Opinn þráður – Silly Season

Spá fyrir tímabilið er væntanleg en hendum á meðan í einn Silly Season þráð þó að lítið sé að frétta hjá okkar mönnum.

Reyndar var Shaqiri orðaður við Monaco fyrir 36m sem væri mjög áhugavert því þá myndi Liverpool væntanlega þurfa einhvern í staðin. Höfum litla trú á þessu samt.

Uppfært (3 mínútum eftir að færslan var birt) – Okkar maður ekki langi að kála þessu

Coutinho hefur á sama tíma verið orðaður við öll stórliðin á Englandi. Nýjasta nýtt á twitter er að hann hafi hafnað því að fara á láni til Tottenham. Vonandi sjáum við hann ekki í neinu öðru ensku liði (en Liverpool).

Wilfred Zaha er sagður hafa lagt inn transfer request hjá Palace en Everton hefur verið að bjóða í hann í þessari viku. Everton var líka orðað við Iwobi hjá Arsenal.

Christian Eriksen er sagður hafa hafnað United, já eða þeir hætt við að kaupa hann (þar sem hann hefur ekki áhuga).

Lukaku virðist vera á leiðinni til Inter Milan

Tottenham virðist vera að kaupa Lo Celso frá Spáni. Þeir hafa reyndar verið orðaðir við alla helstu bitana á markaðnum og taka þar fullkomlega við hlutverki Liverpool.

Hvað finnst ykkur, hvaða einkunn gefið þið þessum glugga hjá Liverpool?

Hvaða einkunn fær þessi leikmannagluggi hjá Liverpool?

Skoða niðurstöður.

Loading ... Loading ...

22 Comments

  • Hélt ég hefði haft það. – Líklega má bara bera með 10 kosti.
   Segjum þá að samningar við núverandi leikmenn gefi að lágmarki 1 🙂

   6
 1. Wilson og Shaqiri út hefði myndað svo gott pláss fyrir Coutinho en jæja maður má ekki endalaust velta sér upp úr þessu. Klopp treystir þessum hópi fyrir þessu seasoni og maður verður að virða það. Þó hræddur við þetta leikjaálag..

  1
 2. Augljóst er að margir eru ósáttir við leikmannagluggann, af því okkar menn hafa ekki verið mjög virkir á leikmannamarkaðnum. Í augum flestra – þ. á m. mín – þá þarf alltaf að bæta hópinn, hvernig sem það er gert, og það er auðveldast að gera það á leikmannamarkaðnum.

  Ég efast ekkert um að Klopp hefur horft á leikmannamarkaðninn og þá leikmenn sem hafa verið að ganga kaupum og sölum í sumar, t.d. Pepe sem fór til Arsenal. En hverju hefði sá maður bætt við hópinn? Hann er kantmaður og upplagður sem varaskeifa fyrir Mane og Salah. En hann fór til Arsenal fyrir ca 70 milljónir punda og það er bara ansi dýrt fyrir varaskeifu. Og ég býst ekki við því að nokkur hér vilji skipta Mane, Salah eða Firmino út fyrir Pepe (eða Bale, eða Coutinho o.s.frv.).

  Ég held að við ættum fyrst og fremst að fagna því að enginn ómissandi leikmaður fór frá okkur í sumar (gefum okkur að það breytist ekki!). Það er af sem áður var þegar Barca, Real eða jafnvel ManCity komu með dollarana sína og við lúffuðum eins og aumingjar fyrir því.

  Klopp vinnur á ákveðinn hátt á leikmannamarkaðnum og með liðið sitt. Hann keypti Fabinho því það vantaði tilfinnanlega varnarsinnaðan miðjumann. Hann keypti Alisson því hann er 100x betri en það sem við höfðum áður í markinu. Van Djik var keyptur fyrir metfé einnig, af því hann er alltaf betri en þeir miðverðir sem voru til staðar. Hverjir á leikmannamarkaðnum í dag eru betri en framherjarnir okkar? Hverjir myndu bæta byrjunarliðið?

