Engin stór leikmannakaup í sumar?

Liverpool hefur alveg frá því síðasta leikmannaglugga lokaði gefið það út með mismunandi hætti að þessi sumargluggi yrði líklega rólegur. Því miður virðist það ætla að verða staðreynd m.v. byrjunina í sumar og þá orðróma sem hafa verið í tengslum við Liverpool.

Það sem helst hefur verið til umræðu er Pepe frá Lille og Bruno Fernandez frá Sporting. Mjög góðir leikmenn báðir sem ég man reyndar ekki til að hafa heyrt um fyrir svona ári síðan. Veðbankar lækkuðu stuðla þess efnis að Fernandez væri að koma til Liverpool umtalsvert í gær en það virðist ekkert vera á bak við það og hann jafn ólíklegur og áður til að vera svo mikið sem á radar hjá Liverpool.

Pepe orðrómurinn var svo að fá sá vængi í kvöld en var auðvitað slegin hressilega niður um leið

Magnað ef Liverpool er farið að hafa samband við félögin að fyrra bragði til að tilkynna þeim að þeir hafi ekki áhuga á leikmönnum!

Væri fróðlegt að gera úttekt á því hvað Evrópumeistarar hafa gert á leikmannamarkaðnum í kjölfar þess að vinna Meistaradeildina, sérstaklega ef einhver þeirra gerði ekkert?

13 Comments

 1. Verður samt Galið ef við leggjum í annað tímabil með ekkert alvöru Cover fyrir fremstu þrjá! getum ekki treyst á lukkunna endalaust að þeir meiðist ekki neitt :O Í sjálfu sér er byrjunarliðið virkilega sterkt og breiddinn nokkuð góð enn einn leikmaður sem getur leyst fremstu þrjá væri virkilega gott ásamt vinstri bakverði. Væri ekki hægt að kvarta undan þeim glugga í sumar.

  2
  • Erum samt með cover sem var ekki á síðasta tímabili í Ox, það er alveg sterkt. Enn er sammála þér það væri frábært að fá inn einhverja leikmenn

   1
   • Uxinn hefur spilað eina af þessum þremur stöðum, aldrei séð hann uppá topp eða vinstra megin. Shaq var að covera þá stöðu á meðan að Uxinn var meiddur, veit ekki hvernig hann fúnkerar úti vinstra megin. Annað hvort fá bæði Wilson (vinstra megin), Brewster (uppá topp) og Uxinn (hægra megin) séns og traust en þá er backupið þannig skipað….tveir menn sem voru meiddir allt tímabilið í fyrra, Wilson sem hefur aldrei spilað leik fyrir Liverpool en stóð sig vel á láni í Championship og það veit enginn hvernig samningaviðræður við Lord Origi ganga. Ég held reyndar að það sé öruggt að LFC versli tvo leikmenn í sumar (+Van der Berg sem er kominn) til að replace-a þá sem runnu út á samning, hlítur bara að vera, er ekki bara verið að reyna að beina athyglinni annað svo með geti klárað þetta í friði.

    2
 2. Þegar Fabinho kom til okkar var ekkert búið að orða hann við okkur. Sama má segja um VVD en hann kom til okkar í janúarglugganum en hann var ekkert orðaður við okkur á þeim tíma (var hins vegar orðaður við okkur í sumarglugganum áður). Ég gæti því alveg trúað því að við kaupum óvænt einhvern leikmann þótt að hann verði lítið orðaður við okkur.

  YNWA

  8
 3. Ég er 100% viss um að Liverpool séu á fullu að vinna í leikmannamálum. Staðan er samt þannig að núna er verið að fínapússa liðið en ekki fylla það að góðum leikmönum sem hægt er að móta í frábært lið(það er búið og gert).
  Í fínpússun þarf að vanda valið enþá betur og þurfa þeir sem eru keyptir að vera í þeim gæðum sem bæta lið okkar án þess að skemma klefan. Svo að það þarf hæfileika + alvöru karakter sem stefnir á toppinn en samt tilbúinn að klappa fyrir liðsfélögum sínum þegar vel gengur(jafn sjaldgæft og hreinskilin stjórnmálamaður).

  Liverpool eru komnir á þann stað að umboðsmenn og leikmenn nota okkur til að hækka launin sín á næsta samning og er bara gott að vera í þeiri stöðu því oftast en ekki þá höfum við verið að elta leikmenn sem hóta því að önnur lið séu líka inn í myndinni.

  Ég er viss um að við sjáum fljótlega í byrjun júlí nýjan leikmann og er ég viss um að við munum verða sáttir með þau kaup því að það þarf ekkert annað en að sjá árangur Liverpool undanfarinn ár í leikmannamálum að það er eins og Klopp og félgar vita 100% hvað þeir eru að gera.

  YNWA – Evrópumeistara 2019 🙂 finnst gaman að skrifa þetta, tala um þetta og hugsa um þetta.

  12
 4. Það skiptir ENGU máli hvað hver blaðasnápurinn segir, þeir vita bara EKKERT hvað er að gerast bakvið tjöldin, eins og sýndi sig í fyrra. Ég held að Liverpool kaupi tvo leikmenn fyrir 16 manna hóp, og svo vonandi þennan unga Hollenska hafsent. Ég bíð samt bara rólegur, Klopp er með þetta allt á hreinu. Liðið byrjar væntanlega æfingatímabilið án Salah, Mane og Firmino, sem allir eru í landsliðs verkefnum. Ef þeir komast alla leið þá vantar okkur bara framherja takk fyrir, eða hvað ?

