Newcastle 2-3 Liverpool

Mörkin
0-1 Van Dijk 13.mín
1-1 Atsu 20.mín
1-2 Salah 28.mín
2-2 Rondon 54.mín
2-3 Origi 86.mín

Leikurinn
Liverpool byrjaði leikinn afar vel og virtist ætla að stefna í þægilegt kvöld þegar að Virgil van Dijk skoraði sitt fjórða deildarmark á leiktíðinni og það sjötta í heildina. Hornspyrna hins stoðsendingaóða Trent Alexander-Arnold rataði beint á kollinn á Virgil sem stangaði boltan auðveldlega í markið. Á einhvern ótrúlegan hátt náði hann að vera aleinn fyrir framan markið og þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að vinna boltann í lfotinu.

Skömmu síðar jafnar Newcastle metin eftir að Trent Alexander-Arnold ver skot Rondan á marklínu með hendinni en Christian Atsu fylgir eftir og skorar. Eflaust er það bara fínt því þarna hefði Newcastle getað fengið vítaspyrnu og Trent fokið útaf.

Sem betur fer var Trent á vellinum því átta mínútum síðar átti hann fyrirgjöf eftir góða hælspyrnu Sturridge sem rataði beint á Mo Salah sem var í teignum og kláraði viðstöðulaust með hægri. Hans 22. deildarmark á leiktíðinni og hann er með tveimur mörkum meira en Sergio Aguero og Sadio Mane í baráttunni um gullskóinn.

Staðan var 2-1 fyrir Liverpool í hálfleik, í upphafi seinni hálfleiks jafnaði Rondon með hörku skoti eftir smá barning í teig Liverpool eftir hornspyrnu. Algjört tuska í andslitið á Liverpool en svo sem ekki ósanngjarnt miðað við gang leiksins.

Liverpool varð fyrir miklu óláni – sem reyndist kannski lán í óláni í dag – þegar Mo Salah steinlá í jörðinni eftir samstuð við markvörð Newcastle sem kom á fullri ferð með síðuna í kinnina á Salah sem þurfti að vera borinn út af og Origi kom inn.

Lítið gekk hjá Liverpool að skapa sér alvöru færi og var útlitið ekkert rosalega gott. Klopp hendir Shaqiri inn á fyrir Wijnaldum og rétt fyrir lok leiksins tekur hann Lovren útaf fyrir Milner. Tveir af þessum skiptimönnum í dag áttu heldur betur sinn þátt í úrslitunum í dag. Liverpool fær aukaspyrnu út á hægri kanti á 86.mínútu, Trent gerir sig kláran en van Dijk gargar á Shaqiri að taka spyrnuna sem Svisslendingurinn gerir. Frábært bolti sem rataði á kollinn á Origi og þaðan af kollinum á varnarmanni Newcastle og í netið. Annað risa stórt sigurmark Belgans sem hefur heldur betur komið inn úr kuldanum í vetur.

Átta mínútum var bætt við leikinn og hamingjan hjálpi mér þær liðu eins og klukkutími en loks flautaði dómarinn leikinn af og Liverpool tryggði sér svo mikilvægan sigur sem kemur liðinu í 94 stig og aftur á toppinn og pressan því aftur komin á Man City.

94 stig!

Bestu menn Liverpool
Enn einu sinni þótti mér bakverðirnir vera ansi magnaðir í dag. Trent lagði upp tvö mörk með frábærum boltum og Robertson var virkilega líflegur í dag þó hann hafi ekki lagt upp sjálfur. Þessi stoðsendingakeppni þeirra er ansi spennandi og eru þeir báðir með þrettán stoðsendingar hvor í vetur!