  Við vitum alveg að Klopp elskar að vinna með leikmennina sína og gera þá betri. Æfa, æfa, æfa og æfa meira, það er mergur málsins. Þannig verða menn betri. Þolinmæði er lykillinn.

  Og við vitum alveg að Klopp er óhræddur við að treysta á unga leikmenn eins og hann hefur gert svo snilldarlega með okkar eigin Trent og Gomez. Hann var líka þekktur fyrir þetta hjá Dortmund.

  Mönnum er tíðrætt um hversu góða og efnilega leikmenn við eigum í vara- og unglingaliðinu. Fyrir mitt leyti finnst mér frábært að Klopp kaupi ekki framherja eða kantmann í sumar heldur leggi sitt traust á Brewster, sem þykir nú með efnilegri leikmönnum Englands og þótt víðar væri leitað. Ég vona að sá muni slá í gegn. Ef allt gengur að óskum með Brewster, þá erum við með ready-made leikmann til að rótera við Salah, Mane og Firmino, auk auðvitað Origi og Shaquiri, og því algjör óþarfi að spandera 70+ milljónum punda fyrir varaskeifu þegar þeim peningum getur verið betur varið annars staðar eða síðar.

  Auðvitað eru Brewster, Origi og Shaq ekki í sama gæðaflokki og hinir þrír, en það er heldur ekki aðalatriðið. Heldur það að þeir þekkja leikkerfi Klopp, þeir bjóða upp á allt annað en hinir þrír og ég er bara býsna ánægður með þessa leikmenn sem back-up.

  Kannski er ég bara svona bjartsýnn en ég er mjög jákvæður fyrir þessu tímabili. Klopp kann þessi fræði betur en flestir aðrir, að gera leikmenn sína betri. Auk þess fáum við að njóta krafta Ox og Lallana, sem báðir eru gæðaleikmenn á góðum degi, sem við fengum ekki í fyrra. Og minn maður Keita, sem var framúrskarandi í þýsku deildinni fyrir tveimur og þremur árum, er núna með eitt tímabil að baki hjá Liverpool og getur byggt vel á þeirri reynslu.

  Ég gaf þessum glugga 6 í einkunn samt. Ekkert merkilegt að gerast en þetta sleppur. Hefði persónulega verið til í að sjá Ryan Sessegnon frá Fulham en ég græt það ekkert þegar Milner leysir Robertson af í vinstri bakverðinum.

  Hættum þessari neikvæðni, það eru svo ótrúlega margt jákvætt að gerast hjá LFC að það er ekki einu sinni fyndið!

  Homer

  53
 3. Homer. EF við verðum jafn heppnir með meiðsli og í fyrra ætti þetta tímabil að verða topp 4 easy.
  Ef við hinsvegar missum 2 lykilmenn í meiðsli þá er breiddin farin og við munum ströggla. Ég samt hélt alltaf að Klopp ætlaði að gefa kjúllunum séns í vetur til að sanna sig en hann treystir þeim ekki. Hann hefur meiri trú á Lallana, leikmanni sem mun ekki spila meira en 10 leiki (af bekknum) vegna meiðsla. Veit ekki með Ox en hann hefur svipað meiðsla record.
  Þessi gluggi var til skammar og skal ég vera fyrstur til að segja: “I told you so” ef við missum dampinn í vetur. Afhverju ekki að nýta meðbyrinn sem við höfðum og kaupa 2 fína leikmenn sem myndu styrkja okkur vel sem hópur. Þetta “Við kaupum ekki neinn því þeir komast ekki í liðið” viðhorf er neikvætt.

  7
 4. Að þurfa ekki að selja neinn af lykilmönnum eða frambærilegustu squad players er automatic fimma í einkunn. Mér finnst menn vera fljótir að gleyma þeirri stöðu sem við höfum lengst af verið í undanfarna 3 áratugi.
  Að ná í efnilegt ungmenni hífir þetta svo upp um einn – glugginn so far er með sexu hjá mér.

  1
 5. Málið er að það veit enginn hvað er að gerast á bak við tjöldin. Þeir hafa allar upplýsingar sem eru í gangi en ekki við vitum nákvæmlega ekkert og því skapast óróleiki.

