Liverpool 2-2 Sporting

Liverpool lauk ferð sinni um Bandaríkin með titli er liðið landaði Western Union bikarnum ásamt Sporting eftir að liðin gerðu 2-2 jafntefli á Yankee Stadium í New York. Hljómar þetta kjánalega? Gott, því þetta var nokkuð kjánalegt.

Það var nokkuð sterk liðið sem byrjaði hjá Liverpool í dag. Vörnin sem endaði síðustu leiktíð byrjaði fyrir framan Mignolet í markinu. Fabinho, Milner og Henderson voru á miðjunni og Chamberlain, Origi og Wijnaldum í sókninni. Augljóst hvar vantar í liðið þarna og ber það þess alveg merki.

Mignolet var í gjafastuði og Bruno Fernandes sem mikið hefur verið talað um í vor og sumar skoraði með langskoti sem fór beint á Mignolet og skoppaði af honum og inn. Glatað hjá Mignolet sem átti þó nokkrar góðar vörslur í leiknum svo hann var ekki alslæmur en ömurleg mistök þarna.

Sporting fengu svo Barcelona meðferðina þegar Origi skoraði ansi svipað mark og hann gerði gegn Barcelona. Henderson komst inn fyrir vörn Sporting en skot hans af stuttu færi var varið beint fyrir Origi sem skoraði. Það má gagnrýna Origi fyrir ýmislegt og hann er ekki alveg nógu “on it” í opnu spili á köflum en fjárinn hafi það hann er baneitraður í boxinu!

Það var svo geggjuð sending frá Chamberlain inn á Wijnaldum sem skoraði með skoti sem átti viðkomu í varnarmann. Vel gert hjá báðum en þeir áttu báðir fínan leik.

Í seinni hálfleik jafnaði svo Sporting eftir góða sókn þar sem Bruno Fernandes lagði upp fyrir Wendell, sem var líka ansi öflugur í þessum leik. Þar við sat og leikurinn endaði með jafntefli.

Liverpool hefði getað skorað fleiri mörk og voru Matip og sérstaklega van Dijk mjög öflugir í föstum leikatriðum og voru örugglega tvisar ef ekki þrisvar sinnum ansi nálægt því að skora. Leikur liðsins var annars nokkuð kafla skiptur, það voru góðar rispur innan um slæmar. Miðjan var fín en samt líka ekki nógu góð á ákveðnum sviðum og fékk Fernandes að stjórna leknum aðeins of auðveldlega.

Sepp van den Berg kom inn á í fyrsta skiptið á sínum Liverpool ferli og fékk mikinn stuðning úr stúkunni sem var gaman að sjá. Lallana var kominn aftur eftir meiðslin, flestir “aðalliðsmenn” sem byrjuðu leikinn fengu uþb 60-70 mínútur nema held ég Matip sem fór út eftir 85.mínútu og Fabinho og Milner sem kláruðu leikinn. Það er því fínt að þessir menn fái mínútur í skrokkinn á sér.

Maður getur ímyndað sér að það sé aðeins að byrja að móta fyrir því hvernig Liverpool hyggst byrja leiktíðina og hvernig fyrstu byrjunarlið þeirra gætu komið til með að líta út. Nú fer að taka við æfingabúðir í Frakklandi þar sem línurnar verða lagðar enn betur fyrir leiktíðina og fleiri leikmenn bætast í hópinn.

Salah, Firmino, Alisson munu allir mæta til Frakklands. Mig rámar í að reiknað sé með að Keita komi líka þangað en ég veit ekki með Shaqiri, vonum það. Mane snýr svo til baka eftir Góðgerðaskjöldinn. Það má því með sanni segja að það þurfi ekki að örventa þó úrslitin í Bandaríkjunum hafi ekki verið þau bestu því það eru svo sannarlega kannónur á leiðinni í þennan hóp.

5 Comments

  1. er að spá í miðum á anfield .. er að sjá frá aðilum sem heita “miðar á anfield” á fb að þeir eru að bjóða miða á ca 32 þús .. er einhver með reynslu af þessu og veit einhver hvort þetta er fair deal eða hvort hægt sé að komast í betri díl ?

    1
  2. Hef bæði keypt staka miða og ferð af Sigga Sverris “midar á anfield”. Allt pottþétt sem snéri að okkur. Hvort maður getur gert betri díla veit ég ekki.

Byrjunarliðið gegn Sporting Lisbon

Hvað nær Liverpool mörgum stigum í vetur?