Southampton – Liverpool 1-2

Klopp gerði þrjár breytingar á liði sínu síðan gegn Chelsea á miðvikudag, TAA kom inn í hægri bakvörð í stað Gomez, á miðjunni fóru Henderson og Fabinho út og inn kom Gini og Firmino.

Ég sagði í upphitun minni að ég hafi óskað þess að þessi leikur hefði farið fram á sunnudegi, ekki síst í ljósi þess að við vorum að spila 120 mínútur á miðvikudagskvöld. Það sást vel hvers vegna þegar flautað var til leiks en Liverpool liðið var afleitt í fyrri hálfleik og í raun heppið að fara með 0-1 forskot inn í hlé.

Heimamenn voru að stjórna miðjunni og voru að finna pláss á allt of mörgum stöðum, hvort sem það var á milli miðju og varnar, bakvið TAA eða Robertson og jafnvel á milli Matip og Virgil. Southampton fékk talsvert af hálffærum en þeirra besta færi í hálfleiknum var líklega hjá Yoshida sem átti skalla nánast af markteig sem Adrian varði vel.

Það var svo á 45 mínútu sem að Mané tók þetta í sínar hendur. Fékk boltann frá Milner á vítateigshorninu vinstra megin, hljóp þvert á vörn heimamanna og smurði boltann örugglega í fjærhornið, 0-1 og alls ekki verðskulduð forysta þó hún hafi svo sannarlega verið kærkomin.

Síðari hálfleikur

Síðari hálfleikur byrjaði allt öðruvísi en sá fyrri hafði gert. Liverpool var í raun með öll völd fyrstu 10-15 mínúturnar og hefðu átt að tvöfalda forystu sína í a.m.k. tvígang. Salah komst einn innfyrir en Angus varði vel. Á 64 mínútu kom svo frábær sókn, Gini fékk boltann á miðjunni og stakk honum á milli mið- og bakvarðar á Mané sem sendi boltann fyrir í fyrsta á Firmino en skot hans af vítateigspunktinum fór hárfínt framhjá, dauðafæri!

Southampton komst aftur inn í leikinn og var farið að verða líklegt þegar Firmino fór langt með að klára leikinn á 70 mínútu. Mané vann boltann eftir aulaskap hjá heimamönnum í innkasti, sendi á Firmino sem hljóp þvert á vörnina á vítateigslínunni og skoraði örugglega í nærhornið, 0-2, mark á virkilega mikilvægu augnabliki!

Liverpool fékk nokkur fín færi til að bæta við marki næstu mínúturnar, Mané átti skalla á nærstöng sem var varinn í horn og Robertson átti flott skot á þessa títtnefndu nærstöng eftir frábæra hælsendingu frá Mané er þeir félagar tóku þríhyrning á vítateigshorninu vinstra megin.

Salah fékk kærkomna hvíld á 78 mínútu eftir að hafa spilað 120 mínútur á miðvikudag þegar Origi kom inn í hans stað.

Adrian ákvað að gera þetta spennandi á 81 mínútu þegar hann fékk boltann frá Virgil og hafði allan tímann í heiminum en ákvað undir pressu frá Ings að reyna lélega sendingu á Fabinho sem fór ekki betur en svo að kvötturinn fór í Ings og inn. Glórulaus ákvörðun þegar nákvæmlega ekkert var í gangi í leiknum og allt í einu von fyrir heimamenn og læti á vellinum.

Ings hefði átt að jafna leikinn nokkrum mínútum síðar þegar Ings skaut framhjá af markteig þar sem hann var aaaaaaleinn. Stálheppnir.

Eftir þetta náði Liverpool aðeins betri stjórn á leiknum og hann fjaraði út. Þrjú stig í höfn í leik sem var okkur virkilega erfiður.