Henderson fannst mér nokkuð flottur á miðjunni og Fabinho átti ágætis moment. Mane og Sturridge voru fannst mér ekkert rosalega beittir í dag en Salah var að mér fannst líflegri og skoraði virkilega gott mark. Van Dijk skoraði gott mark og var þéttur í vörninni, var ekkert of jákvæður á Lovren í dag sem mér fannst ekki alveg í takti. Matip var hvíldur fyrir seinni leikinn gegn Barcelona og ég skil alveg af hverju Klopp hefði viljað Lovren til að díla við Rondon en mér fannst hann vera svolítið undir í þeirri baráttu í dag. Það var kannski óþarfi að rótera í miðverðinum í kvöld en slapp fyrir horn.

Shaqiri átti geðveikan bolta sem skapaði sigurmarkið og Origi gerði virkilega vel í því að koma boltanum í netið. Origi er maður augnabliksins og maður leiksins, fjögur afar mikilvæg stig komin í hús eftir sigurmörk frá honum í blálok leikja. Ef Liverpool landar þessum titli þá á Origi ansi stóran þátt í því.

Liðið var heilt yfir ekkert rosalega sannfærandi og gott í kvöld en Newcastle eiga líka skilið mikið lof fyrir baráttu sína í dag og frammistöðu. Þeir ætluðu ekkert að gefa neitt eftir og enda sína leiktíð á jákvæðu nótunum í því sem gæti verið lokaleikur Rafa Benitez á St.James’ Park. Þeir eru öflugir heim að sækja og unnu til að mynda City þar fyrr í vetur og Liverpool hefur ekki unnið þarna í sex ár svo þetta var klárlega sýnd veiði en ekki gefin.

Hjartað vann þennan leik segir Klopp. Þetta lið hefur svo sannarlega hjartað og punginn í þessa baráttu. Hausinn á mér er svo löngu, löngu farinn en þeir eru svo sannarlega með sinn rétt stilltan á og töluvert fókusaðri á þetta en ég sem er virkilega jákvætt.

Næstu leikir
Á þriðjudaginn er ansi erfiður leikur gegn Barcelona framundan í síðari viðureign liðana í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool er í ansi ómögulegri stöðu eftir ósanngjarnt og ansi sorglegt 3-0 tap á Nou Camp. Það verður enginn Firmino og eflaust enginn Salah í þeim leik eftir að hann var borinn af velli.

Róðurinn því ansi erfiður og með þessa menn fjarverandi er erfitt að sjá fram á að Liverpool takist að snúa viðureigninni sér í hag, það er því eflaust sem maður horfir meira á lokaleik deildarinnar næsta sunnudag þegar Wolves heimsækja Anfield og vonandi verða þeir Firmino og Salah með þá.

Man City mun leika gegn Leicester á mánudagskvöldið og þá mun koma í ljós í hvaða stöðu Liverpool verður þegar lokaumferðin fer fram. Ó please, Leicester, Rodgers, Vardy og allir hinir ég bið ekki um mikið en please, please, please, please, please takið stig af Man City. PLEASE!!

54 Comments

 1. Þetta lið “Okkar” !!!!!
  Ef ég væri með hár, þá væri það silfurgrátt í hrúgu á gólfinu…. “gott” að vera sköllóttur……

  Trúi en að ef við gerum okkar þá fer dollan á loft 12 mai á Anfield…. YNWA…..

  “Trúim til enda”

  8
 2. Geggjaður leikur og flott 3 stig en núna þurfum við að treysta á Brendan Rogers og félaga á mánudaginn!
  In Brendan we trust!

  YNWA

  6
 3. Origi er okkar Solskjaer, alveg einstaklega markheppinn varamaður.

  Frábær sigur….ennþá sjéns. Maður veit aldrei í fótbolta. Leicester er bogeylið, Brendan koma svo!

  4
 4. Það eru komin fjögur stig frá Origi í vetur, ekki slæmt að hafa hann sem súpersöbb..

  4
  • Hann er væntanlega að segja að hann hafi breitt jafntefli í sigur, 3 í stað 1 stig….. svo Origi hefur komið með 4 stig i safnið 🙂

   7
  • Ætli Van Dijk geti líka sagt okkur hvor LFC vinni dolluna ? hann veit hver er bestur í að taka aukaspyrnur, ég á varla orð til að lýsa þessum kóng.

