Dregið í 32ja liða úrslit deildarbikarsins

Í kvöld var dregið í 32ja liða úrslit ensku deildarbikarkeppninnar.

Okkar menn drógust gegn MK Dons sem sitja nú í 15.sæti í League One sem er C-deild ensku deildakeppninnar. Leikið verður á heimavelli MK Dons.

Leikið verður þriðjudaginn 24. eða miðvikudaginn 25.september.

Við hljótum að gera kröfu um að komast yfir þessa hindrun!

9 Comments

 1. Frábært að fá ekki úrvalsdeildarlið í eitt skiptið. Kannski eigum við séns á að komast aðeins lengra. Samt, er þetta ekki liðið sem burstaði manhjú 4-0 fyrir 3 árum? 😀

  3
  • Jú hárrétt fyrir fimm árum unnu þeir 4-0, Dele Alli spila m.a. þann leik fyrir MK Dons.

 2. NEÐRIDEILDARLIÐ! Það var mikið að Liverpool fékk einn leik sem hægt er að gefa ungum leikmönnum séns. Gæti orðið mjög áhugavert byrjunarlið, vonandi fyrsti leikur Brewster t.a.m.

  4
 3. Hef alltaf haft lúmskt gaman af því að fylgjast með okkar mönnum í deildarbikar því að þar fær maður að sjá ungu strákana í alvöru leik og oft leikmenn sem eru að sanna sig og vilja komast í liðið.

  MK Dons er gamla Wimbledon liðið sem færði sig um set og efast ég ekki um að því verða gerð góð skil í upphitun fyrir leikinn.

  p.s Eins og Svavar nefndi þá sigraði MK Dons Man Utd 4-0 2014 og voru þeir með enga aðra en Dele Alli og Will Grigg í liðinu en það kveiknaði aðeins í þeim síðari ( “Will Grigg’s on Fire) sem skoraði tvö mörk.

  4
 4. Það er þónokkuð af gæðaleikmönnum sem eru ekki að spila allal leiki í úrvalsdeildinni og mér þætti sniðugt ef þeir fengu tækifæri í þessum leik.

  Byrjunarliðið gæti verið svona.

  Origi – Brewster – Shaqiri

  Chamberlain – Lallana- Milner

  Larouci- Lovren – Gomez- Hooever

  Adrian.

  Ekki amarlegt byrjunarlið.

  Svo væri hægt að fylla bekkinn af leikmönnum sem eru að spila með okkar besta byrjunarliði ef leikurinn gengur ekki samkvæmt óskum. Reyndar held ég að neðri deildarliðin eru sýnd veiði en ekki gefin.

  Ég hef lítin áhuga á þessum bikarkeppnum. Tel deildina og meistaradeildina vera þær keppnir sem skipta liðið lang mestu máli.

  4
 5. Já, og hver veit nema Bobby Duncan kæmi til greina í lið Brynjars? Þetta er væntanlega off topic hér, en þetta Bobby Duncan-mál er afar spes. Umbinn hans að gera honum litla greiða með því að lýsa yfir andlegum veikindum. Ekki gefur það strák meiri möguleika á að ná langt í boltanum – að blása upp eitthvert fýlukast sem geðsjúkdóm. Ef Bobby á við andleg veikindi að stríða þarf hann læknishjálp fremur en svona rassíu af hálfu hálfbjána. Ekki veit ég neitt frekar en aðrir um jafnvægi Bobby Duncans, en þessi umbi ætti að vera fjarlægður af UEFA vegna ummæla hans um ungan dreng. Greinilega algjör rugludallur sem hugsar ekki lengra en fyrir næsta horn. Fólk þarf að átta sig á því að sumir af þessum efnilegu fótboltamönnum eru enn bara krakkar; ekki allir þeirra hafa náð þroska til að vega og meta samhengið í lífinu. Bréf þessa umba til LFC er hörmuleg aðferð til að díla við vandamálið. Ef Bobby Duncan er óstöðugur í skapi þá óska ég honum allra heilla í leit að lausn, og bjartrar framtíðar í leik og lífi. Fyrsta skref er væntanlega að kveðja bjánann sem fer með viðkvæmt sálarlíf í fjölmiðla og gerir sig breiðan úr því. Fótboltinn er orðinn svo risavaxinn að þarf að stíga skref af vitund og skilningi þegar um ungt fólk ræðir.

  5
 6. Nú er maður spenntur yfir hverjir byrja og vonar að lykilmenn sem og aðrir sleppi við meiðsl. Ekki mörg ár síðan maður var að spá hvort Liverpool myndi vinna neðrideildarliðið. Maður var jafnvel algjörlega að treysta á Gerrard þá. Breyttir tímar.

  1

Gullkastið – Boring, Boring Arsenal

CL- Napoli, Salzburg og Genk í riðlinum okkar