Tveir Evrópumeistarar farnir

Það kemur ekkert á óvart en Liverpool greindi frá því í dag að þeir Daniel Sturridge og Alberto Moreno fái ekki framlengingu á samningum sínum við Liverpool og séu því farnir frá félaginu.

Alberto Moreno hefur lítið sést á leiktíðinni og stefndi alltaf í að hann myndi fara í sumar og Daniel Sturridge átti erfitt uppdráttar hjá liðinu undanfarin ár vegna meiðsla. Hann var lánaður til WBA á síðustu leiktíð og virtist ekki inn í myndinni hjá Klopp, snéri til baka í flottu formi í fyrra sumar og vann sig inn í hópinn. Skoraði nokkur góð mörk og þá sérstaklega stórglæsilegt jöfnunarmark í lok leiks gegn Chelsea í fyrri deildarleik liðana snemma á leiktíðinni og skoraði gott mark gegn PSG.

Sturridge gekk til liðs við Liverpool í janúar 2013 og skoraði 68 mörk í 160 leikjum fyrir Liverpool. Alberto Moreno kom til liðsins sumarið 2014, byrjaði vel en undanfarin ár hefur hann ekki átt fast sæti í liðinu. Hann spilaði 141 leik fyrir Liverpool.

Þeir stimpla sig út á besta mögulega hátt frá Liverpool og kveðja sem Evrópumeistarar. Við þökkum þeim auðvitað fyrir margar góðar stundir og óskum þeim góðs gengis í þeim verkefnum sem þeir takast á við eftir sumarið (nema ef þeir fara til mótherja Liverpool þá óskum við þeim ekkert rosalega góðs gengis!).

Embed from Getty Images

Embed from Getty Images

26 Comments

 1. Virka báðir á mann sem topp karakterar og mjög góðir í hóp. Sturridge er mjög vinsæll hjá ungu stákunum og í Moreno er Firmino líklega að missa sinn besta vin hjá félaginu.

  Ferill beggja hjá Liverpool hefur hinsvegar við töluvert vonbrigði svo vægt sé til orða tekið. Sturridge fékk risasamning árið 2014 eftir eina frábæra tímabilið hans á ferlinum og hefur aldrei staðið undir broti af því síðan og fer núna loksins þegar samningurinn rennur út. Auðvitað lítið sem hann getur gert í þessum meiðslum en undanfarin fimm ár hefði Liverpool ansi oft haft mikil not fyrir alvöru sóknarmann á þeim launapakka sem Sturridge var með. Get alls ekki sagt að ég komi til með að sjá mikið eftir honum.

  Moreno held ég að hafi alveg burði til að eiga góðan feril eftir Liverpool og verður alveg eftirsóttur á frjálsri sölu. Hann var oft gerður að blórarböggli í varnarlínu sem var sem heild illa samansett og léleg. Hann gerði sig oft sekan um slæm mistök rétt eins og félagar sínir en fékk einnig ansi oft full mikið af skömmum sem hefði alveg eins verið hægt að beina að félögum hans í vörninni. Persónulega var ég ekki hrifin af Milner sem vinstri bakverði og fannst hann dala hrikalega eftir góða fyrstu 2-3 mánuði í þeirri stöðu. Bætti litlu sem engu við Moreno sem vann stöðuna aftur í byrjun síðasta tímabils og stóð sig ágætlega þar til hann meiddist. Andy Robertson fékk þá loksins sénsinn og hefur síðan þá þróast í einn besta (ef ekki besta) vinstri bakvörð í heimi.

  Þetta eru báðir leikmenn sem Klopp fékk í arf og verður ekkert sérstaklega mikið saknað af stuðningsmönnum liðsins. Liðið hefur blessunarlega þróast framúr þeim. Auk þeirra fara núna í sumar (eða í síðasta janúar) leikmenn eins og Markovic, Ings og líklega Clyne. Allt leikmenn á aðalliðshóps launum. Mignolet og Lallana eru alveg örugglega til sölu einnig. Þetta væri ansi góð tiltekt á stuttum tíma.

  14
 2. Sæl og blessuð.

