Vikulokin: Fyrirsjáanleg fyrsta umferð

Líklega verður þessi fyrsta umferð í enska boltanum ekkert feitletruð í sögubókum. Stóru liðin unnu öll nema auðvitað annað liðanna í stórleik helgarinnar. Rétt eins og með æfingaleiki þarf að fara varlega í að lesa of mikið út frá frammistöðum í fyrstu umferð en eitthvað má þó finna sem gefur vísbendingar um komandi vikur.

Liverpool

Stóra spurningin varðandi byrjunarlið Liverpool var Matip eða Gomez. Klopp hóf leik rétt eins og fyrir ári síðan með Gomez við hlið Van Dijk og ná þeir vonandi að byggja upp jafn sterkt samband og fyrir ári síðan. Hrikalega svekkjandi og aðeins ósanngjarnt fyrir Matip sem hefur ekkert gert af sér.

Meiðsli Alisson setja stóran skugga á sigurinn og ljóst að hann má ekki vera meiddur í langan tíma. Adrian er góður markmaður með töluverða reynslu í úrvalsdeild en hefur varla náð æfingu með Liverpool fyrir leikinn gegn Norwich og augljóslega mjög vont ef við þurfum að treysta á hann til lengri tíma. Fram að landsleikjahléi í september á Liverpool leiki gegn Chelsea, Southampton, Arsenal og Burnley sem Adrian spilar líklega alla.

Liverpool byrjaði mótið engu að síður eins vel og hægt var að vonast eftir og virkuðu töluvert betri en megnið af undirbúningstímabilinu þó þetta hafi ekkert verið fullkomin frammistaða. Leikmenn Norwich voru margir að spila sinn fyrsta leik í Úrvalsdeild, þeir geta alveg borið höfuðið hátt en það var jákvætt að sjá þá vera komna með krampa eftir klukkutíma og alveg búna á því í leikslok. Liverpool gerir það við flestalla sína mótherja.

Man Utd – Chelsea

Bæði lið stilltu upp áhugaverðum byrjunarliðum sem kannski eru hvað helst áhugaverð fyrir það hversu óáhugaverð þau voru. Chelsea hafa verið mjög opnir varnarlega á undirbúningstímabilinu en voru á köflum barnalegir gegn United. Frank Lampard heimtar mjög hátt tempó og vinnuframlag sem liðið virtist ekki ráða við í 90 mínútur í dag.

Það er samt fullkomlega galið að staðan hafi verið 1-0 fyrir United í hálfleik, Chelsea átti tvo skot í tréverkið og annað eins af mjög góðum færum sem þeir nýttu ekki. Vörn United var nokkrum sinnum galopnuð en náði að fóta sig betur þegar það fór að draga af leikmönnum Chelsea.

Magiure var valinn maður leiksins sem er vel harkalegt fyrir De Gea en það er ljóst að hann styrkir United liðið mjög mikið (ásamt Wan-Bissaka). Miðjan hjá United hræðir mann ekki neitt en sóknarlínan býr yfir gríðarlegum hraða sem Ole Gunnar ætlar augljóslega að nota og mun valda fullt af liðum vandræðum í vetur. Veit samt ekki með að selja Lukaku og fá engan nýjan í staðin (nema Daniel James).

United verða betri í vetur en þeir voru í fyrra öfugt við Chelsea m.v. þessa fyrstu umferð. Þeir gátu ekki saknað Edin Hazard mikið meira en þeir gerðu í þessum leik og Frank Lampard gat ekki byrjað mikið verr í starfi. Reyndar söknuðu þeir David Luiz litlu minna en Hazard m.v. frammistöðu Zouma í hjarta varnarinna.

Man City

Nokkuð ljóst að Man Cityzzzzzzzzzzzzzz

Arsenal

Skytturnar áttu bara í töluverðum vandræðum með Newcastle liðið og geta þakkað Aubamayang sigurinn. Vandamál Newcastle í sumar koma Arsenal auðvitað ekkert við og þeir fara sáttir með öll stigin til London. Emery stillti upp töluvert af ungum leikmönnum, Willock var á miðjunni með Guendouzi sem er nokkuð áhugavert þar sem margir stuðningsmanna Arsenal vilja meina að þar sé leikmaður sem gæti jafnvel verið kominn til að vera á miðjunni. Hinn 19 ára Nelson var á vinstri kantinum til móts við Mkhitaryan sem var hinumegin. Özil og Kolasinac fóru ekki með Arsenal norður af öryggisástæðum eftir árásina á þá í síðustu viku.

Varnarlínan samanstóð af Maitland-Niles með Chambers og Sokratis í miðvörðunum og Monreal í vinstri bakverði. Orðum þetta svona, þetta verður vonandi byrjunarlið Arsenal þegar Liverpool mætir þeim eftir tvær vikur. Ólíklegt auðvitað þar sem nýju mennirnir voru allir á bekknum og þrír af þeim komu inná. Torreira og Lacazette voru líka á bekknum ásamt því að Özil og Kolli voru fjarverandi. Þannig að Arsenal er ekki alveg jafn veikt og byrjunarliðið í fyrsta leik gefur til kynna, leik sem þeir btw unnu.

