Hvað nær Liverpool mörgum stigum í vetur?

Gefum okkur að Liverpool kaupi ekki neinn í sumar og fari inn í tímabilið með nokkurnvegin núverandi hóp, hvað telur þú raunhæft að liðið nái mörgum stigum?

Hvað nær Liverpool mörgum stigum í vetur með óbreyttan hóp?

Skoða niðurstöður.

Loading ... Loading ...

Síðasta tímabil var svo sturlað mikið betra en okkar menn hafa verið að vinna með undanfarin ár að það er erfitt að meta hvort 97 stig sé nálægt hinu nýja normi eða hvort liðið gefi eftir í vetur. Aðaláhyggjuefnið er að Man City gaf lítið sem ekkert eftir ári eftir 100 stiga tímabilið.

Undanfarin tvö tímabil brengla einnig allt norm sem áður var í ensku deildinni. Ef við skoðum síðustu tíu tímabil sést að deildin hefur tvisvar unnist á 80-81 stigi. Bara núna undanfarin þrjú tímabil hafa meistararnir náð í 90+ stig.

Þróunin í deildinni á tíma FSG

Liverpool var fimm stigum frá því að eiga helmingi betra tímabil en liðið hans Dalglish náði 2010-11 og öll þekkjum við hvaðan klúbburinn er að koma frá því FSG tóku við. En undir þeirra stjórn hefur Liverpool að meðaltali náði 69 stigum og verið í 5,4 sæti í deildinni.

Ef við tökum bara undanfarin fimm tímabil er Liverpool með 74 stig að meðaltali og í 4,8 sæti. Meistararnir eru að meðaltali með 92 stig (þökk sé Man City) og annað sætið 83 stig.

Frá 2009-2013 var Liverpool með 64 stig að meðaltali og í 6 sæti í deildinni. Líklega versta run í nútímasögu félagsins. Stigafjöldi meistaraliðana á þessum fimm tímabilum voru 86 stig fyrir og 81 stig fyrir liðið í öðru sæti.

Samantekt sem þessi sýnir kannski hversu helvíti svekkjandi það er að þetta Liverpool lið sé uppi á sama tíma og olíufélagið Man City er einnig á markaðnum og fær að spila eftir sínum eigin leikreglum (á markaðnum).

Ef við skoðum bara undanfarin þrjú tímabil er meðaltalsstigafjöldi meistaranna 97 stig og 88 stig fyrir liðið í öðru sæti. Liverpool er á þessum tíma í 3,3. sæti að meðaltali en ef við erum alveg sanngjörn er ótrúlegt að okkar menn hafi veit City eins rosalega samkeppni og þeir gerðu á sama tíma og liðið fór alla leið í Meistaradeildinni.

Það er ólíklegt að standarinn minnki eitthvað á næsta tímabili og því vel mögulegt að það þurfi 98+ stig til að vinna deildina. Getur Liverpool það?

Liverpool er liðið sterkara á pappír í vetur

Hvort sem að Liverpool kaupir eða ekki í vetur er hægt að færa fjölmörg rök fyrir því að Liverpool verði að öllu eðlilegu með sterkari hóp í vetur. Megnið af lykilmönnum liðsins eru tiltölulega nýkomnir til félagsins og ef þeir eru eitthvað eins og nánast allir þeir leikmenn sem Klopp hefur þjálfað eiga þeir töluvert inni ennþá.

Persónulega vill ég klárlega að Liverpool nýti sér þá geggjuðu stöðu sem félagið er í þetta sumarið og styrki hópinn. Satt að segja skil ég það ekki ef við tökum Tottenham á þetta og gerum bara ekkert. Engu að síður er alls ekki ástæða til þess að fara á taugum yfir þessu. Klopp gæti jafvel kunnað betur við það að halda áfram að þróa það sem hann er með í stað þess að þurfa að kenna nýjum manni frá grunni. Liðið er núna á eins góðum aldri (á pappír) og hægt er að hafa það.

Þessi nelgdi þetta vel:

Það tekur leikmenn mislangan tíma að aðlagast nýju liði/landi/deild. Það fer auðvitað eftir stöðu á vellinum, samkeppni o.fl. Þetta höfum við ítrekað séð hjá Klopp en þeir leikmenn sem hann virkilega hefur trú á sýna jafnan afhverju á einhverjum tímapunkti og hann hefur töluvert meiri þolinmæði en meirihluti stuðningsmanna og hefur mun meiri tíma en flestir nútímaþjálfarar stórliða.

