Gullkastið – Lognið á undan storminum

Það eru ennþá heilir 11 dagar í veisluna í Mddríd sem verða góða 48 daga að líða. Fókusinn var því ekki á Madríd í þessum þætti heldur meira hvað sé næst hjá okkar mönnum á leikmannamarkaðnum. Eins snertum við aðeins á vandamálum Man City utanvallar, þrumuskitu UEFA þegar kemur að úrslitaleikjunum í báðum Evrópukeppnunum og enduðum á því að skoða aðeins Arsenal og Chelsea.

Stjórnandi: Einar Matthías

Viðmælendur: Maggi og SSteinn

MP3: Þáttur 239

11 Comments

 1. Sama fyrirsögn og hjá redmentv podcastinu, á sama degi. “When great minds think a like.” XD

  1
 2. Ef það er einhver möguleiki á að fá De Light að þá að fá hann til félagsins.
  Hann er mun betri kostur en Lovren og myndi veita Matip og Gomez harða og verðuga samkeppni. Að maður tali nú ekki um ef þeirra meiðslasaga heldur áfram.
  Er nokkuð viss um að Klopp skoðar þennan dreng alvarlega enda myndi hann og Virgil verða gríðarlega gott miðavarðarpar.

  4
 3. Var alltaf svagur fyrir Chelsea svona nr 2, sérstaklega vegna Peter Osgood á sínum tíma, en eftir að félagið breittist í Chelsky þá fór sá áhugi út á hafsauga og hefur ekki sést síðan, og ekkert til hans spurst. Við tók Tottenham sem lið nr. 2, af öllum liðum. þetta er eins og Chelsea var, ekki sem eithvert varalið, heldur hef ég og hafði engin horn í síðu þeirra ólíkt everton eða manu. En djö. ætla þessir dagar að líða hægt fram að LEIKNUM, en maður huggar sig við það að podcast menn verða með þáttaseríu fram að leik, þátturinn eftir leik, maður minn, sá á eftir að verða skrautlegur í meira lagi, fólk verður að vera tilbúið að grípa Egilinn þegar þeir réttann gegn um skerminn.
  Eigið hægar, en skemmtilegar stundir.

  YNWA

 4. Mér finnst það stöðugt augljósara að þegar það er verið að byggja upp lið þarf að kaupa menn sem eiga þónokkuð af árum í þrítugt. Jordan Henderson kom til Liverpool 2011, þá 21 árs gamall og þó hann eigi enn þá ár í þrítugt er hann tvívegis búinn að taka þátt í titilbaráttu um Enska deildarmeistaratitlinn og er núna að fara að spila til úrslita um Evrópumeistaratitlinn í annað sinn. Í kringum hann hefur hægt og bítandi byggst lið sem á það sameiginlegt með honum að eiga nóg eftir af sínum ferli.

  Á sama tíma hafa MAN UND gert óteljandi kaup af leikmönnum sem eru komnir vel á aldur. t.d Zlatan og Alexiz Sanshez kemur yfir til Man und frá Arsenal þegar hann er að nálgast þrítugsaldurinn og er núna á sínu 31 ári sem þýðir að hann fer brátt að komast af sínu léttasta skeiði og er enn í liði sem þarfnast uppbygginar og ef hann tæki upp á því að komast á flug án næsta tímabili þýddi það samt sem áður það að Man Und þarf að fara að huga að eftirmanni hans innan tíðar.

  Kaup á ungum leikmönnum hefur verið lykilforsenda þess að liverpool hefur náð þessum árangri. Liðið hefur þónokkurn tíma til þess að gera atlögu að titlinum í nokkur skipti ef hópurinn helst saman og FSG hefur nægan tíma til að finna eftirmenn sem eru ungir að árum. Annað hvort uppalda leikmenn eða stjörnur sem eru rétt komnar yfir tvítugt.

  Þetta elífðartal um kaup á stjörnum þarf því ekki að vera lausnin. Andy Robertson, Trent Alexsander og Joe Gomez. eru gott dæmi um slíkt.