   3
 5. Ótrúlega mikið fallið með okkur í vetur og lykilmenn sloppið með meiðsli. Erum með 94 stig en samt ekki í okkar höndum. Gjörsamlega galið!!!

  5
 6. Það má segja að Man City eru með meiri hæfileika í fótunum og myndu líklega rústa okkur í reitabolta en Liverpool menn eru með stærsta hjartað.
  Við höfum mörgum sinnum þurftu að berjast til síðustu sek til að ná fram úrslitum þar sem margir voru farnir að gefa upp vonina en ekki strákarnir hans Klopp.

  Þetta var ekki góður leikur hjá okkur. Misstök í vörn, miðjan vissi ekki hvort að hún væri að koma eða fara og sókninn að klúðra tækifærum en það skiptir engu máli þegar 3 stig detta í hús.

  YNWA – þetta mun allt ráðast í síðustu umferð en hvernig sem fer þá er maður ótrúlega stoltur af þessum strákum sem eru búnir að fara langt framúr væntingum í vetur.

  7
 7. Tæpt var það en hafðist þó. Grátlegt að meðan við vorum í þessum slag þá gátu Barcelona verið að spila kjúklingunum sínum í spænsku deildinni. En getið þið sagt mér eitt, hvað er að hrjá þessa skríbenta hjá fotbolti.net. Eru bara manutd aðdáendur að skrifa inn á þá síðu? Þetta Liverpool hatur sem þar kemur fram er nú hætt að vera fyndið.

  28
 8. Engin smá vanvirðing sem Barca kemst upp með á spáni… spila við lið í fallbaráttu og mæta valla í leikinn….. það hefði heyrst eithvað ef að þetta væri gert á englandi!

  En varðandi Fótbolta.net þá er maður nánast hættur að lesa fréttir þar…. þvílíkt froðusnakk!

  14
   • Þá veistu það þarft ekkert að búast við neinu þar og bara vera hér inni þar sem vitibornir menn eru að skrifa og tjá tilfinningar sínar ?.
    YNWA.

    1
   • ég fer sjaldan inn á fótboltanet og nánast aldrei inn á 433.

    1
  • Virðing er eitthvað sem er ekkert til hjá barca. Það hafa þeir sýnt margoft á undanförnum árum.
   Ef það er einhver sem gæti mótiverað lið sitt upp í þetta erfiða verkefni gegn barcelona, þá er það Klopp!

   2
 9. Ótrúlegt. Svona á að gera þetta, berjast fram á síðustu mínútu. Ef þetta er ekki uppskrift að titli þá veit ég ekki hvað. Hvað unnu Chelsea, Arsenal og MU oft með þessum hætti, að skora sigurmark rétt fyrir lokin og vinna svo titil. 94 stig er hreint út sagt ótrúleg stigasöfnun og ef svona tímabil kemur aftur að tvö lið nái tæplega 100 stigum þá er eitthvað meira en lítið að gerast í þessum heimi.
  Jákvætt er margt..
  …skora 3 mörk
  …skora enn og aftur undir lokin
  …TAA frábær og bætir í sarpinn stoðsendingum
  …Origi er bara góður og vona ég að hann verði áfram
  Ef eitthvað er neikvætt…
  …fá á sig 2 mörk
  …ég held að Sturrigde eigi ekki framtíð á Anfield
  …ef Salah hefur meiðst eitthvað að ráði
  …sennilega hefur farið aðeins of mikið púður í þennan leik þar sem stutt er í Barca leikinn

  3
 10. Andre Marriner besti maður Liverpool í dag. Missti skyndilega sjónina þegar Trent Alexander varði boltann á línu. Svo bjó hann til gefins aukaspyrnu hjá aumingjanum Fabinho. Fáranlegt að þið eigið séns miðað við gjafirnar í vetur ?

  5
  • Eiga tröllin ekki að vera farin í hellinn sinn að sofa svona seint.