Undanfarin tvö ár hefur Liverpool keypt fullt af leikmönnum sem flestir eiga eftir að ná einu heilu tímabili sem leikmenn Liverpool með leikaðferð Klopp á hreinu. Þarna gætum við séð gríðarlega styrkingu á liðinu án þess að kaupa einn leikmann.

Fabinho fór ekki að festa sæti sitt í liðinu fyrr en í desember og fékk ekki almennilega traustið aftast á miðjunni fyrr en eftir áramót. Hann endaði tímabilið sem besti djúpi miðjumaður Liverpool undir stjórn FSG og var að sjálfsögðu í byrjunarliðinu í úrslitaleiknum. Hann verður með frá byrjun núna með allt á hreinu.

Naby Keita var einnig nálægt byrjunarliðssæti undir blálokin á tímabilinu en var óheppinn með meiðsli (og er ennþá). Hann stóð ekki undir hype-inu fyrir tímabil en var ekki nærri því jafnmikil vonbrigði og umræðan um hann sagði til um. Hann er núna tveimur árum eldri en þegar Liverpool keypti hann og búinn að fá eitt ár til að aðlagast Liverpool og því sem Klopp krefst af honum. Gætum átt demant hérna.

Ox-Chamberlain var saknað allt síðasta tímabil, sérstaklega þó fyrir áramót. Endurkoma hans og Naby Keita 2.0 gætu gefið Klopp alveg nýja vídd í sóknarleikinn og tekið bæði pressu og athygli af bakvörðunum. Robertson sagði eftir tímabilið að andstæðingar Liverpool væru farnir að gefa þeim mun meiri gaum eftir því sem leið á tímabilið og því gott að stækka vopnabúrið. Eins þarf Liverpool miklu fleiri mörk af miðjunni og þetta eru leikmenn sem geta skorað.

Shaqiri er einnig wild-card sem Klopp gæti náð töluvert meiru út úr. Hann átti frábæra innkomu gegn Barcelona og var flottur fyrir áramót og skoraði slatta af mörkum. Hann verður líklega ekki fastamaður en ef allt er eðlilegt spilar hann miklu meira en þær rúmlega 1200 mínútur sem hann spilaði í vetur (PL/CL). Hann er á besta aldri og hefur verið besti leikmaður Sviss undanfarin ár, hann á miklu meira inni.

Jordan Henderson gæti orðið ein mesta styrkingin á liðinu haldi hann áfram í þessu 2013/14 hlutverki sem hann spilaði frá Southampton leiknum í vetur. Þetta er augljóslega hans náttúrulega staða og tengir mjög vel saman vörn og sókn með svakalegri hlaupagetu. Wijnaldum er einnig betri framar á miðjunni.

Joe Gomez hefur ekki ennþá spilað hálft tímabil fyrir Liverpool og náði aðeins skitnum 11 leikjum (samanlagt) í deildinni í vetur. Auðvitað óttast maður að þarna sé á ferðinni nýr Ledley King en takist að ná eðlilegu tímabili frá honum er þar á ferðinni einn besti miðvörður deildarinnar og sá leikmaður í hópi Liverpool sem passar best við hliðina á Van Dijk.

Trent Alexander-Arnold er einnig árinu eldri og aðeins á öðru ári sem fastamaður í liðinu. Hann spilaði 27 deildarleiki í fyrra sem vonandi verða fleiri í vetur. Afhverju ætti hann að hætta að bæta sig núna rétt rúmlega tvítugur?

Fyrir utan þessa leikmenn verður fróðlegt að sjá hvað Klopp ætlar sér með leikmenn eins og Harry Wilson, Brewster og Origi. Ef að Liverpool kaupir ekki neitt í sumar finnst mér trúlegt að Harry Wilson verði áfram. Afhverju í veröldinni ekki að gefa honum séns einn vetur? Það eru mörk í þessum strák og hann hefur alla burði til þess að bæta sig töluvert á næstu árum. Hann var ekkert fullkominn í Championship deildinni og á vissulega ekki einn leik fyrir Liverpool en ef að Origi gat komið frá þessum lánssamningi sínum hjá Wolfsburg og skorað þrjú mörk í undanúrslitum og úrslitum Meistaradeildarinnar er alls ekkert útilokað að Klopp geti unnið með Harry Wilson.

