Gullkastið – Ekki hægt að byrja mikið betur

Hentum okkur í þátt strax eftir fyrsta leik, frábær sigur á Norwich, vangaveltur um leikmannagluggann og spánna fyrir mót.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn

MP3: Þáttur 248

13 Comments

 1. Byrja betur ? Besti markvörður deildarinnar meiðist alvarlega. Frekar skrýtinn titill á fyrirsögn að mínu mati. Ef þetta er hásin getum við lokað þessu tímabili því Adrian er einfaldlega ekki nægilega góður markvörður þótt hann sé flottur í fótunum.

  1
  • Það er frábært. Minnti samt á gamla Rodgers tímann þar sem við skoruðum bara fleiri mörk en andstæðingurinn. Vörnin virkilega slök í þessum leik og þessi leikur fleiri áhyggjuefni en gleðiefni.
   En njótum í dag og kvöld og biðjum fyrir því að Alisson sé ekki alvarlega meiddur

 2. DWWWDDWWDDDWWWDWWWWDWWWWDWWWWWWWDWWWWWWWW

  Er Anfield virki eða hvað?

  12
 3. Hef trú á því að engin séu meiðslin alvarleg hjá Alisson, menn labba ekki útaf mikið meiddir, en hans verður sárt saknað í næstu 2-4 leikjum. Sigurinn flottur, við í efsta sæti þar til annað kemur í ljós. Hefði eiginlega viljað vera fluga á vegg horfandi á vinina horfa á leikinn, hugsa að ég hefði óskað eftir einum gulldropa til samlætis, efast um að ég hefði náð athygli, who knows.

  YNWA

 4. Smá slúður frá Mirror um meiðsli Alison.
  Þeira segja hann hafi tognað á kálfa annars stig tognun sem þýðir 3-6 vikur en oftast eru menn góðir mánuði en hann fer í myndatöku í dag sem ætti að geta staðfest þessa greiningu.
  Ekki góðar fréttir en þetta hefði getað verið verra ef þetta er satt.

  1
 5. Lán í óláni að ekki sé um hásina að ræða! 3-6 vikur er ekkert í stóra samhenginu.
  Adrian er reynslubolti og flottur.

  4
 6. Þetta verður flott annað eða þriðja sæti í ár. City eru bara mörgum klössum betri en við.

  1
 7. Flottur fyrri hálfleikur, slappur seinni hálfleikur ! Aðalatriðið eru meiðsli Alisson, nú þurfum við að leita að markverði á láni fram í janúar , eða allt þetta tímabil. Worn heitir hann það ekki sem var hjá Tottenham, hann er á lausu. Þeir hjá Liverpool eru eflaust að skoða þetta allt núna, og fá markmann þegar staðfesting kemur á meiðslum okkar manns.

 8. Ég ætla að anda rólega yfir meiðslum Alison. Það eru viss gæði sem fara alveg klárlega eins og að senda boltann fljótt aftur í spil og að verja markvörslur sem venjulegur úrvalsdeildarmarkmaður ætti ekki að verja en ef Adrian hefur það fram yfir Mignolet að gera þessi klúðursmistök með reglulegum millibilum, lýtur staðan alveg þokkalega út.

  Alison er klárlega lykilmaður en þegar allt kemur til alls eru lykilmenn liðsins ansi margir og gæði enn til staðar. Samkvæmt því sem ég hef lesið er Alison frá í um mánuð og mín von er sú að við getum náð góð úrslitum í þessum leikjum, svo framarlega að Adrian spili á þokkalegri getu.

  6
 9. Öruggur sigur og ekkert sem kemur á óvart..
  …flestir að spila vel, sérstalega í fyrri hálfleik
  …sóknarlínan virkaði vel með Origi
  …tempóið var svakalegt um tíma í leiknum
  …Adrian komst ágætlega frá sínu hlutverki
  …Norwich liðið er ágætlega spilandi frammávið
  …Liverpool er einfaldlega með betra lið en Norwich
  Er hugsi og jafnvel meira..
  …meiðsli Alisson ef alvarlegur eru
  …kæruleysi í seinni hálfleik
  …af hverju Liverpool skoraði ekki fleiri mörk
  …hvað Norwich fékk mörg færi
  Annars er ég hæstánægður með sigurinn og ekki er mikið spunnið í hópinn ef ekki er hægt að tækla það vel í nokkra leiki þó Alisson meiðist. Stórklúbbur eins og Liverpool á að geta höndlað meiðsli leikmanna þó lykilmenn séu. Daglish81 talar um að MC sé mörgum klössum betri en við. Því er ég algjörlega ósammála. Liverpool er algjörlega á pari við MC þó vissulega sé MC með frábært lið og er ég nokkuð smeykur við þá sérstaklega ef Sterling heldur áfram að blómstra. Meiri bjálfaskapurinn að halda honum ekki í Liverpool á sínum tíma. Ef góðir leikmenn eru seldir þá á að selja þá út fyrir England.

  5
 10. Um meiðsli Alison: Já Liverpool á að geta höndlað meiðsli á leikmönum en sumir leikmenn eru mikilvægari en aðrir og Alison er einn af þeim og vitum við að það er gríðarlega munur á Adrian og honum.

  Um framistöðu Man City: Ég er á því að Man City getur spilað flottari sóknarbolta og stjórnað leiknum betur en við en við förum aðeins öðruvísi að því að vinna leiki. Maður finnst eins og að það þurfi allt að ganga upp hjá okkur til að enda fyrir ofan þá á meðan að þeir geta tekið betur á meiðslum og leikjaálagi en við.

  Um framistöðu Tottenham: Þeir verða með í þessari baráttu í allan vetur og tel ég að þeir verða ekkert þriðja hjólið. Þeir eru með mjög sterkt byrjunarlið og það er kominn góð breydd hjá þeim líka. Já þeir lentu í smá vandræðum með A.Villa í gær en þeir voru sjálfum sér verstir. Sóknarþungin þeira í síðarihálfleik var rosalega og var maður löngu hættur að vona að A.Villa myndi halda þetta út því að það var bara ekki fræðilegur möguleik.

  1

Liverpool 4 – 1 Norwich

Vikulokin: Fyrirsjáanleg fyrsta umferð