   19
  • Hann lét hagnaðinn ráða, þeir fengu mark.
   Þeir hefðu getað fengið víti og rautt og kannski hefði Alisson varið vítið.
   Láttu ekki eins og kjáni.

   13
  • mér er slétt skítsama hvernig við unnum þetta, stigin eru komin, hefði mátt halda á boltanum og henda honum í netið og vinna leikinn þannig mínvegna.

   erum bestir í föstum leikatriðum á leiktíðinni
   þetta er ekki heppni, þetta eru gæði.

   4
  • Mér finnst þetta bara frábært einhver Ingibjörg í sárum að tjá sig. Ég tók eftir því að þú segir ( þið eigið séns ). Hver er þá þú eða þið hin ?

   2
  • Hann beitti hagnaðar reglu til að byrja með sem eftir reglum er gult spjald þar sem Newcastle skoraði, þannig að þetta var eiginlega blessun í dulargervi.
   Varðandi aukaspyrnuna þá var brotið á Fabinho áður en hið ætlaða brot “took place” þannig að dómarinn gerði rétt með að gefa aukaspyrnu, það var gott hjá Fabinho að standa þetta af sér til að byrja með.

   3
  • Þið……. hversvegna ertu að lesa og kommenta ef þú ert ekki með rétta rauða litinn ?

  • Bitur manjúr-aðdándi hérna að grenja 😀 Bið að heilsa óla gunnari og norsku byltingunni…

   2
  • Hvað eru að bulla þarna trollið þitt? fyrir það fyrsta er betra að tjá sig þegar maður kann reglurnar dómarinn hefði í mesta getað gefið TAA gult fyrir að boltin fór í hendi þar sem þeir skoruðu strax kallast hagnaðarregla. það var brotið á Fabinho og hvaða gjafir í vetur ? Liverpool er besta lið englands ekki bara besta heldur lang besta ásamt þeim ljósbláu hin liðin eru svo langt frá að þaug gætu verið í championship deildinni.
   Þurfum engar gjafir Livepool er búið að vinna fyrir þessu.
   Vertu svo ekki að koma og tjá þig ef þú ætlar að vera með leiðindi þarna sultan þín

   4
 11. Var að hlusta á viðtal við Robertson á Liverpool-tv. Ég hélt að ég væri þokkalegur í ensku,en guð minn góður hvað erfitt að skilja hann.

  1
  • Skoskan er flottasta tungumál í heimi, bara svo það sé meðvitað hérna 🙂

   4
   • Afhverju færð þú broskall en ég spurningarmerki þegar ég ætla að vera með broskall ??

 12. Ef Newcastle úti er svona erfiður, hvernig er þá Leicester heima…!

  …aldrei búið.

  1
 13. Seinasti tapleikur city var á þessum velli og næst seinasti leikur sem city töpuðu var á móti Leicester. Ég hef ennþá trú á þessu.

  3
 14. Being a football supporter:

  99% anxiety, misery, worry, despair & sleepless nights.

  1% the greatest elation and euphoria known to man.

  This is not a fucking leisure activity.

  4
 15. Sama hvernig þetta tímabil endar þá er þetta frábær árangur hjá okkur kæra félagi. Sama hversu mikið einhver reynir að tala niður okkar árangur á þessu tímabili þá breytir það ekki því að við stóðum okkur nú þegar betur en öll lið sem unnu titilinn á undan okkur nema:
  – City í fyrra – 100 stig
  – Chelsea – 95 stig…. við getum toppað það
  þannig þetta er fullkomnlega galið, við eigum enn möguleika, en þetta tímabil er fáranlegt. Við erum “cursed”
  .
  .
  – Liverpool – nú þegar 94 stig – galið mv allt sem undan er gengið
  – City – ofur lið með ótakmarkað fjármagn með 92 stig og tvo leiki til góða

  Að öllum líkindum enda liðin með:

  City 98 stig – næst hæsta í sögu PL
  Liverpool – 97 stig 3 hæsta í PL history

  GALIÐ, í mínum huga erum við meistarar horfandi á söguna, YNWA
  Áfram Klopp og áfram Liverpoool það er ekki spurning hvort heldur hvenær við tökum titilinn.