Maður leiksins

Ég vel Mané sem mann leiksins. Ekki bara skoraði hann frábært mark heldur vann hann boltann og lagði upp síðara markið okkar og hefði átt að ná sér í aðra stoðsendingu þegar hann átti frábæra sendingu á Firmino í líklega besta færi leiksins og líka með hælsendingu sinni á Robertson. Virkilega ánægjulegt að sjá að hann hefji tímabilið eins og hann lauk því síðasta!

Umræðan

  • Þreytt Liverpool lið í upphafi leiktíðar. Það er kannski hálfskrítið að segja (skrifa) það eftir fína frammistöðu í Góðgerðarskyldinum, sigur í Ofurbikarnum og fullt hús stiga í deild en liðið hefur ekki virkað neitt voðalega sannfærandi í þessum síðustu þremur leikjum og virkar í raun bara þreytt. Andstæðingarnir í deildinni ekki verið topp 6-8 lið en við samt að ströggla við að stjórna leikjum.
  • Besta vörn síðasta tímabils er allt í einu orðin afskaplega slök og óörugg gegn ekki betri sóknarliðum en Soton og Norwich. Bæði þessi lið fengið 3-4 dauðafæri á móti okkur og nokkur hálffæri í þokkabót. Áhyggjuefni.
  • Að því sögðu, eitt stykki Ofurbikar, 6 af 6 stigum mögulegum. Það gæti verið verra!

Næsta verkefni

Næsta verkefni er stórt, Arsenal kemur í heimsókn eftir nákvæmlega viku!

Þrjú stig í dag, jákvætt. Njótið helgarinnar, YNWA.

47 Comments

  1. Elska að við getum nánast ekki neitt, gefum mörk hægri vinstri og erum samt að vinna leiki.

    Verður þvílíka veislan þegar liðið fer að spila eins og það getur.

    Áfram Liverpool YNWA!

    11
    • Minnir á United undir Ferguson gjörsamlega óþolandi hahaha love it

      3
  2. Adrian kom Southamton inn í leikinn með “Liverpool Style” markmannstökum. Annars mjög góður leikur hjá honum fyrir utan þessi hraparlegu mistök.

    Síðari hálfleikur var mun betri og það komu kaflar í honum sem voru mjög góðir, bæði varnarlega og sóknarlega. Það sem þarf að gera er að fá þessa kafla 90 min í leikjum og þá fer þetta að líta betur út.

    Liverpool hefur sem betur fer viku til að undirbúa sig fyrir næsta leik gegn Arsenal og þar eru nokkur atriði sem þarf að fara yfir. T.d að senda bolta sem minnst til Adrian. Hann er ekki eins góður í löppunum og Alison, þó hann hafi aðra góða eiginleika. Einnig þarf að skoða afhverju lið eins og Southamton koma Liverpool í vandræði með hápressu og hvernig má bæta spil inn á vellinum svo það fari að renna betur.

    Annars er liðið að koma sér í form og aðalmálið var að þessi leikur sigraðist. Alison er sem betur fer ekki alvarlega meiddur og ég er sannfærður um að næsti leikur verði mun betri þar sem Liverpool var að spila á miðvikudeginum og ætti að mæta betur hvílt í þann leik.

    3
  3. Við unnum okkur frábærlega út úr þessum leik enda keyrðu þeir á okkur full fart!

    Sem betur, betur fer voru þessi mistök Adrians ekki okkur að falli en hann gerir þetta ekki aftur. Það er á hreinu, hann er að öllu jöfnu mjög flottur á milli stanganna. Ég reyndar er gamaldags þegar kemur að svona fitli við boltann á svona stundum og ég vil bara fá hel$# boltann í burtu eins fljótt og auðið er, einmitt til að forðast svona rugl!

    Þrjú stig í dag og við með fullt hús, alveg geggjað!

    Svo verður þetta 0-0 hjá shitty og smurfs.

    8
  4. Erfiður leikur og okkar menn virka þreyttir sem er skiljanlegt.
    Frábær úrslit nenni ekki að spá í þessu marki sem við fengum á okkur.