  Ég skal koma með dæmi, segjum sem svo að Kylian Mbappe vilji fara yfir til Liverpool en Liverpool getur ekki keypt hann því hann er of dýr biti en þeir sjá fram á að getað keypt hann í næsta sumarglugga ef þeir eru skynsamir í þessum glugga. Hvernig lítur þessi sumargluggi þá út ?

  Nú er ég að skálda þetta upp en ég er algjörlega sannfærður um að það er djúp pæling á bak við þessa værð. Þeir vita nákvæmlega allt um hvernig samningamál standa hjá öllum leikmönnum sem þeir vilja fá en vita að það gæti skemmt samningastöðuna að tjá sig opinberlega um það. Þeir vita líka hver fjárhagsstaða klúbbsins er og hvað þeir þurfa að leggja á sig til að fá bita sem bæta byrjunarliðið.

  Nú veit ekki hvort þeir hafi áhuga á Kylian Mbappe en ég er alveg viss um þeir eru að tefla skák á meðan við sófaspekingarnir heimtum að þeir spili löngu vitleysuna eða Yatsy.

  Ég hef enga ástæðu til að vantreysta Klopp og FSG og gef því þessum glugga 10 í einkunn. Fenginn reynsla af þeim er mjög góð: Eftir að Edwards og Klopp komust til valda og öll þeirra úspil hafa gengið mjög vel hingað til og hef enga ástæðu til þess að halda að þeir muni ekki halda því áfram í framtíðinni.

  Ég gef því þessum glugga 10 í einkunn. 🙂

  19
 6. trúi ekki að liverpool ætli ekki að taka back up fyrir Robertson ?! Milner eða 18 ára pjakkur næstir inn ef Robertson meiðist.

  • Hugsa að röðin í dag væri ca. Milner, Gomez og Clyne áður en hann meiddist. Svo Lewis.

   Væri auðvitað mikið til í alvöru back up fyrir hann en á eðlilegu tímabili covera Robertson og Milner þetta.

 7. Mér finnst stundum vanta upp á að menn kynni sér örlítið hvernig Klopp sér hlutina. Það er reyndar mjög auðvellt, því Klopp er mjög opinskár og hefur aldrei farið neitt sérstaklega dult með það.

  Hann t.d bað Milner um að spila í bakverðinum vegna þess að bakvarðarstaðan spilast svipað og að vera miðjumaður í hans kerfi ( Þetta kom fram í viðtali við Milner) . Hann vill frekar spila ellefu góðum leikmönnum inn á vellinum en t.d að velja leikmann sem er brennimerktur við einhverja eina stöðu. Þessvegna er t.d Gomez fyrir ofan Clyne í bakvarðarstöðunni.

  Góð leið til að sjá hópinn er að sjá hvaða leikmenn geta leyst af margar stöður á vellinum. Ég er hér að tala um leikmenn sem ég hef séð spila í mismunandi stöðum hjá Klopp í æfingarleikum og í alvöru leikum. .

  WIjnaldum – Framherji- Vængmaður- Miðvörður- Bakvörður.
  Chamberlain – MIðjumaður – vængmaður.
  Trent Alexsander- Bakvörður – miðjumaður
  Milner – Miðjumaður -Bakvörður.
  Henderson – MIðjumaður- varnartengiliður – Hægri bakvörður.
  Salah- vængmaður – framherji
  Mane- Vængmaður Framherji.
  Lallana- Allar miðjustöður – vængmaður og tíja.
  Shaqiri – Vængmaður – miðjumaður
  Origi – Vængmaður – miðjumaður
  Gomes – Miðvörður – bakvörður.
  Firmino – Miðjumaður, framherji – Vængmaður.
  Keita – Vængmaður – miðjumaður. Varnartengiliður
  Ki jana Hoover – Bakvörður – Miðvörður.

  Ég held að Klopp sjái þetta svona. Hann hefur mikið af leikmönnum með mikil gæði sem geta spilað margar stöður. Hann telji hópinn það sterkan að þeir geti gert atlögu að titlinum aftur á þessu ári og hann vilji ekki kaupa leikmann á rándýru verði nema hann raunverulega styrkir byrjunarliðið og hann hefur líka sagt að lykilatriði að árangri er að halda hópnum saman og það hefur tekist. Enginn á leið til Barcelona eða Real Madrid eða Man City. Það er stærsti sigurinn í þessu. Það vill steingleymast.

