Liðið gegn Man City

Klopp hefur valið fyrsta byrjunarlið sitt í fyrsta semi alvöru leik tímabilsins og það er sterkt.

Alisson

TAA – Gomez – VVD – Robertson

Henderson – Fabinho – Wijnaldum

Salah – Firmino – Origi

Bekkkur: Mignolet, Chamberlain, Shaqiri, Lallana, Lovren, Keita, Matip

Enginn Milner en sterkt lið og flottur hópur. Það eru leyfðar sex skiptingar svo reikna má með að ansi mörgum verði róterað eftir 45-60 mínútur.

36 Comments

 1. Mané náttla hvíldur og Brewster pikkaði upp eh meiðsli skildist manni. Veit ekkert um Wilson samt.

  2
 2. Það vantar nokkra fasta menn í Man City liðið í dag en samt er þetta bekkurinn hjá þeim. Þetta er ástæðan fyrir því að það er erfit að keppa við þá. Mesta breyddinn og mestu einstaklingsgæðinn fyrir utan að Pep lætur þá spila sem lið.
  8Gündogan
  9Gabriel Jesus
  10Agüero
  12Angelino
  31Ederson
  47Foden
  50Garcia

  Það þýðir samt ekkert að væla yfir þessu og mæta þeim á vellinum og ná í eins mörg stig og hægt er í vetur og setja stefnu á dollu/r

  YNWA

  1
 3. Sæl og blessuð.

  Var að fara að skrifa: ,,Origi er bara flottur” þá missir hann boltann í gegnum klofið á sér..!

  Annars margt í þessu spileríi hjá okkar mönnum. Liðið er að finna taktinn.

 4. Alltaf jafn hissa þegar Henderson birtist allt í einu í mynd. Gleymi að hann er á vellinum.

  2
 5. Þetta er hálf dapur hjá okkar mönnum það sem af er en hef fulla trú á herra Klopp brýni liðið hraustlega í hálfleik.

 6. Þetta er bara ágætar fyrstu 45 mín.

  Við höfum verið að fá 2-3 fín færi sem er gott á móti frábæru Man City liði en á móti kemur þá er varnarleikurinn okkar áhyggjuefni en hann er búinn að vera lélegur allt undirbúningstímabilið.

  Trent er góður leikmaður en allt tal um að hann sé einn besti hægri bakvörður heims finnst mér ekki eiga rétt á sér(en gæti orðið það), hann þarf nefnilega að laga varnarleikinn hjá sér og þá sérstaklega staðsendingar en þrisvar sinnum í fyrirhálfleik var hann að staðsetja sig vitlaust og missti mann og bolta fyrir aftan sig.
  Okkur vantar einhvern til að skapa á miðjuni, Fabinho/Gini/Henderson eru duglegir en skapa lítið.
  Við söknum Mane rosalega mikið. Origi er búinn að vera ágætur en munurinn á honum og Mane er rosalegur.
  Salah er að komast hægt og rólega í gang og hefði jafnvel átt að skora.
  Leiðinlegt að fá á sig mark úr föstu leikatriði.

  Jæja 45 mín eftir og okkar menn munu ekki mæta betra liði á þessari leiktíð en við þurfum samt að gera betur.

  4
 7. Mér finnst þetta fínn hálfleikur. Mjög jafn. Trent Alexsander hefur stundum verið ekki nægjanlega vel staðsettur og vörnin ekki nægjanlega þétt og ekki nægjanlega fljótt að lesa hlaup sem eru að koma inn á hana.

  Þrátt fyrir allt er Liverpool búið að skapa töluvert af færum og er alveg inn í leiknum. Það þarf eitthvað að fínpússa varnarleikinn en að öðru leiti hefur liðið verið að spila skínandi góðan bolta á köflum.

  2
 8. 6 og verður ekki extra time beint í vító ef þetta fer 1-1 þegar 90mín eru búnar held ég.

  1
 9. Salah gæti verið búinn að skora svona 5 mörk í þessum leik. Hefði alveg mátt klára þetta þarna

  1
 10. Hvað er að Salah? Án gríns, hversu erfitt er að koma einu sæmilegu skoti á markið? ?

  2
 11. Frábær síðarihálfleikur hjá okkar mönnum. Man City menn virkuðu sprungnir á meðan að okkar kallar gáfu bara í.
  City var aðeins betri í fyriháfleik en við miklu betri í síðari og vorum eiginlega klaufar að vinna þetta ekki í venjulegum leiktíma.

  Þessi síðarihálfleikur er það besta sem við höfum sýnt á þessu undirbúningstímabili.

  Núna er það vító sem er 50/50 og breytta úrslitin úr því ekkert um framistöðuna í dag.

  1
 12. Fábær seinni hálfleikur. Vörnin snarlagaðist við að fá matip inn á og Gomez í bakvörðinn. Þetta er enginn dauðadómur á Trent, hann var bara ekki alveg nægjanlega vel staðsettur í vörninni og hefur oft spilað betur en í þessum leik.

  1
 13. En mikið er ég feginn að það sé farið strax í vítaspyrnukeppni.

  Þrátt fyrir allt er deildarkeppninn og meistaradeildin mikilvægust og því óþarfi að missam enn í meiðsli að óþörfu.

 14. Sagði enginn við Alisson að hann átti að verja vítaspyrnurnar……

  3
 15. Betra liðið tapaði þessum leik. Vorum frábærir í seinni háfleik. Fætanýting Salah er hins vegar rannsóknarefni

  2
 16. Sæl öll

  Segji það enn og aftur, sagan um Origi, frá síðasta tímabili, er falleg og rômantísk en hann er bara langt frá því, að mínu mati, að vera fyrstur inn ef einhver af skyttunum þremur dettur út.

  3
 17. Fullkomlega sanngjarnt. Við nýttum ekki dauðafærin okkar. City vörðust vel og skoruðu úr öllum sínum vítum.

  2
 18. Tek það jákvæða úr þessu vorum frabærir í seinni og hef ekki áhyggjur ef okkar menn spila þannig í framhaldinu. Vítaspyrnukeppni segir ekkert um það en til hamingju city þeir vörðust stórsókn Liverpool vel í seinni.

  2

Góðgerðarskjöldurinn, upphitun!

Tap í vítaspyrnukeppni