    Mané frábær og Firmino þvílíkt mark hjá honum líka svo má ekki gleyma heimsklassa vörsluni hjá Adrian í fyrri sem hélt okkur inní leiknum meðan menn voru að trekkja sig í gang.

    Allt annað lið kom inná í seinni finnst mér og 3 stig á útivelli vel gert !

    5
  5. úfff…….rosalega sætt að vinna leiki þegar við erum ekki að spila vel.

    Sammála með Adrian. Hann á bara að dúndra boltanum fram strax þegar hann fær boltann. Hann er hræðilegur dribbler en hefur marga aðra kosti. Þetta mun ekki koma fyrir aftur.

    Frábært til að fá heila viku til að safna kröftum fyrir erfiðan leik á móti Arsenal.

    4
  6. Sæl og blessuð.

    Flott að landa þessu. Heimamenn voru búnir á því í lokin sem er magnað og okkar mönnum óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn. Ef ekki hefði verið fyrir þessa forbúnu jólagjöf Adrians þá hefði þetta hætt að vera spennandi á 45. mínútu.

    Jedúddamía hvað hann er fæddur til að spila í marki hjá Liverpool.

    4
  7. Ætla að koma Adrian smá til varnar þó að auðvitað var þetta algjör skita hjá honum. Það er samt sem áður ótrúlega erfitt getur maður ímyndað sér að koma inn í þetta lið okkar sem spilar af uppleggi að markmaður sé í raun eins og aftasti varnarmaður sem fær mikið boltann og á einmitt ekki að dúndra boltanum fram heldur finna næsta mann. Það er ekki eins og hann hafi verið það lengi í liðinu. Við munum alveg hvað Allison var tæpur fyrstu leikina á síðasta tímabili og gaf síðan mark. Ég ætla að vona að þykkur sé skrápurinn hans og hann haldi áfram að reyna að spila á næsta mann. Við fyrirgefum þetta í þetta sinn og siglum skútunni ótrauð afram á næstu mið .

    YNWA

    19
    • Vissulega var markið skita hjá Adrian, en þess utan virtist hann frekar óöruggur í spyrnunum, það kemur að einhverju leyti vegna þess að hann er enn að læra á samherja sína ásamt því að hann spilaði með ökklameiðsli. Það sást alveg greinilega að hann var ekki alveg heill.

      Þess utan spilaði hann ágætlega.

      3
  8. Það sem er pirrandi við þessi mistök Adrian er að hann var með betri mönnum á vellinum. Bjargaði okkur oft í fyrri hálfleik. Það á ekki að senda boltann svona mikið aftur á hann. Hann er ekki Alison.

    2
    • Ekki sammála það á einmitt að koma honum í nákvæmlega sama style of play því þannig er uppleggið. Annars fara að fljuga misgáfulegar sendingar upp í loft og inná miðavæði frá varnarmönnum og þá riðlast allar stöður manna og við töpum boltum á hættulegum stöðum og fáum á okkur fast break sem er ennþá hættulegra.

      9
      • Iss, Alisson gerði svipað líka í upphafi, Klopp skólaði hann til, svo fékk hann gullhanskann…

        12
      • Halli

        Ég er ekkert að tala um neina hallarbyltingu. Önnur lið munu alltaf sækja á veikasta hlekkinn og það óspart. Ef Adrian er óstyrkur í að senda boltann frá sér þá munu önnur lið nýta sér það. Það er alveg gefið. Það sást t.d í lok leiks gegn Southamton eftir að Adrian fékk markið á sig, þá voru þeir ekki að senda boltann eins mikið á Adrian. Ef ég man rétt þá voru þeir steinhættir því.
        Það er til millivegur. Ég er ekki að tala um einhvern hálanda bolta. Heldur að fækka ákvörðunartökum sem eru hættulegar.

