Áheit

Það hefur lengi verið til siðs hér á landi að stunda áheit. Nú í seinni tíð hefur t.d. verið vinsælt að velja sér góðgerðarmálefni, og heita að leggja því lið ef tilteknu markmiði er náð.

Þó svo að líkurnar á því að Jordan Henderson lyfti bikarnum þann 12. maí n.k. séu kannski minni en við vildum, þá er möguleikinn engu að síður fyrir hendi. Það væri gaman að sjá okkur stuðningsmenn Liverpool heita á eitthvað tiltekið málefni, og lofa að leggja því til einhverja upphæð að eigin vali ef titill kemst í höfn eftir tæpa viku. Sjálfur hyggst undirritaður gera slíkt, og ætlar reyndar að vera með sérstakt áheit fyrir leik City og Leicester sem fram fer nú á eftir.

Það er að sjálfsögðu ákvörðun hvers og eins að taka þátt í þessu, og þau ykkar sem viljið vera með þurfið að sjálfsögðu ekki að greina frá því frekar en ykkur sýnist. En þau ykkar sem kjósið að heita á liðið og vilja greina frá því mega endilega segja hvaða málefni þið heitið á í athugasemdum hér að neðan.

26 Comments

 1. 500.000 ef ég þarf ekki aftur að hlusta á Kidda Kermitt á Stöð 2 sport.

  Þvílíkar hörmungar

  9
 2. Áheit á hvað, kompany að negla City nafnið á dolluna. Það er bara allt með þessu helvítis olíu liði, eina mark Kompany á leiktíðinni. Ef þetta væri lfc þá væri Vardy búinn að skora eitt glæsimark.

  5
 3. það bjóst enginn við þessu af Kompany enda fór enginn varnarmaður á móti honum, bökkuðu allir 🙁

  jafnteflisleikirnir fóru með þetta hjá okkur, engin dolla í ár, vonandi næsta ár.

  3
 4. Jæja, þannig fór um sjóferð þá.

  Agalegt hvernig þetta hefur þróast. Það varla hægt að blúast yfir nokkrum hlut miðað við stigasöfnun liðsins sem er ævintýraleg…

  en:

  1. Ákvarðanataka í byrjun árs var augljóslega röng. Langferðalag gerði bara ógagn og þetta lán á Clyne í aðdraganda manneklu var, segi ég og skrifa, furðuleg ráðstöfun. Clyne er enginn eðalleikmaður en hann er góður í vörn og gefur Milner svigrúm til að taka til sín á miðjunni.

  2. Leikurinn gegn City – eina tapið hingað til – gaf þeim kost á skyndisókn í stöðunni 1-1. Af hverju ná þeir að geysast fram og vera með Sane á auðum sjó? Hefði ekki verið nær að gránda TAA í varnarhlutverki þennan stundarfjórðung sem eftir lifði leiks eða jafnvel að múra betur upp í vörnina?

  3. Toppað á réttum tíma. Það var ferlegt að lenda á móti hinu vitavonlausa Mu liði einmitt þegar þeir voru á einhverju rönni – en sá leikur var samt ofboðsleg sóun á tækifærum. Risameiðsli á djöflum sem við nýttum ekki neitt. Skjögrandi Rashford (sem hefði mátt stugga aðeins við og við hefðum verið einum fleiri!). Hvað var þetta? Við náðum ekki skoti á markið og vorum hikandi í öllum aðgerðum. Liðið var þokkalega úthvílt en nei, þarna var hreinlega ekkert að frétta.

  4. Þetta f$%&&/ city lið er ómennskt. En við hefðum ekki þurft að hleypa þeim fram fyrir okkur.

  Að því sögðu þá hefur þetta verið eitt skemmtilegasta mót hingað til og stigin 94-7 sýna stórbrotinn árangur.

  12
  • Jú frábært að ná x fjölda stiga en mér er bara alveg sama því Árangur mælist í dollum ekki stigum, mann engin hvað þetta eða hitt lið var með mörg stig þeir þeir urðu Englands meistarar.

   Þetta er ekki búið fyrr en búið en væntingar eru ansi litlar

   5
  • Hefur einhver aðgang að annarri tímalínu? Hér er talað um að langferðalag til heitari landa hafi gert okkur illt.

   Það getur allt eins gert það að verkum að við spilum betur en við hefðum gert ef við hefðum ekki farið í langferðalag.

   Staðreyndin er sú að við erum enn í séns og það frábært árangur.

   Við getum ekki sagt hvort eitthvað sé betra eða verra þetta er flóknara en flugferðir fram og tilbaka.

 5. Maður veltir því fyrir sér að ef við vinnum ekki neitt eftir svona tímabil. Hvenær þá? Einhverjir segja á næsta tímabili en hversu oft höfum við heyrt þá sálma? Það þarf allavega að sprengja 100 stigin á næsta tímabili því þetta City lið er bara að fara að gefa í. Vonandi er metnaðurinn sá sami á Anfield.

  3
 6. Jæja þannig fór um sjóferð þá, lítið við þessu að segja. Það er ekkert hægt að kvarta yfir því að fá 94-97 stig á tímabili. Það er bara einhver meistaraheppni yfir þessu andsk……..mancity liði. Í kvöld skorar t.d. maður sem skorar ekki einu sinni á æfingum þetta líka draumamarkið sem hann hefur ekki einu sinni dreymt í sínum blautustu draumum. Það er bara alveg ótrúleg óheppni að lenda á móti mancity liði sem er ósköp einfaldlega í sérklassa í heiminum, með líklega besta stjóra í heiminum og óendanlega stórar fjárhirslur spilltra ólíufursta. Eina sem maður getur ornað sér við er að manutd er orðið að everton-liði manchester borgar.

