einhverju hnjaski og Bobby Firmino kom inn og sá átti eftir að hafa áhrif á leikinn!

Firmino var varla kominn inn á þegar hann lagði upp mark fyrir Sadio Mane þegar hann vann boltann af varnarmanni Newcastle, þræddi boltann inn í hlaupið hjá Mane og með smá hjálp frá markverði Newcastle potaði Mane boltanum yfir línuna. Liverpool komið yfir rétt fyrir hálfleik sem gjörbreytti allri stöðu í leiknum.

Liverpool átti fín færi í seinni hálfleik en það vantaði að koma inn þriðja markinu sem myndi endanlega gera út um leikinn og það kom loks á 72.mínútu þegar Mo Salah skoraði gott mark eftir frábæran undirbúning Roberto Firmino sem átti fáranlega flotta hælspyrnu sem lagði upp markið.

Öruggur og góður 3-1 sigur varð raunin og Liverpool því fyrsta liðið til að vinna 14 deildarleiki í röð og skora að minnsta kosti tvö mörk í þeim öllum sem er ansi mögnuð tölfræði og situr nú á toppnum með 15 stig af 15 mögulegum og næsti leikur er gegn Napoli í Meistaradeildinni á þriðjudaginn. Djöfull er þetta lið magnað!

Bestu menn Liverpool
Það er úr miklu að velja finnst mér, mér þótti van Dijk og Matip fínir í miðvörðunum heilt yfir og Robertson var frábær á vinstri vængnum. Gini var fínn og Chamberlain átti nokkrar jákvæðar rispur en Fabinho var frábær á miðjunni fannst mér og sýndi enn og aftur mikilvægi sitt í þessu liði.

Salah var rólegur í fyrri hálfleik en gjörsamlega frábær í þeim seinni og sýndi af hverju hann er klárlega besti leikmaður deildarinnar. Þetta er ekki mat, þetta er staðreynd. Sadio Mane skoraði tvö mörk og var næstum búinn að skora það þriðja og var frábær en maður leiksins verður að vera Roberto Firmino. Vá, bara vá! Hann lagði upp tvö mörk, lagði næstum upp það þriðja og var gjörsamlega frábær. Þvílík byrjun á leiktíðinni hjá honum og ég held að hann gæti verið á leið að eiga sitt besta tímabil hjá Liverpool – og er nú úr mörgum góðum að velja.

Næstu verkefni
Evrópumeistararnir hefja leik í Meistaradeildinni eftir helgi þegar þeir heimsækja Napoli aftur og heimsækir svo Chelsea í deildarleik og svo MK Dons í Deildarbikarnum. Þrír sigrar úr þessum þremur leikjum takk!

29 Comments

 1. Maður er bara dekraður að horfa á þetta lið spila svo einfalt er það þeir hengja aldrei haus þó það komi mark á þá virðist ekki skipta neinu máli þeir eru óstöðvandi.

  Fannst einstaklega flott þegar Mané skoraði fyrsta markið og jafnaði hann sagði mönnum að sleppa fagnaðarlátunum og bara koma og halda áfram þetta væri ekkert búið !

  Meigi þeir halda áfram að bæta við metið með sigra í deild mætti alveg halda áfram þar til 38 leikir eru búnir : D

  16
 2. Ég var uppnuminn af marki Willem, sennilega flottasta mark hans á ferlinum, engin geðshræring. Stuttu eftir sýnir Mane hvernig hann ofl. gera svona nánast í hverjum leik eftir leik eftir leik. Á eiginlega ekki til orðaforða um liðið okkar, og pæliði í því, við erum að upplifa eithvað einstakt 2019-2020, sennilega miklu lengur. Til hamingju öll.

  YNWA

  13
 3. Maður er bara alveg hættur að vera stressaður þegar við lendum undir í byrjun.
  Þvílíkt lið sé þetta er orðið

  15
 4. Yndislegt.
  Við Liverpool aðdáendur erum orðnir dekraðir, eitthvað sem maður þekkti í gamla daga og tekur fagnandi aftur.

  Y.N.W.A.

  7
 5. Mane og Firmino menn leiksins. City 2-0 undir, veðjaði að þeir myndu vinna Norwich með 3 mörkum. Norwich mega alveg eyðileggja það fyrir mér.

  9
 6. Er að horfa á city leikinn og misskildi ég eitthvað regluna sem var breytt fyrir þetta tímabil að hendi er alltaf hendi ? þegar Stones fékk hann í hendina úr horni og hendin á honum langt úti

  8
 7. Nú væri í lagi mín vegna að blása City-leikinn af. Staðan 3-1 fyrir kanarífuglunum…

  6
 8. Er kominn i team PUKKI þvílíkur sigur hjá þeim og þvílík barátta

  8
 9. Sæl og blessuð.