  Moreno fannst mér í besta falli réttur maður á röngum stað þarna í vörninni. Sá hann alltaf fyrir mér á kantinum – hvellsnöggur og skotfastur og örugglega brúklegur í hápressuna. Vandamálin hrönnuðust upp þar sem hann átti að standa sína pligt í bakverðinum. Hann var mistækur í þeim efnum og við getum mögulega kennt honum um amk einn evrópubikarúrslitaleik.

  Sturridge var mögulega líka betur settur nær miðjunni en hann var enginn maður í þetta Kloppkerfi og mun vafalítið njóta sín vel í öðru liði með annars konar spileríi – jafnvel Arsenal.

  Clyne og Ings eru svo gott sem farnir. Skil ekki enn þá ákvörðun að senda Clyne á lán og að hann skyldi vilja fara! Hann hefur svo sem lítið sýnt með þeim rauðröndóttu.

  Nú ættu þeir að koma magnaðir til vinnu í haust – Keita, eftir heilt ár í aðlögun og Chambo – fullfrískur. Það verður gríðarleg bæting. Fróðlegt verður að fylgjast með þessum ungu – hvað verður með Grujic sem enginn heldur vatni yfir? Er ekki þörf á slíku trölli nú þegar við erum á sjö vígstöðvum næsta vetur? Woodburn, þessi magnaði talent, hvað ætli hann taki sér fyrir hendur? Stjarna hans hefur fremur hnigið en hitt. Ætli hann nái að bæta sig í sumar og verði til taks á bekknum og í bikarmótum?

  Svo ætti lið sem hreinlega syndir í pundum þessa dagana að fara að gleðja okkur með fimm stjörnu kaupum. Stórstjarna gæti borgað sig upp í treyjusölu á hálfu ári! Ég játa að ég man ekki hvenær við fengum síðast til liðsins einhvern gaur sem hafði raunverulega meikað það á risastóra sviðinu?

  En hvað veit ég?

  4
 3. Þetta verður gríðarlega spennandi sumar að mínu mati, ekki vegna þess að við séum að fá til okkar einhverja stórleikmenn (James Maddison telst líklegur saem fyrstu kaup), heldur einmitt vegna þeirra sem fara frá okkur. Fyrir utan að Moreno og Sturrage eru á útleið er ég mjög spenntur að sjá (eins og Lúðvík hér fyrir ofan bendir á) hvað verður um Grujic.
  Skil reyndar ekkert af hverju hann hefur ekki þótt nothæfur hjá Liverpool. Mig minnir að hann hafi staðið sig ágætlega í þessi fáu skipti sem hann hefur verið í rauðu treyjunni.
  Ég er a.m.k. spenntur að fylgjast með þróun mála hjá Evrópumeisturunum 🙂
  Yndislegt að geta orðað þetta svona 🙂

  6
 4. Get ekki ímyndað mér að Maddison (er hann ekki framliggjandi miðjumaður) sé að fara koma. Miðjan okkar var í síðasta leik Gini, Hendo og Fabinho. Er Maddison betri en þeir? Efast stórlega um það. Á bekknum á miðjunni eru Oxlade Chamberlain, Keita, Milner og Lallana….shjitt ég held að allir þeir séu líka betri heldur en Maddison. En hvað veit ég, kannski er Maddison óslípaður demantur.

  Vonandi verður keyptur einhver baneitraður sóknarmaður. Mané er minn maður, einn sá besti í heiminum í dag að mínu mati. Salah og Firmino svosem ekki beint lélegir heldur. En ég væri til í einn rosalegan til að vera með þeim. Síðan mega Shaqiri og Origi slátra Brighton og svoleiðis liðum.

  3
 5. Ég er sammála Hafliða varðandi þessar sögusagnir. Finnst flestar af þeim ekki meika sens og bera vott um að það sé búið að setja rennilás fyrir kjaftinn á nánast hverjum einasta manni sem annast leikmannakaup hjá Liverpool. T.d er Mark Kruse orðaður við Liverpool og leyfi ég mér að stórefast um þær sögusagnir því hann er 31 árs gamall. Hingað til hefur kaupastefna Liverpool gengið út á að kaupa unga stráka og halda þeim í mörg ár. Reyndar hafa eldri leikmenn verið keyptir en þá á mjög lágu verði eins og t.d Ragnar Klavan, þannig að það er ekki gott að segja.

