Byrjunarliðið gegn Bradford City

Leikur til styrktar Darby Rimmer MND Foundation

Æfingaleikur nr.2 þetta sumarið fer senn að hefjast og að þessu sinni er það gegn Bradford City á Valley Parade í Vestur-Jórvíkurskíri. Líkt og í síðasta leik þá spilar hver leikmaður 45 mínútur og öllum skipt út í hálfleik (nema einum).

Byrjunarliðin hafa verið kunngerð og það eru litlar breytingar frá uppstillingu síðasta leiks.

Fyrri hálfleikur: Mignolet, Clyne, Phillips, Lovren, Larouci, Milner, Lallana, Oxlade-Chamberlain, Wilson, Kent, Brewster.

Seinni hálfleikur: Mignolet, Hoever, Matip, Gomez, Lewis, Fabinho, Woodburn, Jones, Duncan, Origi, Millar.

Viðbótar varamenn: Atherton, Johnston.

Lovren kemur inn fyrir Gomez í fyrri holninguna en að öðru leyti er hún eins frá leiknum gegn Tranmere Rovers. Seinni hópurinn breytist smávægilega en Mignolet heldur stöðu sinni í markinu og tekur allan leikinn þar sem að hinn ungi Jaros meiddist á olnboga á æfingu. Gomez tekur stöðu George Johnston í hafsentinum en sá síðarnefndi var minnst sannfærandi af ungliðunum í síðasta leik. Þá kemur Liam Millar inn í sóknarlínuna fyrir Paul Glatzel sem því miður meiddist alvarlega á hné en von er á niðurstöðu með það bráðlega. Leikmennirnir Henderson, Alexander-Arnold, van Dijk og Wijnaldum sem mættu í gær til æfinga koma ekki til greina í dag og verða hvíldir fyrir USA-ferðina ásamt Sepp van den Berg.

Leikurinn hefur einnig meiri þýðingu heldur en eingöngu æfingargildi en hann er styrktarleikur fyrir Darby Rimmer MND Foundation góðgerðarsjóðinn. Sjóðurinn er stofnaður af hinum uppalda Liverpool-leikmann Stephen Darby sem lék síðar næstum 200 leiki með Bradford City og Chris Rimmer stuðningsmanni LFC en báðir fengu þeir MND-sjúkdóminn (Motor Neuron Disease) eða Hreyfitaugungahrörnun sem er oft banvænn sjúkdómur sem herjar á hreyfitaugar líkamans, sem bera boð til vöðvanna. Sjúkdómurinn veldur máttleysi og lömun í höndum, fótum, munni, hálsi og fleiri líkamshlutum. Stephen Darby þurfti að leggja skóna á hilluna eftir að greinast með sjúkdóminn og leikurinn er spilaður til sjóðnum sem hann og Chris Rimmer stofnuðu. Ítarlega er fjallað um þetta í þessu hjartnæma myndbandi á heimasíðu Liverpool FC.

Byrjunarlið Bradford er komið og það er eftirfarandi:

Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!

YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.

7 Comments

 1. Þvílíkt frábært, skemmtilegt, æðislegt og rautt þetta lið er sem við teflum fram í fyrri hálfleik.

  P.S.
  Man. Utd. er bóla

  2
  • Liverpoolfc.tv borgar 680 kr á mánuði
   Sýnir alla leikina á undirbúningstímabilinu

   3
 2. Mjög athyglisvert að sjá Lallana í varnartengiliðnum. Hann kemur mjög vel út og góð hugmynd að hafa leikmann sem er svona góður á boltann í þessari stöðu. Ef hann er nægjanlega góður varnarlega þá er það mjög góður möguleiki að hafa hann þarna í vetur. Hann er allt öðruvísi leikmaður en Fabinho, töluvert teknískari og virkilega góður fyrir sóknarleikinn.

  Mignolet hefur greinilega verið að æfa með Alison. Hann er farinn að spila boltann frá sér með fótunum. Það hefur svo sem ekkert reynt á hann.

  Rangstöðu markið sem Bradford skoraði var kannski ekki eins mikið neyðarmerki og virðist í fyrstu. Rangstöðutæknin var allavega að virka.

  Framlínan var ekkert áberandi góð en það er kannski vegna þess að það er erfitt að spila á móti liði sem liggur svona aftarlega.

 3. Frekar lélegur seinni hálfleikur. Hann var reyndar fínn varnarlega fyrir utan eitt klaufalegt víti sem liðið fékk á sig en sóknin var algjörlega bitlaus. þetta var bara æfingarleikur og því kannski ekki hægt að ætlast til of mikils eða draga of miklar áliktanir.

  1

Vinnan bakvið tjöldin

Bradford City 1-3 Liverpool