Rhian Brewster er eitt mesta wild card deildarinnar, hann er algjörlega í sama flokki og strákar eins og Foden, Hudson-Odoi og Sancho en er sá eini sem á eftir að fá sénsinn á stóra sviðinu. Jurgen Klopp gæti ekki gert mikið meira fyrir hann en hann hefur gert undanfarna 12 mánuði. Nabil Fekir dílinn gekk ekki upp síðasta sumar og í stað þess að kaupa annan leikmann var samið við meiddan Brewster (og væntanlega lofað honum spilatíma). Liverpool vantaði klárlega einn sóknarmann til viðbótar fyrir ári síðan. Núna í sumar er Daniel Sturridge loksins farinn með sinn launapakka en aftur er ekkert keypt í staðin. Traustið fer auðvitað ekki allt á Brewter, Origi er væntanlega ætlað stærra hlutverk en það er engu að síður ljóst að þessi strákur er með auða flugbraut fyrir framan sig. Ég fullyrði að svona óreyndur leikmaður fengi ekki svona traust hjá neinu öðru elítu liði. Eins má ekki gleyma að Jurgen Klopp hefur sannarlega ferilsskránna með sér þegar kemur að því að þróa unga sóknarmenn í heimsklassa.

Big Game Origi er ætlað stærra hlutverk í vetur. Klopp hefur talað hann mikið upp í þessari viku og talað um að loksins sé sami Origi kominn aftur og hann var með árið 2016 og núna sé hann loksins tilbúinn að verða sá leikmaður sem efni stóðu til þegar hann var unglingur. Hann er ennþá á góðum aldri til að þróast í miklu betri leikmann og ef Klopp hefur svona mikla trú á honum er engin ástæða til að veðja gegn honum. Hann spilaði samt minna en Sturridge á síðasta tímabili og fyrirfram finnst manni líklegra að Brewster sé næstur inn. Vonandi afsannar hann það og heldur áfram að raða inn risamörkum.

Á móti er búið að vera rosalegt álag á skyttunum þremur og þeir varla fengið frí í 2-3 ár. Allir hafa verið á stórmótum tvö sumur í röð og spiluðu allir gríðarlega mikið í vetur. Liverpool rétt eins og flest önnur lið er viðkvæmt fyrir meiðslum lykilmanna, okkar menn treystu mun meira á markaskorun fremstu þriggja í vetur en Man City en vonandi jafnast það aðeins út í vetur með betra framlagi frá miðjunni.

Van Dijk og Alisson eru svo augljóslega þeir leikmenn sem Liverpool er viðkvæmast fyrir að missa í fjarveru. Líklega myndum við leysa það á einhvern hátt í smá tíma í vörninni en gæðamunurinn í markinu er stjarnfræðilegur.

Leikjaálag

Það er nánast bókað að leikjaálagið verður mun meira á þessu tímabili en því síðasta og ljóst að planað er með það í huga.

Charity Shield og Super Cup er nánast hægt að flokka sem pre-season leiki og koma t.a.m. í stað Hoffenheim leikjanna sem við áttum fyrir tveimur árum í undankeppni Meistaradeildarinnar.

Deildarbikarinn var fullkominn á síðasta tímabili þar sem Liverpool lauk þáttöku í september eftir einn leik (gegn Chelsea). Liverpool bara getur ekki haldið áfram að dragast gegn öðrum úrvalsdeildarliðum. Hvað svo sem Liverpool nær langt er líklegt að aukaleikararnir fái þessa fyrstu 2-3 leiki. Vinni Liverpool tvo leiki er sá þriðji í desember sem gæti verið vesen í vetur. Ef ég man rétt er blessunarlega bara einn leikur í undanúrslitum deildarbikarins fari Liverpool svo langt, sá leikur er í janúar.

Meistaradeildarleikirnir verða a.m.k. sex en Liverpool fer núna í pottinn í efsta styrkleikaflokki. Undanfarin tvö tímabil hefur Liverpool þurft að vinna síðasta leikinn í riðlinum til að komast áfram. Draumurinn í vetur er að  ná að klára riðilinn að mestu í 4. eða 5. umferð og geta notað hópinn í 6. leiknum sem er einmitt líka í desember.