  3
 16. 4 stig frá Origi komin hús? Hann vann Everton fyrir okkur. Og svo aftur núna, ef mér reiknast rétt gera þa? sex stig. Þeir hljóta a? vera byrjadir a? reisa styttuna fyrir utan Anfield

 17. Sælir félagar

  Þessi leikur fór langt með að klára mig og mitt gráa hár. Þvílíkt lið sem við höfum til að styðja og leikmenn og stjórinn sýndu úr hverju þeir eru gerðir. Mariner leyfði anzi mikið af brotum og árásir N’castle manna á Mo Salah hlutu að enda með ósköpum þar sem ekkert var á þeim tekið. Dómarinn á að vernda leikmenn en það gerði hann ekki í þesum leik. Vonum bara að Salah sé í lagi.

  Það sem maður saknar Firmino á velinum í þessum tveimur síðustu leikjum. Sturridge er svo seinn og slappur að það er alger neyð að horfa uppá hann í yfir 90 mínútur. Nú eru komin 94 stig í hús og hvernig sem fer þá er þetta Liverpool lið eitt af bestu liðum í heimi nú um stundir. Á því er enginn vafi. Það er sama hvernig allt veltist og snýst aðeins M. City og ef til vill Barcelona (við sjáum til) geta sagt að þau séu betri ef allt fer sem horfir.

  Það er nú þannig

  YNWA

  8
 18. GEGGJAÐ!!!
  En hey eitt neikvætt hérna. Ég vil aldrei sjá Sturridge byrja leiki fyrir okkur aftur. Gjörsamlega áhugalaus þarna uppi og alls ekki nógu góður. Og eitt að lokum Dejan Lovren er vonlaus. Allir aðrir geggjaðir. UP THE REDS!!

  6
 19. Hatrið á Liverpool inná Fotbolti.net nær engri átt. Sé aldrei eins fréttir um Man City eftir þeirra leiki þar inni.

  Annars var maður í hálfgerðum dofa í þessum leik og átti allt eins von á tapi í seinni hálfleiknum. En,sem betur fer var super sub Shaq með flotta sendingu sem landaði 3 stigum í hús. Ef Leicester nær stigi á mánudag þá er dollann okkar,annars er úti ævintýri þetta árið – en þvílíkur rússinani sem þetta ár hefur verið.

  Takk fyrir mig og þessi síða er hreint út sagt frábær og spjallið á milli manni í podkastinu er ávallt áhugavert. Gaman að vera poolari í þykku og þunnu…..

  7
 20. Þessi sigur í gærkvöldi var ótrúlegur, algjörlega magnaður! Þvílkur persónuleiki sem þetta frábæra lið okkar hefur! Bekkurinn okkar skoraði sigurmarkið og maður sér á Klopp að einbeitingin er svo mikil hjá honum að hann er stífur eins og tréhestur á hliðarlínunni… Þessi spenna er að gera út af við mig og ég hef trú á Leiceister á mánudaginn.

  3
 21. Þetta er búið að vera meira tímabilið maður lifandi. Það hvað liðið hefur náð að halda haus og vinna sl. 10 leiki eða hvað það nú eru margir leikir er rosalegur karakter, svakalegt! Vissulega eigum við eftir að spila einn leik sem gæti verið okkur erfiður. En hvað um það.

  Ef Liverpool endar í öðru sæti með 97 stig og út í fjagra liða í CL þá getum við ekki annað en þakkað fyrir okkur og vona að við byggjum ofan á þennan árangur á næsta tímabili.