  Varðandi Madison, þá finnst mér þau kaup ólíkleg, því mér finnst eins og Liverpool þyrfti frekar á einhverjum varnartengilið sem gæti barist við Fabinho um sæti. Madison er sóknartengiliður og við eigum nóg af þeim.

  Annars frekar skondið hvað þessar sögusagnir eru sannfærandi og í 99.5 % tilvika er ekkert til í þeim. FInnst eins og það þurfi að breyta hefðinni. Það þurfi að vera áræðanlegri heimildir. T.d umboðsmaður leikmanns sem staðfestir áhuga á leikmanni eða einhver framkvæmdarstjóri. Þetta fyrsta apríl “allan ársins hring” gabb hjá blaðamönnum er frekar þreytandi.

  3
 6. Ég ætla að koma með óvinsæla skoðun.
  Mér finnst að við ættum að selja Divock Origi

  Origi er búinn að vera að hjálpa okkur af bekknum í vetur með sigurmörkum gegn Everton/Newcastle, tveimur mörkum gegn Barcelona og svo auðvita mark í úrslitaleiknum. Þetta voru stórkostleg moment sem munu aldrei gleymast EN

  Já það er auðvita frábært að hafa leikmann sem er að skora en hans leikur er samt oft mjög ósanfærandi og þarf hann að bæta sig á svo mörgum sviðum leiksins. Ég er nefnilega ekki viss um að hann geti verið þessi bjargvætur áfram og ef við ætlum að gera langtíma samning við kappan þá þurfum við sóknarmann sem getur barist við Firmino um stöðu framherja og ég er ekki viss um að Origi getur það.

  Hann er ungur og með Klopp ætti hann að geta bæt sig en þetta minnir mig á ákveðin Ísrael leikmann sem kom til okkar 1990 raðaði inn mörkum og hjálpaði okkur að vinna deildina en svo hægt og rólega varð þetta að engu hjá kappanum þótt að miningarnar af RR séu góðar.

  Ég horfði á t.d úrslitaleikinn aftur og þar kemur Origi inn og skorar auðvita þetta stórkostlega mark en leikur hans fyrir utan það var lélegur, lélegar snertingar, lélegar sendingar og rangar ákvarðanir. Það má alltaf segja að það skiptir engu máli á meðan að hann skorar en ég efast um að hann sé alltaf að fara að redda okkur í framtíðinni og þá sitjum við eftir með hvað?

  Ég vona að ég þurfi að éta þetta allt ofaní mig en ég er pínu hræddur um að við gerum langtíma samning við leikmann sem verður lítil notaður og verður svo seldur eftir 2-3 ár eftir að hafa spilað lítið og við þökkum honum fyrir þetta tímabil sem var að enda í staðinn fyrir að finna bara strax meiri gæða leikmann og láta gleði Evróputitils hafa ekki of mikil áhrif á hin raunverulegu gæði Origi(já ég veit að hann er ungur svo að ég segji það aftur)

  YNWA

  7
  • Þú átt pantaðan tíma í Selfosskirkju í kvöld þar sem þér gefst tækifæri til að iðrast og biðjast afsökunar á því að hafa óskað eftir að Origi fari í sumar.

   En svona að gamni slepptu er alveg nóg að selja Ings og losna við Sturridge í sumar. Origi hefur sannað sig sem meira en nógu gott back up og hefur klárlega potential ennþá í að verða alvöru góður sóknarmaður hjá Klopp. Engin ástæða til að ætla að hann sé hættur að þróast núna.

   7
   • Ég er ekki á óska að hann fari ég er að vonast eftir því að við fáum meiri samkeppni við Firmino, því að mér finnst svo svakalegur getu munur á Origi og Firmino. Ég held líka að Origi nennir ekki að vera endalaust back up

    Hlutirnir eru samt fljótir að breyttast í þessum bolta og held ég að það voru ekki margir Liverpool aðdáendur að halda fast í Origi meirihlutan á tímabilinu en ég held að hann hafi snúið þeim nokkrum á sitt band 😉

    Annars er það fyrirliðinn okkar sem held ég að sé að næla sér í æ fleiri stuðningsmenn

    As Liverpool walked onto the podium to celebrate their first trophy under Klopp and the first with Henderson as captain, he asked the manager and James Milner to do the honours of holding “Big Ears” aloft with him. Both immediately declined as they wanted Henderson to be at the forefront alone,” she wrote

    p.s Ég skal keyra framhjá Selfosskirkju og YNWA í gangi sem gæti kannski læknað mig af þessari ósk minni að fá sterkari back up.