  Ég held að Liverpoolaðhangendur hrjáist af áfallastreituröskun. Við erum svo vanir að það vantar eitthvað upp á og erum með allt niður um okkur. En ef við skoðum bara staðreyndir – þá erum við Evrópumeistarar og í rauninni með besta fóboltalið sem Liverpool hefur nokkurn tímann átt – ef skoðað er út frá því hvað liðið fékk mörg stig í vetur. 97 stig er og verður alltaf sögulegur árangur og það er í raun stórafrek að við höfum staðið svona í hárinu á Man City. Það á að vera ómögulegt.

  Það vill gleymast að það eitt að ná meistaradeildarsæti eins og deildin er nú á dögum er stór árangur. Jafnvel betri árangur en að verða Þýskalandsmeistari. Sex bestu lið Englands eru án nokkurs vefa hluti af 16 bestu fótboltaliðum heims. Þið þurfið ekki annað en að skoða árangurinn í meistaradeildinni til að sannfærast um það. Það voru tvö ensk lið að spila til úrslita í meistaradeildinni og man City komst í fjórðungs úrslit og ef ég man rétt þá komust öll ensku liðin í 16 liða úrslit.

  Ég held að við Liverpool aðhangendur þurfum ekkert að örvænta. Við erum á góðri siglingu og getum vel gert atlögu að titlinum aftur í vetur ef ekkert óeðlilegt gerist.

  19
 8. Við sem viljum kannski einn eða tvo leikmenn fyrir breiddina erum alltaf kallaðir “neikvæðir væljukjóar” af þeim sem sjá ekkert athugavert við breidd leikmannahóps LFC. Við erum einfaldlega að benda á að leikmenn liðsins eru EKKI vélmenni, og að okkar fremstu þrír leikmenn eru allir búnir að spila í álfukeppnum með landsliðum sínum, eru svo til nýkomnir aftur til liðs við Liverpool. Þetta þýðir að ég held að þeir verða ekki notaðir eins grimmt til þess að byrja með allavega og þá vantar einhverja í svipuðum gæðaflokki til að leysa þá af.
  Þetta er það sem við þessir “neikvæðu” erum að benda á, það eru ÖLL hin liðin að styrkja sig verulega núna, en ég vill ekkert kaupa bara til að kaupa. Það er nóg af góðum leikmönnum í boði, og ekki bara til kaups. Ég bara bið til Guðs að við missum ekki þessa leikmenn í meiðsli núna í byrjun tímabils.
  Það mundi nú ekki drepa LIVERPOOL FC að fá kannski eins og einn backup leikmann bara að láni í bakvarðarstöðu eða framliggjandi miðju/sóknarmann.

  Áfram Liverpool !

  13
  • Ég skil hvað þú ert að fara Höddi B og ég myndi nú aldrei ganga svo langt að kalla þig vælukjóa. Ég deili alveg sömu áhyggjum með þér. Eina sem ég bið þig um er að sjá þetta frá sjónarhóli Jurgen klopps.

   Klopp sagði nýlega í viðtali að “við eigum ekki að kaupa leikmenn út af því að önnur lið eru að styrkja sig. Það meikar ekki sens. Leikmannakaup eiga ekki að snúast um það og ef þú skoðar leikmannahóp Liverpool, verður þú að spyrja þig hvort þú þurfir á nýjum leikmönnum að halda ? Margir segja já við þurfum einhvern til að leysa Mane eða Salah af hólmi. ”

   “En þeir leikmenn eru hér þegar til staðar svo þurfum við virkilega einn í viðbót í það hlutverk ? Fólk heldur að leikmenn frá öðrum klúbbum, öðrum löndum eru betri en hafa raun engar sannanir fyrir því vegna þess að þeir hafa ekki spil neinsstaðar annarsstaðar ( þá á hann við á Englandi )
   Þetta er eins og allt sem er nýtt og framandi virkar meira spennandi, eins og þegar þú sérð nýjan bíl, gamli bíllinn þinn er í fullkomnu lagi og skilar sínu