Vandamálið við desember eru nefnilega þessir tveir leikir í Heimsmeistarakeppni félagsliða sem koma ofan í gríðarlega þétt leikjaprógrammið á þessum tíma. Flug til Katar er svosem ekkert voðalegt og annar leikurinn er jafnan lítið meira en létt æfing enda gríðarlegur styrkleikamunur. Vonandi tekur þessi keppni ekkert frá okkur í deildinni og auðvitað fagnar maður því að Liverpool taki þátt. Þetta er líka eini bikarinn sem Liverpool vantar í safnið, ég skil ekki ennþá hvernig okkar mönnum tókst að tapa þessum leik árið 2005, sá leikur var ein mesta einstefna sem ég hef séð.

Vonandi nýtir Klopp mjög vel þá nýjung að öll lið fá tveggja vikna vetrarfrí á þessu tímabili í janúar. FA Cup byrjar í þeim mánuði og þá keppni á vonandi að taka eins og deildarbikarinn, treysta á aukaleikarana.

Það eru fjórir leikir strax aukalega en á móti er auðvitað ekkert víst að Liverpool fari þriðja árið í röð alla leið í Meistaradeildinni. Það má svo gera ráð fyrir mun fleiri bikarleikjum einnig. Hópurinn á alveg að ráða við þessa aukaleiki en eftir því sem þeim fjölgar eykst hættan á að þeir hafi áhirf á stigasöfnun í deildinni.

Bestu leikmenn Liverpool í hverri stöðu

Það er auðvitað erfitt að meta núverandi hóp í sögulegu samhengi enda þeirra tími rétt að byrja, engu að síður er alveg hægt að leggja huglægt mat á það hvar núverandi lykilmenn liðsins eru í hópi þeirra bestu sem hafa verið hjá Liverpool í sinni stöðu á þessari öld. Þetta er til gamans gert og ekki eitthvað sem á að taka of hátíðlega. (Miðað við 2000-2019).

Sigur í Meistaradeild og 97 stiga tímabil staðfestir klárlega að núverandi lið er það langbesta á þessari öld og með því að fara yfir lið Liverpool undanfarin 20 tímabil er auðvelt að sjá afhverju.

Alisson er óumdeilanlega okkar besti markmaður frá því að úrvalsdeildin var stofnuð. Reina er lang-næstbestur og var frábær þegar hann hafði þétta vörn fyrir framan sig. Aðrir hafa verið mismunandi level af vonbrigðum og já, óþol mitt gangvart Mignolet setur hann neðar í goggunarröðina en Karius, rétt eins og hann var í fyrra.

Robertson er ennþá meira óumdeildur í sinni stöðu enda samkeppnin ótrúlega slöpp.

Van Dijk er besti varnarmaður sem ég hef séð hjá Liverpool. Hyypia og Carragher eru nokkurnvegin jafnir í minni bók í kjölfarið og líklega er Agger þar á eftir innan þessa tímaramma. Gomez á kannski ekki heima þarna strax en það sem hann sýndi í byrjun síðasta tímabils var betra en rest hefur sýnt hjá Liverpool. Lovren, Matip, Sakho, Henchoz, Skrtel, Toure og Klavan áttu allir sína kafla en ná ekki sama klassa og ég set hina fimm.

Alexander-Arnold er að mínu mati langbesti hægri bakvörður Liverpool á þessari öld. Finnan, Arbeloa og Babbel áttu allir frábær tímabil hjá Liverpool en voru fyrst og fremst varnarmenn. Trent getur varist á þeirra leveli og er auk þess miklu betri sóknarlega.

Fabinho á auðvitað ekki heima á undan Mascherano og Hamann í svona upptalningu strax en mér finnst hann sýna að hann er töluvert fjölhæfari miðjumaður en þeir voru og haldi hann áfram á sömu línu tel ég nokkuð ljóst að það verði ekkert vafamál að setja hann fyrir framan þá. Lucas er þar fyrir utan eini djúpi miðjumaðurinn sem kom til greina því ekki förum við að telja Poulsen og Biscan með? Set Emre Can þar sem Henderson og Wijnaldum eru í annarri stöðu.

Xabi Alonso er besti miðjumaður Liverpool frá því að Úrvalsdeildin var stofnuð, jafnvel betri á miðri miðjunni en Steven Gerrard en auðvitað ekki nærri því jafn fjölhæfur. Henderson kemur næstur á eftir honum og staðfesti það þegar hann lyfti Evrópumeistaratitlinum sem fyrirliði Liverpool. Það er svo hægt að raða Wijnaldum, McAllister (36 ára) og Milner þar á eftir. Murphy, Meireles, Sissoko, Allen, Adam o.fl. komast ekki á blað.