        Alison gerði allt allt öðruvísi mistök. Þá var sendur boltinn á hann í mjög þröngri stöðu og það hafði verið gert allan leikinn. Í kjölfarið kom Klopp í viðtal og sagði að það er ekki hægt að nýta þennan möguleika svona mikið. Mistökin hjá Adrian voru þess eðlis að Alison hefði mjög auðveldlega getað sent t.d langan bolta út kant. Alison er miklu betri sendingarmaður en Adrian.

  9. Lélegur fyrirhálfleikur þar sem við náðum litlu spili og héldum boltanum illa.
    Síðarihálfleikur var bara vel leikinn hjá okkar mönnum og fengum við fullt af færum til að bæta við og þeir virkuðu ekkert líklegir. Adrian var farinn að leiðast og gaf þeim mark og svo var stress í lokinn en 3 stig fóru heim.
    Í þessum fjórum alvöru leikjum sem við höfum spilað þá er þetta eiginlega alltaf eins, við spilum einn hálfleik vel og annan ekki. Við gefum færi á okkur og höldum ekki hreinu en skorum samt alltaf og ógnum mikið.

    Við erum ekki að spila okkar besta bolta en á meðan að liðið er að komast í gang og 6 stig í hús með eitt stykki bikar þá er maður bara mjög sáttur.

    YNWA – Vika í næsta leik sem ég held að Klopp og strákanir eru mjög sáttir við að fá.

    4
  10. Ja hérna hér VAR að taka mark af City og þeir urðu af 2 stigum þetta á eftir að vera skeggrætt eitthvað held ég.

    9
    • Það má bara ekki leggja boltann út í teig með hendinni og skora svo. Einfalt. Gott mál, þeir hefðu komist upp með þetta í fyrra eins og dæmin sanna. Ef þetta mark hefði staðið hefði Liverpool aldrei átt að fá víti gegn Tottenham í vor.

      6
  11. Fyrir utan Góðgerðaskjöldinn má kannski segja að lukkan hafi ögn verið á okkar bandi það sem af er sísoni.

    En það má heldur ekki vanmeta þessa heimsklassaleikmenn sem eru að skila fyrir okkur úrslitum, og líklega besta stjóra í heiminum í dag.

    Ef það er ekki Salah … þá er það Mané eða Firmino. Svo fær Origi sénsinn og nýtir hann. Varnarlínan er að púsla sér saman og þarf að venjast nýjum markverði þar til sá besti kemur aftur.

    Málið er að halda haus í upphafi móts – sem hefur tekist hingað til.

    Liðið verður magnað þegar það nær sér að fullt skrið.

    Þetta verður eitthvað í vetur.

    4
  12. Liverpool have now won 11 consecutive Premier League games for the first time, meaning Jurgen Klopp has reached 300 points in his 146 game in charge. Kenny Dalglish, the previous quickest, did it after 150.

    7
    • Sem sýnir bara hvað Klopp er mikill gullklumpur. Verðum að tryggja framlengingu á samningnum hans. Nenni ekki einhverju veseni.
      Við á toppnum, bara yndislegt.
      Viku hvíld fyrir arsenalleikinn, það er mjög kærkomið.
      YNWA!

      5
  13. Það kom kafli þegar Milner var í handavinnu og við einum færri sem var erfiður. Annars var þetta öruggur sigur.
    Adrian er líkt og Klavan var. Ekki keyptur upp á gæðin að gera, heldur sem uppfylling. Á meðan hann er aftasti maður munu mörkin leka inn.
    Hef vissar áhyggjur af vörninni en vona að menn stigi upp gegn sterkari liðum.

    2
  14. New record for Jurgen Klopp. He has broken the record set by Kenny Dalglish by reaching 300 points in the least amount of games (146) as Liverpool manager.