    3
   • Sælir félagar

    Ég er algerlega sammála Sig. Einari um Origi. Ég hefi svo sem fengið skammir fyrir að segja að hann sé ekki nógu góður í fótbolta og það er í góðu lagi. En skoðun mín á því hefir ekkert breyst þó ég vilji alls ekki vanþakka þau mörk sem hann hefir potað inn. En sem sagt mín skoðun og ekkert við því að gera og mér er svo sem sama þó gerður verði við hann samningur. Það er þá vandamál sem þarf að leysa þá í framtíðinni.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
 7. Nú er verið að tala um að Liverpool sé búið að blanda sér inní baráttuna með De Ligt ja hérna hér ef rétt reynist þá verður það skemmtilegt að fylgjast með en Barca er auðvitað með puttana í þessu það var vitað en kanski langar De Ligt að spila með besta varnarmanni heims og landa sínum hvur veit ?

  6
 8. Strákar mínir bara það sem Origi gerði í meistaradeildini er nóg til að flest allir stuðningsmenn vilji sjá hann fá nýjan samning við eigum hann það er einungis verið að tala um að framlengja þannig það er alveg hægt að styrkja þessa stöðu og fá annan inn líka með brottfor Sturridge og Ings.

  VIð viljum hafa breiddina frekar en ekki og sérstaklega ef Origi sættir sig við það hlutverk sem hann hefur greinilega gert enda alltaf haldið haus og gert það sem hann var beðin um hverju sinni

  3
 9. Núna er Mignolet að fara frá okkur til að fá að spila meira og okkur vantar leikreyndan markvörð sem að myndi sætta sig við bekkjarsetu, hvernig væri þá að ná í Buffon sem er að fara frá Psg.
  Honum dauðlangar að vinna meistaradeildina og væri þá ekki tilvalið að reyna það með Liverpool.
  Með Allison og Buffon í markinu þá værum við í toppmálum þar.

  Svo er reyndar slúðrið að segja að Mbappe sé búinn að óska eftir sölu frá PSG, vá hvað það væri flottur leikmaður til að ná í.

  5
  • Buffon gaf það út að hann taldi tilboð PSG ekki ásætanlegt(við erum ekki að hafa varamarkvörð á ofurlaunum) og ég er 100% viss um að honum langar ekki að enda ferilinn sem varamarkvörður.

   Mbappe er ekki leikmaður sem mér langar í til Liverpool. Afhverju?
   Kappinn er einn besti leikmaður heims en hann er með Pogba veikina en hún er þannig að leikmaður heldur að hann sé stærri en félagið og að allt liðið eigi að snúast um sig.
   Liverpool fer langt á samheldni og dugnaði svo að ofurstjörnur sem elska að vera í samfélagsmiðlum og vilja frekar vera á forsíðu ensku blaðana en aftaná(þar eru íþróttafréttir) eiga ekki að vera í Liverpool búning undir stjórn Klopp.

   6
  • Já, ef hann nennir að hlaupa eins og vitleysingur og passar inn í kerfið hans Klopps, þá engin spurning. Hringja í hann med det samme.

 10. Er algerlega ósammála því að Origi sé ekki nógu góður í fótbolta. Er ekki þar með að segja að hann sé einn sá besti, en var Solskjer sá spilari, nei en hann ásamt Origi breyttu leikjum, frá tapi í sigur. Horfið á seinna mark Orig á móti Barselona, auðvelt, engan vegin, bolltinn skoppar en hann leggur hann snirtilega inn. Svona klára bara snillar, no matter what, og það undir þessum kringumstæðum. Gull að eiga á hliðarlínuni.

  YNWA

  8
 11. James Maddison er mesta overhype síðan David Bentley var og hét…ef ég fæ sokk eftir nokkur ár þá fæ ég bara sokk….sé amk ekki alveg hvað LFC ætti að gera með þennan gæja á þessum tímapunkti. Sá Van De Beek eða Van der Beek eða Dawsons Creek eða hvað sem hann nú heitir hjá Ajax orðaðan við LFC í slúðrinu nýlega, það væri nú frekar eitthvað.