   Ég þýddi þetta lauslega úr viðtali sem ég sá við Jurgen Klopp. Sem sagt hann telur leikmenn séu til staðar í hópnum sem geta leyst þessar stöður af. Veistu eitthvað um t.d hvað njósnarateymi Liverpool og kaupastefna hennar er í raun háþróuð og vísindaleg ? Hefuru kynnt þér það ? Þeir vita nánast allt um alla leikmenn í heiminum og eru með allar ómögulegustu upplýsingar um hvaða leikmenn er hagstætt að kaupa og hvenær ekki.

   Og hvað þarftu margar sannanir fyrir því að breiddinn sé rosalega mikil hjá Liverpool? Sástu leikinn gegn Barcelona á Anfield ? Manstu byrjunarliðið ?

   Framlínan var svona

   Mane- Origi – Shaqiri

   Liverpool spilaði besta einn besta fótboltaleik sögunnar og vann 4-0, jafnvel þó það vantaði tvo af allra bestu leikmönnum liðsins.

   Mannstu hverjir komu iinn sem varamenn gegn Man city ? Um góðgerðarskjöldin ? Ég man það. Það voru

   Lallana, Champerlain, Shaqiri, Gomez, Matip.

   Og hvað ertu að tala um að það vanti breidd ?

   Ég fullyrði að það eru afarfá lið með ámóta breidd og Liverpool.

   Jú jú ég hefði viljað fá leikmenn keypta en ég skil sjónarmið Klopp 100%.

   6
   • Ég skrifaði smá mistök. Gomez byrjaði en fór í bakvörðinn þegar Matip var skipt inn á. Sá sem ég gleymdi að telja upp var Keita en hann kom inn á fyrir Henderson og stóð sig prýðisvel.

    Það komu 5 leikmenn inn á hjá Liverpool en 3 hjá Man City. bara svo dæmi sé tekið. Allt topp leikmenn sem komu af bekknum hjá okkur.

    2
   • Ég skil þig alveg líka Brynjar. Við eigum alveg inni leikmenn eins og Lallana,Ox,Gomez,Shaqiri og fleiri. Ég ber alveg fullt traust til Klopp og hans aðstoðarmanna. Ég er bara pínu hræddur um að við missum einhvern af skyttunum þremur í meiðsli og þegar það hefur gerst áður er eins og sóknarleikur liðsins missi allan damp, fyrir utan leikinn á móti Barca auðvitað 🙂

    Vonum það besta samt !

    1
  • Ég er 100% viss um að Klopp veit stöðuna á liðinu manna best og hvort að hann telur að það þurfi mann inn eða ekki.
   Ég er líka 100% viss um að Klopp veit að menn eru ekki vélmenni og hefur hann ég held verið sá stjóri sem gagnrýnir leikjaálagið hvað mest.

   Að fá menn inn þýðir ekki alltaf styrkingu en gott hjá hinum liðunum að bæta við sig leikmönum og eru þau að gera það með það fyrir augun að reyna að ná Man City og Liverpool.

   Ástæðan fyrir því að maður er ekki á neikvæðna vagninum núna er að Klopp bað efasemdarmenn um að hafa trú á verkefninu þegar hann tók við og hingað til hefur hann staðið sig það vel að maður treystir honum til góðra verka.
   Maður er ekki alltaf samála honum og dýrkar hann ekki í einhverji blindni en hann hefur unnið sér það hingað til að fá traust og hefur liðið verið betra með hverju árinu og það er ekkert sem segir mér að liðið okkar verður lélegra í vetur en á síðasta tímabili.

   Arsenal = Pepe, Ceballos, Saliba(kannski David Luiz) inn, Ramsey, Koscielny, Jenkinson, Wellbec út.
   Þetta lið er á svipuðum stað, alltaf góðir sóknarlega en vörninn og miðja spurningarmerki.

   Chelsea = Kovacic og C.Pulisic inn , Hazard, Morata og kannski David út.
   Að missa Harzard er rosalega stórt en þeir verða á svipuðu róli.

