Coutinho?

Byrjum bara á einfaldri könnun

Myndir þú vilja Coutinho aftur til Liverpool?

Loading ... Loading ...

Það er mögulega til marks um hversu lítið er að frétta af leikmannamarkaðnum tengt Liverpool en Coutinho orðrómar hafa fengið smá bensín eftir að Kia Joorabchian umboðsmaður Coutinho fór í viðtal og talaði nokkuð frjálslega. Hann taldi á sama tíma 60/40 líkur á að hann yrði áfram hjá Barcelona og hafði ekki heyrt annað frá félaginu en að hann væri stór partur af þeirra plönum.

Það stenst samt tæplega skoðun enda hefur hann átt gríðarlega erfitt uppdráttar á Spáni og félagið hefur í sumar síður en svo staðið í stað. De Jong tekur sitt pláss á miðjunni og Girezmann fer beint í byrjunarliðið frammi. Messi og Suarez eru ennþá á sínum stað og Coutinho er einnig að keppa við Malcom og Dembele um stöðu. Þar að auki er Barcelona orðað við Neymar á nýjan leik og þarf líklega að selja á móti.

Það er satt að segja ekkert sem bendir til þess að Liverpool vilji Coutinho aftur og hvað þá losa Barcelona úr einhverri fjárhagslegri klípu tengdum kaupum á leikmanni sem ekki gengu upp. Því síður efast ég um að það sé áhugi á launapakka Coutinho hjá Barcelona. Slúðrið segir að Barcelona skuldi Liverpool ennþá um 88m fyrir Coutinho og jafnvel er talað um að þeir taki hann á tveggja ára lánssamningi með 88m klásúlu að þeim tíma liðnum. Þetta er ekkert útilokað og Kia gefur þessu smá undir fótinn með því að segja að Coutinho sé með svo sterk tengsl við Liverpool að það yrði erfitt fyrir hann að fara til annars liðs á Englandi.

Það fór minna fyrir því þegar hann gerði sér í tvígang upp bakmeiðsli og neitaði að spila leiki fyrir Liverpool til að komast til Spánar. Hann var svo ólmur í að komast frá Liverpool að hann heimtaði að fara á miðju tímabili. Þannig að ég tæki ekki mark á neinu sem hann segir og síður en svo því sem umboðsmaðurinn segir.

Niðurstaða. Ég hef enga trú á því að Coutinho verði leikmaður Liverpool þegar glugganum lokar í ágúst en það kæmi ekkert rosalega á óvart að Barcelona vilji losna við þessa skuld og eins er ekkert svo fjarstæðukennt að hann vilji losna frá Barcelona eftir undanfarna 18 mánuði.

Persónulega tæki ég honum alveg aftur ef Klopp vill bæta honum við hópinn, hann var heimsklassa leikmaður hjá Klopp og Liverpool má alveg við því að bæta svona gæðum við hópinn. Mest væri ég samt til í Coutinho tegund af leikmanni í svipuðum gæðaflokki sem er ekkert endilega Coutinho.

Klopp/Dortmund hefur áður misst sína bestu leikmann sem komu aftur nokkrum árum síðar. Sahin og Kagawa komu aftur með skottið milli lappana eftir að hafa farið frá Dortmund. Götze og núna Hummels hafa einnig skilað sér aftur til Dortmund þar sem þeir áttu frábær ár.

Hvort að Coutinho fengi eitthvað meiri spilatíma hjá Liverpool en hann fær hjá Barcelona er svo önnur umræða…

Embed from Getty Images

19 Comments

  1. Sælir

    Væri gaman að sjá spurninguna: Hvort myndir þú vilja Coutinho eða Pepé eða (Einhver annar)
    Ég hugsa að flestir þiggji bara Coutinho aftur af því það er EKKERT annað að frétta í leikmannamálum.

    10
  2. Ég er til í að taka Coutinho á sama pening og við borguðum fyrir hann frá Inter.

