Adrian nálgast Liverpool

Eins og reikna mátti með er Liverpool komið langt á leið með kaup á nýjum varamarkverði en samkvæmt öllum helstu Liverpool tengdu fréttafólki mun það vera Adrian sem kemur.

Adrian er 32 ára gamall Spánverji sem var hjá West Ham frá 2013 og þar til samningur hans við félagið rann út nú í sumar. Hann á 125 leiki með West Ham svo hann er reyndur og nokkuð flottur varamarkvörður.

Liverpool þarf að klára félagsskiptin fyrir hádegi á fimmtudag svo hann verði gjaldgengur fyrir leikinn gegn Norwich á föstudag.

Uppfært:

Adrian hefur verið formlega staðfestur af LFC og hefur skrifað undir samning til 2 ára með valkost á ári í viðbót.

23 Comments

 1. Adrian tryggir okkur deildarbikarinn.

  Þetta var svaka leikur um Samfélagsskjöldin, læti á hliðarlíðunni og ekkert gefið eftir. Held að þetta verði epísk skemmtun í vetur.

  1
 2. Fínt eða ekki. Félagið vill augljóslega ekki eyða peningum og fá því frían markmann. Allt gert til að spara sem ríkjandi Evrópumeistara.

  1
 3. Fínt eða ekki. Félagið vill augljóslega ekki eyða peningum og fá því frían markmann. Allt gert til að spara sem ríkjandi Evrópumeistara.

  5
  • Ég er ekki sammála að félagið sé að gera allt sem það geti til að spara peninga. Staðan er bara orðinn þannig að ef við ætlum að bæta við mönnum sem eiga að gera hópinn sterkari þá þurfa þeir að vera virkilega góðir leikmenn. Það er ekki auðvelt að finna virkilega góða leikmenn sem munu sætta sig við mikla bekkjarsetu og þeir verða heldur ekki ódýrir. Ein helsta ástæðan fyrir uppgangi liðsins síðustu tímabil hefur verið innkaupastefna okkar manna, það er ekkert verið að kaupa leikmenn til þess eins að vonast til þess að þeir bæti hópinn. Okkar menn finna leikmenn sem passa í okkar leikstíl, ef þeir fást ekki þá eru okkar menn bara rólegir og leita nýrra úrræða, þangað til að réttu leikmennirnir finnast þá erum við með gífurlega sterkan hóp og því engin ástæða til þess að panikka eða spreða óþarflega.

   15
  • Eins og mér finnst þessi gluggi hafa þróast, þá erum við að bíða í einn glugga með að kaupa stórt. Í næsta glugga (sumar líklega) verður keyptur leikmaður á 250 -350 m. pund. Ég myndi veðja á Mbappe.

   2
 4. Eg veit ekki hvernig þið lifið en það þarf að borga reikninga, þ.á.m. stækkun a vellinum og dyra leikmenn. Liverpool FC er rekinn af alvöru fólki sem er að byggja klúbbinn okkar upp, gera hann að einum stærsta og flottasta fotboltaklubbi veraldar. Það verður ekki gert með því að eyða og eyða, velta skuldunum áfram og vona það besta. Sjáið bara barcelona og fleiri klúbba. Leikmenn eru orðnir of dýrir og þetta er blaðra sem mun springa framan í margan klúbbinn en ekki okkar því okkar eigendur vita hvað þeir eru að gera.

  Að losa ofurborgaða leikmenn er frábært! Að taka inn leikmenn sem kosta minna og fá minna borgað er frábært! Við ætlum að stækka völlinn enn meir. Það kostar marga peninga og peningarnir vaxa ekki á trjánum (eins og hjá shitty). Við erum líka að stækka stuðningsmannafjöldann og er það að stórum hluta M.Salah að þakka.

  Auk þessa kaupir Klopp ekkert bara eitthvað. Hann er með plan og veit hvað hann vill.

  Vonandi munu psg, RM, barca, shitty og mu eiga erfitt uppdráttar fjárhagslega því það eru þessi klúbbar sem hafa eyðilagt leikmannamarkaðinn á undanförnum 10 árum eða svo. Mu er risaklúbbur en hann er illa rekinn og það glittir í þá von að þeir munu þurfa að spara með þessu áframhaldi. Ekki CL og ofureyðsla i leikmenn og þjálfara. Að minnsta kosti er lítil sem engin virðing fyrir aðdáendum klúbbsins því þeir þurfa að borga brúsann.

