Kop.is ferðir í samstarfi við VITA

Það er með mikilli ánægju sem við kynnum nýja samstarfsaðila Kop.is þegar kemur að ferðalögum til Liverpool

Við höfum gert samkomulag við VITA Sport og Liverpoolklúbbinn á Íslandi um að a.m.k. ein ferð á þeirra vegum í vetur verði hefðbundin Kop.is ferð með Pubquiz-i og öllum pakkanum. Að þessu sinni ætlum við að kíkja á leik Liverpool og West Ham, brottför er föstudaginn 21.febrúar og heimkoma þann 24.

Að ferðinni lokinni verður henni að sjálfsögðu gerð skil með öflugri ferðasögu og myndum.

Hægt er að bóka á þessum hlekk hér og velja umræddan leik.

Endilega byrjið að bóka ykkur því sætaframboð er takmarkað.

Við hlökkum mikið til samstarfsins við VITA Sport og hvað þá að byggja upp ferðir til Merseyside í góðri samvinnu við Liverpoolklúbbinn á Íslandi. Sjáumst sem flest í Liverpool í febrúar!!!

Það er ekki nokkur einasta spurning að þessi leikur gegn West Ham verður rúmlega hörku skemmtilegur og lofum við magnaðri fararstjórn að vanda.

4 Comments

  1. Búinn að bóka 🙂 Spurning um að að fara að æfa bítlalög fyrir Cavern jam 🙂

    • Spurning um annað Cavern gigg? hverjir verða fararstjórar?

      1
  2. Er það rétt að það er farið til Glasgow, og þarf maður sjálfur að rédda sér þaðan til fyrirheitnu borgarinnar eða er rútuferð innifalin.

Newcastle á laugardaginn

Liðið gegn Newcastle – tvær breytingar