Gerrard er óumdeilt besti leikmaður Liverpool á þessari öld og átti sín bestu ár í frjálsu hlutverki miðjunni. Þetta hlutverk hefur í sjálfu sér ekkert alltaf verið til í Liverpool á þessum tíma en það er ekkert rosalegt úrval af sóknartengiliðum. Menn eins og Coutinho, Sterling, Mané, Benayoun o.fl. hafa auðvitað leyst þetta hlutverk en eru flokkaðir annarsstaðar þannig að ef við værum að velja hóp úr öllum leikmönnum Liverpool undanfarin 20 ár væru Ox, Keita og Lallana alls ekki nálægt lista, ekki ennþá.

Salah er langbesti hægri vængmaður/vængframherji liðsins í samkeppni við Kuyt, Sterling, Maxi og Pennant. Hér er auðvitað átt við um Raheem Sterling þegar hann var hjá Liverpool.

Mané er einnig bestur vinstramegin, staða sem hefur oft verið vandræðastaða hjá Liverpool. Örfættir leikmenn eins og Riera, Downing og Kewell stóðu aldrei undir væntingum.

Suarez er bestur af ótrúlegum fjölda sóknarmanna sem Liverpool hefur notað undanfarin 20 ár. Hann væri það líka í núverandi leikkerfi Jurgen Klopp. Firmino set ég þar á eftir og ofar en Michel Owen þó að hann skori aðeins minna (ekki eins mikill minur og maður myndi ætla). Firmino gerir svo miklu meira fyrir liðið en allir aðrir en Suarez gerðu. Torres er ofar hjá mörgum en hann rétt eins og Owen skoraði minna en maður myndi ætla og var mikið meiddur 2008/09 tímabilið þegar Liverpool gerði atlögu. Ekki nálægt Bobby í minni bók.

Það er svo til marks um hversu marga lélega sóknarmenn Liverpool hefur notað að Emile Heskey er í fimmta sæti hjá mér. Menn eins og Fowler (eftir 2000), Sturridge, Crouch, Bellamy, Origi, Carroll, Baros, Morientes, Diouf, Cisse, Camara, Borini, Balotelli, Benteke, Ings og Lambert komu allir með miklar væntingar og stóðu ekki betur undir þeim en svo að ég flokka þá á eftir Emile Heskey. Meiðsli settu auðvitað strik í reikninginn hjá mörgum þeirra enda flestir betri knattspyrnumenn en Heskey.

Hvernig svosem við stillum þessu upp er ljóst að í núverandi hópi eru ansi margir sem eru þeir bestu í sinni stöðu hjá Liverpool m.v. undanfarin ár (eða mjög nálægt því).

Vann þetta lauslega út frá þessu prófi sem ég tók á Sporcle, endilega spreytið ykkur.

Betri samkeppni?

Liverpool liðið er auðvitað ekki eini óvissuþátturinn, hvað með hin liðin?

 • Man City er að styrkja sig og fá De Bruyne til baka!
 • Tottenham eru að styrkja sig töluvert það sem af er sumri.
 • Arsenal er að bæta við 2-3 leikmönnum sem bæta allir liðið. Missa Ramsey á móti.
 • United kemur með töluvert jákvæðara andrúmsloft í gegnum þetta sumar og mun hraðara lið sóknarlega.
 • Chelsea hafa misst Hazard og skipt um mann í brúnni
 • Verða lið eins og Everton, West Ham, Wolves, Watford og Leicester betri?
 • Nýliðarnir sterkari en þau lið sem féllu?

 

8 Comments

 1. Virkilega flott grein

  Spái 86-90 stigum og væri það frábær árangur en er það nóg á eftir að koma í ljós

  Fabinho á ekki heima á undan Mascerano og Hamann í þessari upptalningu, það má vel vera að hann eigi eftir að verða betri en hann er það klárlega ekki í dag.

  Man City verða á svipuðum stað í gæðum, það er varla hægt að fara ofar.
  Tottenham verða á svipuðum stað í gæðum.
  Arsenal verða sterkari
  Man utd verða sterkari
  Chelsea verða á svipuðum slóðum

  Ég spái að annað hvort höngum við í Man City allt þetta tímabil og klárum þetta eða Man City mun stinga af og fljótlega eftir áramót setjum við allt okkar á meistaradeildinna og FA CUP.