  Þetta hefur verið geggjað season. Boltinn sem spilaður hefur verið á köflum magnaður. Svo magnaður að heimsbyggðin og United menn hafa hrifist með, margir þeirra hafa sannarlega viðurkennt það. Ég er einn af þeim sem held að City klári rest og því búinn að gefa dolluna upp á bátinn. Raunverulega er þetta tímabil búið að vera betra en nokkur átti von á stigalega séð. Hvað er hægt annað en að þakka fyrir það. Súrt að þetta endi kannski svona, annað sætið. Við verðum bara að vona að Klopp kaupi einn-tvo nýja gaura til að negla þetta almennilega inn fyrir next season. Það er betra en ellefu + nýjann stjóra eins og nágrannar okkar þurfa að gera.

  Ég var á því að þegar allt stefndi í jafntefli í gær þá var ég að segja við sjálfan mig þetta mun hvort er ekki skipta neinu máli. City er alltaf að fara að klára rest. En þökk sé Origi, hann gaf okkur líflínu og setti eitt tonn af pressu á City fyrir leikinn í dag. Mun það kannski duga? Það að vinna leikinn svona eins og við gerðum í gær er nefnilega aðeins meiri karma-pressa heldur en auðveldur sigur. Trúið mér, hefði ekki getað skáldað betri endi á þenna leik til þess að hræða City menn aðeins meir.

  13
 22. Afsakið þráðránið, en mikið er sorglegt að vinir okkar í næstu borg sleppa meistaradeildinni næsta vetur

  12
  • O já deili sorginni með þér ha ha ha ha ha og Ingibjörg sem spilar með hinu liðinu Sorrý með mig.

   YNWA.

   1
 23. Eftir þennan leik getum við sagt að Liverpool hefur náð fleirri stigum á einu tímabili en Man Und hefur nokkurn tímann náð. Mér sýnist bara Chelsea og man City náð fleirri stigum.

  Það er hálf furðulegt að hugsa til þess að Liverpool gæti kannski unnið titilinn á 86 stigum á næsta ári ef það færi að halla undan fæti hjá Man City en það þætti miklu betri árangur, jafnvel þó liðið hafi safnað miklu færri stigum. Þessi árangur er mjög einstakur, þó enginn titill komi líklega í hús þetta árið.

  2
 24. Þetta er langt frá því að vera búið, það getur margt gerst enn Leicester getur alveg tekið stig af MC víst að MU náði stigi af Huddersfield

  10
  • Haraldur það er minna mál fyrir 3ju deildar lið að ná stigi af MU en úrvalsdeildarlið að ná stigi af MC 🙂

   5
 25. “Trent Alexander-Arnold, omitted from the team that faced Barcelona, was back in and pivotal. He was key to everything. Even in the way he listened to Virgil van Dijk to step aside and allow Xherdan Shaqiri to take an in-swinger, for the free kick that provoked our winning goal.”

  https://www.thisisanfield.com/2019/05/an-oversight-of-praise-for-trent-alexander-arnold-liverpool-left-looking-to-the-law-of-averages/?fbclid=IwAR1RVY6cqypB6bc7nVqSgF_Cpl0ZdT8_FgWwi-dY6mU1GYUA_-Pngh-Nro0

  • Gefið að 5 af 11 stoðsendingum kappans komu í 2 leikjum, hvers má vænta þegar hann hefur yfirgefið táningsaldurinn?

 26. Jæja, hvað gerum við án Salah og Firmino. Sóknin verður eins og hákarl sem vantar allar neðri tennurnar. Djöfullsins ólukka fylgir þessu liði okkar endalaust.

  Origi og Shagiri að stíga fram og galdra eitthvað.

  2
 27. Þvílík forréttindi að fá að vera aðdáandi Liverpool.

  Við erum í undanúrslitum bestu keppni í heimi og þrátt fyrir að vera 3 – 0 undir á móti ágætis líð þá er von. Istanbul 2005…

  94 stig í ensku deildinni og einn leikur eftir. Það er smá von að við vinnum og það er æðislegt.
  Takk Klopp, takk FSG, takk kop.is.

  Þetta er hátíð.

  1

Liðið gegn Newcastle

Ómögulegt verkefni á Anfield?