   Man City= Rodri, Angelio, Cancelo inn, Kompany, Danilo, Delph, D.Luiz út
   Þeir voru með rosalegt lið og verða með það áfram. Fengu annan varnarmiðjumann til að leysa af 34 ára Fernandinho og spurning um hversu lengi er hann að aðlagast og svo var Kompany leiðtogi liðsins og spurning um hver tekur við því hlutverki.
   Áfram frábært lið.

   Man utd = D.James, Harry, Bissaka inn, Herrera og Valencia út (líklega Lukaku líka)
   Þeir eru að leita sér af miðjumanni og spurning um hvort að þeir ná honum á morgun.
   Það var vitað að varnarmenn væru að koma og þeir verða sterkari það en þeir eru enþá með ekki merkilega miðju og sókn sem er on/off.
   Þeir verða betri en hversu betri og er Óli rétti kallinn?(ég held ekki)

   Tottenham = Ndombele, J.Clark, Lo Celso(líklega á morgun), Sessegnon(líklega á morgun)inn, Trippier, Janesen og Vorm út.
   Þetta er liðið sem verslaði ekkert á síðustu leiktíð og eru að bæta við sig núna meiri breydd sem ætti að hjálpa þeim(Ali alltaf meiddur og byrjar þessa leiktíð meiddur).

   Liverpool = Elliot, Adrian og Van Der Bert inn, Sturridge, Mignolet og Moreno út (ásamt öðvita lán köllunum en þeir voru ekki partur af þessu liði á síðustu leiktíð) og
   S.s liðið okkar missir engan leikmann sem var í aðalhlutverki en fjárfestir bara í kjúklingum og nýjum varamarkverði.

   Það er ekkert þarna sem hræðir mann mikið. Man City eru og verða sigurstranglegastir, Okkar menn ætla að halda áfram að bæta sig ár frá ári undir Klopp, Tottenham liðið eykur aðeins breydd og reynir að halda í Erikson, Man utd reynir að laga vörnina og halda í Pogba sem vill fara, Arsenal styrkir sig fram á við en varnarleikurinn er enþá höfuðverkur(og ef David kemur þá er hann ekki lausn þar) og Chelsea misstu sinn besta leikmann á versta tíma því að þeir geta ekki verslað að vild í staðinn í banninu.

   YNWA – get ekki beðið eftir tímabilinu.

   7
 9. Ef það ólíklega gerist og við töpum leiknum á föstudaginn getum við alltaf sagt .. þeir eyddu nottla margfalt meira en við í glugganum hehe

  3
 10. Ég trúi á Klopp. Hann hefur sýnt það í gegn um tíðina að “blautir draumar” áhangenda um topp nöfn eru bakgrunnssuð sem ekki á að hlusta á. Liðið er frábært og búið að slípa það til og verið að stilla vélina aðeins betur. Stórkaup t.d. Pogba myndu ekki skila neinu og reyndar vera neikvætt fyrir liðið. Hafið það gott og opnið einn kaldan á föstudagskvöldið, njótið í botn og hana nú.

  3
 11. Hvernig var byrjunarliðið sem slæo Barca út 4-0 hvað vantaði marga lykilmenn þar ?
  Ég trúi á hópin og Klopp

  4
 12. Við erum fokking Evrópumeistarar. Besta lið í Evrópu.
  Menn geta rætt sig rænulausa í hringi um hvað Klopp sé mikill snillingur og meira skipti að halda liðsheildinni en að kaupa stórstjörnur. Þetta sé barasta alveg ágætis ástand samt því Lallana, Oxinn o.fl. séu eins og ný signings og við séum að fara að gefa Brewster og Co sénsa í vetur.

  En andskotinn hafi það. Ef við notum ekki þetta algera dauðafæri núna þegar töluvert af bestu leikmönnum heims vilja koma til Liverpool og við erum pínulitlum herslumun frá að enda eyðimerkurgönguna á eftir Englandsmeistaratitlinum langþráða… hvenær þá?