    Við ætlum ekki að rétta Barca hjálparhönd í einum af verstu leikmannakaupum sögunnar. Vældi og stakk af. Liverpool er á þeim stað að við getum náð í hvaða leikmann sem er. Spurning að reyna að sækja Messi til Barcelona þar sem þeir þurfa að losa um leikmenn fyrir Neymar. Hugsum stórt 🙂

    13
  3. Ég tek undir með þér að ég held að Liverpool sé ekki á eftir Coutinho. Það er kannski verið að athuga með þann möguleika en ég er efins um að FSG hafi áhuga. Það er ekki í þeirra anda.

    Væri samt alveg til í að fá hann en eins og þú sagðir er að ef það er til Coutinho týpa til á markaðnum væri ég frekar til í hann. Ég hef samt ekki séð svona leikmann í langan tíma. Þá á ég við leikmann með svona rosalega mikla tækni og getur einnig skorað svona mikið af mörkum fyrir utan með langskotum og úr föstum atriðium. Í raun er þetta uppáhaldsleikmaðurinn minn. Hann minnti mig mikið á Ronaldinho þegar hann spilaði fyrir Liverpool.

    Kæmi mér ekkert á óvart að Klopp slái þessa kjaftasögu niður með sínu hláturmilda brosi á næsta blaðamannafundi.

    Það er einhver djúp pæling á bak við þessa þögn á markaðnum. Held að plan A möguleikar eru ekki í boði á réttu verði og þessvegna ætla þeir að bíða hægir og bæta þess í stað gæðin í unglingaakademiunni. Mér fanst þessi grein um vinnuna á bak við tjöldin lýsa vel hugmyndum FSG um hvernig þeir vinna sína vinnu og samkvæmt henni væru þeir ekki á eftir Coutinho, því hann er búinn að toppa verðmæti sitt.

    2
  4. Sæl öll

    Ég kaus nei takk, hann sýndi of mikla vanvirðingu þegar hann þvingaði fram sölu á miðju tímabili.
    Mér sýnist hins vegar kominn einhverskonar grunndvöllur til þess að semja um kaup á Dembélé. Það er leikmaður sem ég er hrifinn af og þess fullviss að Klopp geti skólað hann mikið til.

    3
  5. Spurt er, viljum við Kútinn aftur. Svarið er við fyrstu hugsun nei en síðan er alltaf eitthvað en og ef. Ég myndi gjarnan vilja fá leikmann með sömu hæfileika og getu eins og hann sýndi hjá Liverpool það er ekki spurning. Sóknartengiliður með mikla skottækni, markatá og góðan leikskilning er nauðsynlegur öllum liðum. Ef hann kæmi á miðjuna með Hendó og Fabhino myndi varnarleikurinn klárlega veikjast, hann er enginn Firmino varnarlega. En sennilegast kæmist hann varla í líðið eins og það er uppbyggt núna en gæti verið góð viðbót í sterkum hópi. Klopp talaði reyndar um það fyrir nokkru að það væri eins og nýir leikmenn væru komnir eftir að Ox og Comez mættu til baka á fullu. Ef allir eru ómeiddir er hópurinn orðinn hrikaleg sterkur og hve gott gæti lið verið með Mignolet, Clyne, Comez, Lovren, Milner, Keita, Ox, Shagiri, Lallana, Origi og Wilson. Þetta lið myndi eflaust plumma sig í PL.

    2
  6. Held að eina ástæðan fyrir því að Liverpool sé að hugsa um að taka Coutinho aftur er tilboðið sem að Barca er sagt hafa lagt fyrir Liverpool þ.e. Lán með möguleika á kaupum, slúðrið er að það sé 2 ára lán og eftir fyrsta tímabilið geti LFC sent hann til baka en ef ákveðið sé að fara inní seinna árið skuldbindi LFC sig til að kaupa hann aftur eftir það ár á 88 milljón pund sem er upphæðin sem að Barca skuldar LFC ennþá frá Coutiho sölunni. Ef satt reynist þá er ekki skrítið að menn skoði þetta, góður díll fyrir mann sem að vitað er að passar inní hópinn og menn vita allt um, held samt að þetta sé ekki að fara að gerast. Launamál er t.d. eitt sem þyrfti að semja um, LFC fer ekki yfir ákveðna upphæð í launapakka sínum, Barca þyrfti að greiða hluta af launum Coutinho, hann er á töluvert hærri samning þar en hann var á hjá LFC en hver veit, gaman að velta þessu fyrir sér og eflaust einhverjir sem eru til í að geta rifið fram Coutinho treyjurnar sínar aftur, persónulega fannst mér Coutinho ekki koma fram við LFC af virðingu þegar hann vildi komast burtu, væri frekar til í framherja sem gæti leyst fleiri en eina stöðu og væri eins nálægt þeim kalíber sem Mané, Firmino og Salah eru á og hægt er.

