Gullkastið – Lokaleikurinn!

Formaður Tottenhamklúbbsins gestur þáttarins

Dagarnir hafa verið lengi að líða eftir lokaumferðinni í deildinni lauk en núna loksins er síðasta vika tímabilsins runnin upp og stutt í stærsta viðburð ársins. Fókusinn var á Tottenham í þessum fyrri þætti vikunnar og samanburð á liðunum. Formaður Tottenhamklúbbsins var með okkur til að ræða sína menn.

Stjórnandi: Einar Matthías

Viðmælendur: Maggi, SSteinn og Birgir Ólafsson formaður Tottenham klúbbsins á Íslandi.

MP3: Þáttur 240

9 Comments

 1. Klopp á 9 leiki með lfc á móti spurs. 4 sigrar. 4 jafntefli. 1 tap. Eru þeir með gott tak á okkur? Hvaðan kemur þessi tölfræði hjá Magga? ??

  5
 2. Síðan 2016
  02 Apr 2016 Liverpool v Tottenham Hotspur D 1-1 Premier League
  27 Aug 2016 Tottenham Hotspur v Liverpool D 1-1 Premier League
  25 Oct 2016 Liverpool v Tottenham Hotspur W 2-1 League Cup
  11 Feb 2017 Liverpool v Tottenham Hotspur W 2-0 Premier League
  22 Oct 2017 Tottenham Hotspur v Liverpool L 4-1 Premier League
  04 Feb 2018 Liverpool v Tottenham Hotspur D 2-2 Premier League
  15 Sep 2018 Tottenham Hotspur v Liverpool W 1-2 Premier League
  31 Mar 2019 Liverpool v Tottenham Hotspur W 2-1 Premier League

  4
 3. Skil ekki hvað fólk er að horfa í síðustu leiki þessara liða. Þeir leikir eru svo mikið aukaatriði, þegar kemur að úrslitaleik. Það er svo ótalmargt sem spilar inn í á aðeins 90 mínútum á báða vegu. En, heilt yfir þá er LFC langt yfir í möguleikum, en það var einnig þannig 2005, þá var AC Mílan langt yfir öllum möguleikum, það fór sem fór sællar mynningar. Alger óþarfi að tvínóna með spána, 2-1 fyrir Liverpool.

  YNWA

  2
 4. Sælir félagar

  Takk fyrir að skemmta okkur stuðningsmönnum og stytta okkur biðina kæru “kop-arar”. Það er auðvitað nhægt að rifja upp tölfræði endalaust hvað varðar samskipti þessara liða en hún breytir bara engu á laugardaginn. Mín spá er Liv 3 Tot 1 og það þarf ekki að ræða. Ég hefi sagt áður eins og Steini og Birgir gerðu að líkurnar eru 60/40 á sigri Liverpool en þær líkur segja heldur ekkert um niðurstöðu leiksins. Leikurinn verður algerlega einstakur hvað sem fortíð og framtíð líður.

  Það er nú þannig

  YNWA

  5
 5. Var að sjá Chelsea Arsenal. Rosalega skrítið að sjá líkamstjáninguna eftir leikinn. Leikmenn Chelsea fagna sigri eins og þeir hafi unnið einhverja litla æfingakeppni og leikmenn Arsenal liggja sárþjáðir grasinu. Fanst Chelsea miklu betra í leiknum ( sá síðustu 70) og ég ber mikla virðingu fyrir boltanum sem Sarri lætur liðið sitt spila. Visst lán fyrir önnur lið í þeirra óláni að þeir geta ekki keypt leikmenn í sumar og líklega að missa sinn aðalleikmann. Þeir hefðu svo sannarlega getað orðið ógnvekjandi með nokkrum leikmannakaupum. Held að það væri glapræði fyrir Chelsea að láta Sarri fara, því hann lætur liðið sitt spila mjög skemmtilegan fótbolta. Þann skemmtilegasta sem ég hef séð Chelsea spila.

  Hvað Tottenham og Liverpool varðar, þá dettur mér ekki í hug að vanmeta Tottenham. Liðið var lengi vel í toppbarátunni en missti af lestinni sökum leikjaálags. Núna er leikjaálagið ekkert á liðinu og það ætti að getað stillt upp óþreyttu og ansi sterku liði. Þar að auki er Harry kane kominn til baka.

  Mér finnst erfitt að spá í leikinn því liðið getur spilað svo mismunandi. Verið Passívt og varkárt eða verið í snarbrjálaðari sókn allan leikinn. Fyrir mér er Tottenham á svipuðum stað og Liverpool var fyrir ári síðan gæðalega, þó þeir spili allt öðruvísi fótbolta og gætu hæglega komist í toppbárattunna á næsta tímabili með réttum kaupum, í réttar stöður.

  Megi betra liðið vinna og vona innilega að það verði Liverpool.

  2

Leið Liverpool til Madrídar

Leið Tottenham til Madrídar