Sigurvegari ágústmánaðar í fantasy deild Kop.is

Þá er fyrsti mánuðurinn búinn í deildinni og kominn tími til að líta á fantasy deild kop.is. Eftir að hafa eytt gríðarlegum tíma fyrir tímabilið og skoðað mikið magn af tölfræði skila það sér að sjálfsögðu fyrir liðið mitt sem situr í 285. sæti í 407. liða deild. Ef við heimfærum það yfir í tuttugu liða deild væri mitt lið í 14. sæti þar sem sum liðin mættu seint til leiks. Svona er þetta stundum í fantasy og maður tekur ekki alltaf réttar ákvarðanir, nema Hallveig Sigurbjörnsdóttir sem er sigurvegari ágústmánaðar hjá Kop.is. Hún hafði trú á John Lundstram frá upphafi, bæti við Pukki eftir fyrstu umferð og Cantwell í þeirri þriðju en það eru einmitt þeir þrír sem hafa skilað flestum stigum miðað við kosnað, ásamt Patrick Van Aanholt í fyrstu fjórum umferðunum.

Hallveig var efst í deildinni þegar við kynntum verðlaunin en missti toppsætið í síðustu umferð. Hún komst þó aftur á toppinn þegar það skipti máli, þó það hafi verið tæpt. Eysteinn Guðvarðarson skellti í wildcard fyrir þessa umferð og náði 86 stiga umferð og er aðeins stigi frá toppsætinu. Af pennum síðunar eigum við einn að berjast um toppsætið ( eftir stuttan yfirlestur vona ég sé ekki að missa af einhverjum ) en Ólafur Haukur er í tuttuguasta sæti, en spurning hvort það ætti að telja það með þar sem hann hefur verið með þrjá Man Utd leikmenn frá fyrstu leikviku.

Sigurvegari ágústmánaðar er því eins og áður sagði Hallveig sem á þá tvær máltíðir á BK Kjúklingi og getur nálgast það á staðnum á Grensásvegi 5. Hallveig er einnig í þriðja sæti af íslendingum sem spila leikinn og í 2731. sæti heilt yfir sem þýðir að hún er í topp 0,00044% þeirra spilara sem tóku þátt í ár og því alls enginn skömm að ná ekki að skáka henni í þessum mánuði!

2 Comments

  1. Tad hlýtur ad vera eitthvað met i omurlegheitum tegar efstu tvær færslurnar a bestu sidu i heimi snúast annars vegar um kvennalið Liverpool og svo fantasy hahah enda 0 komment samanlagt við þessar færslur. Ja svona eru landsleikjahle bara. Er sjalfur vid tad ad fara horfa a skák à netinu af leiðindum. en eg er jákvæður og segi bara yess tad eru innan vid 5 solahringar i leik hjá okkar mönnum 🙂

    1

Opnunarleikur kvennaliðsins gegn Reading

Gullkastið – meistararnir mæta til leiks