Against all odds – leikþráður

UPPFÆRT: liðið hefur verið tilkynnt, og lítur svona út:

Bekkur: Mignolet, Lovren, Gomez, Milner, Oxlade-Chamberlain, Shaqiri, Sturridge

Enginn Firmino eins og var alltaf vitað, og sama með Keita. Robertson fær grænt ljós á að byrja frá læknateyminu. Ég set Origi vinstra megin en við vitum öll hvað fremstu þrír geta verið flæðandi.

KOMA SVO!!!


Þá er runninn upp leikdagur. Lokadagur tímabilsins. Og þó svo að líkurnar séu ekki með liðinu okkar, þá gefumst við ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Við höldum í vonina svo lengi sem tölfræðin leyfir. Ef þetta væri eingöngu í höndunum á okkar mönnum, þá værum við líklega mun rólegri. Það er hins vegar ekki alveg svo gott, því við þurfum jú bæði að sigra Úlfana á eftir, og að treysta á að Brighton töfri fram eitthvað á heimavelli. Hver veit?

Liðið kemur svo hér inn eftir u.þ.b. klukkutíma.

33 Comments

 1. Ég vonast eftir sigri okkar manna í dag, 97 stig og 3 besti árangur sögunnar ásamt úrslitaleik annað árið í röð, er hægt að biðja um meira? Man city eru bara svo helvíti góðir líka og á maður ekki von á þunnum Brighton mönnum skilja höfuðið frá bolnum á olíuliðinu.
  Kraftaverk gerast og vona ég að svo verði í dag.
  Þetta er bara svo gaman, ég mun lifa og njóta þessara tveggja tíma :).
  3-0 takk fyrir . Gullskór og gullhanski!
  YNWA

  1
  • Rólegur, mönnum hlítur að vera frjálst að spá.

   YNWA, “ég Trúi”

   1
 2. Maður verður líklega ósáttur við lokastöðuna í deildinni en sáttur og stoltur af liðinu okkar. Þetta eru skrítnar tilfinginar en svona er staðan.

  YNWA – djöfull er gott að eiga leik 1.júní

  1
 3. Jæja býst við að næstu 3 tímar verði ansi erviðir…. YNWA

  “Ég Trúi”

  #29notmore #bikarinnáanfield #12mai2019

 4. Sæl og blessuð.

  Stefnir í epískt spennufall eftir dramatík undanfarna daga.

  Sorrí krakkar en þessi bræton hópur er ekki einu sinni með drauma til að drífa sig áfram. Þeir hanga í þeim fölbláu fyrsta kortérið og svo er það búið.

  Úlfarnir verða okkur á hinn bóginn þrándur í götu og þyrnir í síðu. Það er ekki alslæmt að fá þetta svona í andlitið eins og stefnir í að verði. Þá mæta menn ennþá grimmari til leiks í maðððríð.

  City vinnur sumsé með sex mörkum og Úlfarnir hafa af okkur sigurinn og jafteflið með tveimur mörku í blálokin.

 5. Hvernig sem fer þá er þetta búið að vera rosaleg ferð í vetur með þessu liði.

  Ég held að bæði lið munu vinna sína leiki,en kannski eru æðri máttarvöld með eitt lítið kraftaverk í viðbót handa okkur á þessari leiktíð.

  3-0 fyrir LFC
  3-1 fyrir City(kraftaverkatölur1-1)

 6. Klárum okkar leik og menn munu mæta dýrvitlausir til leiks. Spái 3 – 0 fyrir okkar mönnum, Salah tvö og Origi eitt.

  Vonumst svo eftir kraftaverki á Amex-vellinum. Það verður ekkert annað en kraftaverk ef Brighton nær að standa í dýrasta liði allra tíma.

  YNWA

  2
 7. Bræður og systur í trúnni.

  Nú er það þannig að á þessum lykildegi tímabilsins verð ég ekki í þeirri stöðu að fylgjast með útsendingu frá leiknum sökum vinnu.

  Treysti á að þið öskrið á skjáinn fyrir mig og siglið þessu heim.

  YNWA!!!

  13
  • Við gerum það fyrir skólastjóran…. látum ein vonbrygði næja… YNWA

 8. Brighton komið yfir!!!!!!

  Fuck maður er orðinn stressaður núna!

 9. City komið yfir. Jæja þar fór um sjóferð þá. Kannski ágætt bara þá getur maður notið þess að horfa á okkar menn og þarf ekki að vera í stresskasti hérna í sófanum.

  YNWA

  2
 10. jamm og þannig fór það allt saman.

  Úlfarnir eru reyndar ævintýralega rangeygðir fyrir framan markið okkar. Okkar menn hafa ekki séð til sólar í ansi langan tíma, hvorki í sókn, miðju né vörn.

  Endalaust hægt að blúsast yfir ákvörðunum og mistökum vetrarins.

  Að mínu mati … var vendipunkturinn þegar við hleyptum City í skyndisókn í stöðunni 1-1 á Etihad og 7 stiga forskoti. Sané í dauðafæri og kláraði leikinn. Af hverju vörnin var ekki á svæðinu þá – er rannsóknarefni.

  • Það þýðir ekkert að stóla á aðra. Við bara tökum þetta í Madrid.

   Áfram Liverpool

   2
 11. Dramatík í markakóngskeppninni!

  Mané að jafna Salah og Aubarmeyang!

 12. Hvað gerist ef þrír eru jafnir og efstir í markaskorun? Fá þeir allir gullskó?

  • Held að sá sem spilaði fæsta leiki af þessum þremur tekur gullið og svo koll af kolli

 13. allison fær gullhanskann á sinni fyrstu leiktíð.

  Aubarmeyang gullskóinn, hann er örugglega búinn að spila færri leiki en mane og salah.

 14. Tja, skv. fyrsta gúgli hjá mér þá munu þeir DEILA gullskónum, allir þrír.

Lokaleikur kvennaliðsins: Derby slagur um borgina

Liverpool 2 – 0 Wolves