  Við erum á réttri leið og við verðum að hafa trú s Klopp og á okkar eigendum. Þeir hafa nú sýnt það að þeir eru traustins verðir.

  32
  • Sorry en þetta er einhver mesta vitleysa sem ég hef lesið. Félagið er það félag á Englandi sem hefur eytt næst minnst af topp 6 miða við sölur á móti. Málið er að félagið er rekið eins og öll önnur fyrirtæki og þeir vilja bara græða sem mest. Eðlilega vilja eigendur græða. Þetta að þurfa borga reikning er svo mikil eftir á skýring. Við erum búin að losna okkur við hálaunað leikmenn eins og þú segir, en common félagið getur alveg fyllt þeirra skarð.
   Við fengum næstum 80 milljónir punda fyrir árangur í CL fyrir utan árangustengda bónusa frá styrktaraðilum. Að félagið geti ekki keypt neitt í sumar því það er of dýrt bara einfaldlega kaupi ég ekki. Tottenham byggði heilan fótboltavöll sem var rándýr en er að kaupa leikmenn. Arsenal er að kaupa og þeir eru ekki í CL. Aston Villa er að eyða endalaust, en Evrópumeistara Liverpool getur ekki eytt neinum pening og fáum frekar mistækan markmann á fríum samningi.
   Ég veit að liðið er á réttri leið og Klopp er frábær þjálfari en það þarf engin að segja mér að við hefðum ekki styrkt liðið á miðjunni eða aukið breidd frammi. Ég einfaldlega skil ekki hvers vegna félagið vill ekki bæta í og sjokkera hópinn. En hvað veit ég, er eflaust bara sófaspekingur sem veit ekkert.

   15
   • Áttum okkur á því að bæði Arsenal og Tottenham hafa þurft að passa sig vel eftir að hafa byggt vellina og hafa ekki verið að eyða rosalega síðustu ár. Arsenal eru núna farnir að eyða og Tottenham keypti t.d ekkert á síðustu leiktíð.
    A.Villa er að eyða núna því að það er dýr spaug að falla aftur og veðja á að þeir geta borgað þetta tilbaka með að halda sér uppi.

    Klopp vill ekki kaupa bara til að kaupa. Hann er ánægður með leikmannahópinn eins og hann er í dag. Það eru til penningar til að kaupa leikmenn en það þýðir ekki að réttu leikmennirnir eru til staðar.
    Klopp talar um að það sé einfaldlega mjög erfitt að halda þessum hóp sem hann er með og talar um að stóru liðinn í evrópu vilji c.a helminginn af leikmannahóp liðsins. Hann talar um að fá heilan Ox, Lallana, Gomez séu eins og nýjir leikmenn og að ungu leikmenn liðsins Hover,Elliot, Larucie og Brewster auki breydd (spurning um hvort að þeir haldi Wilson)

    Eina staðan sem maður sér að aðeins vinstri bakvarða staðan gæti orðið vandamál en Larucie stóð sig vel í æfingarleikjum og Millner getur leyst af Andy ef þarf.

    Þetta lið okkar náði að vinna Evrópumeistaratitli og náði 97 stigum í deild svo að það hefur sýnt að það er drullu gott.
    Að kaupa inn leikmenn þarf ekki alltaf að vera lausninn heldur einfaldlega að bæta það sem fyrr er en það er oftar en ekki stíllinn hjá Klopp.

    Ég ætla bara ekki að efast um það að Klopp viti hvað hann er að gera því að hann hefur sýnt það svo sannarlega að maður getur treyst honum til góðra verka.

    16
   • Keita verður líklega eins og nýr leikmaður líka. Hann sýndi bara brot af því sem hann á að geta í fyrra.

    5
  • Sammála. Menn vilja gleyma því að það er nybúið að gera nýja samninga við nær alla þá leikmenn sem eru í byrjunarliðinu eða nálægt því. Búið að hækka laun þessara leikmanna umtalsvert.

   6
 5. Ágætis markvörður Simon en ég hef ekki tekið hann i sátt eftir jöfnunarmarkið sem hann gaf Arsenal í jólagjöf 2017.

  2
 6. Klókt move.

  Hér er verið að losa markmann sem vill fara og fá annan í svipuðum gæðaflokki sem vill koma.

  Væntanlega mun Adrian einungis þéna sirka helming af því sem Mignolet var að fá.

  Það er líka augljóst að Mignolet hefur ekki hentað í þann bolta sem Klopp hefur verið spila og ef minnið svíkur mig ekki þá er Adrian mun líflegri á línunni og nær því að vera sweekerkeeper.