Emery þarf hinsvegar að spila þessum mönnum saman og þannig bæta mjög vængbrotið Arsenal lið frá síðasta tímabili. Það er ekkert víst að allir þeir sem félagið keypti muni standa sig og gætu alveg þurft smá tíma. Stöðugleikinn hjá Liverpool í sumar og engin leikmannakaup heilla mig meira en það verkefni sem Emery á fyrir höndum næstu mánuði.

Tottenham

Þetta var rosalega góð vika fyrir alla þá sem taka þátt í Fantasy leikjum því að allir helstu sóknarmenn deildarinnar skoruðu í þessari umferð. Harry Kane skoraði m.a.s. tvö mörk í opnunarleiknum (í ágúst). Tottenham kom til baka gegn Aston Villa, endurkoma sem manni finnst Spurs ná ansi oft. Þeir rétt eins og Liverpool fengu spólgraða nýliða í fyrstu umferð sem er alltaf bananahýði og stóðust prófið. Ndoumbele sýndi það í þessum leik að hann er the real deal, skoraði meira að segja.

Að lokum…

Þessi fyrsta umferð gefur sterklega til kynna að toppbaráttan verður svipuð og undanfarin ár. Chelsea er eina liðið sem byrjar mótið mjög illa og þurfa að bregðast við, það verður fróðlegt að sjá hvort þeir komi eins og sært dýr í leikinn gegn Liverpool í Istanbul á miðvikudaginn eða verði jafn opnir og gegn United. Slíkt gæti orðið veisla fyrir sóknarmenn Liverpool.

Að lokum sendum við kudos á Símann sem stóðst prófið vel í fyrstu umferð. Flott umgjörð fyrir aðalleikina og fín lína í lýsingum á leikjunum sjálfum. Fljótt á litið sýnist manni þeir almennt fá jákvæð viðbrögð. Viðurkenni að ég sá aðeins brot af þeirra dagskrá um helgina.

2 Comments

 1. Allt.uppa 10 hja simanum nema tatturinn völlurinn sem fær meira en falleinkunn. Gagnryndi stod 2 sport i fyrra fyrir ad vera bunir ad stytta messuna en ta kemur síminn og styttir tetta enn meira eda nidri 45 mínútur. Sýndu ekki einu sinni fra öllum leikjum og töluðu mjog stutt um storu lidin. Svona tattur tarf ad vera allavega klst og korter eda helst einn og hálfur timi. Fara mjog vel yfir storu lidin og syna allavega fra litlu lidunum og spjalla adeins um þau lika. Getur varla verið eitthvad mikid dýrara ad hafa tennan þátt töluvert lengri. Annars allt mjog flott hja teim en eg kalla eftir stórri bætingu a tessum uppgjorstætti sem mer finnst eiga ad vera tad flottasta i hverri viku hja teim !!!!

  9
 2. Þetta var bara mjög eðlilegt fyrsta umferð.
  Liverpool byrjar á því að spila vel í fyrihálfleik og slátra Norwich og slaka á í síðari.
  Man City spila ekki vel í fyrirhálfleik en slátra svo West Ham í síðari
  Tottenham þurfti að hafa fyrir sigri gegn Villa en voru miklu betri og áttu þetta skilið.
  Arsenal var í miklum vandræðum með Newcastle en kláruðu dæmið.
  Man utd endaði svo á stórsigri á Chelsea sem var betri út á vellinum fyrstu 60 mín í leiknum, skapaði sér fullt af færðum en á einhvern ótrúlegan hátt skoruðu þeir ekki. Nýi 80m punda varnamaðurinn átti góðan leik hjá Utd en og DeGea átti stórleik en menn gleyma því að Chelsea galopnaði þessa nýju vörn þeira aftur og aftur.

  Síminn var auðvita bara að byrja þetta og þarf aðeins að fínpúsa þetta hjá sér.
  – Það breyttir ekki miklu hvort að Eiður með Tómasi/Loga eru á vellinum eða ekki en líklega skemmtilegra fyrir þá(en dýrara fyrir síman)
  – Völlurinn var kannski lakasti þátturinn þar sem maður fannst ekki fara nógu djúpt í leikinna og það voru allir að flýta sér svo mikið enda stuttur tími.
  – 30 mín upphitun fyrir leiki var ekki alltaf að gera sig. Kannski allt í lagi ef það eru stórleikir en 30 mín fyrir Palace – Everton að tala um oft um sömu hlutina(já Gylfi er frábær).

  Það sem mér fannst samt best hjá símanum voru lýsendur á leiknum en Elvar Geir er að koma sterkur inn þar og Tómas er auðvita löngu búinn að sanna sig.

  3

Gullkastið – Ekki hægt að byrja mikið betur

Alisson frá í nokkrar vikur