  Jæja, ekki amalegur dagur þetta. Vissi svo sem alltaf að Hnjúkaselið yrði engin fyrirstaða en það leit samt ekki vel út í byrjun. Firmino var mmmmaðurinn og færði leikinn upp á æðra plan.

  Fimm stig fyrir ofan city er bara þrusufínt en … við höfum ekki spilað neinn stórleik af þessum fimm. Þeir eru eftir. Erum þar að auki með miklu þynnri hóp. Megum ekki missa Firmo. Það á allt eftir að skýrast og sú feita er ekki einu sinni byrjuð í söngnámi á þessu stigi málsins.

  12
  • Veit ekki hvort Arsenal aðdáendur séu sammála þér með að þeirra lið sé ekki stórlið ?

   7
   • Nah. Hafi einhver verið í vafa fyrir leikinn hvílíkir underdogs Nallarnir voru þá hafa þær efasemdir sópast í burtu þegar leikskipulag þeirra kom í ljós: Tony Pulis-ish varnarklafs sem reiddi sig á að hausar, rassar, bringur og lappir gætu í 90 mínútur þvælst fyrir skotum okkar manna. Svo átti bara að lúðronum fram og vona það besta.

    Hafði minnstar áhyggjur af þeim leik af þessum fimm.

    4
 10. Vá fullkominn fótbolta dagur! ( Fyrir utan að u vann) er orðlaus ekki hægt að kvarta á svona tímum ?

  3
 11. Veisla viku eftir viku. Þessir gæjar þarna frammi eru af öðrum heimi. Get varla beðið eftir næsta leik í deildinni en sem betur fer kemur leikur við Napoli í vikunni til að stytta manni biðina:)

  3
 12. Flottur sigur í dag og ekki slæmt að minni spámenn sigruðu helstu keppinautana, þ.e. Man City og Leicester

  12
 13. Takk fyrir þetta Ólafur og fínar umræður í kjölfarið. Ekkert sem kom á óvart og spáði Gummi Ben þessum úrslitum og jafnvel að Newcastle myndi skora fyrst. Liðið stígur varla feilspor en þó leka mörk inn reglulega sem gerir kannski ekkert til með þessa líka svakalegu sóknarlínu. Mikið rosalega er Firmino góður í fótbolti, ég segi nú ekki annað.
  Deildin byrjar furðulega, að vísu lítið búið, og kemur td á óvart hve Úlfarnir, sem spáð var að myndu helst geta atast í stóru klúbbunum, gengur illa í upphafi móts. Tottenham virðast upp og niður og bjóst maður við þeim betri, voru td skítlélegir á móti Newcastle. Norwich hefur heillað mig og sá maður í fyrsta leiknum sem þeir spiluðu á móti okkar mönnum að þeir voru sko ekki komnir á Anfield til að liggja í vörn. Virkilega vel spilandi en svosem að sama skapi með gloppótta vörn enda ungt og óreynt lið og hugsanlega eiga þeir eftir að fá nokkra skelli í vetur.

  7
 14. Kannast einhver hlustandi/lesandi síðunar við orðið huggulegur. Á mbl.is þá var markið sem Salah skoraði eftir snildar sendingu Firminio á Salah lýst sem huggulegri sendingu. Í þá gömlu var talað um huggulega konu, jafnvel huggulegann mann, en hugguleg sending Firminio á Salah sem skorar er ekki rökrétt þegar um snildar sendingu er að ræða, eða hvað segjir skólastjórinn um það.

  YNWA

  4
  • Mér fannst þetta mjög hugguleg sending. Gæti vel hugsað mér að sænga hjá henni.

   14
 15. Sælir félagar

  Ekkert getur glatt mann meira en Liverpool liðið nema ef vera skyldi fjölskyldan á afmælinu mínu þesa helgi. Liðið okkar er svo gott að það er ekki eðlilegt. Bobby Firmino er ótrúlegur leikmaður og Mané og Salah eru þar þétt á eftir honum.

  Það er nú þannig

  YNWA

  1
 16. Ekki versnaði helgin í dag í kjölfar úrslitanna hjá Arsenal og Everton 😀

  1
  • Alveg magnað að Everton skyldi hafa getað komist í 2-3. sætið með sigri í dag. Og unnu þeir? Onei.

   1
   • Það versta við þetta er að ef Everton og Arsenal hefðu unnið og ef West Ham vinnur á morgun hefði ManUtd farið niður í 7. sæti. Ég sá síðasta hálftímann í Arsenal leiknum þar sem Watford hreinlega yfirspilaði þá.

 17. “Hugguleg” er eiginlega fullkomin lýsing á þessari sendingu hins huggulega Firmino.

  Þetta var hugguleg liðsframmistaða. Rifjaðist upp fyrir mér að við keyptum Gini okkar frá Newcastle á rúmar 30 milljónir, það eru einhver snilldarlegustu kaupin hans Klopp.

Liðið gegn Newcastle – tvær breytingar

Kvennaliðið heimsækir Tottenham