  Það væri einfaldlega glapræði að gefa Kelleher traustið. Vissulega treysti ég honum fyrir deildarbikarnum og þeim FA cup leikjum sem Adrian mun væntanlega spila. En ef Alisson meiðist tæki ég Adrian alla daga fram yfir Kelleher

  7
 7. Klopp hefur viðurkennt að þetta sé sterkasta lið sem hann hefur stjórnað. Það sem ég held að hann sé að spá er að hann telur marga af núverandi leikmönnum eiga mikið inni. þá er ég að tala um leikmenn eins og Champerlain og Keita og Lallana. Svo hefur hann það mikla trú á leikmönnum eins og Shaqiri og Origi að hann telji þá einfaldlega betri varaskrífur en marga þarna sem kosta offjár.
  Hann hlýtur nú að hafa eitthvað fyrir sér. Shaqiri og Origi spiluðu stórleikinn gegn Barcelona, í fjarrveru Salah og Firmino sem eru taldir tveir af bestu leikmönnum liðsins og við unnum leikinn 4-0 og svo var Chamberlain orðinn fastamaður á miðjunni þegar hann meiddist.

  Ég hefði alveg viljað fá fleirri kaup en er algjörlega sannfærður um að það séu miklar pælingar á bak við þessa værð á markaðnum. Leikmannahópuriinn er á góðum aldri og enginn af bestu leikmönnunum sem vilja fara.

  Ég held að það sé einfaldlega rétt hja Klopp að lykillinn að árangri er að halda hópnum saman. Það hefur tekist og verður vonandi þannig næstu árin.

  3
 8. Ekki oft sem ég fagna því að losna við leikmenn, en Simon Mignolet er klárlega einn þeirra. Aldrei hafði ég trú á honum og mér er nánast sama hver kemur í staðinn. Kalla þetta góð skipti.

  5
 9. Treysti á Klopp en þetta er nú meira ruglið. Afhverju erum við ekki að styrkja hópinn núna meðan öll liðin eru að gera það. Okkur vantar bakvörð og sóknarmann og við verðum að kaupa í þessar stöður.

  2
 10. Getur ekki líka verið að farið sé varlega með fjármálin þ.a. ef að sú staða kemur upp á næsta ári að við þurfum á styrkingu af halda, eða að svakalega spennandi biti komi á markaðinn, þá er til næg innistæða til að láta vaða? Það er líka spurning hvort að verið sé að borga niður skuldir eða að leggja pening til hliðar fyrir frekar stækkun á Anfield. Það kostar víst allt saman pening. Bara pæling.

  6
  • Einmitt. Við höfum ekki olíuauðlindirnar rétt eins og þeir ljósbláu.

 11. Gott að kominn er sæmilegasti markvörður í hópinn. Komandi tímabil verður langt og erfitt og miklar líkur á að spilaðir verði fleiri leikir en á síðasta tímabili. Með þennan hóp vonar maður líka að Klopp hendi ekki ensku bikurunum í hafið eins og gert var sl vetur. Ef allir eru heilir (fyrir utan Clyne) þá á liðið samkvæmt öllu eðlilegu að verða betra nú en sl tímabil því liðið er ungt og hópurinn á að geta batnað amk tvö ár í viðbót. Fáir komnir norður yfir þrítugt (Adrian, Milner, Lovren, Lallana). Eftir tvö ár bætast nokkrir í þann hóp en tam verða allir sóknarmennirnir enn innan við 30 ára. Hvaða annað topplið getur státað af þessu. Sennilega ekkert. Framtíðin er því sérlega glæsileg ef menn haldast heilir. Varðandi leikmannakaup gæti Klopp komið á óvart með kaupum rétt fyrir lok gluggans, hver veit.

  5
  • hann er nú þegar að koma okkur á óvart með að lána harry wilson.

   1
 12. Þannig að við verðum sem sagt að vona að allir þessir góðu meiðslapésar hjá okkur lfc, verði í lagi og þá erum við með fína breidd.
  frábært, eða þannig

  1
 13. Skil að mörgu leiti að við erum ekki að styrkja okkur, OX og Shaq fá að spila meira og heildin mun verða sterkari. Við erum svo örugglega að fara sjá 1-2 lykilmenn yfirgefa klúbbinn fyrir næstu leiktíð og þá er Klopp tilbúinn með réttu kaupin

Simon Mignolet til Club Brugge

Harry Wilson á láni til Bournemouth