  Ég man að Klopp sagði í fyrra að hann sæi ekki ástæðu að kaupa miðvörð því hann sæi ekki einn einasta leikmann á markaðnum sem væri með sambærileg gæði og Joe Gomez. Margir urðu mjög ósammála þessu en eins og oft áður, þá kom á daginn að Klopp hafði rétt fyrir sér. Joe Gomez var fastamaður í liðinu þar til hann meiddist og sannaði svo sannarlega að það er hægt að heimahanna stjörnur fyrir lítinn pening. Það kæmi mér ekkert á óvart ef sú leið verðii farinn í miklu meira mæli en áður að leikmenn úr akademíunni verði teknir inn og látnir fá hægt og bítandi taka meiri ábyrgð.

  Mér finnst eins og hugmynd Klopp með því að kaupa stjörnuleikmenn eins og Van Dijk, Alison, Fabinho, Keita, Salah, Mane sé ekki eingöngu til að flýta fyrir árangri, heldur miklu frekar að ungir leikmenn í Akademíunni fái tækifæri til að máta sig við heimsklassa fótboltamenn upp á hvern dag og þá er mjög auðvellt að sigta út hæfileikaríka stráka sem blómstra er þeir spila með eða á móti þeim á æfingum. Mér finnst eins og hans hugmynd sé að finna sem mest leikmenn innan Agademíurnar og fækka kaupum á stórstjörnum.

  Ég hef heyrt hann tala fyrir slíku og er nokkuð viss um að hann standi við það að sumarglugginn verði ekkert voðalega spennandi, Hann taki þess í stað frekar unga leikmenn sem honum lýst vel á sem eru annað hvort á láni eða að spila í agademíunni. T.d ef Grjuik er farinn að sýna gæði sem benda til þess að hann komist í byrjunarliðið, þá hikar hann ekki við að fá hann í stað þess að fjárfesta í miðjumanni. Í það minnsta finnst mér ég skilja Klopp þannig og hef nú séð þónokkuð af viðtölum við hann. Það er nú frekar auðvellt að skilja hann, því hann er ekkert að fela sínar skoðanir og er yfirleitt mjög heiðarlegur.

  11
 5. Er James Rodriguez ekki akkúrat maðurinn fyrir Liverpool. Kreatívur miðjumaður sem er á besta aldri og þarf að sanna sig. Ég myndi í að minnsta ekki fúlsa við honum, á góðu verði auðvitað af því að RM vilja ekki halda honum. Ég held að hann gæti aukið breiddina hjá Liverpool og gefið nýja vídd á miðjuna.

  2
 6. Nokkur falleg og vel valin orð frá “meistaranum”:

  Messi is poised to be confirmed this weekend as the winner of the European Golden Shoe for having scored the most top-flight goals across Europe.

  “Honestly I am not even thinking about the European Golden Shoe. Not in my head at all”.

  “What happened at Liverpool is in my head now”

  Messi revealed how much that defeat to Liverpool continues to hurt.

  “It was a really big blow which we received at Anfield – me and all the dressing room felt it,” said the Argentina international

  3
 7. Það koma alltaf upp skondnar lygasögur öðru hvoru. Sú síðasta var að Sergio Ramos væri á leiðinni til LIverpool, sem sagt maðurinn sem næstum því tók hendina af Salah í úrslitaleik evrópukeppnirnar í fyrra og rotaði Karius. Að mati margra var hann aðalvaldur þess að Liverpool tapaði leiknum sökum bolabragða.

  í fyrta lagi kæmist Ramos ekki einu sinni lifandi í gegnum busavígsluna hjá leikmönnum Liverpool.. Hann yrði væntanlega látinn slást við ljón og stökkva ofan í krókudílagryfju, þríkýldur í framan af sínum nýju liðsfélegum og neyddur til að fara í slagsmál við fjóra glorsoltna ísbirni á norðurpólnum. Ég er sannfærður að hann myndi örugglega frekar vilja að semja við Gróttu Seltjarnarnesi eða Ungmennafélagið Sindra í stað þess að ganga til liðs við Liverpool.

  Eina rökrétta skýringinn sem ég gæti séð fyrir þessari kjaftasögu væri að Forseti Real (þeir lentu víst í ágreiningi) hugsi með sér. ” Ef þú villt fara fram á sölu, þú gamli þrjótur, þá sel ég þig til Liverpool, Þá þarf ég ekki að lyfta litla fingri, leikmenn Liverpool sæu um það fyrir mig sem mig langar að gera við þig”

  8

Opinn þráður

Leið Liverpool til Madrídar