    6
  15. Það geta allir átt skitu og þurft að girða sig í brók og er ég viss um að Adrian geri það líst vel á þennan markmann held að hann eigi allveg eftir að standa sig vel sem vara skrifa. En aðal mál dagsins er jafntefli cyti og TOT og LFC á topnum njótum.

    YNWA.

    2
  16. Hlakka til að tuðran fer að rata í markið hjá Róbertsson reglulega ?

    4
  17. Ágúst varla hálfnaður, tveir sigrar í deild og á toppnum, tveir úrslitaleikir og einn bikar. Þetta hlýtur að vera óskabyrjun á tímabili. Vissulega er sjálfsagt margt sem betur má fara en eins og bent hefur verið á eru þetta fjórir leikir á fáeinum dögum og tveir af þeim extra langir. Meira álag í byrjun heldur en hjá öllum öðrum liðum í deildinni. Reynir því verulega á Klopp og liðið í næstu leikjum. Vangaveltur…..
    …Alisson er meiddur
    …Adrian hefur heilt yfir verið ágætur
    …mark á okkur í hverjum leik
    …vörnin nokkuð opin
    …Comez ekki kominn í gírinn
    …Ox á eitthvað í land
    …gengur vel að skora
    …Liverpool virðist alltaf fá mikið af færum
    …hvar er Keita?
    …mikið rosalega er Mane góður í fótbolta
    …og ekki síður, mikið rosalega er Firmino góður í fótbolta

    20
  18. M.v. að strákarnir okkar spiluðu erfiðan leik á miðvikudag, bæði langan og í molluhita þá er ég sáttur við spilamenskuna. En verandi meistarar þá fylgir meira álag, og kærkomin viku pása fyrir næsta leik enda fyrsti alvöru leikurinn á þessu tímabili. Hvað Adrian varðar, eins og var með Alisson, þá gerir hann ekki þessi mistök aftur, ekkert að því að markmenn séu öruggir með sig, eiga að vera það, en hvað þá báða varðar var það to much. En á toppinn erum við komnir, eins og er, þar sem við eigum heima, heima er best.

    YNWA

    4
  19. Sælir félagar

    Adrian er búinn með mistökin og það er gott að gera þau í sigurleik því þá hafa þau engin áhrif nema bæta markmanninn. Hann geri ekki þessi mistök aftur. Þessi sigur var sætur og það var gaman að horfa á M. City gera jafntefli við T’ham í gær. Við erum á toppi töflunnar og þar vil ég að við verðum til loka. Óskaplega er Firmino góður í fótbolta. Hinir tveir frammi eru svo sem ekki mikið síðri en hann er algjör “svindlkall” eins og þeir segja. Nú er gaman og vonandi skemmta Úlfarnir okkur í dag.

    Það er nú þannig

    YNWA

    12
  20. Í upphafi síðasta tímabils þá fannst mér eins og liðið væri óvenju þungt og vanta þetta blitzkrieg viðhorf sem maður hafði séð fram að því. Ég man að ég velti vöngum yfir því hvort þetta tímabil yrði eitthvað basl í ljósi þess hvað byrjunin var hæg (að mér fannst). The rest is history.

    Núna eru þessir sömu vangar að veltast fram og til baka. Mér fannst pre seasonið skrítið, engir (byrjunarliðs) leikmenn keyptir og menn að koma seint til liðs við hópinn. En svo kom community shield leikurinn og liðið sýndi að þetta er allt þarna ennþá. Norwich leikurinn fannst mér vera iðnaðarsigur og super cup var ekkert endilega sanngjarnt. En að fara á St Marys á Laugardegi eftir Istanbul á Miðvikudegi, og hirða öll stigin er einfaldlega mjög mjög vel gert.

    Hef ég því komist að þeirri niðurstöðu að hvorki sé ástæða til að örmagnast né örvænta, og bara ekki neins sem byrjar á ör.

