Van Dijk og Alisson bestir í Evrópu

Samhliða drættinum í Meistaradeildarriðlunum var veitt verðlaun fyrir bestu leikmenn síðasta tímabils. Virgil Van Dijk kom einn til greina sem varnarmaður ársins og sigur Alisson í kjöri á markmanni ársins var jafnvel ennþá meira afgerandi. Þeir voru langbestir í sínum stöðum.

Van Dijk var einnig tilnefndur sem besti leikmaður Evrópu og sat því á fremmsta bekk við Messi og Ronaldo og var verðskuldað valinn besti leikmaður Evrópu.

Liverpool leggur allajafna töluvert meira upp úr liðsheildarverðlaunum og þakkaði Van Dijk liðsfélögum sínum sannarlega fyrir er hann veitti bikarnum viðtöku. Það að hann sé valin er viðurkenning á leik liðsins í heild þó Evrópumeistaratitilinn í vor sé það sem öllu skiptir.

Það er engu að síður mikilvægt að leikmenn Liverpool séu aftur farnir að fá þessar viðurkenningar og táknrænt að Van Dijk skildi vinna á meðan Messi og Ronaldo eru ennþá að. Þeir hafa einokað þetta undanfarin ár og viðkvæðið undanfarin ár nánast orðið að þú þarft að vera leikmaður annaðhvort Real Madríd eða Barcelona til að eiga séns á stóru titlunum.

Það er talað um að Van Dijk og Alisson hafi komið fyrir Coutinho peningana sem er svolítil einföldun, salan á honum fjármagnaði engu að síður kaupin á þessum tveimur leikmönnum sem voru þeir dýrustu í sínum stöðum þegar þeir gengu til liðs við Liverpool. Þeir hafa á 18 mánuðum staðið undir þeirri nafnbót og stafest að þeir eru bestir í sínum hlutverkum. M.ö.o. bestu leikmenn í heimi eru að semja við Liverpool og uppskera fyrir það. Coutinho vann vissulega stóra titla sem leikmaður Barcelona enda gekk hann til liðs við besta liðsins í þriggja liða deild en var svo mikill aukaleikari að hann er núna farinn frá þeim aftur á láni. Hrikalega gott á hann eftir að hann fór með skít og skömm frá Liverpool. Liðinu sem gerði hann að stórstjörnu. Það að Liverpool hafi endað Meistaradeildardraumana með þeim hætti sem það var gert er svo á pari við það þegar Ísland niðurlægði Roy Hodgson svo mikið að hann sagði af sér strax eftir leik.

Síðasti leikmaður Liverpool til að vera kjörin Knattspyrnumaður Evrópu var Steven Gerrard árið 2005, að sjálfsögðu. Ronaldo var leikmaður United þegar hann var valin 2009 en hann og Gerrard eru einu Úrvalsdeildarleikmennirnir til að hljóta þessa nafnbót síðan Beckham 1999. Þetta er semsagt á 10 ára fresti 🙂 Það eru 10 ár síðan varnarmaður úr Ensku Úrvalsdeildinni var kjörin besti varnarmaður Evrópu, John Terry 2008/09.

Þetta verður ekki svona næstu 10 árin, það fullyrði ég. Einokun Spænsku risanna ætti að dvína þegar tíma Messi og Ronaldo líður undir lok og vonandi verður Liverpool áfram á þessu sviði.

Þetta tryggir Van Dijk hinsvegar ekki Ballon d´Or en líkurnar eru sannarlega með honum. Frá því að George Best hlaut þá nafnbót árið 1968 hafa aðeins tveir leikmenn enskra liða unnið Ballon d´Or. Ronaldo árið 2008 (ekki árið sem hann var kjörin Knattspyrnumaður Evrópu) og Michael Owen árið 2001. Gerrard var aðeins í þriðja sæti árið 2005. Síðast þegar varnarmaður fékk Ballon d´Or var Fabio Cannavaro árið 2006.

En það er í raun bara einn sem gæti ógnað Van Dijk…

6 Comments

 1. Þetta er verðskuldað, þessir tveir gaurar eru einfaldlega bestu spilararnir í sínum stöðum og þetta höfum við púllarar vitað síðasta árið en gott að fá þetta staðfest. Súpersætt að Van Dijk skildi taka þennan titil með Ronald og Messi horfandi á 🙂

  5
 2. Liverpool sannarlega mætt á stóra sviðið á nýjan leik og það með látum. Árið er að verða ótrúlegt. CL, Super cup, Leikmaður ársins í enska, Golden glove, Uefa markmaður og varnarmaður ársins, leikmaður Uefa, markakóngur ársins ofl sem hægt væri að telja upp. Við erum að verða ofdekruð á þessu. Til hamingju þetta poolarar nær og fjær.

  18
  • Jebb sannarlega ágætt að upplifa góðæri eftir að bölva liðinu sífellt fyrir að tapa fyrir Westham og Stoke á útivelli öll þessi ár.
   Verð að hrósa stjórninni líka og þeim sem sjá um leikmannamál. Það hafa verið gerð þvílík kaup ítrekað síðustu ár. Auðvitað hjálpar Klopp þar inni, sem er stórstjarna sem allir vilja spila fyrir.

   6
 3. Já, við fótboltnördarnir, sem sumir eru í kringum fertugt, lítum upp til þessara stráka og fáum frá þeim gleði og innblástur.

  Í herbúðum okkar Liverpool-stuðningsmanna hlýtur að vera ríkjandi gleði yfir því hvað liðið er massíft. Svo gleður mann ekki síður að það er algjört hrokaleysi í allri tjáningu. Þetta er bara einhver sjaldséður gleðipakki sem Jurgen okkar Klopp hefur náð að byggja upp með sinni greind og styrku stjórn. Leikmannahópur gæti vart verið betur samsettur – fyrir innan við helming af því sem City eyðir í sinn mannskap. Að sjá brosandi meiddan Salah á Anfield í Never Give Up-bolnum á móti Barcelona í vor – ég er ekki viss um að við hefðum unnið meistaradeildina án þess. Samheldnin er algjör. Bobby Firmion á víst að hafa sannfært Fabinho um að koma með þeim orðum að stjórinn vænti gríðarlegs af leikmönnum, en gerði leikmenn betri og því ætti enginn að setja spurningarmerki við signing. Það er hafið yfir allan vafa að Klopp er framúrskarndi stjóri og sá besti í heimi í dag. Pep er góður með endalaust fjármagn. Ég myndi samt alla daga velja Klopp.

  Að vera Liverpool-stuðningsmaður á þessum dýrðardögum er frábært. Klopp fer ekki fyrr en Liverpool endar ensku deildina í fyrsta sæti. Það gæti gerst í ár.

  7
 4. Algjörlega sammála Sölva með gleðina og jákvæðnina í hópnum. Samheldnin og andrúmsloftið virðist alveg sér á parti miðað við önnur lið í ensku deildinni. Megi Klopp lengi lifa!

  1

CL- Napoli, Salzburg og Genk í riðlinum okkar

Útileikur á Turf Moor