  4
 5. “Verður samt Galið ef við leggjum í annað tímabil með ekkert alvöru Cover fyrir fremstu þrjá! ”

  Uuuu eru Origi og Shaqiri virkilega ekki alvöru cover fyrir fremstu þrjá leikmennina? Er ég þetta ekki annars Liverpoolsíða ? Man ekki betur en Origi sem skoraði tvö mörk gegn Barcelona og síðan í úrslitaleiknum gegn Tottenham, mark sem tryggði okkur endanlega Englandsmeistaratitilinn ? Origi skoraði sjö mörk og Shaqiri skoraði sex mörk á tímabilin. Samt var Shaqiri meiddur bæði í janúar og Febrúar og Origi var lengi vel aftar í goggunarröðinni en Daniel Sturridge, Svo veit ég ekki betur en Ryan Brewster sé mjög mikið gull í augum Klopp og hann vilji gefa honum aukin tækifæri í byrjunarliðinu. Chamberlain spilaði sem vængmaður hjá Arsenal og ég hef séð hann leysa þessu stöðu af í hluta leik þegar Mane var tekinn út af.

  Það má svo sem biðja um meiri breidd í framlínunni en að halda þvi fram að Liverpool hafi ekki alvöru Cover í þessari stöðu er fullkomnlega fáranlegt. Hópurinn er mjög breiður en mér sýnist meiri köllun eftir breidd annarsstaðar. t.d í bakvarðarstöðunum en Milner og Gomez eru backup þar fyrir Robertson og Trent Alexsander.

  9
 6. Okkur vantar cover fyrir Robertson ef einhver verður keyptur er það í þá stöðu myndi ég giska og svo ef eitthvað myndi detta upp í hendurnar á félaginu. Þá mun félagið kaupa markmann ef Migs fer frá félaginu, en miða við verðmiðann er það asni ólíklegt.

  2
 7. Við förum varla að kaupa Bruno Fernandes eða Pepe nema einhver af fremstu þremur fari. Mjög ólíklegt að við ætlum að eyða háum fjárhæðum í bekkinn eða að menn sem hafa aðra kosti vilji koma til þess að sitja á bekknum.

  Það er erfitt að líta framhjá framlagi Origi á þessu tímabili. Þrátt fyrir það efast ég um að hann sé framtíðarmaður hjá okkur. Hann yrði líklega seldur ef það kæmi nógu gott tilboð.

  Við eigum líka eftir að sjá hvað Klopp vill gera við Harry Wilson.

 8. Sæl og blessuð.

  Það reyndist okkur dýrkeypt að hvíla nánst allt liðið í bikarkeppni og nú er liðið á mörgum vígstöðvum. Dýrir fætur fá að spreyta sig og sanna sig í bikarkeppni. Klopp er þolinmóður og hleypir engum á stóra svðið nema að undangengnum löngum undirbúningi. Pepe og fleiri þurfa því ekki að ýta neinum til hliðar. Svo vitum við að Chambo, vinur vors og blóma, getur allt eins tekið tíma í að finna fjölina sína og við vitum aldrei hvernig leikmenn koma undan löngum meiðslum. Postulínið hann Keita er ekki ólíklegur heldur til að verma sjúkrabekkinn. Það er þvi hreint ekki víst að breiddin verði eins mikil og við kynnum að ætla.

  En Mbappe er minn óskakandídat.

  3
  • Hvað segiru, reyndist það okkur dýrkeypt að hvíla lið í bikarkeppnum?
   Ég var nú bara nokkuð sáttur við að liðið náði 97 stigum og hafði orku í að klár meistaradeildina með bikar 🙂
   Liðið okkar sem datt út gegn Wolves í FACUP 1-2 á útivelli(ath Úlfarnir sterkir á síðasta tímabili)

   Mignolet, Moreno, Lovren, Fabinho, Millner, Keita, Shaqiri, Sturridge og Origi með kjúklingunum Curtis Jones og Rafael Camacho.
   Firmino og Salah spiluðu síðustu 20 mín í leiknum.

   Þetta er bara sterkt lið hjá okkur en einhvertíman þurfti Andy/Trent/Dijk/Mane að fá hvíld.

   Ég vill ekki að við fórnum FACUP en mér finnst Klopp ekki vera að gera það með þessari uppstillingu en hann veit að forgangurinn var deildinn og meistaradeild og þarf hann að hvíla menn einhverntíman og FACUP/Deildarbikar væru þá staðirnir til að gera það.

   2
   • Já, það er auðvitað ekki hægt að gráta neitt á þessu tímabili nema einhver tvö stig sem við hefðum átt að fá til viðbótar! Auðvitað var flest frábært en í janúar rann samt enski bikarinn okkur úr greipum.

    Þegar við hvíldum allt úrvalsgengið í bikarleikjum – þá gerðist tvennt: 1. Við duttum út úr báðum bikarmótunum og 2. Duttum niður um gír í deildinni og horfðum upp á versta skeið vetrarins í kjölfar langrar frílotu. Í baksýnisspeglinum góða þá hefði breiðara lið: 1. haldið okkur inni í bikarmótum, með möguleika á fleiri dollum 2. forðað okkur frá löngu hléi sem leiddi til ,,versta” skeiðs vetrarins.

    Já, ég veit … mikið vill meira.

    3
 9. Í fyrra var fljótt slegið til, Fabiniho og Allison teknir í hús, ekkert hik. Hart á litið er ekki nein beisikly þörf á viðbót, en það má alltaf finna þörf á skeifum til vara. En höfum í huga, Liverpool fær þann sem þeir vilja, hver það verður er bara spurningin. Bestir í Evrópu, love it.

  YNWA

  2

Breiddin hjá Liverpool og Man City

Gullkastið – Hvar og hvernig er hægt að styrkja Liverpool?