  5
 2. “Það er svo til marks um hversu marga lélega sóknarmenn Liverpool hefur notað að Emile Heskey er í fimmta sæti hjá mér.” Að þú skulir láta svona út úr þér Einar Matthías. Auðvitað er Heskey á topp 5 lista yfir sóknarmenn Liverpool og mundu það að á þessum lista er 1 núverandi leikmaður Liverpool, 3 svikarar og 1 meistari sem spilaði þar sem stjórinn sagði honum að spila og gaf allt fyrir klúbbinn. Ekki evrópumeistari eins og Firmino en mikill meistari engu að síður 🙂

  2
 3. Spiluðum við þá á svipuðum tíma í fyrra og unnum 5-0 – svo mættum við þeim á Ítalíu í UCL og töpuðum 0-1…..

  Ekkert að marka svona æfingaleiki ?

 4. verðum þarna uppi með city.. tottenham verður í 3 sæti og svo er þetta bara spurning um hin 3 liðin að berjast um 4 sætið.

  chelsea búnir að veikja duglega með að missa hazard mig minnir að hann hafi komið að yfir 50% af mörkum chelsea síðasta vetur.. verður þúngt högg fyrir þá að vera án hans, svona eins og okkar tímabil strax eftir við misstum suarez.

  arsenal styrkist ekkert, þeir verða jafnlélegir og þeir voru í fyrra og united verður ekki sterkara, ég sé ekkert vera batna.

  halda að einhver gutti frá swansea geri þá beti en þeir voru á síðustu leiktíð er brandari… verður sama baslið, kannski verða þeir án pogba hver veit, þeir eflaust þvínga hann til að vera áframm, virkar svo vel sú taktík að halda mönnum sem vilja ekki vera, minnir að það sé ekki lángt síðann ég heyrði united mann segja að þeir þyrftu ekki að neiða leikmenn til að vera.. well. breittir tímar?.

  hvað varðar að klopp kaupi ekkert í sumar er virkilegt áhyggjurefni, mér finnst þetta veri rétti tíminn til að klára dæmið og bæta við meiri gæðum en hann virðist ætla að sigla á þessum hópi í vetur sem getur gengið svo lengi sem enginn af fremstu 3 meiðast og vörnin sleppi við meiðsli.

  kannski er það óðsmannsæði að kaupa backup á bekkinn fyrir 70-80m punda.. liverpool væri örugglega búið að kaupa coutinho ef þeir gætu fengið hann á svona 80m max.. en ég hugsa að slúðrið hafi verið rétt um daginn að barca vilji reina að fá 125m fyrir hann sem er bara bull því hann er aldrei þess virði og var seldur á yfirverði til þeirra til að byrja með.

  lokar ekki glugginn á hvað föstudaginn eða er það mánudaginn??

 5. 81-85

  Fannst allt ganga upp á síðasta tímabili, það gerist ekki tvisvar í röð hjá Liverpool. Held City vinni deildina með kannski 94 stigum. Held það verði meria af óvæntum úrslitum og toppliðin deili stigum meira.

 6. Halldor glugginn lokar daginn fyrir fyrsta leik eda fimmtudaginn 8 agust

 7. Stigasöfnun veltur á því hvernig Klopp tekst að mótivera mannskap eftir sumarfrí.

  Stór tiill í höfn, spenna og spennufall. Slæm sumarúrslit á æfingum við lakari lið hafa komið okkar mönnum vel á síðustu árum.

  Það er skiljanlegt að drengir séu kannski með hugann við annað í 2-3 vikur eftir stórkostlegan síðasta vetur.

  Að hafa ekki unnið ensku deildina er auðvitað hálfskonar svindl, eins og við öll vitum.

  Klopp hefur vart eytt pundi umfram sölur síðan hann kom. Hann er auðvitað heppinn líka með það hvernig unglingahópurinn skilar sér. Sérstaklega Trent, sem er orðinn 100m punda leikmaður um tvítugt.

  Á sama tíma eyðir City upp að 500m punda á ári – að skilja stig á milli er ótrúlegt afrek – þótt það hafi verið smá sárt að vinna ekki deildina.

  Það á að vera eitthvað FFplay – sem er svo ekki – hef allavega ekki séð City fá sekt fyrir þeirra eigin reglur.

  Í mínum huga er afrek okkar drengja og stjóra óumdeilanlegt.

  Barcelona-leikurinnn með brotið skip sem átti ekki að geta lagst að stórri höfn. Salah í Never Give Up bolnum.

  Við gefumst aldrei upp. Við erum Liverpool.

One Ping

 1. Pingback:

Liverpool 2-2 Sporting

Harvey Elliott kominn (staðfest)