CL- Napoli, Salzburg og Genk í riðlinum okkar

Þá er það klárt.

Riðillinn okkar í Meistaradeildinni í vetur mun líta svona út:

Ég held við getum bara verið nokkuð sátt með þessa niðurstöðu og alveg ljóst að krafan er að við förum áfram þaðan án nokkuð mikilla vandkvæða.

Það er ekki búið að raða upp leikdögunum ennþá en ætti að verða klárt á morgun eða hinn.

Það eru þægileg ferðalög í alla þessa leiki fyrir liðið og fínar aðstæður á allan hátt. Við vitum það auðvitað að það er ósköp lítið spennandi fyrir Liverpoolaðdáendur að fara til Ítalíu og Napólí langminnst spennandi kosturinn, m.a. fyrir upphitanir Evrópu-Einars.

Ég man ekki eftir því að Liverpool hafi keppt við Genk áður og ekki við Salzburg eftir að þeir fóru að geta eitthvað. Hef komið í báðar þessar borgir og það ætti að verða mikið stuð á Travelling Kop í þeim tveim.

Meistararnir mæta til leiks!!!

16:51

GENK mæta á Anfield

16:50

Framherji ársins í Meistaradeildinni er Lionel Messi.

16:47

SALZBURG mæta á Anfield!

16:42

Miðjumaður ársins í Meistaradeildinni er Frankie De Jong.

16:40

NAPOLI koma aftur á Anfield

Förum í pott 2. Tottenham fyrstir þar og verða með Bayern.

16:34

Varnarmaður ársins í Meistaradeildinni er að sjálfsögðu Virgil Van Dijk!!!!

Sama ræða og hjá Allison, félagið og fjölskyldan!

Við förum í riðil E!

Við byrjum – pottur 1!

Það er sko ekki einfalt hvernig á að draga, alls konar pælingar um veður, lögreglugæslu í nálægð leikvalla, Rússland – Úkraína og alls konar. Við nennum ekkert að tala um það meira held ég…

16:20

Markmaður ársins í Meistaradeildinni er að sjálfsögðu Alisson Becker!!!!

Viðtalið er á portúgölsku…í ljósi yfirlýsinga Einars um kunnáttu mína í því tungumáli þá sýnist mér hann fyrst og síðast þakka fjölskyldu sinni og liðsfélögum fyrir árangurinn, stoltur af árangrinum sem hann og félagið náði.

Þar með er lagt af stað í að draga fyrstu kúlurnar!

16:15

Þeir sem draga kúlurnar eru að detta í hús. Hamid Altintorp kemur hér sem fulltrúi Tyrkja, vegna þess að úrslitaleikurinn verður í Suður-Liverpool (Istanbúl) í vor.

Wesley Sneijder er líka mættur til þess. Sem og Petr Cech

16:05

Búið að rúlla upp gæsahúðarmómentum á stóra tjaldinu og verið að greina frá Forsetaverðlaunum UEFA, nokkuð sem forsetinn velur.

Sá valdi Eric Cantona. Skil það fullkomlega ekki – en valið var þetta.

Hann talaði í ræðunni sinni um flugur á geitum, í besta falli kjánalegt!

15:55

Verkefnið hjá UEFA er að ná að klára dráttinn fyrir jól!

Svona án gríns þá er yfirleitt 15 – 20 mínútna rabb og grobbklapp áður en farið er að draga. En við verðum klár þegar þeir verða klárir!!!

Hæhó.

Hér á þessum þræði ætlum við að uppfæra jafnóðum meistaradeildardráttinn sem fram fer í dag. Drátturinn sjálfur hefst kl. 16 á íslenskum tíma.

Til að byrja með getum við skoðað hvernig endanleg niðurstaða er á styrkleikapottunum og ekki úr vegi að velja sinn draumariðil áður en fjörið hefst.

Svona eru pottarnir:

17 Comments

  • Draumurinn en þar sem þetta er hið heppna Liverpoollið þá er miklu líklegra RM, Inter og Leipzig

   1
 1. Maður óttast engan en gott væri að hafa þetta þægilegt og vera bunir að vinna riðillinn eftir 3-4 leiki og geta hvilt menn i síðustu leikjunum.

  Draumurinn væri
  Benfica eða Shaktar ur B potti
  zalsburg úr C potti
  Og Genk ur D potti

  Gaman en erfitt væri
  Real eða Atletico ur B potti
  Inter ur C potti
  Og Leipzig eða Galatasary ur D potti

  1
 2. Martröð:
  Real Madrid,
  Lyon
  Leipzig

  Drauma:
  Benfica
  Club Brugge
  Atalanta

 3. Það er lítið hægt að væla yfir þessu.

  Napoli var kannski ekki besti kosturinn en þessi lið þekkja hvort annað alveg út og inn.
  Salzburg og Genk er eiginlega draumadráttur í sambandi við ferðalög og styrkleika andstæðinga.

  3
 4. Er það rétt skilið að ef allt fer eftir styrkleika, þá myndum við spila við Dortmund í 16 liða (E1 gegn F2)?

  2
 5. Sæl og blessuð.

  Prýðilegt að Virgillinn skyldi hneppa nafnbótina. Hann á það skilið og þetta er nú auglýsing fyrir þá sem knýja dyra hvort heldur það eru vongóðir biðlar úr öðrum liðum eða ungir og upprennandi liðsmenn.

  Held að þessi undankeppni verði mjög bærileg. Ekkert er gefið í þessum efnum en óskandi væri að við næðum góðri stöðu áður en kemur að lokaleiknum í desember og svo heldur fjörið áfram.

  Ljóst er að mikið verður lagt undir hjá þessum stóru liðnum að hreppa hnossið. City og Barca eru langeyg eftir þeim áfanga. Þetta verður stuð.

  3
 6. Langaði bara að koma því inn að Sanchez er farinn frá United. Hljóta að vera ein misheppnuðustu kaup sögunnar. Mjög ánægjulegt. Allt í rugli hjá United.

  4
 7. Hinn fínasti riðill. Þurfum bara að keyra yfir þessi lið og vonandi eigum við 1-2 leiki í restina til að hvíla lykilleikmenn. Mjög spennandi að sjá hvernig þetta þróast allt saman.

  1
 8. Fyrsti leikur á útivelli gegn Napoli. Klárlega erfiðasti leikurinn. Eins gott að tapa honum ekki því ekkert lið hefur unnið Meistaradeildina eftir að hafa tapað fyrsta leik í riðlakeppninni.

Dregið í 32ja liða úrslit deildarbikarsins

Van Dijk og Alisson bestir í Evrópu