Varabúningurinn 2019/20

Er þessi ekki bara að steinliggja hjá New Balance?

22 Comments

 1. Hvernig eru aftur reglurnar, þegar maður vinnur eitthvað lið í Champions League, eignast maður þá búninginn þess?

  23
 2. Þvílíkir húmoristar, mæta til leiks í Tottenhambúningi!

  Annars bara huggulegt. Hef reyndar illan bifur á smekklegum útivallarbúningum. Vorum bestir í umferðarkeiluappelsínugulum, Wow-fjólubláum að ekki sé nú talað um næntís ósköpin sem þeir klæddust, þegar nafni hljóp um vellina.

  Vona að þetta boði ekkert slæmt.

  4
 3. ES. Hefði viljað fá fuglin í sama rauða litnum og er á ermini en hvað veit ég.

  2
 4. Skora á guðina að gera þriðja útibúninginn neonbleikan eins og þriðji markmannsbúningurinn var á þessu tímabili. Eða þá gulan með rauðum teinum eins og útibúningurinn 1982.

  1
 5. Hefdi viljad hafa kraga en annars virkar hún örugglega vel undir jakkafötum. Ef hún er til i XL er ég sáttur:-)

  3
 6. Rauðu línurnar á ermunum eru að gera það fyrir mig. Geggjaður.

  2
 7. OKEIOKEI!! Þessi er sturluð. Panta mér um leið og þessi fer í sölu.

 8. Eruð þið ekkert að spekúlera hvað Klopp ætlar að kaupa í sumar?

  Verðum við ekki nauðsynlega að fá varamann fyrir Andy Robertson? Ég get ekki hugsað það til enda ef hann meiðist.

  #sillyseason

  1
  • Það verða keyptir menn fyrir Moreno og Sturridge. Hugsa að Milner verði svo backup í hægri/vinstri á eftir Robertson/nýjum og Trent/Gomez. Hann virðist allavegana samkvæmt slúðri ætla sér í sóknarsinnaðan miðjumann, eins og Pepe, sem þýðir að Milner fer aftar í goggunarröðina (Ætla að framleggja um ár samkvæmt slúðri dagsins)

   Svo fáum við auðvitað Ox inn í fullt season, Keita búin með aðlögun og Fabinho verður starter frá fyrsta leik. Hann talar vel um Brewster og mun örugglega spila honum nokkuð af leikjum, ásamt að Origi mun fá fleirri mínútur.

   Ég væri svo til í að gefa Wilson eitt tímabil til að sanna sig hjá okkur eftir frábært ár í Championship. Sá er með öfluga löpp.

   Inn: Ox, Wilson, Brewster, AMC, LB, GK, Clyne?
   Út: Moreno, Sturridge, Migno

   Tilfinningin er að Klopp ætli ekki mikið að hrista upp í þessu heldur gefa mönnum séns á að sanna sig. Enda enginn önnur ástæða til.

   1
   • Clyne kemur ekki aftur, að mínu mati. Enda á hann að stefna að því að vera í byrjunarliði og það fær hann sennilega ekki hjá Liv. Ég er heldur ekki viss með Wilson, veit ekki hversu vel hann passar í kerfi Klopps – nema auðvitað skotfóturinn. Plús það að liðið er einna best mannað á miðjunni í augnablikinu. Að því sögðu held ég samt að Klopp muni bæta við sóknarmiðjumanni eða sambærilegum. Það þarf nauðsynlega að þétta fremstu raðir.

    1
  • Ef það er eitthvað sem ég óska mér í sumar að þá er það að sjá De Light í okkar ástkæru treyju og þar á meðal þessari sem verið er að kynna til leiks í þessum þræði.
   Annars er þessi treyja að steinliggja og er ekki frá því að ég versli mér eitt stk.

   2
   • Sammála. Vil fá hann enda liggur það beint við að hann komi til okkar. VVD og De Light, já takk!

    2
 9. Nicolas Pepe frá Lille mkið orðaður við okkur núna….veit ekki baun um þennan leikmann annað en hann skoraði 24 mörk i frönsku deildinni i vetur

 10. töff þessi, mann ekki eftir lfc í blaúm buxum. vona að 3 búningurinn verði í einhverjum
  geðveikum skærum litum. Appelsínubuningurinn var mjög töff.

  Treyja 1 og 2 í ár steinliggja.

  eigið gott sumar Pooolarar.

 11. Ég bið ykkur að afsaka linkinn nr. 15. Þarna VAR skruggumarkið sem Andy skoraði fyrir Skotland á dögunum, en Messi bara vildi endilega troða sér…

 12. Og sammála Inga Sig. Vona að þriðji búningurinn verði algjörlega TOXIC NEON!

Istanbul eða Madríd?

Opinn þráður – Leikir fyrir næsta tímabil