    5
  7. Fótboltalega, skipulagslega, og félagslega væri það asnalegt að fara aftur til baka og fá kútinn inn í hópinn. Hlutir breytast, hópar þróast, ný tengsl myndast. Að taka einhvern sem hefur gömul/úrelt tengsl og hefur ekki tekið þátt í hóptengingunni sem er að búa til betri hluti áður en sá sami fór — það er alltaf vandræðalegt. Bætum við að Coutinho væri ekki að koma til LFC til að vera varamaður. Það þyrfti að breyta leikskipulaginu verulega til að hann passaði inn — eina fótboltalega skynsemin væri að spila honum einungis í leikjum gegn strætóliðum þar sem vantar skapandi mann til að brjóta þau niður.

    En fjárhagslega gæti vissulega verið spennandi að taka Barca aftur í bakaríið. Ef hægt væri að fá hann á hagstæðu láni með kaupklásúlu þá má alveg ímynda sér að verðið sem fengist fyrir hann eftir 1-2 ár gæti verið hærra en Barca getur fengið fyrir hann, þar sem allir vita að þeir vilja losna við hann.

    En það þyrfti að vera mjög góður díll til að réttlæta áhættuna. Sé það ekki gerast. En kannski um áramótin eftir að Coutinho hefur setið á bekknum allt haustið og liðið hjá okkur þarf innspýtingu eftir erfitt leikjaprógramm og enn erfiðara framundan.

    1
  8. Ég sagði NEI. Það er allt sem mælir á móti því að taka hann aftur. Bæði það huglæga og hlutlæga. Það huglæga er að stærstum hluta framkoma hans, og mest um vert að harðasta stuðningsfólk LFC vill hann ekki. Það hlutlæga er að hann passar ekki inn í okkar leikstíl eins og hann er núna. Stundum ávinna leikmenn sér bæði, Fabiniho er kannski þannig dæmi, en kutinn aldrei, enda held ég að hann komi ekki, no way hosey.

    YNWA

    2
  9. Það er ekki eins og það þurfi að vera fullt af varnarsinnuðum miðjumönnum i þessu liði.
    City spila með 1 slíkan og það hefur gengið ágætlega. Svo eru þeir með Silva og De Brune á miðjunni.
    Coutinho gæti vel spilað með Fabinho og Henderson/Winjaldum

  10. ég segji NEI.
    Eina góða við að fá Kúttinn er að hann kann að skjóta fyrir utan, og við með þennan hraða að ná fráköstum.

    Sé þetta samt ekki gerast, nema að Klopp sé algjörlega á því að fá hann aftur. Held bara að þetta trufli of mikið lfc plan Klopp og lfc á ekkert að vera að rétta barca hjálpar hönd osfrv.

    4
  11. Fyrir mitt leyti þá segi ég nei af ýmsum ástæðum sem flestar komu fram hjá Einari Matthíasi og öðrum kommentum. Ég myndi samt alltaf styðja mat Klopp á því ef hann kysi að fá hann aftur en það er svo margt sem passar ekki hvað slíka endurkomu varðar: peningar, taktík o.fl.

    Greiðslan fyrir Coutinho var tvískipt í 105 m tryggðar greiðslur og 37 í klásúlum. Eftir því sem ég kemst næst þá hafa 9 mill af klásúlugreiðslunum verið uppfylltar þannig Barca skuldar okkur þá 88 m af samanlögðum 114 mill en 28 mill af klásúluskilyrðum er óuppfyllt (fjöldi leikja, CL-þátttaka og CL-titill). Við værum væntanlega að fyrirgera okkur óuppfylltar klásúlugreiðslur sem er ekki lág upphæð en ég myndi auðvitað treysta Edwards til að gæta okkar fjárhagslegu hagsmuna í öllu þessu.