    8
  21. Sælir félagar

    Eins og ég vonaði þá skemmtu Úlfarnir mér – aðallega í seinni. Gaman gaman.

    Það er nú þannig

    YNWA

    8
  22. Finnst gaman að lesa hér málefnalegar pælingar um liðið okkar og sjá hvað við höfum mismunandi skoðanir á hlutunum. Væri svo til í að allir myndu sameinast um að hætta öllu skítkasti á önnur lið eða hlæja að óförum annara enda gefur það til kynna minnimáttarkennd gagnvart sumum liðum. Við ættum bara að einbeita okkur að Liverpool liðinu enda loksins komið á þann stall sem flest okkar hafa dreymt um lengi. Er eðlilegt að sumir fá meira út úr því þegar Utd. tapar en þegar Liverpool vinnur skyldusigur. Barnalegt í alla staði.

    6
    • Treystu mér, ég er ekki haldinn minnimáttarkennd yfir manhju. Ef þú, kæri vinur, þolir ekki að við skemmtum okkur yfir óförum pobga og félaga að þá er það eitthvað sem þú verður að eiga við þig. Þetta var stórkostlegt víti hjá honum, sérstaklega í ljósi þess að hann ,,tók vítið af” rassford. Vonandi fer þessi ofborgaði trúður aldrei frá þeim. Segðu mér að þú hafir ekki skemmt þér yfir þessu… Sorrý dónt bílíf jú.

      13
  23. Sælir félagar

    Að gefnu tilefni: Ekkert er meira gaman en sigur Liverpool á anstæðingum sínum hverjir sem þeir eru. Þó er mest gaman að vinna MU af öllum sigrum. Næst mest gaman er þegar MU tapar fyrir andstæðingum sínum og svo er líka gaman að sjá þá gera jafntefli við lið sem þeim finnst að þeir eigi að vinna. Þetta finnst mér gaman og vonandi verð ég aldrei svo gamall að ég hætti að skemmta mér yfir úrslitum leikja. Nöldur þar um skiptir mig ekki máli. Ef þessi skemmtan mín fer í taugarnar á einhverjum þá er það hans vandamál. Sama er mér.

    Það er nú þannig

    YNWA

    9
  24. Ég óska engum ills, en ef liðinu manu gengur illa þá kætist ég, reyndar eitt af tveimur liðum sem svo er. Fólk getur svo ráðið í hvert hitt liðið er. Staðreynd, við erum í efsta sæti, heima er best.

    YNWA

    3
  25. Er nokkur ástæða til að gera grín að MU eftir þennan leik? Eru þetta ekki bara fín úrslit hjá þeim, gegn keppinaut á útivelli?

    2
    • Sammála þér Varði. Þetta eru nefnilega góð úrslit fyrir MU gegn liði sem er svipað að styrkleika. Svo ég veit ekki yfir hverju á að gleðjast.

      2
  26. Get nú ekki sagt að ég sé eitthvað sérstaklega ánægður með úrslitin í leik ManUtd og Wolves í gær. Þetta er jú afturför frá því í fyrra þegar Úlfarnir unnu báða leikina.

    23
    • Jújú, ég kaupi alveg þessi rök en ef menn geta amk ekki brosað út í annað yfir þessu vítamáli hjá muncs í gær að þá er nú fokið í flest skjól.

      Mér finnst alltaf gaman þegar þeir gera eitthvað annað en að vinna.

      2
  27. Ég má til með að spyrja að þessu en ég var að sjá markið sem var dæmt af City á móti Spurs í uppbótartímanum, ég er rosalega sáttur að þetta hafi verið dæmt af því það hjálpar okkur í þessu tilviki, en við gætum líka lent í svona atvikum og verðum að horfa á þetta hlutlaust.
    Þeir skora gríðarlega mikilvægt mark og nákvæmlega engin setur útá þetta hjá Spurs en dómari með miljón endursýningar sér að boltin fór smá í hönd á leikmanni og dæmir þetta af.