  4
  • Ef að excel skjalið hjá Graham og Edwards segir að Maddison sé málið þá er hann klárlega málið. Samt sammála þér að maður sér ekki hvar hann á að koma inn í liðið. Lallana er ekki að fara virðist vera, Keita verður klár frá byrjun og Ox er einnig kominn aftur.

   • Heyrði Maddison hafi skapað fleiri færi en Hazard á leiktíðinni. Ef það er rétt þá er það góð tölfræði. Annars er þetta allt í góðum höndum og virðist bara geta orðið betra.

    1
 12. Adam Lallana er ekkert að fara. Þegar þessi strákur er heill í þau fáu skipti á ári þá er hann vinnusamur, teknískur og skapandi leikmaður og eykur hann bara breyddina hjá okkur næsta vetur.

  I’ve got a year left on my contract. I’ll be back, I’ll be training through the summer.
  “I am as eager as ever to get fit because I know when I’m fit I’ve got a lot to give and I can get in this team.”
  Asked by the Press Association if he was staying, Lallana said: “Yeah. Absolutely no question about it. I couldn’t be happier here, winning Champions Leagues.
  “I know my ability and I know what I can give. And the gaffer and his staff and the recruitment guys have all made it clear they know I have a big part to play with what’s to come next, so I’m buzzing with that.
  “No question my future is here and I can’t wait for what’s next.”

 13. Sæl öll og til hamingju með þann sjötta ??????
  Það sem mér finnst best við að vera Poolari í dag er að framtíðin er björt og skemmtileg og svo það besta .. Hef engar áhyggjur af sumar kaupum þetta árið þar sem ég treysti Mr Klopp og félögum 100%
  Hlakka bara til að bjóða þá velkomna sem koma ?

  6
  • Það er vissulega frábært hvað framtíðin er björt hjá klúbbnum en ég er ekki sammála þér að það sé það besta í dag. Það sem mér finnst best við að vera Poolari í dag er að ég er … “Herra Evrópumeistari”

   1
 14. Fjölmiðlar vilja bara selja sig með því að skella fram einhverjum fyrirsögnum um möguleg kaup EVRÓPUMEISTARANNA 🙂 (þarf enn að klípa mig til að trúa þessu). Hvað gerðist í fyrra ? Það var verið að bendla okkur við hina og þessa miðjumenn, en síðan birtist bara einhver Fabinho ????? Það var ENGIN búin að nefna hann einu sinni. Þetta þýðir að klúbburinn er að vinna vinnuna sína og engin sem kjaftar frá núna innan raða LFC. Það er bara frábært, því meiri ánægja 🙂 Ég treysti KLOPP og co fullkomlega fyrir þessu, er ekki einu sinni stressaður yfir þessu núna 🙂 Er bara að njóta nr 6.

 15. Já, alveg rétt! Við erum orðnir sexfaldir meistaradeildarmeistarar… Var næstum því búinn að gleyma því, not!

  Lykke til videre og tusen hjertelige takk til både Sturridge og Moreno!

  Hvar er Plumbus?? Loksins þegar við vinnum eitthvað stórt þá lætur hann sig vanta!

  5
 16. Ég held að það sé alveg klárt mál að við séum að fara að ná okkur í center í sumar. Hver það verður er spennandi spurning. Ef að við erum á eftir De Light að á kostnað hvers verður það? Láta Lovren fara? jafnvel en jeminn eini hvað Matip er búinn að vera geggjaður og hann er nú bara 27 ára, hélt hann væri eldri svo nei við látum hann ekki nwitt fara. Svo megum við ekki gleyma því að á næsta tímabili græðum við extra mega miðjumanninn OX sem er náttúrulega sturlað. Maddison gæti orðið góð viðbót í stað Lallana ekki spurning, ungur og óslípaður sem Klopp gæti gert að súperstjörnu.
  En allavega þetta eru svo mikil forréttindi að vita nánast ekkert hvernig hægt er að bæta þetta stórkostlega lið okkar nema fabúlera eitthvað út í bláin en eitt er víst að in Klopp we trust!

  YNWA

  2

Gullkastið: EVRÓPUMEISTARAR

Istanbul eða Madríd?