Leikjaplanið komið í loftið

13.júní er mættur og leikjaprógrammið okkar um leið.

Enska deildin sýnir enn á ný hvaða lið er aðallið deildarinnar, því auðvitað verða Evrópumeistararnir látnir opna deildina föstudagskvöldið 9.ágúst þegar nýliðar Norwich koma í heimsókn. En ekki hvað!

Síðan rúlla þeir leikirnir hver af öðrum. Fljótt á litið sýnist manni stóra verkefnið verða desember, 6 leikir sem hefjast á Merseyside derbyinu á miðvikudagskvöldi á Anfield. Auk þessara 6 leikja verður svo skroppið til Qatar að leika um heimsmeistaratitil félagsliða og hver veit nema að við verðum enn í deildarbikarnum.

14 daga leikjafrí er nú innbyggt í planið og verður í febrúar og lokamánuðurinn þegar við verðum á kafi í því að tryggja okkur titilinn býður ekki upp á smá endatafl. Útileikir við Arsenal og Newcastle og heimaleikur við Chelsea verða þrír síðustu leikir tímabilsins, alvöru endir þar!

Leikjalistann er að finna hér svo að fólk getur farið að líta til leikja til að skoða, á næstunni kemur í ljós hvort við hendum upp kop.is ferðum og þá líka hvort að tenglar verða uppfærðir á síðunni með aðgang að miðum á leikina.

Fyrsta skref mótsins er að sjá prógrammið, það býr til niðurtalninguna sem nú er letruð í stein, það eru 57 dagar fram að fyrsta leik Liverpool á leiktíðinni 2019 – 2020.

Gleðifrétt á fimmtudegi!!!

10 Comments

 1. Þetta verður eitthvað, stefni á Kop ferð og langar hreinlega til að hafa hana snemma í haust áður en allt verður kalt og rakt hjá þeim 5. okt kannski,sjáum til.
  Björn

  1
 2. Það eru þrír partar sem maður horfir á í sambandi við leikjaniðuröðun.

  Prógramið í byrjun: Er Hægt að komast á gott run því að maður veit að það tekur alltaf smá tíma að spila liðinu í gang og þægilegt byrjunarprógram myndi hjálpa.
  Norwitch H, Southampton ú, Arsenal H, Burnley ú , Newcastle H og Chelsea ú eru fyrstu 6 leikirnir. Þetta er bara alveg á pari. Allir leikir í þessari deild eru erfiðir en við höfum séð þetta betra og verra.

  Leikja álagið í kringum jólinn: Þarna eru lið að drukkna í álagi og þá tapast oft stig þegar verið er að spila þétt.
  Everton H, Bournmouth Ú, Watford H, West Ham ú, Leicester Ú, Wolves H og Sheff Utd H.
  Álagið verður mikið á þessum tíma og ég tala nú ekki um að það bætist við Heimsmeistaramót félagsliði en tíminn þar á eftir að koma í ljós en líklega verður einhver af þessum leikjum færðir út af því.
  Þetta er bara ágæt prógram en þarna eru margir leikir gegn liðum sem ætla sér að blanda sér í Evrópukeppnis baráttu á næsta ári W-inn þrjú er alltaf erfitt, Everton heima þarf ekki að kynna fyrir neinum og Leicester er alltaf rétt fyrir neðan top 6 liðinn í gæðum(eins og Everton). Við sluppum samt við leik gegn top 6 lið sem er fín en þarna þarf að nota leikmannahópinn vel.

  Endirinn á tímabilinu: s.s ef það sést að við erum að berjast um eitthvað sniðugt hvernig er lokaspretturinn.
  Aston Villa H, Brighton Ú, Burnley H, Arsenal Ú, Chelsea H og Newcastle Ú
  Fyrstu þrír líta vel út(reyndar Man City ú á undan) en við fáum rosalegan endir gegn tveimur top 6 liðum sem verða liklega að berjast um eitthvað og Newcastle úti er mjög krefjandi(já nema fyrir Origi)

  Það má alltaf pæla í svona leikjaprógrami en þegar upp er staðið er þetta bara allir leika við alla heima og úti sá sem fær flest stig vinnur og þýðir ekkert að væla yfir hvenær maður spilar við ákveðinn lið.

  YNWA – Maður er starx farinn að hlakka til 🙂

  8
 3. Hvenar koma stadfestir leikdagar Td a leik Liverpool og Tottenham SEM settur ER 26 oktober ? Hvenar veit madur hvort hann Verdi a laugardegi EDA sunnudegi ? Madur getur ekki keypt ser flug nema ad vita tad. Synist nuna easyJet Vera ad fljuga bara a midvikudogum og sunnudogum til Manchester SEM ER mjog slæmt tvi ef leikid ER a sunnudegi ER morgunflug heim og ta myndi madur missa af leiknum ef hann ER a sunnudegi.

  Icelandair flygur held eg a fostudegi og manudegi tar ER eg bara ad fa upp einhver galin verd.

  Endilega ef einhver ER med Tessa hluti a hreinu ma hann setja tad herna inn bædi med fasta leikdaga og ta flugàætlanir til manchester

  3
 4. Já, nú verður maður að leggja hausin í bleyti.

  Byrja reyndar á pre-season leik 28. júlí í Edinburgh. Liverpool vs. Napoli og verðið: 40.70 pund. = 6.571 í einkabankanum nú. 🙂

  3
 5. getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju fyrri hlutinn og seinni hlutinn raðast ekki eins í EPL? Veit að þetta hefur verið svona í mörg ár

  1
 6. Er Afríkukeppnin í janúar eða er búið að færa hana í júní/júlí ?

  • Það er búið að færa hana, hún byrjar held ég eftir tvær vikur.

   1
 7. Viddi Skjoldal, það er tilkynnt um tilfærslur út af sjónvarpsleikjum oftast með ca 2 mánaða fyrirvara. Þetta er gert í einhverjum gusum, kannski ca 6 umferðir í einu. Leikur seint í október er því líklegur til að koma í tilkynningu nr. 2, sem gæti verið einhvern tímann í lok ágúst/byrjun september. Mögulega nær hann þó að detta inn í fyrstu tilkynningu, finnst það þó ólíklegt. Stórleikur eins og Liverpool – Spurs verður pottþétt færður út af sjónvarpi, frekar miklar líkur á að hann verði á sunnudegi.

  1
 8. Samkvæmt leikjaniðurröðun fer Liverpool augljóslega ósigrað í gegnum mótið

  12
 9. Ráð óskast. Hvernig er best að verða sér út um miða á anfield an þess að kaupa einhvern pakka með hóteli og tilheyrandi.

Gullkastið – Þjálfaraklám!

Opinn þráður – Hvað er að gerast á markaðnum?