    Það sem ég er ósáttur með er að á svona augnabliki þá geta verið fleiri hundruð þúsunda manna (ekki í tilviki City reyndar ) útum allan heim að fagna eða bölva og leikurinn búinn, en nei eftir 3 mín af endurskoðun þá er markið tekið af.
    Drepur þetta ekki svolítið stemninguna ?
    Hvað finnst ykkur ?

    1
    • Það er ljóst að VAR er fjarri því að vera fullkomið og mér skilst að sambandið sé að gefa þessu 10 ár til að þróast. Þetta mark hefði líklegast alltaf staðið ef ekki hefði verið VAR. Mér fannst tóm þvæla að dæma á þetta þangað til í hægri endurtekningu frá ákveðnu sjónarhorni þar sem sást að boltinn fór jú í höndina á Laporte. En mér sýnist að mér lærðari menn séu flestir á því að þessi tiltekni dómur hafi verið réttur og í samræmi við nýju reglubreytinguna fyrir 19/20 tímabilið (“Any goal scored or created with the use of the hand or arm will be disallowed this season even if it is accidental. The handball rule now has extra clarity because it does not consider intent by a player.”)

      Margir tala um að þetta sé að eyðileggja upplifun áhorfenda og drepa stemminguna. Aðrir segja að upplifun áhorfenda sé bara ekki aðalmálið heldur skuli rétt vera rétt. Ég veit ekki hvað skal segja, er vissulega stemmings megin þegar Liverpool á í hlut en get alveg verið “rétt skal vera rétt” þegar önnur lið eiga í hlut. Maður vill auðvitað ekki að “ólögleg” mörk standi. Þegar það er klár rangstaða, hendi eða brot.

      Varðandi tækniaðstoð fyrir dómarana þá finnst mér marklínutæknin hafa sannað sig og vera mjög jákvæð fyrir leikinn. Það var óþolandi þegar mark var skorað sem fékk ekki að standa vegna þess að dómari eða línuvörður sáu það ekki. VAR þarf að fá að þróast og verða hluti af leiknum, eins og marklínutæknin er orðin í dag. Það eru fáir sem tala um að hún sé að eyðileggja stemminguna. Lykilatriði er að mínu mati samruni við leikinn og að þetta taki ekki of langan tíma.

      Svo má líka velta fyrir sér hvert VAR muni þróast í framtíðinni. Það er kannski ekkert ólíklegt að dómarastarfið muni á næstu áratugum verða leyst af hólmi af gervigreind. Algoritmi sem greinir leikinn með hjálp myndavéla. Þá þyrfti að forrita algoritmann með leikreglunum og þá væri allt klippt og skorið og allar reglur túlkaðar 100%. Þá kæmust menn ekki upp með að halda utanum, toga í treyjur og hrinda inni í teig í hornspyrnum sem dæmi. Annars dæmir algoritminn bara víti. Öll brot túlkuð rétt og engin afsláttur gefin. Nema hann væri forritaður til að gefa slaka við ákveðnar aðstæður. If – then – else.

      9
      • Ef þetta verður svona þá getum við líka bara sett inn í ofurtölvu alla tölfræði fyrir lið plús random gildi sem túlkar “heppni” og bara ýtt á stóra rauða takkann. Fáum niðurstöðu eftir par sekúndur og sparað okkur þessar 120 mínútur sem fara í að horfa á leiki.

        1
  28. Fólk verður að horfa á faktið. Það þíðir ekkert að horfa framhjá auglósum óheilindum, sama hvers eðlis þau eru. Eðlilega með aðkomu VAR þá verða umræður, en þær enda á einn veg, þolanda í hag, sé um að ræða þess aðila sem fyrir VAR verður, so what, á fólk að gráta!!!

    YNWA

    1

Southampton – Liverpool (upphitun)

Gullkastið – Ljótu sigrarnir flottir