    Ef þetta væri lánsdíll sem kostar okkur ekki of mikið og hægt væri að skila honum að ári liðnu ef hann nær ekki fyrra formi þá kæmi þetta til greina að mínu mati. Helst myndi ég vilja sjá okkur finna aðra yngri leikmenn sem henta núverandi leikkerfi betur. Mér er líka meinilla við að aðstoða Barca úr snörunni sem er um háls þeirra fjárhagslega og við værum að styrkja andstæðing okkar í CL ef svo væri. Coutinho er einnig bestur í stöðunni hans Mané vinstra megin í sóknartríó og mér finnst ekki þörf á að hrófla of mikið við því jafnvægi þar sem Mané hefur aldrei verið betri.

    Niðurstaða: Nei, nema Klopp vilji það og Edwards fari hamförum fjárhagslega í dílnum.

    3
  12. Ég er aðeins á báðum áttum en hallast þó að “JÁ” ef svo óliklega vildi til að þessi lánsdíll væri á borðinu. Vissulega smá hætta á að þetta trufli eitthvað en treysti Klopp til að díla við slíkt. Coutinho myndi klárlega styrkja hópinn talsvert og auka samkeppnina enn meira. Þetta væri líka flott statement sem kítlar hégómann hjá manni – svona sem bónus?. Set þó svona 5% likur á að þetta gerist.

    3
  13. Ég sagði nei, hann fór punktur, hann fór því að hann vildi ekki vera áfram með okkur í uppbyggingunni og elti sinn draum.

    1
  14. Kúturinn tikkar í öll þau box sem ég myndi vilja sjá hjá leikmanni sem við myndum kaupa til að rótera sókninni og miðjunni. Skil ekki alveg menn sem segja að hann vinni enga varnarvinnu, mér fannst hann helvíti sprækur að hlaupa til baka á Copa America. Ég er svo a því að ef hann kemur til baka og stendur sig vel að það muni senda sterk skilaboð til leikmenna sem finni sig hjá okkur að þeir muni njóta góðs af því að vera hjá okkur til frambúðar. Svo ég myndi klárlega taka hann til baka ef að það er eitthvað sem Klopp myndi gera.

    3
  15. Má ath fyrir rétt verð og laun. Sem nb eru töluvert mikið lægri en Barca borgaði.

  16. Bottom line í þessu öllu er auðvitað hvað Klopp vill. Ef hann vill fá hann til baka þá myndi ég styðja þá ákvörðun 100%. Ef Klopp vill hann ekki, þá myndum við örugglega nánast öll styða það líka.

    Annars er áhugavert að velta fyrir sér hvernig þetta væri ef Coutinho væri ekki fyrrverandi Liverpool leikmaður, en allt annað óbreytt. Myndum við ekki a.m.k. gjóa augunum til slíks leikmanns? Reyndar væri aldurinn svolítill mínus.

    En ég held að það sé klárt mál að framkoma Coutinho þegar hann vildi losna er líklega það sem er einna erfiðast að horfa framhjá.

    4
  17. Sælir félagar

    Það sem Klopp gerir í þessu máli er það sem ég mun styðja. Mínir fimmaurar á þennan möguleika eru þessir: Það eru meðmæli með enska boltanum og Liverpool að Coutinho vilji koma til baka. Grasið er einfaldlega grænna á Anfield en Nývangi. Það er ástæðulaust að hjálpa þessum skítaklúbbi sem Barca er. Ef hinsvegar er hægt að fá Coutinho fyrir hluta af því sem þeir skulda LFC, t. d. helminginn, hann samþykki launalækkun í það sem LFC finnst hæfa og ef Klopp vill fá hann þá er það fínt. Það er ekki spurning að Coutinho gefur möguleika gegn 11 manna varnaliðum sem erfitt er að brjóta á bak aftur. Ég setti já á þeim forsendum sem ég taldi hér upp en í reynd er mér sama.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3

Bradford City 1-3 Liverpool

Gluggaspurningar & svör