  2
  • Ég er bara ekki sammála þér að þeir séu með besta Stjórann í heimi hann þarf og hefur ekki þurft mikið til að ná því besta út úr þeim liðum sem hann hefur verið knattspyrnustjóri hjá allt lið í heimsklassa þegar hann kemur að borðinu. Okkar maður hefur verið að gera kraftaverk með mikið minni spámenn.
   Ég horfði á leikinn í kvöld og er einn af þeim sem hafði þá trú að þessi leikur færi 1 – 1 og hann hefði hæglega geta farið það en því miður þá ætla játa það hér að ég held að þessu sé lokið en ég mun seint gleyma þessu tímabili það er víst og hef fulla trú á því að dollur líti dagsins ljós 2020.

   YNWA.

   5
   • Það er svo sem alltaf hægt að deila um hver er besti stjórinn og hver ekki. Vissulega er Klopp meðal þeirra allra bestu í heiminum það er ekki spurning. Hins vegar getum við ekki horft fram hjá CV-inu hjá Guardiola. Vissulega hefur hann haft nóg af peningum alls staðar sem hann hefur komið, en það er ekki nóg eins og dæmin sanna (spurðu forráðamenn manutd og realmadrid). Það sem er náttúrulega grátlegast við þetta allt er að mancity komast upp með að gefa öllu regluverki FIFA langt nef og dæla peningum inn í klúbbinn fram hjá öllum Fair-play reglum. Það er nú aðal ástæðan fyrir því að við verðum ekki meistarar þetta árið.

    1
   • Hjartanlega sammála þér þarna það verður að stoppa þessa vitleysu. En þrátt fyrir allt þá eru að koma peningar í kassan með árangri sala á varningi orðinn það góður að Nike og Adidas eru að fara keppast um samninga við félagi, eigum mann í liðinu sem hefur þau áhrif að 1 milljarður manna stendur að baki hans o.s.frv Verðum að taka þetta jákvæða út úr þessu öllu sem er kanski erfit á þessari stundu en nauðsynlegt.

    YNWA.

    1
 7. Mér fannst Leicester nokkuð góðir, ljóst að Brendan er að standa sig vel. Ég bað um eitt færi eftir að Shjitty komust yfir og fékk það. Leicester í dauðafæri á markteig en framhjá. Jæja, þá er það Brighton…ég hef ekki mikla trú á því en sjáum til…..

 8. Miðað við gæðamuninn í vetur er ótrúlegt að hugsa til þess að Tottenham og Chelsea/Arsenal eigi möguleika á að enda tímabilið betur en við. Þar sem þau eru öll í séns á að landa Evróputitli. Þetta er auðvitað galið.

 9. Erum menn sáttir við en eitt tímabilið án bikara eru menn sáttir við það að þó að Klopp sé góður þjálfari þá getur hann ekki klárað neitt og virðist tapa öllum úrslitaleiknum trekk í trekk. Annað sætið virðist vera hans eina takmark og hann virðist ekki geta meira en það. Eru menn sáttir við þetta ástand og hversu lengi vilja menn bíða eftir bikurum og hversu langan tíma fær þessi maður.

  2
 10. Já ég er sáttur! Svekktur en sáttur!

  Það sem Klopp hefur gert er að koma LFC í toppbaráttuna aftur og er orðinn topp 5 klúbbur á heimsvísu.

  Nei það er ekki allt mælt í dollum. Að vinna með þvi að spila fótbolta er ekki það sama og að vinna með rútu.

  Klopp er lykillinn að því að maður fylgist með hverjum einasta leik með hjartað í buxunum. Í heiðarlegri titilbaráttu (ólíkt city) allt til mótsloka!

  Þeir sem sjá þetta ekki mega fara yfir til city og dást að peningasvindlmaskínunni.

  16
 11. Jæja 20% líkur. 20% er alltaf 20%
  Brighton hafa verið skelfilegir á heimavelli.
  En þeir hafa líka verið að standa í stóru liðunum, eiga það til að ná upp baráttu.
  Sloppnir, síðasti heimaleikurinn.
  Nú er tækifæri að gefa aðdáendum eitthvað til baka eftir allt of marga slæma heimaleiki í vetur.
  Ef ekki núna, hvenær þá?
  YNWA

  6
 12. Það er hægt að bera höfuðið hátt og vera stoltur af liðinu og það sem þeir hafa verið að gera algjörlega magnaðir og besta lið Englands það er bara þannig þó að City taki þetta með 1 stigi þá eru þeir ekki betri þá sérstaklega þegar þeir hafa tapað 4 leikjum og Liverpool bara 1 leik í deildini sem er magnað afrek!

  Auðvitað var maður að búast við titli en því miður lítur út að það muni ekki hafast leikurinn á móti Barca ekki búinn en það er mjög brött brekka þar og án lykilmanna þá varð þetta ekkert auðveldara.

  Eitthverjir að tala um að Liverpool hafi bottlað eitthverju það er bara vitleysa þetta var allan tíman fyrir City að bottla það er liðið sem var tugum stiga á undan næstu liðum seinast það er aftur á móti staðreynd að hin liðin í deildini eru ekki nálægt Liverpool eða City í getu og taflan lýgur ekki.
  Það getum við tekið frá þessu tímabili ef að næstu leikir enda eins og líklegt er.
  EN þetta er ekki alveg búið.
  Ég er stoltur af mínum mönnum hvernig sem fer !

  YNWA

  11
 13. Ég heiti því að drekka einn bjór fyrir hvert mark sem Liverpool skorar…

  4

Ómögulegt verkefni á Anfield?

Byrjunarliðið gegn Barcelona á Anfield