Afhverju er Liverpool svona stórt á Íslandi?

Liverpool.com kannaði málið

In this rugged, remote land of fire and ice, straddling the North American and Eurasian tectonic plates around a thousand miles from the shores of the River Mersey, there is a proud, fervent body of Liverpudlian passion, knowledge and culture, representing Liverpool in their own unique way.

Svona endar Joel Rabinowitz hjá Liverpool.com grein sína um stuðningsmenn Liverpool á Íslandi. Hann hafði samband við okkur Mumma á LFCHistory.net og smíðaði þessa fínu grein út frá því.

Hér má nálagast greinina 

Komið inn á uppruna bæði Kop.is og LFCHistory.net, tengingu Liverpool við Ísland og rosalegan stuðning við liðið hér á landi ásamt auðvitað úrslitaleiknum í Madríd.

 

12 Comments

 1. Geggjuð grein, til lukku 🙂

  Var virkilega fyrsta Podcastið árið 2011, liður eins og það hafi verið 2-3 ár síðan 🙂

  Ætla samt að skjóta þeirri óvísindalegu fullyrðingu út ít í kosmóið að það eru nær 5% Íslendinga sem eru stuðningsmenn Liverpool.

  2
 2. Það er 1% af þjóðinni að borga árgjaldið í Liverpool klúbbnum – sem er magnað í sjálfu sér. Það eru MIKLU FLEIRI stuðningsmenn Liverpool hér á landi. Klárlega nær 10% þjóðarinnar. Þetta var nú nokkuð skýrt í mínum svörum en fyrirsögnin er aðeins villandi.

  2
 3. Takk fyrir þetta. Ég var einmitt að velta þessu fyrir mér um daginn og svarið er að greinilega er ótrúlega stór hluti Íslendinga sem heldur með þessu frábæra liði. Ástæðurnar eru eflaust fjölmargar eins og bent hefur verið á en etv fleiri en búast mætti við af yngri kynslóðinni. Liverpool var langbesta liðið 1975-1990 og því eðlilegt að fólk 40-60 ára haldi mikið með því. En eftir 1990 hafa önnur lið tekið forystuna en samt hefur Liverpool haldið sjó og etv bætt við stuðningsmönnunum úr hópi þeirra ungu. Sagan, staðsetning liðsins, frábærir leikmenn og samtakamáttur hjálpa líka til, liðið er eins og stór fjölskylda sem fólk út um allan heim kann að meta. Bara einfaldlega lang flottasti og besti klúbburinn sama hvernig gengur.

  9
 4. Sjáiði til, ég byrja að halda með LFC 1964 eftir leikinn við KR, var á leiknum í boði KR enda KRingur. Svo getur maður af sér afkvæmi þau eru færð til réttrar trúar, síðan geta þau af sér afkvæmi, sem eru færð til réttrar trúar etc. etc. Á vellinum voru yfir 10.000 mans sem álíka átti sér stað eins og hjá mér, alla vega að stærstum hluta enda fengu þá íslendingar í fyrsta skipti að sjá besta lið heims. Einhverstaðar las ég, leiðréttið mig hafi ég rangt fyrir mér, að LFC marki þennan leik sem upphaf velgengi þeirra næstu árin enda voru þau verulega farsæl, unnu allt sem hægt var að vinna. Svo elsku vinir, við erum að upplifa vonandi eithvað sambærilegt í dag. Vona að Sane og Salah séu orðnir bestu vinir, þessir gráðugu pésar sem ásamt Firminio skapa besta framvarðatríó jah síðan hvenar, hugmyndir að einhverju betra, í mínum huga þeir Fab3.

  YNWA

  6
 5. Þetta er klárlega eins og Hjalti er að benda á að þegar enski boltinn var að verða vinsæll þá var Liverpool eitt besta liðið á Englandi og einfaldlega í Evrópu.
  Svo hefur þetta verið fjölskylduklúbbur sem unnið saman og tapað saman. Það gerðust auðvita hræðilegir atburðir 1985 og 1989 sem hafa bundið stuðningsmenn liðsins saman og að ganga í gegnum sorg og hvernig klúbburinn höndlaði það hefur hjálpað mikið í að styrkja þau bönd.

  Liverpool á auðvita Anfield, Kop, YNWA, sigurhefði, nágranaríg við Everton/Man utd og stórar sorgir þannig að það er mjög auðvelt að hrífast að liðinu sem hefur aldrei verið það ríkasta í deildinni og kemur frá borg sem var á slæmum stað þegar liðið var uppá sitt besta.

  Að halda með Liverpool þá finnst manni eins og maður sé partur af einni stóru heild og ólíkt sumum liðum þá finnst manni að maður sé ekki að horfa á og styrkja eitthvað fyrirtæki heldur er partur af þessari fjölskyldu sem gengur í gegnum súrt og sætt.

  YNWA

  7
 6. Smá viðbót, er sannfærður um að á milli 20 og 30 prósent þjóðarinar er LFC fólk, mögulega meira, þá eru þau ótalin sem eru það inn við beinið.

  YNWA

  2
 7. Ég tók trúna 1971, þá sex ára Vesturbæingur. Allir KR-ingar héldu með Liverpool. Það þurfti ekki að ræða það frekar. Vildi að ég ætti ennþá gömlu fótboltamynda-spjöldin af Ray Clemence, John Toschack og co.

  5
 8. Samkvæmt Mirror er VVD búinn að samþykkja nýjan samning til 2025 já þakka þér fyrir góðar fréttir svona í morgunsárið

  2
 9. Tek undir þetta og held að þetta sé skýringin. Ég er a.m.k. einn þeirra sem byrjaði að halda með Liverpool þegar þeir voru ósigrandi (eins og núna) og tímabilið var 1978, ef ég man rétt. Bjarni Fel og enska grassspyrnan, fjölskyldan mín og Liverpool. Ég tók ástfóstri á þessu ótrúlega liði sem eins og Steini benti trúlega rétt á við mig að Liverpool voru sennilega bara á undan sinni samtíð.

  Á þessum tíma var ekkert Rússagull, arabískar olíupumpur eða asísk peningamafía sem skóp velgengnina, heldur var ótrúleg vinnusemi og greining á þessari frábæru íþrótt.

  Talandi um greiningar og vinnusemi, VVD er að fara að gera 6 ára samning við okkur! Besti varnarmaður heims og trúlega í sögunni. Stórkostlegar fréttir og mikilvægar fyrir okkar velgengi í framtíðinni!

  Njótum þessara tímabila og dáumst að stórkostlegum vinnubrögðum hans Klopps og teyminu hans. Við vitum manna best að svona tímabil eru ekki sjálfsögð, ekki einu sinni hjá Liverpool FC… Besta liði heims!

  1
 10. Van Dijk og Hyypia saman í vörninni þá þyrfti ekki markmann. Hornspyrnur okkar yrðu eins og vítaspyrnur. Gætum spilað 10 á móti 11. Van Dijk að skrifa undir nýjan samning. Titillin færist nær Liverpool…ekki satt Neville eh?

  2
 11. Tetta er vist ekki rett með nýjan samning Van Dijk, vonandi fær hann samning sem fyrst, á klarlega skilid betri laun en 125 tus a viku sem hann er med nuna

  2

Facebook leikur Kop.is

Opnunarleikur kvennaliðsins gegn Reading