  Sumir tala um að við höfum eytt svo miklum peningum í fyrra að það sé eðlilegt að við stígum varlega til jarðar í ár. Guardiola sagt þetta líka. Samt sagði FSG skýrt snemma sumars að þeir myndu styðja Klopp og fara á eftir þeim leikmönnum sem Klopp teldi að þyrfti til að ýta Liverpool á enn hærra level. Peningarnir væru klárlega til.

  Er Klopp svona þrjóskur og búinn að ofmetnast? Heldur hann að við náum aftur 90+ stigum þegar nær öll liðin í efri hlutanum hafa verið að styrkja sig? Við mjög þétt leikjaálag mun svo bætast HM Félagsliða sem mun taka vel á + að margir bestu leikmenn okkar voru að spila mikið á Copa America og Afríkukeppninni. Einnig vorum við svakalega heppnir með meiðsli í fyrra sem geta farið mjög illa með okkur í ár.

  Ég bara skil ekki að taka svona séns. Okkur vantar einhvern eins og helvítið Sergio Aguero sem hefur unnið nokkra titla fyrir City með að gera gæfumuninn í stórleikjum. Okkur vantar einhvern alvöru sóknarmiðjumann sem getur opnað varnir og búið til færi og hefur skotógn fyrir utan teig. Okkur vantar breidd í bakvarðastöðurnar. Ég er ekki að tala um að hlaupa og kaupa Gareth Bale á ofurlaunum, en loksins þegar við getum keypt gæða aukamann sem gerir gæfumun í jöfnum og erfiðum leikjum hví er bara ekkert gert? Hvað með Bruno Fernandes, Lewandowski eða vaða í Juve sem er í dýrum breytingarfasa og bjóða í menn eins og Dybala, Pjanic eða Douglas Costa? Allt menn sem gætu klárlega fúnkerað í Englandi og hafa þau aukagæði sem við þurfum.

  Maður er ekkert að panikka og hefur trú á töframanninum Klopp. En afhverju þarf Liverpool alltaf að fara krýsuvíkurleiðina? Afhverju ekki að gera hlutina pínu auðveldari fyrir okkur svona einu sinni?

  5
 13. Ég vill aðeins 1 leikmann og hann heitir James Maddison hjá Lecester og sérstaklega ef Shaqiri fer. Það mundi styrkja liðið á miðjunni.

  2
 14. Ég get alveg viðurkennt það að ég get ekki beðið eftir að þetta byrji , er að farast úr spennu enda Liverpool stór partur af mínu lífi..
  Var búinn að vera svekkja mig yfir því að engin stór kaup væru á leiðinni en fattaði svo eitt ..
  Ég er bara ekki vanur því að liðið mitt þurfi ekki stór kaup og það er alveg ný tilfinning , tilfinning sem sem er góð en tekur greinilega tíma til að venjast ..
  Ég hef fulla trú á Mr Klopp og leikmönnum og er sammála mörgum hér sem hafa skrifað það sem ég hef hugsað..
  Kæmi mér samt einhvern veginn ekki á óvart ef Kúturinn kæmi á láni i dag en ef þessi gluggi lokast eins og hann er núna þá er það vegna þess að Mr Klopp ákvað það
  Svo er eitt sem okkar klúbbur hefur sem gerir liðið sterkara en önnur og það eru geggjaðir stuðningsmenn
  Áfram Liverpool

  2
 15. Því miður þá þarf mikið ske svo Liverpool nái skáka City og vinni ensku deildina næstu 2 ár. Þessi sumar gluggi er djók en ég vona þetta sé eitthvað plan fyrir stór kaup næsta sumar. Jafnvel einhverjar detta úr samingi og við náum klófesta eftir áramótinn. Maður veit aldrei með þessa Moneyball eigendur. Samt er þeim vorkunn. City og Pep nettó eyðsla síðustu 4 ár sem er hátt í 5-6 sinnum meira en nettó eyðsla Klopp hjá Liverpool. Erfítt keppa við svona tölur og mun ekki breytast þar til FFP tekur sig á eða hart Brexit munu setja skorður á þetta.

Harry Wilson á láni til Bournemouth

Spá Kop.is – leiktímabilið 2019 – 2020.