Gullkastið – Pre-Season Power Ranking

Veltum fyrir okkur hverjir hafa verið að nýta tækifærið það sem af er æfingatímabilinu, stöðunni á hópnum og öðrum fréttum frá Ameríku sem og annarsstaðar í fótboltaheiminum. Nú er heldur betur farið að styttast í mót.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 246

2 Comments

  1. Ágætt podkast. En helvíti eruði harðir að dæma ungliðana! Það er allt annað að koma inn 11ti maður í lið Evrópumeistaranna og standa sig, heldur en það er að vera í liði sem er: a) á hörkuæfingum fyrr á keppnisdegi, b) uppistendur af mörgum yngri leikmönnum, c) hefur aldrei spilað saman leik, d) hefur einungis 45 mínútur í leik, e) í leikjum þar sem helsta áhersla þjálfarateymisins er að enginn meiðist, f) þar sem leikmenn fá ekki fullar upplýsingar um andstæðing og ekki er farið nákvæmlega í skipulag, g) vantar besta markmann í heimi, stundum besta varnarmann í heimi, og hættulegustu framlínu í heimi!

    Það er engin spurning að allir þessir ungu leikmenn munu ekki verða stjörnur hjá Liverpool — en mér finnst ólíklegt að þessir 3-4 æfingaleikir séu góð innsýn í hverjir þeirra eiga eftir að verða stórstjörnur.

    Það er líklegt að 2-3 fari á lán, 2-3 verði reglulega í og við hópinn, og að restin verði áfram í u18/23 róteringum eins og hefur verið. Brewster og Wilson af sóknarmönnum og Larouci eða Lewis sem varnarmenn kannski líklegastir — engir miðjumenn líklegir þar sem það er of mikið stökk í Klopp kerfinu fyrir óreynda (og flesta vel reynda).

    4
  2. Fjandinn sjálfur, núna er Clyne meiddur og verður frá í 6 mánuði. Vonandi er Klopp með fjölhæfan varnarmann í sigtinu.

Liverpool 1 – 2 Sevilla

Tímabilið búið áður en það byrjar hjá Clyne